Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 28. september 1988 llill VETTVANGUR lllllllllllllllllll Þorkell Guðbrandsson: Hvað er slátrunar- og heildsölukostnaður? Undanfarna daga hefur talsvert verið fjallað í fréttum fjölmiðla um rekstrarerfiðleika afurðastöðva. Forsvars- menn landssamtaka sláturhúsa hafa lýst þeirri skoðun sinni, að ekki sé hægt að selja nýtt kjöt á verði frá í vor, sem þá hafi raunar verið það lágt, að það hafí ekki greitt eðlilegan kostnað við vinnslu og sölumeðferð. Þeim mun vonlausara sé að selja kjöt frá nýrri slátrun með því verði, því nú sé komið annað ár og kostnaður hafl hækkað frá s.I. hausti. Auk þess viti menn enn ekki, hvað þurfi að greiða framleiðendum fyrir afurðirnar. Þar við bætist að nýtt kjötmat hefur tekið gildi, og verðmunur milli flokka þar óljós því verðlagning hefur enn ekki farið fram skv. nýja matinu. Breytingin sé það mikil, að ekki sé unnt að nota gömlu flokkunina til viðmiðunar. í framhaldi af þessu öllu er eðlilegt að spurt sé, hvað sé slátrunar- og heildsölukostn- aður. Helstu liðir Undanfarin ár hefur stærsti, einstaki kostnaðarliðurinn í rekstri sláturhúsa, sem og annarra afurða- stöðva, verið vextir. Náttúra Is- lands og eðli sauðfjárins er þannig, að nærri öll slátrun fer fram á tiltölulega stuttum tíma, einu sinni á ári, og þarf því að liggja með kjöt í birgðum nánast allt árið. Slátur- húsin þurfa lögum samkvæmt að greiða framleiðendum tiltölulega skömmu eftir að slátrun lýkur þeirra verð að fullu. Til þess að brúa þetta bil, taka framleiðendur afurðalán, sem síðan eru greidd niður eftir því sem birgðirnar seljast. Síðustu ár hafa nafnvextir afurðalána farið síhækkandi, og þar eð vextir af höfuðstólnum eru greiddir mánaðarlega, verður árs- ávöxtun þeirra mjög há. Afurðalán bankanna nema þó einungis rétt yfir 70 af hundraði greiðslubyrðar- innar, svo ríkissjóður hefur hlaup- ið undir bagga og veitt s.n. stað- greiðslulán, til að stytta bilið. Við þetta bætist svo, að vegna þess að framleiðslan er meiri en neysla innanlands, þarf að flytja verulegt magn úr landi. Verð það, er fæst nú á mörkuðum erlendis er það lágt, að það greiðir tiltölulega lít- inn hluta af kostnaðarverði afurð- anna. Hafa því bændasamtökin gert samning við ríkið, skv. heimild í búvörulögum, um að það tryggi bændum fullt verð fyrir ákveðið heildarmagn afurða. Þetta þýðir, að ríkið á að verðbæta þennan útflutning innan þess ramma. Á þessu ári hefur hinsvegar raunin orðið sú, að ekki hefur fengist greiðsla á útflutningsbótum á þær afurðir, sem þegar hafa verið flutt- ar út. Hefur það leitt af sér auknar lántökur og vaxtakostnað slátur- húsanna, því þau geta ekki greitt niður afurðalán af þessum afurð- um, þótt það sé í raun selt, þegar litlir fjármunir hafa komið fyrir vöruna. Um þetta er hægt að hafa mörg fleiri orð, en þetta látið nægja. Stærsti kostnaðarliðurinn er sumsé vextir. Næsti liður að stærð til eru laun og launatengd gjöld. Þessi laun eru greidd á ýmsum stigum. I fyrsta lagi er það slátrunin sjálf, síðan vinna fólks sem starfar að vörslu og afgreiðslu afurðanna, flutningum þeirra milli staða, bókhaldsvinnu og innheimtu, svo eitthvað sé talið. f þriðja lagi má telja raforku og greiðslur fyrir heitt og kalt vatn. Slátrun er allfrek á raforku og ekki síður á vatn, því það tengist mjög þeim hreinlætiskröfum, sem eðli- lega eru gerðar til matvælavinnslu. f fjórða lagi má nefna húsakostnað. Nýting sláturhúsa er léleg, vegna stutts notkunartíma. Kostnaðurinn við að reka húsin sem eignir kemur því af miklum þunga á reksturinn. Það kostar peninga að byggja og reka hús, það vita flestir af eigin reynslu, og þá verður að taka einhversstaðar. Hús til matvæla- vinnslu verða auk þess að uppfylla kostnaðarsamar kröfur, sem til þeirra eru gerðar af fullkomlega eðlilegum og nauðsynlegum ástæð- um. Ifimmta lagi mætti svo telja umbúðir, hreinlætis- og