Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.09.1988, Blaðsíða 24
NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5. 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 Tíminii Það er lengi von á kröfu vegna „gúmmítékkanna": Hin tíöu gjaldþrot fyrirtækja að undanförnu hafa af eðlilegum or- sökum leitt til þess að innistæðu- iausum ávísunum í umferð hefur fjölgað stórlega. Þessar hræringar í viðskiptalífinu hafa óneitanlega haft í för með sér ákveðna erfið- leika og vantraust í viðskiptum fyrirtækja. Tíminn hefur traustar heimildir fyrir því að ákveðið fyrirtæki hafi fengið endursendar ávísanir frá banka, vegna þess að ekki væri til innistæða fyrir þeim, allt að 5 mánuðum eftir að þær voru inn- leystar. í umræddu tilviki eru ávís- anir sem verðandi gjaldþrota fyrir- tæki greiddu öðru fyrirtæki fyrir vöruúttekt. Síðarnefnda fyrirtækið innleysti síðan ávísanirnar, sem voru tvær upp á rúma eina milljón króna hvor. Síðan liðu 5 mánuðir þar til bankinn endursendi fyrir- tækinu ávísanirnar vegna þess að ekki var innistæða fyrir þeim. Þeir bankamenn, sem Tíminn ræddi þessi mál við í gær, vitnuðu í lög um tékkaviðskipti sem segja að tékkhafa beri innan fjögurra daga að senda síðasta framseljanda og útgefanda tilkynningu um að viðkomandi ávísun sé innistæðu- laus. Viðkomandi banki, sem tékk- hafi, getur þó verið gerður ábyrgur fyrir því tjóni sem kann að hljótast af því að framseljandi fær seint í hendur tilkynningu um innistæðu- lausa ávísun. Samkvæmt sömu lögum um tékkaviðskipti helst tékkakrafa lengst í sjö mánuði. Og jafnvel eftir að sá tími er liðinn er tékka- skuldari ekki laus allra mála því að þó að krafa sé fyrnd er samt hægt að krefja tékkaskuldara um greiðslu skuldar samkvæmt ákvæð- um um almennar kröfur. Að sögn Tryggva Pálssonar, bankastjóra Verslunarbankans, er eina trygging viðkomandi við- skiptaaðila fyrir því að lenda ekki í þeirri aðstöðu sem að framan greinir, að fara beint í bankann þar sem tékkareikningurinn er og fá viðurkenningu hans á úttekt af reikningnum. Tryggvi segist telja að ekki sé um mörg slík tilfelli að ræða en fyllsta ástæða sé fyrir bankana að athuga sinn gang í þessum málum. „Ég dreg ekkert úr því að hér eru mikilvæg mál á ferðinni og reyndar hafa þessi mál verið skoðuð að undanförnu í Verslunarbanka. Mér er ekki kunnugt um að banka- menn hafi rætt um þetta innbyrð- is," segir Tryggvi Pálsson. óþh í Rannsóknarnefnd sjóslysa og tryggingafélögin hyggjast taka neðansjávarmyndavél í sína þjónustu: Flök á hafs- botni könnuð Tímamynd Gunn&T Starfsmenn Granda skoða Snorra Sturluson eftir gagngerar breytingar. Snorri Sturluson RE 219 kom til Reykjavíkur í gær: Með best búnu urum • • Rannsóknarnefnd sjóslysa og tryggingafélögin hyggja á samstarf um að finna flök þeirra smábáta sem hafa sokkið á undanförnum misser- um og reyna síðan með aðstoð neðansjávarmyndavéla að leita ástæðna fyrir því að bátarnir sukku. Ein neðansjávarmyndavél er til í landinu og framangreindir aðilar hafa hug á að festa kaup á annarri slíkri, að sögn Haraldar Blöndals formanns Rannsóknarnefndar sjó- slysa. Hann sagði vitað nokkurnveg- inn hvar flök