Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 29. september 1988 FRAMSÓKNARFLOKKUR ALÞÝÐU- FLOKKUR Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra Aldur: 49 ára. Seta á þingi: Alþingis- maður Reykvikinga síð- an 1982 (áður varaþing- maður Vestfirðinga og Reykvíkínga). Ráöherraembætti: Fjármálaráöherra síðan 1987. Menntun: Stúdent MR 1958. MA í hagfræöi við Edinborgarháskóla 1963. Framhaldsnám í vinnumarkaðshagfræði 1963-64. Framhalds- nám við Harvard-há- skóla 1976-77. Maki: Bryndís Schram. Halldór Ásgrímsson Sjávarútvegsráðherra, Dóms- og kirkjumálaráðherra Aldur: 41 árs. Seta á þingi: Alþingismaður Austurlandskjördæmis 1974- 78 og síðan 1979 (varaþing- maður nóv.-des. 1978. Ráðherraembætti: Sjávarút- vegsráðherra síðan 1983. Menntun: Samvinnuskólapróf 1965. Löggiltur endurskoðandi 1970. Framhaldsnám við verslunarháskólana i Björgvin og Kaupmannahöfn 1971-73. Maki: Sigurjóna Sigurðsdóttir. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra. Aldur: 47 ára. Seta á þingi: Alþingis- maður Reykvikinga síð- an 1987. Ráðherraembætti: Dóms- og kirkjumáia- og viðskiptaráðherra 1987. Menntun: Stúdent MA 1960. Fil.kand. í þjóð- hagfræði, tölfræði o.fl. við Stokkhólmsháskóla 1964. M.Sc.Econ. í þjóðhagfræði við London School of Econ- omics 1967. Maki: Laufey Þorbjarn- ardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Aldur: 45 ára. Seta á þingi: Alþingis- maður Reykvikinga síð- an 1978, landskjörin 1979-87. Ráðherraembætti: Fé- lagsmálaráðherra síðan 1987. Menntun: Próffrá Versl- unarskóla Islands 1960. STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Aldur: 60 ára. Seta á þlngi: Alþingismaður Vestfirðinga 1971-1987 og Reyknesinga síðan 1987. (Varaþingmaður Vestfirðinga des. 1968 og febr-apríl 1971). Ráðherraembætti: Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra í stjórn Ólafs Jóhannessonar 1. sept. 1978 til 15. okt. 1979. Sjávarútvegs- og samgönguráð- herra I stjórn Gunnars Thoroddsens 8. febr. 1980 til 26. maí 1983. Forsætisráð- herra 26. maí 1983 til 8. júlí 1987. Utanríkisráðherra í stjórn Þorsteins Páls- sonar síðan 8. júlí 1987. Menntun: Stúdent MR 1948. B.Sc. I rafmagnsverkfræði við lllinois Institute of Technology í Chicago 1951. M.Sc. við California Institute og Techn'ology í Pas- adena 1952. Maki: Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 28. september 1988. Guðmundur Bjamason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Aldur: 43 ára. Seta á þingi: Alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra síðan 1979. Ráðherraembætli: Heilbrigðis- og tryggingamáiaráöherra síð- an 1987. Menntun: Samvinnuskólapróf 1963. Maki: Vigdís Gunnarsdóttir. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Aldur: 45 ára. Situr ekki á þingi, hefur málfrelsi en ekki at- kvæðisrétt. Sat á Alþingi 1978-83 (varaþingmað- ur 1974-78 og síðan 1983). Menntun: Slúdent MR 1962. BA i hagfræði og stjórnmálafræði Uni- versity of Manchester 1965. Doktorspróf I stjórnmálafræði þar 1970. Prófessor í stjórn- málafræði. Maki: Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Svavar Gestsson menntamálaráðherra Aldur: 44 ára. Seta á þingi: Alþingis- maður Reykvikinga síö- an 1978. Ráðherraembætti: Við- skiptaráðherra 1. sept. 1978 til 15. okt. 1979. Félags- og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra 8. febr. 1980 til 26. maí 1983. Menntun: Stúdent MR 1964. Hóf nám I lögfræði viö Hl og háskóla í Berl- ín en lauk ekki prófi. Maki: Jónina Benedikts- dóttir. ALÞYÐU- BANDALAG Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra. Aldur: 33 ára. Seta á þingi: Alþingis- maður Norðurlandskjör- dæmis eystra síðan 1983. Menntun: Stúdent MA 1976. B.Sc. I jarðfræði viö Hí 1981. Próf i kennslu- og uppeldis- fræði við HÍ 1982. Maki: Bergný Marvins- dóttir. Fimm víkja úr ráðherrastólum Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar kom saman til síðasta fundar í gær áður en ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við völdum. Fimni ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar viku úr ráðherrastólum eftir fundinn. Það voru ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, auk Jóns Helgason- ar, þar sem ráðherracmbættum Framsóknarflokksins fækkar um eitt við stjórnarskiptin. Jón Helgason, þingmaður Fram- sóknarflokks í Suðurlandskjördæmi, lætur því af störfum sem landbúnað- arráðherra. Jón var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar frá 2(í>. maí 1983 til 8. júlí 1987 og sat áfram sem landbúnaðarráðherra