Tíminn - 24.09.1988, Síða 16

Tíminn - 24.09.1988, Síða 16
16 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT RANGOON - Hershöfðing- inn Saw Maung sem nú er við stjórnvölinn í Burma ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti í gær. Skilaboð hans til stjórnarand- stöðunnar voru skýr. Henni yrði ekki liðið frekari kröfur á hendur ríkisstjórninni. TOKYO - Læknar berjast við að bjarga lífi Hirohitos keis- ara Japans. Þeir reyndu enn blóðgjafir til að halda blóð- þrýstingi hans uppi. Keisarinn kastar sífellt upp blóði og eru allar líkur til þess að stundir hans í þessum heimi séu bráð- lega á enda því lítill árangur varð af þessum tilraunum. VARSJÁ - Leiðandi hag- fræðingar í Póllandi deildu harkalega á kommúnísk stjórnvöld fyrir að þrýsta þjóð- inni út í efnahagslegar ógöng- ur með því að neita viðræðum við stjórnarandstöðuna með það að leiðarljósi að bæta bágborið efnahagsástand landsins. MOSKVA - Stjórnarnefnd sovéska kommúnistaflokksins hefur kynnt tillögur sem miða að því að auka matarbirgðir, neysluvörur, þjónustu, heilsu- gæslu og menntun verulega á næstu fimmtán árum. Það var Pravda sem upplýsti alþjóð um þetta framtak stjórnarnefndar- innar. PRETORÍA - Javier Perez de Cuellar aðalritari Samein- uðu þjóðanna sagði að Nami- bía þokaðist nú í átt til sjálf- stæðis eftir áratuga stjórn hvítra manna í Suður-Afríku. De Cuellar lýsti þessu yfir eftir fund með suðurafrískum stjórnvöldum í Pretoríu. Aðal- ritarinn er nú kominn til Angóla | þar sem hann freistar þess að ! koma rífandi gang í friðarvið- ræður til að koma á friði í' landinu. MANAGVA - Bandaríkja- menn voru ekkert að flýta sér að gefa út vegabréfsáritanir til Ortega forseta Níkaragva og sendinefndar hans, en Ortega hugðist sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna I næstu viku. Vegna þessa hefur Ort- ega hætt við för sína til New York og ætla Níkaragvamenn að kvarta undan Bandaríkja- mönnum við Sameinuðu þjóð- irnarog Samtök Ameríkuríkja. Laugardagur 24. september 1988 IIIIJllllllllilllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllilllllillllllilllllllllllllllilll Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna sýnir manngæsku í heimsókn sinni til Bandaríkjanna: Armenskur útlagi færaðheimsækja sjúka móður sína Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Georga Shultz eru hér að undirrita samning um takmörkun meðaldrægra kjarnavopna með þá Gorbatsjof og Reagan sem bakhjarla. f gær funduðu utanríkisráðherrarnir Washington og notaði Shevardnadze tækifærið til að sannfæra Bandaríkja- menn um góðan vilja Sovétmanna til að auka mannréttindi með því að gefa armenskum útlaga leyfi til að heimsækja sjúka móður í Jerevan. Sovéskir hcrmenn eru enn á götum Jerevan. Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna sem nú er í heimsókn í Bandaríkjunum hefur gefið frökkum Armena búsettum ■ Bandaríkjunum leyfi til að heim- sækja sjúka móður sína í Sovétríkj- unum. Armcninn var útlægur gerr frá Sovétríkjunum árið 1979 vegna andófsaðgerða hans í Armeníu. Aðdragandi þessa er mjög drama- tískur. Armeninn, Ambarsum Khlgatian að nafni, stóð mótmæla- stöðu fyrir utan stjórnarráð Banda- ríkjanna þarsem Shevarnadzc hugð- ist ciga fund með George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þegar bifreið Shevardnadze kom í hlað kastaði Khlcatian sér fyrir bif- rciðina og skoraði á Shevardnadze að koma út og ræða málin við sig. Öryggisverðir yfirbuguðu manninn áður en Shevardnadze kom út úr bifreiðinni, en sovéski utanríkisráð- herrann tók manninn þó tali. „Ég bað hann um að leyfa mér að heimsækja ættjörð mína,“ sagði Khlgatian. „Hann sagði: „Hafðu engar áhyggjur, ég skal sjá um málið“.