Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 28. september 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Skylda þingmanna Þótt segja megi að stutt hafi verið milli stórra tíðinda í heimi stjórnmála um þessar mundir, þá vantar á að þessi tíðindi hafi alltaf flutt mikinn fagnaðarboðskap um samstöðu þjóðfélagsaflanna í þeirri efnahags- og atvinnukreppu, sem ríður yfir þjóðina. Svo eðlilegt sem það var, að árangurslitlu samstarfi þríflokkanna undir forsæti Þorsteins Pálssonar lyki, þá gegnir furðu hversu tregir andstæðingar þeirrar stjórnar hafa verið til þess að ganga til verka í því að bæta úr misfellum efnahagsstjórnarinnar. Það skal ekki undan dregið, að myndun marg- flokkastjórnar af því tagi sem Steingrímur Her- mannsson hefur verið að vinna að síðustu 7-8 daga með fullum atbeina Alþýðuflokksins, er í sjálfu sér ekkert áhlaupaverk. Hins vegar hljóta forystu- menn allra stjórnmálaflokka að átta sig á, að við ríkjandi aðstæður er ekki tími til umræðu um hvað eina, sem bera kann á milli í viðhorfum flokkanna. Það sem skiptir máli er að stjórnmálaforingjar skilgreini hver sé höfuðvandi efnahags- og atvinnu- lífsins eins og ástandið er. Þessi vandi hefur þegar verið skilgreindur sem rekstrarvandi útflutnings- greinanna, og það eru ekki miklar líkur til að þeim dómi verði breytt eða að menn komist að annarri niðurstöðu. í þeim viðtölum, sem farið hafa fram milli stjórnmálaflokkanna, hefur þessi skilgreining reyndar hlotið staðfestingu. Um það bera vitni drög að stefnuyfirlýsingu, sem voru tilbúin til samþykktar þegar fyrir síðustu helgi og ásamt hugmyndum um fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórn- ar í efnahagsmálum. Það verður ekki séð að flokkarnir hafi verið að deila um aðalatriði málanna, heldur aukaatriði og málaflokka, sem í rauninni eru fjarlægir hinum brýnu viðfangsefnum líðandi stundar. Það var mjög miður, að umræðurnar skyldu þurfa að leggjast þannig, því að með því er verið að drepa á dreif ráðstöfunum, sem nauðsynlegt er að gera þegar í stað. í máli manna hina síðustu daga hefur m.a. brugðið fyrir þeirri setningu, að hinn eða þessi ætli að „selja dýrt“ stuðning sinn við sjálfsagðar efnahagsráðstafanir. Þjóðin hlýtur að spyrja á móti, hvaða stjórnmálamaður sé svo mikill, að hann hafi rétt til þess að vera kostbær á stuðning við ráðstafanir í þjóðarþágu, sem hann í rauninni er fylgjandi og hefur trú á. Það eru því gleðitíðindi, sem nú berast, að ný ríkisstjórn muni taka til starfa í dag. Það er vísbending um að Alþingi sé svo vel skipað að engum þingmanni eða þingflokki sé ætlandi annað en að styðja þingmál í samræmi við nauðsyn þeirrai enda er það höfuðskylda þjóðkjörinna alþingismanna. Nýrrar ríkisstjórnar bíða vanda- söm úrlausnarefni. Því er treyst að Alþingi veiti ríkisstjórninni nauðsynlegan stuðning í því efni. GARRI SAMKORTID Þau tíðindi bárust fyrir skömmu að samvinnuhreyfingin hefði stofn- að sérstakt greiðslukortafyrirtæki. Það nefnist Samkort hf., og sam- kvæmt fréttum er stefnt að því að starfsemi þess hefjist síðar í vetur með útgáfu nýrra greiðslukorta. Það er ekki svo ýkja langt síðan greiðslukortin héldu innreið sína hér á landi, en engum dylst þó lengur að þau eru komin til þess að vera. Athyglisvert er líka að svo er að sjá að hér á landi sé notkun slíkra korta með nokkuð öðrum hætti en víðast erlendis. Þar munu þau yfirleitt vera fyrst og fremst til þess hugsuð að losa fólk við að bera með sér umtalsverðar fjár- hæðir hvert sem það fer. Þau eru þar framar öðru til þægindaauka, en hér er aftur á móti svo að sjá að fólk noti þau fyrst og fremst til þess að slá sér þægileg lán og dreifa greiðslum frá