Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 2
. 2 Tíminn fsmmtudagtir 29. september 1988 Riðuniðurskurður í haust: Ymislegt óljóst með framkvæmdina Ekki hefur verið gengið endanlega frá því hvernig staðið verður að niðurskurði riðufjár í landinu í lok sláturtíðar í haust. Gætt hefur mikillar óánægju meðal bænda með þær hugmyndir landbúnaðarráðu- neytis að greiða förgunarbætur eftir vigt hverrar kindar. Bændur virðast almennt vilja að ríkið greiði þeim fast verð fyrir hverja kind óháð vigt. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, liggur ekki ljóst fyrir af þess hálfu hvaða leið verður fyrir valinu við greiðslu förgunarbóta. Hann segir að ákvörðun um það verði að liggja Ijós fyrir í dag eða á morgun vegna þess að sláturhúsum, þar sem riðufé verður lógað í haust, verði að gefast tími til að undirbúa niðurskurðinn. Annað vafaatriði með riðuniður- skurðinn Iýtur að því hvort eitthvað af kindunum verður nýtt. Á síðast- liðnu hausti var sá háttur hafður á í sumum niðurskurðarhúsum að flá gærurnar af og nýta þær í sútun. Skrokkarnir voru hinsvegar urðaðir. Af samtölum við sláturhúsamenn má ráða að ekki liggi Ijóst fyrir hvort þessi leið verður valin í ár eða kindurnar skotnar á bakka fjölda- grafar. Guðmundur Sigþórsson segir að af hálfu ráðuneytis liggi Ijóst fyrir að greiddur verði ákveðinn kostnað- ur við förgunina en síðan sé það samningsatriði viðkomandi slátur- leyfishafa og gæruframleiðenda að meta hvort svarar kostnaði að flá skrokkana til að nýta gærurnar til sútunar. í lok sláturtíðar verður lógað um 25 þúsund fjár í landinu vegna riðu. Þessi tala kann þó að hækka eitthvað þar sem ekki hefur enn verið gengið frá öllum samningum ríkis og bænda vegna niðurskurðarins. Stefnt er að því að skera niður í haust á öllum bæjum þar sem riðuveiki hefur greinst og tilraun verður gerð til útrýmingar veikinnar í sumum sveit- um með niðurskurði á öllum bæjum, hvort sem riða hefur greinst þar eða ekki. Dæmi um þetta er Vallahrepp- ur í Suður-Múlasýslu og Svarfaðar- dalur í Eyjafjarðarsýslu. óþh Lokaátak í hreinsunarátakinu „Krakkar gegn sóðaskap": 150 þús. dósir hafa safnast Síðasti dagur til að skila inn tóm- um gosdósum verður á næsta laugar- dag, en það er einn liður í hreinsun- arátaki sem staðið hefur yfir í Reykj- avík að undanförnu, undir yfirskrift- inni „Krakkar gegn sóðaskap". Jón Þorvaldsson einn af þeim sem vinna að hreinsunarátakinu sagði í samtali við Tímann að árangur átaksins hefði farið fram úr björtustu vonum. „Krakkarnir hafa skilað inn um 150 þúsund dósum, sem segja má að hafi misboðið fegurðarskyni okkar Reykvíkinga," sagði Jón. Hann sagði að þáttur barnanna í átakinu hefði verið mjög vel leystur og 70 þúsund dósir komið hvorn laugardaginn, sem tekið hefði verið á móti dósunum. Krakkarnir fá fyrir hverja dós tvær krónur, 1 krónu frá Reykjavíkurborg og 1 krónu frá gosdrykkjaframleiðendum. Heyrst hefur að einn krakki hafi komið með allt að 5000 dósir einn laugardaginn, sem gefur um 10 þúsund krónur í aðra hönd. Á laugardaginn kemur, er síðasti skiladagur, en dósunum má skila í félagsmiðstöðvum og nokkrum grunnskólum, sem tilteknir eru á bæklingi