“ Shevardnadze stóð við orð sín og á blaðamannafundi er hann hélt cftir fundinn með Shultz sagði hann: „Khlgatian hefur nú fengið leyfi til að halda til Sovétríkjanna, og heim- sækja sjúka móður sína." Þessi ákvörðun Shvardnadzc er mjög í anda fundarins við Shuitz því umræðuefnið var mannréttindamál. Hins vegar var ekki minnst einu oröi á Armenann í þeim viðræðum. Á sama tíma og Shevardnadze var að vinna í málum Armenans lokuðu sovéskir hermenn miðbæ Jerevan, höfuöborgar Armeníu eftir nætur- langa mótmælastöðu hundraðþús- und Armena vegna kynþáttaóeirð- anna í Nagorno-Karabakh. Mót- mælin fóru friðsamlega fram og voru látin óáreitt af lögreglu og hermönn- um. Armeníaerenn lokuðcrlendum blaðamönnum og neyðarástand ríkir enn í Nagorno-Karabakh. Fyrrum starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráögjafi Reagans slapp meö 3 ára skilorðsdóm og peningasektir: Laug eiðsvar- inn að rétti Michael Deaverfyrrum háttsett- ur aðstoðarmaður Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta var í gær dæmdur í þriggja ára skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að Ijúga eiðsvarinn um hagsmunagæslu. Hann hafði áður verið dæmdur í undirrétti til að sitja inni í þrjá daga og greiða 30 þúsund dollara í sekt. Deaver hefur var aðstoðarmað- ur og náinn vinur Ronalds Reagan í tuttugu ár og var orðinn starfs- mannastjóri Hvíta hússins þegar hann neyddist til að segja af sér vegna þessa máls árið 1985. Hann átti yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi en slapp með þriggja ára fangelsi, sekt upp á 100 þúsund dollara og 1500 stundir í þegn- skylduvinnu. Deaver var fundinn sekur um að hafa borið ljúgvitni í rétti og fyrir ransóknarnefnd þingsins eftir að hann sagði af sér árið 1985. Dcaver er hæstsetti starfsmaður í liði Reagans sem uppvís hefur orðið um glæpsamlegt athæfi og þurft að segja af sér. Hins vegar hafa fleiri setið í súpunni, til að mynda Lyn Nofziger ráðgjafi Re- agans, en hann hlaut þriggjamán- aða fangelsisdóm og 30 þúsund dollara sekt fyrir ólöglega hags- munagæslu. ÚTLÖ UMSJÓN: Hallur Maanússon BLAÐAMAÐ Fidel Castro deilir á stefnu Alþjóöagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans: Skuldasúpa aðalvanda- mál alþjóðastjórnmála Stjórnarher Súdan slær skæruliða af í hópum Drápin halda áfram í Súdan þar sem borgarastyrjöld hefur geisað að undanförnu og þúsundir manna sjá fram á hungurdauða vegna þeirrar eyðileggingar sem stríðið hefur í för mcð sér. í síðustu viku náðu stjórn- arhermenn að drepa níutíu og tvo skæruliða í þremur bardögum. Sjötíu skæruliðar féllu í tveimur bardögum í Equatoríu í sðurhluta landsins og tuttugu og tveir skærulið- ar voru drepnir í fyrirsát við Efri-Níl. í tilkynningum frá stjórnarhern- um er ekkert getið um mannfall í liði þeirra. Súdanskir skæruliðar höfðu gefið út