Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.09.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. september 1988 Tíminn 13 FRÉTTAYFIRUT RANGOON - Stjórnar- andstaðan í Burma hafnaði tillögum ríkisstjórnar sósía- listaflokksins um kosningar, en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að núverandi stjórn héldi völdum þar til almennar f rjálsar kosningar færu fram eftir þrjá mánuði. Stjórnarandstaðan krefst þess að fá hlutdeild í bráðabirgðastjórn sem sett yrði á fót strax og ríkja myndi fram yfir kosningar. Stjórnar- andstæðingar segja að núver- andi ríkisstjórn verði að segja af sér áður en kosningar fara fram. MAPUTO - Forseti Suður- Afríku, P.W. Botha hélt í óopin- bera heimsókn til Mósambík og ræddi þar við Joaquim Chissano forseta landsins. Mósambíkmenn hafa á undan- förnum árum sakað Suður-Afr- íkustjórn um að styðja hægri sinnaða skæruliða er berjast gegn stjórnvöldum, en árásir þeirra hafa skaðað mjög efna- hag landsins. Forsetarnir ræddu meðal annars um hugs- anlegt friðarsamkomulag og efnahagslega samvinnu land- anna tveggja. MOSKVA - Fyrirtækjum sem rekin eru með tapi í Sov- étríkjunum kann að verða lok- að á næstunni eða þá samein- uð öðrum betur stæðum fyrir- tækjum. Er þetta í samræmi við stefnu stjórnvalda sem kynnt var í fyrra, en mun að líkindum komatil framkvæmda á næstunni. PEKING - Mikil flóð hafa orðið í kjölfar rigninga í suður- hluta Kína og hafa 170 manns drukknað í þeim. 110 þúsund manns hafa misst heimili sín. Ein og hálf milljón hermanna og almennra borgara hefur unnið að hjálparstarfi í Hunan héraði þar sem flóð hafa verið mest. 30 þúsund manns hafa verið flutt frá heimilum sínum í Wuhan nærri Hubei vegna flóðanna. HAITI - Fimm manns voru myrtir og sjötíu særðir er menn úr fyrrum leynilögreglu Haiti réðust inn í kaþólska kirkju og gengu þar berserksgang. Her- menn lokuðu leiðum til og frá kirkjunni, en þeir lokuðu einnig augum fyrir ofbeldisverkum leynilögreglumanna, því þeir gripu ekki inn (fyrr en kirkjan stóð í Ijósum logum eftir fimm tíma hryðjuverk. Kaþólska kirkjan hefur hvatt fólk til að sýna friðsama andstöðu gegn stjórninni á Haiti, en ofbeld- isverk þar hafa aukist að nýju að undanförnu. NIKOSÍA - Iranar saka ír- aka um að koma í veg fyrir. áframhaldandi friðarviðræður með því að neita að færa viðræðurnar til New York eins og de Cuellar aðalritari SÞ fór fram á. írakar eru móðgaðir út í Bandaríkjamenn eftir að þeir fordæmdu efnahernað íraka gegn Kúrdum, en Irakar segj- ast engum efnavopnum hafa beitt. lllllllllllllllllllllll ÚTLÖND Friðarumleitanir Perez de Cuellar í Persaflóastríðinu teknar að mjakast á ný: Utanríkisráðherrar írans og íraks ætla loks að ræðast við Utanríkisráðherrar írans og íraks hafa nú loks fallist á að hittast augliti til auglitis og freista þess að koma skriði á fríðarviðræður landanna sem veríð hafa í sjálfheldu í fleiri vikur. Munu ráðherrarnir hittast að máli hjá Sameinuðu þjóðunum í New York á laugardaginn. „1. október mun aðalritarinn og persónulegur fulltrúi hans hitta utan- ríkisráðherrana tvo að máli til að fá skrið á viðræður svo koma megi samþykkt 598 í fullt gildi,“ sagði sérlegur talsmaður Perez de Cuellar á blaðamannafundi í gær. Samþykkt Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna númer 598 var gerð 20. júlí á síðasta ári og fólst í kröfu um að vopnahlé kæmist samstundis á í Persaflóastríðinu, hermenn írana og fraka drægju sig til baka inn yfir eigin landamæri og að fram færi skipti á stríðsföngum. Utanríkisráðherrarnir tveir, fran- inn Ali Akbar Velayati og írakinn Tareq Aziz munu hitta Perez de Cuellar að máli hvor í sínu lagi á föstudag, degi áður en þeir hitta hvor annan að máli. Friðarviðræðurnar hófust milli ír- aka og írana í Genf 25. ágúst, fimm dögum eftir að vopnahlé komst á eftir átta ára styrjöld. Þeim lauk fyrr í þessum mánuði og áttu að halda áfram í New York síðar í mánuðin- um. Hins vegar neituðu írakar að halda til Bandarfkjanna til viðræðna íranskir stríðsfangar. Þeir bíða líkt og írakskir hermenn í sömu aðstöðu eftir þvi að friðarsamningar náist milli írans og íraks og fangaskipti komist á. Fyrsta skrefið í þá átt gæti veríð stigið á laugardag þegar utanríkisráðherrar landanna hittast að máli hjá Sameinuðu þjóðunum. og sögðust heldur vilja ræðast við í síðan orðið til þess að ekkert hefur Genf. Pessi afstaða þeirra hefur mjakast í átt til friðarsamninga. Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna kom víða við í ræðu sinni áallsherjarþinginu: Vill að SÞ beini sjón- um sínum út í geiminn Sovétmenn sem nú segjast vilja allt gera til að styrkja stöðu Samein- uðu þjóðanna á ný vilja að Öryggis- ráðið haldi sérstaka fundi utanríkis- ráðherra aðildaríandanna og hafa þeir boðið Moskvu sem fundarstað. Eduarde Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna skýrði frá þessari hugmynd á fundi allsherjar- ráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Shevardnadze sagði að Samein- uðu þjóðimar ættu að gegna beinu og mun veigameira hlutverki í kjam- orkumálum sem væri mesta ógnun mannkyns. Þá vill hann að Samein- uðu þjóðirnar beini augum sínum út í geiminn og að samtökin sem sam- félag þjóða heimsins ættu að gera allt til þess að geimurinn verði ekki gerður að hemaðarsvæði. Shevardnadze hvatti Bandaríkja- menn til þess að koma radarstöðvum sínum á Grænlandi og Bretlandi undir alþjóðlega stjóm Alþjóða geimvísindastofnunar. Með því yrði tvö fullkomnustu radarkerfi heims- ins undir alþjóðlegri stjóm því Sovétmenn hafa boðist til að afsala .sér stjórn á fullkomnu radarkerfi sem þeir eru nú að byggja í Síberíu ef Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama. Bandaríkjamenn hafa haldið fram að radarkerfi Sovétmanna brjóti í bága um samkomulag um gagnflaug- ar sem gert var 1972. Sovétmenn segja hins vegar að bandarísku rad- arkerfin brjóti í bága við samkomu- lagið. „Með þessu myndum við ekki það eina leggja gmnn að alþjóðlegu samstarfí í geimnum heldur einnig styrkja samkomlagið um gagnflaug- ar,“ sagði Shevardnadze í ræðu sinni. Enngera ísraelar loftárás á Líbanon ísraelskar herþotur gerðu loft- árásir á stöðvar Hizbollah skæru- liðasamtakanna í suðurhluta Líb- anons í gær og er þetta fjórða loftárás ísraela í Líbanon í þess- um mánuði. Síðasta föstudag gerðu ísraelar loftárás, en þá á stöðvar Palestínumanna. Árásin í gær var gerð á stöðvar við þorpið Louwaizeh, en ísrelsk- ir hermenn gerðu einmitt árás á það þegar þeir réðust inn í suðurhluta Líbanons „til að hreinsa til“ í maímánuði. Þá drápu þeir að minnsta kosti tutt- ugu skæruliða Hizbollahsamtak- anna, sem eru hliðholl írönum. Ekki er vitað um mannfall í árásinni í gær, en talsmaður ísra- elska hersins sagði að fjórar þotur hefðu gert árás á stöðvar skæru- liða þar sem árásir á ísraelskt landsvæði væru undirbúnar. Sagði talsmaðurinn að skot- mörkunum hafi verið eytt eftir áætlun og að þoturnar hafi komist klakklaust heim á ný. ísraelsmenn hafa nú gert sautj- án loftárásir á stöðvar skæruliða í suðurhluta Líbanons á þessu ári. Þetta eru þó ekki einu ósköp- in sem skæruliðarnir lenda í því átök hafa verið tíð milli sveita Palestínumanna og sveita Hiz- bollah í landinu undanfarna mán- uði. Verkfaiís- menn tekn- ir í gegn Yfirvöld í Armeníu ætla að beita fullri hörku á verkfallsmenn sem lagt hafa niður vinnu til að styðja kröfur Armena í Nagorno- Karabakh sem krefjast þess að héraðið verði sameinað Arm- eníu. Yfirvöld hafa hótað að svipta það fólk er mætir ekki í vinnu „án gildrar ástæðu“ launum þann tíma sem það mætir ekki, svipta það aukagreiðslum sem fengist hafa í árslok vegna bónusvinnu, hætta greiðslum fyrir veikinda- daga, stytta orlof um sama tíma og ekki er mætt til vinnu og strika verkf allsmenn út af biðlistum eft- ir húsnæði. Verkföll hafa lamað athafnalíf í Jerevan höfuðborg Armeníu frá þvf í síðustu viku eftir að Armeni lét lífið í átökum við Azera í Azerbaijan. Skilaboð Ronalds Reagans til bandarískra hernaðarráðgjafa í Rómönsku Ameríku: „Skjótið skæruliða ef þeir ráðast á ykkur“ Ronald Reagan forseti Bandaríkj- anna er á þeirri skoðun að banda- rískir hernaðarráðgjafar í Róm- önsku Ameríku eigi að skjóta ef á þá er ráðist og hefur gefið ráðgjöfun- um fyrirmæli um að bregðast þannig við. Þessi byssugleði Reagans kom fram í gær í kjölfar þess að hermála- yfirvöld í Pentagon höfðu staðfest að þrír bandarískir hernaðarráðgjaf- ar hefðu skotið á skæruliða í El Salvador fyrir tveimr vikum þegar til brýnu sló milli skæruliða og stjórnar- hersins. Er það í fyrsta sinn sem bandarískir hernaðarráðgjafar grípa til vopna svo vitað sé í borgarastyrj- öldinni í E1 Salvador sem staðið hefur í átta ár. Bardagi sá er bandarísku hernað- arráðgjafarnir tóku þátt í var við herbúðir þar sem skæruliðar skutu bandarískan hemaðarráðgjafa til bana í bárdaga á síðasta ári. Sextán stjómarhermenn og fimm skæmlið- ar féllu í bardaganum sem hernaðar- ráðgjafamir tóku þátt í. Bandaríska þingið hefur sett lög sem banna fleirum en fimmtíu og fimm bandarískum hernaðarráð- gjöfum að starfa í einu í E1 Salvador. Hernaðarráðgjafarnir em þar til að þjálfa stjórnarhermenn fyrir átök gegn skæruliðum og treysta sam- bandið á milli ríkisstjóma Banda- ríkjanna og E1 Salvador.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.