rekstrar- vörur af ýmsu tagi, viðhald og kaup á ýmsum verkfærum og tækjabúnaði, sem rekstrinum tengist, og því um líkt. Flutningar milli staða kosta einnig talsverða fjármuni, svo og tryggingar og skattar af ýmsu tagi. Eru þá helstu kostnaðarþættirnir taldir upp. Hver ákveður kostnaðinn? Til þess að standa undir þessum útgjöldum er sláturhúsunum ákvörðuð þóknun. Sú þóknun er mismunurinn á framleiðendaverði og brúttó heildsöluverði. Þessi mis- munur er ákveðinn af nefnd fimm manna, sem skipuð er tveimur fulltrúum neytenda, tveimur full- trúum siáturhúsanna og einum full- trúa ríkisins, sem er oddamaður. Önnur nefnd ákveður verð til fram- leiðenda, þannig að sá iiður liggur fyrir, þegar heildsöluverð er ákveðið. Fulltrúar neytenda vilja eðlilega hafa heildsöluverðið sem lægst, því það ætti að stuðla að lágu smásöluverði, þótt það geti nú brugðið til beggja vona, eins og dæmin hafa sýnt. Fulltrúi ríkisins vill eðlilega einnig hafa verðið sem lægst, því það stuðlar að minni aukningu framfærslukostnaðar og þar með minni hækkunum vísitalna og minni verðbólgu. Eru því slátur- húsin fyrirfram í minnihluta við þessa verðákvörðun. Hefur því raunin orðið sú, að best reknu og hagkvæmustu sláturhús hafa verið rekin með halla, sem nemur á síðasta framleiðsluári 10-15 krón- um á hvert einasta kjötkíló, sem þau hafa haft til sölumeðferðar. Þetta hefur eðlilega leitt til þess, að sláturhúsin hafa orðið að fjár- magna hallann með því að ganga á eigið fé og taka dýr lán, sem enn hafa aukið kostnaðinn. Umframbirgðirnar Eins og fyrr greinir, er það magn, sem bændur mega framleiða samkvæmt búvörusamningi, all- nokkuð umfram það, sem innan- landsneyslu nemur. Hefur því þurft að flytja út talsvert af kjöti. Nú er það svo, að ekki er sjálfgefið, að við getum selt okkar umfram- framleiðslu. Framboð á heims- markaði er langt fram yfir það, sem kaupendur eru að, og víðar safnast því birgðir en hér, og beita menn ýmsum ráðum til að losna við þær. Það hafa því safnast fyrir í landinu birgðir, sem liggja þungt á sláturhúsunum. Þau eiga fæst nægilegar geymslur fyrir fram- leiðslu hvers árs fyrir sig, og hafa því tekið á leigu frystigeymslur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki þarf að eyða á það mörgum orðum, að þegar svo er komið, verða slátur- húsin þá oft að sæta óhagstæðum kjörum á leigunni, auk annars kostnaðar, svo sem vaxta, sem eykst og margfaldast með tíman- um. Sáturhúsin hafa talið, að þar eð þetta kjöt er innan marka búvörusamningsins, sé það mál ríkisins að bera af því kostnað. Þetta er óútkljáð mál, en eykur stöðugt á fjárbindingu og greiðslu- vanda sláturhúsanna. Hver er niðurstaðan? Af framansögðu ætti að vera ljóst, að vandi sláturhúsanna er ærinn. Lög um framleiðslu og sölu landbúnaðarvöru frá 1985 leggja þeim margar og þungar skyldur á herðar, en veita þeim afar tak- mörkuð réttindi. Þeim ber að upp- fylla strangar kröfur hvað varðar búnað og vinnsluaðstöðu, þau standa oft berskjölduð gagnvart óvægilegum kröfum þrýstihópa, og þau þurfa að uppfylla ströng skil- yrði hvað varðar greiðslur fyrir afurðir og reksturskostnað. Til við- bótar hvíla á mörgum húsanna félagslegar skyldur, sem oft ganga . á svig við eðlilegar arðsemiskröfur. Tíminn einn verður að leiða í ljós, hver endirinn verður, en ástæða er til að ætla, að hann geti falist í fjöldagjaldþroti sláturhúsanna. Langflest þessara húsa eru í eigu samvinnu- eða hlutafélaga heima- manna á viðkomandi framleiðslu- svæði. Gæti þessi þróun því leitt af sér, að slátrun flyttist í stórum stíl á milli landssvæða með tilheyrandi byggðaröskun, eða þau kæmust í eigu aðila, sem hefðu allt annarra hagsmuna að gæta. Þetta kemur sumsé allt í Ijós, en ástæða er til fyrir allan almenning, einkum á landsbyggðinni, að hugsa vel um þessa hluti og taka til þeirra af- stöðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.