yfirlýsingu um að þeir hefðu náð á vald sitt bænum Katie í Equatoriu en stjórnaherinn vísar því á bug. Hins vegar hefur varnarmálaráð- herra landsins, Abdul-Maged Ham- ed Khalil sagt að súdanski þjóðfrels- isherinn sem barist hefur gegn stjórninni frá því 1985 hafi verið að færa sig upp á skaptið að undan- förnu. Súdanski þjóðfrelsisherinn hefur nokkur ítök í suðurhluta landsins þar sem kristnir menn og andatrúar búa og segist berjast gegn yfirráðum múslíma sem fara með völd í land- inu. Fidel Castro forseti Kúbu telur skuldasúpu þriðja heimsins helsta stjórnmálavandamál heimsins og að hún sé mesta ógnun efnahagslífs heimsins. Segir hann skuldasúpuna geta kollvarpað núverandi efnahags- kerfi heimsins og syrgir hann það lítið. Þetta kemur fram í bréfi sem Castro sendi inn á þing sem haldið er sem mótvægi við þing Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans sem nú fer fram í Vestur-Berlín. Castro hafði verið boðið sérstak- lega til þings andstæðinga starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans, en varð að sitja heima vegna anna. í bréfinu sem lesið var yfir hundr- uðum fulltrúa þessa andfundar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans segir meðal annars: „Erlendar skuldir eru mesta ógn- un sjúkra ríkja er halda uppi efna- hagslífi heimsins". Þá segir hann- Ijóst að skuldasúpan sé ekki lengur efnahagslegt spursmál heldur stjórn- málalegt vandamál sem ekki sé hægt að skilja frá öðrum alþjóðastjórn- málum. „Skuldasúpan er söguleg afleiðing óréttlátrar uppbyggingar efnahags- kerfis heimsins og grunnur nútíma kapítalisma," sagði í bréfinu. Castro sem árið 1985 hvatti þjóðir þriðja heimsins til að greiða ekki erlendar skuldir stnar sagði að eftir- gjöf skulda væri ekki lengur leið til lausnar skuldakreppunni. Skortur þróunar í löndum þriðja heimsins vaæri meginástæða skuldakreppunn- ar. ísraelar eltast við Palestínumenn: Loftárásir á Suður- ísraelskar þotur gerðu loftárásir á stöðvar Palestínumanna í suður- hluta Líbanon í gær. Árásin er gerð á sama tíma og skæruliðar Frelsis- samtaka Palestínu eiga í átökum við stríðsmenn hinna múslímsku Amal- sveita á þessum slóðum. Heimildarmenn segja að fjórar þotur hafi varpað sprengjum á her- búðir Fatha skæruliða í jaðri Miyeh Miyeh flóttamannabúðanna austur af hafnarborginni Sídon. Engar fréttir hafa borist af mann- falli en svört reykský lágu yfir búð- unum þegar fréttir bárust. Þoturnar sveimuðu í stundarfjórðung yfir skotmörkunum eftir árásina til að fullvissa sig um að verkið hefði tekist sem skyldi. Fatah er stærsti skæruliðahópur- inn innan PLO og lýtur hann stjórn Yassers Arafats leiðtoga samtak- anna. Loftárás þessi er sú fimmtánda sem ísrelskar herþotur gera á Líban- on á þessu ári og sú þriðja á búðir Líbanon Palestínumanna nærri Sídon í þess- um mánuði. Eins og áður segir hófust bardagar milli skæruliðasveita PLO og stríðs- manna Amalsveitanna suður af Sídon. Það er engin ný bóla því átök milli þessa hópa hafa brotist út við og við undanfarin ár. Ekkert mann- fall hafði orðið í þessum átökum þegar síðast fréttist, en upphófust eftir að óþekktir byssumenn skutu þrjá háttsetta menn úr sveit hinna múslímsku Amalliða í Beirút á fimmtudag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.