í fráfarandi ríkisstjórn. Jón hefur ver- ið alþingismaður Sunnlendinga síð- an 1974. Þorsteinn Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi og formaður flokksins, er fráfarandi forsætisráðherra. Hann var fjármálaráðherra í stjórn Stein- gríms Hermannssonar frá 16. okt. 1985 til 8. júlí 1987 og forsætisráð- herra eftir það. Þorsteinn hefur verið þingmaður Sunnlendinga síð- an 1983. Friðrik Sophusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveður nú iðnaðarráðuneytið sem hann hefur stýrt í stjórn Þorsteins Pálssonar síðan 8. júlí 1987. Hann hefur verið alþingismaður Reykvík- inga síðan 1978 og var landskjörinn 1978-79. Birgir ísleifur Gunnarsson, þing- maðurSjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, læturaf stöðu sinni sem mennta- málaráðherra, sem hann hefur gegnt í ríkisstjórn Þorsteins. Birgir hefur verið alþingismaður Reykvíkinga síðan 1979. Matthías Á. Mathiesen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi og fráfarandi samgöngu- málaráðherra, á langan feril að baki sem ráðherra. Hann var fjármála- ráðherra í stjórn Geirs Hallgríms- sonar frá 28. ágúst til 1. sept. 1978. Þá var hann viðskiptaráðherra, ráð- herra Hagstofu íslands og samstarfs- ráðherra um norræn málefni í stjórn Steingríms Hcrmannssonar frá 26. maí ’83 til 16. okt. ’85. í sömu stjórn var hann utanríkisráðherra frá 24. jan. ’86 til 8. júlí 1987. Þá tók hann við samgöngumálunum í stjórn Þor- steins Pálssonar. Matthías hefur ver- ið alþingismaður Reyknesinga síðan 1959. JIH Jón Helgason hvcrf- ur úr landbúnaðar- ráðuneytinu og í stað hans kemur Steingrímur J. Sig- fússon. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, víkur fyrir Steingrími Hermannssyni. Friðrik Sophusson, kveður iðnaðarráðu- neytið og Jón Sigurðs- son tckur við. Birgir ísleifur Gunn- arsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, víkur fyrir Svavari Gcstssyni. Matthías Á. Mathiesen lætur Steingrími J. Sigfús- syni eftir samgöngu- málaráðuneytið. Frá ríkisróðsfundi þar sem formlegur endi var bundinn á feril ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Tímamynd:Árni Bjarna Stjórn Steingríms hefur nú tekið við Eftir að forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sleit ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar, gengu það- an á braut ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins og Jón Helgason, fyrrum landbúnaðarráðherra. Færri komu í staðinn þar sem ákveðið var að fækka ráðherrastólum við þessi stjórnarskipti niður í níu. Það voru því ekki nema þrír ráðherrar Al- þýðubandalagsins sem komu í stað- inn fyrir fjóra ráðherra Sjálfstæðis- flokks og einn framsóknarráðherra. Ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var stuttur og voru ráðherrarnir lagðir af stað til Reykjavíkur innan tuttugu mínútna frá setningu forseta. Gengu þeir síðan til þess formlega verks að koma lyklum ráðuneyta í réttar hendur. Var þetta nokkuð langur ferill í sumum tilfellum. T.d. byrjaði. Jón Baldvin Hannibalsson á því að afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni lyklana að skrifstofum fjármálaráðu- neytis og fór þaðan yfir í utanríkis- ráðuneytið þar sem Steingrímur beið við kaffidrykkju með starfsfólkinu og tók við lyklum þess ráðuneytis. Að þessu loknu gat Steingrímur síðan farið niður í stjórnarráð þar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra beið eftir því að fá að afhenda Steingrími lyklana að þessari fyrrum skrifstofu hans. Hin nýja ríkisstjórn er þannig skipuð að Framsóknarflokkurinn á þrjá ráðherra. Þeir eru Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, dóms- og kirkjumála- og sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis-og tryggingamálaráðherra. Ráðherrar Alþýðuflokksins eru þeir sömu og í fráfarandi stjórn, en ráðuneytin breytast nokkuð. Þeir eru Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, Jón Sigurðsson, við- skipta- og iðnaðarráðherra og Jó- hanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra. Alþýðubandalag kemur nú inn með tvo menn sem ekki hafa verið ráðherrar áður og einn fyrrverandi ráðherra. Þeir eru Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, landbún- aðar- og samgönguráðherra, og Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra. Ólafur Ragnar, formaður Alþýðu- bandalagsins, er ekki alþingismaður og hefur það aðeins gerst tvisvar áður að utanþingsmaður tekur sæti í ríkisstjórn sem að öðru leyti er mönnuð þingmönnum. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.