sem börnin fengu. Þá hafa orðið tímamót í sögu öskubíla Reykjavíkurborgar, þar sem nú er farið að setja á þá auglýsingar, sem eru hvatningarorð um að Reykvíkingar gangi betur um borgina. Lokatakmarkið með hreinsunar- átakinu er að góð umgengni og snyrtimennska verði svo almenn að hægt sé að segja með sanni að ekki sé rusl að vera Reykvíkingur. - ABÓ 18 hjól á hliðinni Nýr tíu hjóla flutningabíll með tveggja hásinga tengivagn frá Kaup- félagi A-Skaftfellinga á Höfn valt milli Lómagnúps og Núpstaðar á fjórða tímanum í fyrradag. Tveir menn voru í bílnum og sakaði hvor- ugan. Mikið rok var á þessum slóðum og vildi ekki betur til en svo að tengi- vagninn sem bíllinn var með í eftir- dragi fauk til og lagði flutningabílinn á hliðina. í fyrrakvöld var unnið við að koma bílnum á réttan kjöl aftur, en hann mun vera mjög mikið skemmd- ur vinstra megin, en ökufær og var honum ekið til Reykjavíkur í gær til viðgerðar. - ABÓ íi»mm Sm. : ■ f 1 98 f'HIU Framrúðan féll úr í heilu lagi. Ökumaður og farþegi sluppu báðir ómeiddir. Lómagnúpur sést í baksýn. TímamyndirrH.D. Lést vegna voðaskots Tæplega tvítugur maður, Ægir Þór Jóhannesson frá Ólafsvík varð fyrir voðaskoti á tólfta tímanum á þriðjudag og lést samstundis. Ægir var að vinna við vegagerð og ætlaði að nota matartímann sinn til gæsaveiða. Hann hafði fengið leyft hjá bóndanum á bæn- um Kársstöðum í botni Álftafjarð- ar til að huga að gæsinni á landi hans. Leiðir Ægis og vinnufélaga hans sem hafði ekið honum á staðinn skildu og hélt Ægir út á túnið, þar sem gæsahópur var. Vinnufélagi Ægis var kominn skammt frá þar sem leiðir skildu, þegar skot hljóp úr byssu Ægis. Tók vinnufélaginn eftir því sem gerst hafði og sneri strax við til félaga síns, sem var látinnþegaraðvarkomið. -ABÓ Kári karlinn gerði sér b'tið fyrir og feykti tengivagninum til með þeim afleiðingum að nýr flutningabfll KASK valt á hliðina. Hettufantarnir í gæsluvarðhald: „Getur verið að við séum í vitlausu húsi?“ Mennirnir þrír sem rannsóknar- dögreglan handtók síðdegis á mánu- dag og á þriðjudagsmorgun vegna innbrotsins og líkamsárásarinnar á eldri hjón á Seltjarnarnesi, hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. október nk. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í fyrrakvöld og sá þriðji í gærmorgun. Mennimir þrír sem eru um þrítugt' hafa allir komið við sögu lögreglunn- ar áður og að minnsta kosti einn þeirra hefur gerst sekur um líkams- árásir. Mennirnir hafa ekki játað á sig verknaðinn við yfirheyrslur að sögn Þóris Oddssonar aðstoðarrann- sóknarlögreglustjóra og bætti hann við að ekki yrðu gefnar neinar upplýsingar um málið að svo stöddu. Þegar Þórir var spurður hvað þeir hefðu í höndunum sem gerði gæslu- varðhaldsúrskurð mögulegan, sagði hann að því vildi hann ekki svara. Tíminn hefur heimildir fyrir því frá vinafólki hjónanna á Seltjarnar- nesi að þegar hettumönnunum hafi orðið ljóst hve litlir peningar voru í húsinu, hafi einum þeirra orðið á orði: „Getur verið að við séum í vitlausu húsi?“. Aðspurður um þetta atriði, sagði Þórir. „Eg staðfesti ekki svona mola. Ég get það ekki.“ - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.