Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 17

Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 17
Laugardagur 24. september 1988 Tíminn 17 fllllll ÚTLÖND iliíillililll!! Tímamótasamningar KAL við Sovétmenn og Kínverja: Þotur frá Kóreu fljúga yfir Sovétríkin í friði Suður-kóreskar farþegavélar hafa gætt þess að fljúga ekki yfir sovéskt landssvæði frá því Sovétmenn skutu niður kóreska farþegaþotu frá KAL flugfélaginu fyrir fimm árum. Nú hefur heldur betur orðið breyting á, þökk sé ólympíuleikunum. KAL gerði samning við sovésk yfirvöld um að fá að fljúga með farþega frá Evrópu yfir Sovétríkin til Seúl. KAL flutti fjölda farþega frá París og Frankfurt til Seúl fyrir ólympíu- leikana og aftur til baka að sjálf- sögðu. Alls var samið um að KAL flygi tuttugu ferðir á þessum flugleið- um í tengslum við leikana, en með þessu styttist flugið til Seúl um tvær og hálfa klukkustund. Forráðamenn KAL flugfélagsins vonast til þess að áframhald geti orðið á þessu flugi enda sparast bæði tími og peningar með þessari flug- leið. Fiins vegar segjast þeir í meðal- lagi vongóðir um að það takist. „Við vonumst til þess að flug þetta muni gefa góðan grunn fyrir gott samstarf við Sovétríkin í framtíð- inni,“ sagði forsvarsmaður KAL um þetta mál. En KAL gerði ekki einungis samninga við Sovétmenn, Kínverjar gáfu einnig leyfi til að fljúga með keppendur frá Afríku yfir kínverskt landsvæði. Samningar þessir eru í raun tíma- mótasamningar því þotur frá Suður- Kóreu hafa verið álitnar hættulegar óvinavélar hafi þær flogið inn yfir lofthelgi Kína eða Sovétríkjanna. Það sýndi hinn hörmulegi atburður fyrir fimm árum er farþegaþota KAL var skotin niður yfir sovésku land- svæði. Flugleið kóresku farþegaþotunnar yfir sovéskt landsvæði. Nú eiga þot- umar ekki á hættu að verða skotnar niður. Reaganí skýjunum Ronald Reagan forseti Bandaríkj- anna segist ekki þurfa á geimskutlu að halda til að komast út í geiminn því hann hafi nú þegar verið þar. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í fyrradag. „Ég hef verið þar í nokkur ár,“ sagði Reagan við fréttamenn er þeir spurðu Reagan hvort hann langaði út í geiminn. Reagan var reyndar kominn niður á jörðina þegar hann lét þessi um- mæli falla. Hann var í heimsókn í Johnson geimstöðinni í Houston þar sem hann heilsaði upp á fimm geim- fara sem á að skjóta út í geiminn með geimferjunni Discovery. Forstöðumaður óskast Þann 1. desember n.k. verður tekið í notkun nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili í Grundarfirði. Heimilið hefur hlotið nafnið Fellaskjól og rúmar fullbúið 17 vistmenn. Við auglýsum eftir manni til að veita heimilinu forstöðu. Við leitum að manni sem hefur áhuga á starfinu, á gott með að umgangast eldra fólk og er tilbúinn að reka heimilið með hagsýni og myndar- skap. Umsóknarfrestur er til 7. október 1988 og er áætlað að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita Ólafur Guðmundsson í síma 93-86703 og Guðmundur Smári Guðmunds- son í síma 93-86718. Stjórn Fellaskjóls Grundarfirði. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFÁSVEGUR 2 - 101 REYKJAVlK Innritun stendur yfir Baldýring 3. okt. Þjóðbúningasaumur 7. okt. Getum einnig bætt við nokkrum nemendum í vefnað, fatasaum, leðursmíði, tauþrykk, prjón- tækni og knipl. Innritun fer fram á skrifstofu skólans Laufásvegi 2 II. hæð frá kl. 16.15-19.00 daglega. Nánari upplýs- ingar í síma 17800 á sama tíma. Utan skrifstofu- tíma tekur símsvari við skráningu. Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. september 1988 kl. 20 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 36. þing Alþýðusambands íslands. Kjörnir verða 47 fulltrúar og jafn margir til vara. Listar ásamt meðmælum 100 fullgildra félags- manna V.R. þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar fyrir kl. 12.00 á hádegi þriðju- daginn 27. september n.k. "tjSg Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið. FRÍHÖFNIN Keflavíkurflugvelli Frá og með 1. október n.k. verður heimilt að endurgreiða söluskatt til erlendra ferðamanna er þeir fara úr landi samkvæmt sérstökum reglum. Þær verslanir sem vilja fá heimild til slíkrar endurgreiðslu geta snúið sér til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli sími 92-50410. EGÍLL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 & Jeep EiGUM NLJ AFTUR ÖRFÁA JEEPCHEROKEELAREDO - sérlega vel útbúna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.