Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 28. september 1988 Um 10.000 manns skoðar það nýjasta í tölvuheiminum: Tölvuáhugibreiðist hratt út á íslandi Um tfu þúsund manns komu að sjá mjög athyglisverða sýningu tölvufræðinema sem aðeins stóð í fimm daga og lauk á sunnudag. Vinsælasti básinn frá opnun til lokunar var án efa kynning Friðriks Skúlasonar á ættfræðiforriti sínu sem hann nefnir Espólín. Þema sýningarinnar var öðru fremur tölvuvinnsla á strikamerktum varningi og nýjungar f aðgangskerfum að fyrirtækjum sem einnig felur í sér að stimpilklukkan verður úrelt. Ótrúlegar framfarir hafa orðið í tölvufram- leiðslu á fáum árum og má segja að allt er nú orðið smærra og samanþjappaðra en nokkru sinni fyrr. Á innan við ári hafa nýjar, smærri hraðvirkari og mun öflugri gerðir komið fram og leyst þær eldri af hólmi. Þróunin er svo hröð að varla er hægt að tala um árgerðir í þessu fagi og nær að tala um „ársfjórðungsgerðir". Helsta breyting á tíðaranda var fólgin í því að nú virðist fólk ekki víla fyrir sér að fikta sig áfram við tölvur sem jafnvel voru tengdar inn á tölvunet. Fóru mörg forrit fyrir lítið á sýningartímanum og var ekki laust við að nokkrir sýnenda sökn- Á margan hátt má þó segja að sýningin Tölvur á tækniári hafi ein- kennst af hugbúnaðarkynningu og kynningu á hugbúnaðarfyrirtækjum. Slík fyrirtæki fást við að leysa af- mörkuð verkefni og sérhæfð þar sem ekki er hægt að nýta fjöldafram- Ungir sem aldnir fengu að spreyta sig á afgreiðslustörfum með strikamerkja- aðferð. uðu þeirra tíma þegar fólkið var hæfilega hrætt við skjáinn. Tölvufræðslan kannar fylgi flokka Tölvufræðslan sf. stóð fyrir skoð- anakönnun á fylgi stjórnmálaflokka á meðan sýningin stóð yfir og varð niðurstaðan einkennileg eins og reyndar pólitíkin þessa daga. Kom það á óvart að Borgaraflokkurinn naut mestra vinsælda, eða 21% at- kvæða af 400 manna úrtaki. Næstir koma Alþýðuflokkur með 20%, Sjálfstæðisflokkur með 18%, Fram- sóknarflokkur með 15%, Kvenna- listi með 12%, Alþýðubandalag með 11% og Stefán Valgeirsson með 4%. Einnig var kannað hvaða stjórnar- mynstur væri vinsælast meðal 112 nemenda Tölvufræðslunnar á sýn- ingunni. Viðreisnarmynstur með Borgaraflokki hlaut flest atkvæði meirihlutastjórna eða 24 og stjórn eins og Steingrímur Hermannsson var nærri búinn að mynda um helg- ina hlaut 12. EJS reyndist stærstur Það kom mörgum á óvart að stærsti sýningaraðilinn var Einar J. Skúlason hf. I fréttabréfi þeirra segir að þeir hafi náð heimsmeti í mark- aðshlutdeild með sölu sinni á Victor einkatölvum frá Svíþjóð. f öllum öðrum löndum er IBM með stærstu hlutdeildina á þessum markaði. Meðal frétta úr bás EJS var frumsýn- ing á tölvuframleiðslu NCR, sem er áttunda stærsta fyrirtæki heims á þessu sviði. Stefna NCR er að not- andinn þarf aldrei að fjárfesta nema nákvæmlega í þeim tölvubúnaði sem hann ætlar að nota þegar tölvuvæð- ing fer fram. NCR getur því orðið eins og margra binda bókaflokkur þegar fyrirtæki hefur stækkað, en minnsta AT-einingin er varla stærri en símaskrá. leiddan hugbúnað. Nægir t.d. að nefna flokkunarkerfi Bókasafns Kópavogs og skráningarkerfi Heilsuhælisins í Hveragerði. Friðrik Skúlason Friðrik Skúlason var áður nefndur, en honum hefur á fáum árum tekist að skapa sér algera sérstöðu á íslandi með tveimur snið- ugum og ódýrum forritum. Fyrst kom hann fram með minnislæga villuleitarforritið Púka sem pípir um leið og höfundur slær inn villu í ritvinnslu. Nú er hann kominn fram með ættfræðiforrit sem á að auð- velda mönnum að flengjast fram og aftur um ættir, eða allt til land- námsmanna. Er forritið þegar tilbú- ið en ekki er búið að lesa inn nema hluta