bátanna er að finna. Haraldur var spurður hvort eitt- hvað öðru fremur valdi því að ráðist er í þessar rannsóknir. „Hingað til, þegar bátar hafa sokkið, þá hafa þeir bara sokkið og og ekki meira um það. Við viljum bara ekki Iáta okkur nægja þá skýr- ingu lengur, heldur reyna að finna af hverju þeir sukku - hvort það er t.d. vegna vansmíði eða af öðrum orsök- um. Við erum að vinna að öryggis- málum sjómanna." Haraldur sagði lýsinguna nánast eins í öllum tilvikum þegar smábátar hafa sokkið. „Skyndilega fylltist allt af sjó og báturinn sökk". Engar skýringar séu hins vegar á því af hverju þeir fylltust af sjó og sukku. „Við erum ekki sáttir við þetta og ætlum því að reyna að finna skýring- una," sagði Haraldur. -HEI Starfsfólki Granda hf. í Reykjavík' gafst í gær kostur á að skoða nýjasta frystitogara flotans, Snorra Sturlu- son RE. Skipið var þá nýkomið frá Póllandi þar sem gerðar höfðu verið á því gagngerar endurbætur og því breytt í frystitogara. Heildarkostn- aður við breytingarnar nemur á milli 130 og 140 milljónum króna og má segja að Snorri sem er átján ára og smíðaður á Spáni hafi gengið í gegnum allsherjar yngingaraðgerð. Samkvæmt upplýsingum frá Granda hf. er tilgangurinn með þessum breytingum tvíþættur. í fyrsta lagi var kominn tími til endurnýjunar á Snorra vegna aldurs og í öðru lagi þótti raunhæft að útbúa skipið til sjófrystingar sem talin er hagkvæm fyrir togara af þessari stærð, auk þess sem slíkt mun breikka fram- leiðslusvið Granda hf. Helstu breytingar á togaranum voru þessar. Lestin var endurnýjuð og breytt í frystilest sem er 600 rúmmetrar að stærð og tekur 400 tonn af frystum fiski. Á millidekki voru endurnýjaðar allar sjó-, vatns, og raflagnir og fiskmóttaka klædd ryðfríu stáli. Pá voru settar í skipið mjög fullkomnar vélar, meðal ann- ars fjögur frystitæki þar af eitt lóðrétt og geta fryst 48 lestir á sólarhing. Þá er í skipinu nýtt aðgerðarkerfi sem samanstendur af blóðgunarkörum, færiböndum og fiskvinnslulínu sem hægt er að vinna í bolfisk, grálúðu og karfa. Jafnframt eru um borð nýjar fiskvinnsluvélar frá Baader, (slægingarvél, flökunarvél, og roð- flettivél) og gera þessar vélar mögu- lega vinnslu í dýrari pakkningar. Þá er í skipinu fullkomið vogakerfi frá Pólstækni. Ljósavél og rafall hafa verið endurnýjuð og skrúfuhringur frá Stálsmiðjunni eykur togkraft um 20%. Fleira hefur verið gert, síðum lokað á aðalþilfari göngubrýr settar upp og stjórnbúnaður endurnýjað- ur, og miðar þetta allt að því að bæta mjög alla vinnuaðstöðu. Eldur í þaki Silfurtungls Slökkviliðið í Hafnarfirði var kallað út um kvöldmatarleytið í gær. Eldur logaði þá í þaki þakpappaverksmiðj- unnar Silfurtungls við Lyngás í Garðabæ. Snögglega var brugðið við og tókst að slökkva eldinn án þess að verulegar skemmdir hlytust af. Um tíma var óttast að eldurinn kæmist í vélar og tæki verksmiðjunn- ar en eldurinn varð slökktur áður en til þess kom. Endurvinnsla á pappa er á annarri hæð hússins, en hana tókst að verja ásamt öðrum hlutum verksmiðjunnar. Ekki var fullljóst f gærkvöldi hversu mikið tjón varð í eldsvoðanum. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.