einum mánuöi til annars, kannski fyrst og fremst þegar illa gengur að láta kaupið duga. Til þessa hafa starfað hér tvö greiðslukortafyrirtæki. Það hefur margoft komið fram að verslunum hefur þótt þjónusta þeirra nokkuð dýr. Mönnum hefur þótt þær upp- hæðir, sem renna frá verslunum til þessara fyrirtækja, vera háar og allar líkur benda til að þessa þjón- ustu mætti veita á talsvert ódýrari hátt. Hagnaður neytenda Samvinnufélög, bæði hér á landi og erlendis, hafa margoft gripið inn í þjónustugreinar á liðnum áruni þar sem svipað hefur staðið á. Hér á landi má til dæmis minna á stofnun Samvinnutrygginga á sín- um tíma. Þar fór tvennt saman, annars vegar þóttu samvinnu- mönnum háar fjárhæðir vera farn- ar að renna ót ór starfsemi sinni til tryggingarfélaga utan hreyfingar- innar og hins vegar töldu þeir rök 1534 Sfena 0005 H88 ÍGILDIRÚfl^ 07/89 JÓN JÓNSS0N 0035 8416-3958 benda til þess að með aukinni samkeppni mætti lækka iðgjöldin. Reynsla liðinna ára hefur sýnt að þetta mat var rétt. Greiðslukortin eru nýjung I ís- lensku viðskiptalífi. Erlendis er algengt að fyrirtæki af stærri gerð- inni gefi ót eigin greiðslukort til viðskiptavina sinna. Segja má líka að með því séu fyrirtækin að koma föstu formi á þau reikningsvið- skipti sem víða tíðkast í verslunum. Einnig eru þau þá að spara sér þau ótgjöld sem ella rynnu til greiðslu- kortafyrirtækjanna. Það sem samvinnuhreyimgin hér er því að gera er tvennt. Annars vegar er hón að stefna að því að færa reikningsviðskipti sín inn í þetta nútímalega form. Hins vegar er hón að veita starfandi greiðslu- kortafyrirtækjum samkeppni og jufnframt að draga hagnaðinn af þessari þjónustu inn i sínar eigin raðir. A yfirstandandi harðinda- tímum í versluninni má vissulega segja að ekki veiti af, og með því aðhaldi, sem samkeppnin þarna á væntanlega eftir að veita, má cinn- ig vænta þess að kostnaðurinn við þessa þjónustu lækki frekar en hitt. Þegar upp er staðið verða það því væntanlega neytendur sem græða á því ef þessi kostnaðarliður í versluninni lækkar. Kostir samkeppninnar Nóna er frjálshyggja í tísku og menn tala mikið um kosti frjálsrar samkeppni á öllum sviðum. Fyrir fyigjendur þeirrar stefnu ætti það því að vera fagnaðarefni að sterkur aðili á borð við samvinnuhreyfing- una skuli ganga fram fyrir skjöldu um að auka samkeppnina á þessu sviði. Líka verður að vænta þess að innan samvinnuhreyfingarinnar sjálfrar náist full samstaða um þetta mál. Styrkur þeirrar hrey- fingar hefur alía tíð legið í því fyrst og fremst að menn hafa unnið þar saman og staðið saman í stríðinu við keppinautana. Að þessu máli verður þess vegna að standa með þeim hætti að engir brestir þurfi að koma í samstöðuna. Og auk þess sýnir reynslan að þegar samvinnuhreyfingin kemur fram með nýjungar af þessari teg- und þá verður alltaf að vænta þess að málgögn frjálshyggjumanna vaði fram á vígvöllinn og reyni að gera þær tortryggilegar. í slíkum tilvikum er ekki hugsað um hags- muni neytenda heldur þvert á móti um hagsmuni kaupmanna. Þess vegna verður nóna fróðlegt að vita hvernig viðbrögðin þar verða þegar Samkortið fer af stað. Við bíðum og sjáum. Garri. VÍTTOG BREITT 1111 Skinhelgi og fagurgali Bandarískir auglýsendur hafa greitt gífurlegar upphæðir til að koma sér á framfæri í NBC sjón- varpsstöðinni í útsendingum frá Olympíuleikunum í Seoul, en stöð- in sendir keppnina beint og dreifir efninu um öll Bandaríkin. En nú eru auglýsendurnir farnir að fá ódýra tíma í stöðinni þar sem áhugi áhorfenda er í lágmarki. 