Islendinga. Að sögn Friðriks er ekki ætlunin að selja forritið með upplýsingum um núlifandi Islend- inga, vegna hættu á lögbanni eða lögsókn á hendur framleiðanda. Því verða menn að færa inn eigin ætt- boga eftir að kemur fram á þessa öld. Innan fárra ára getur Friðrik svo boðið Espólín með nær öllum íslendingum sem til eru í manntölum og æviskrám fram undir núlifandi menn, en það er sá tími sem það tekur að láta lestrartölvu innbyrða efnið, miðað við vinnuplan Friðriks og samstarfsmanna hans í Höfuð- lausn sf. Búðarkassar Þegar gengið var um sýninguna var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir áherslu manna á notkun strikamerkja í daglegu lífi framtíðar- innar. Strikamerki eru nú þegar á nær allri seldri smávöru og fer nú búðarkössum, með búnaði til að lesa merkin, fjölgandi í íslenskum stór- mörkuðum. Vörunni er einfaldlega Gífurlegur fjöldi tölva var til sýnis og prófunar í Laugardalshöllinni. Úr hluta af sýningarbás E.J.S. eru t.d. orðin þekkt sem einkenni starfsmanna á aðgangskortum þeirra, sem einnig eru notuð í stað stimpilkorta. Stærsta kynning á slíku kerfi var Útvarðarkynning Hugs hf. Starfsmaðurinn rennir korti sínu ein- faldlega eftir braut sem les af strik- unum eins og búðarkassinn les af strikum kókdósar. Gallinn við þetta kerfi hefur hins vegar verið sá að strikamerkin eru sýnileg og því er fræðilegur möguleiki á fölsun. Þetta getur verið veikleiki í þeim fyrirtækj- um þar sem kortin eru jafnframt notuð sem aðgangskort að vinn- usvæði, skrifstofum eða einstökum deildum. Annar galli er augljóst slit vegna skynjarans sem renna þarf í hvert skipti yfir strikin. Öryggi og starfsmenn Nýjasta svarið var kynnt á sýningu tölvufræðinema, en það er einfald- lega hvítt og ógegnsætt kort með faldri sérgataðri koparþynnu fyrir hvern starfsmann. Sá sem kynnti þéssa nýjung var EJS en þar var á ferðinni aðgangskerfi frá Benzing. Með slíkum kerfum er mögulegt að veita hverjum manni aðgang að þeim deildum sem hann má hafa aðgang að á hverjum tíma, en sama tölva skráir vinnutíma á fullkomnari hátt en stimpilklukkan hefur getað til þessa. Fullkomin kerfi eins og þessi eru nauðsynleg á sviði tækni- iðnaðar og einkum þar sem hvers kyns hönnun og hugbúnaðargerð fer fram. Mjög einfalt getur verið að halda á margra ára hugbúnaðar- vinnu í annarri hendinni, án þess að lítið beri á. Er þar með búið að loka hringnum á þann hátt að tölva kallar á aðrar tölvur. I heild er það um sýningunaað segja að menn úr atvinnulífinu komu á þessa sýningu í mun ríkari mæli en þeir hafa gert áður, en almenningur sem kom þangað af einskærum áhuga var fyrst í meirihluta á síðasta degi sýningarinnar. Annað sem er kannski einkennandi fyrir breytta tíma er að á þessari sýningu var það áberandi, að sögn nokkurra sýn- enda, hvað fólk var almennt óhrædd- ara við tölvurnar en áður. Gekk þessi breytti tíðarandi jafnvel svo langt að í mörgum tilfellum víluðu mennekkr fyrir sér að fikta sig áfram, án þekkingar, þangað til kerfin frusu eðaheilforriteyddustafslysni. KB rennt yfir skynjara sem sér hvað varan á að kosta og leggur saman um leið. Þetta þýðir að enginn innsláttur þarf að eiga sér stað í versluninni og einnig eru slík kerfi notadrjúg við eftirlit á vörubirgðum. Slíkir „kassar" eru of dýrir ennþá fyrir smærri verslanir, en ljóst er að þeir eiga eftir að verða algengir í stærri verslunum. Strikamerki í stað stimpilklukku En strikamerkin eru nú þegar notuð til margra hluta á íslandi. Þau Áhuginn leyndi sérekki, hvorki hjágestnmnésölumönnum....... •• ..*• -■.*.< Ttmamyndir: Árni Bjarna í/Skýrr VAX Gagnanet Romote ~rr Accer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.