30% færri áhorfendur nenna nú að fylgjast með keppninni en þegar leikarnir voru haldnir í Los Ange- les fyrir fjórum árum. Ástæðan fyrir þessu sinnuleysi er hve Bandaríkjamönnum gengur illa á þessum leikum miðað við fyrri afrek og að Sovétmenn hafa fengið meira en helmingi fleiri verðlaun en þeir sem keppa fyrir guðseigiðland. Þegar þannig árar í bandarísku íþróttalífi dvínar áhug- inn fyrir leikunum og sjónvarps- áhorfendur skipta yfir á aðrar rásir. Þeim er nefnilega fjandans sama um íþróttirnar og margrómaðan íþróttaanda; það eina sem þeir vilja sjá er að þeirra eigin landar sigri, annars er ekkert gaman lengur. Það dró ekkert úr eigingjarnri sjálfsánægju Bandaríkjamanna með stórsigra sína í Los Angeles að skæðustu keppinautarnir, Sovétmenn og Austur-Þjóðverjar tóku ekki þátt í þeim leikum af pólitískum ástæðum. Gróði og rembingur Það er einnig slæmt að þeir sem ætluðu að græða vel á Bandaríkja- markaði með því að kaupa auglýs- ingatíma þegar keppni er sjónvarp- að missa kúfinn af gróðanum af því að Bandaríkjamenn hafa engan áhuga á að horfa á keppni, sem einhverjir aðrir en þeir sjálfir vinna. En það skiptir engum sköp- um því einhverjir aðrir gróðapung- ar í öðrum og sigursælli löndum þéna á íþróttakeppninni. Gamlar og fúlar lummur eins og þær að á Olympíuleikum sé saman- kominn rjóminn af því æskufólki sem best er í heiminum, eru enn hafðar uppi til að fegra íþróttahá- tíðir á borð við Olympíuleika, þótt þeir séu að mörgu leyti heldur ógeðfelld samkunda þar sem glys og stórpólitískur þjóðemisremb- ingur er oft fyrirferðarmeiri en drengileg keppni íþróttafólks, sem iðulega er ekki annað en verkfæri í höndum aðila sem einskis svífast til að ná eina markmiðinu sem réttlætir þátttöku í sirkusnum, en það er að sigra, hvað sem það kostar. Skinhelgin varðandi leikana er yfirgengileg á mörgum sviðum. Svo á að heita að eingöngu áhuga- fólk fái að taka þátt, en atvinnu- mennskan og peningagreiðslurnar til íþróttafólksins er falið undir alls kyns yfirvarpi, sem hvert manns- barn getur séð í gegnum. Fagurgali Öll þessi hástemmda keppni á að færa þjóðir saman en hið sanna er að hún otar þjóðum hverri gegn annarri, hvað sem öllum fagurgala líður. Keppnin er aukaatriði en sigur aðalatriði og eins og kemur fram í byrjun þessa pistils, hefur fólk, að minnsta kosti í USA, lítinn áhuga á að fylgjast með öðru en sigri sinna manna, önnur íþróttaafrek er ekki að marka. Og einskis er látið ófreistað til að sigra. Margir íþróttamenn hafa verið staðnir að lyfjaneyslu til að vinna hina í drengilegu keppninni og marglofaður afreksmaður og heimsmethafi var staðinn að því að hafa aukið sér afl og flýti með aðferð sem fremur heyrir undir læknavísindi en þjálfun og líkams- burði. Einhverjir verða til þess að kalla svik og pretti harmleik, sem er rangt. Það er ekki annað en óheppni að upp kemst og verður hver að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. Staðhæft er að margfalt fleiri íþróttamenn á Olympíuleikunum noti lyf en þeir sem staðnir eru að verki. Keppnin um að komast á verðlaunapall stendur kannski fremur á milli þeirra sem mæla út og gefa lyfjaskammtana en hinna svokölluðu afreksmanna, sem eiga að vera búnir að pissa sönnunar- gögnunum áður en sýni eru tekin og hlaupa, stökkva og sperra sig á leikvangi. Annars er það ekki nema eins og hver önnur úrelt sérviska einhverr- ar olympíunefndar að vera að draga íþróttamenn í dilka eftir því hvemig þeir fá borgað fyrir að taka þátt í leikum nefndarinnar eða hvort þeir vinna afrek sín með lyf í kroppnum eða ekki. Hún ætti ekkert að vera að skipta sér af slíkum smámunum því metingur og sigrar skipta öllu máli en ekki með hvaða hætti þeir eru unnir, eða hve vel tekst að fela fjárgreiðsl- ur og sporlausar lyfjagjafir. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.