Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 29. september 1988 STEFNUYFIRLYSING RlKISSTJÓRNARINNAR 1. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Samtaka um jafnrétti og félags- hyggju er mynduð til að leysa bráðan efnahagsvanda, sem steðjar að þjóð- inni. Höfuðverkefni hennar er að treysta grundvöll atvinnulffsins, stöðu landsbyggðarinnar og undir- stöðu velferðarríkis á íslandi. Stefna rfkisstjórnarinnar byggir í senn á framtaki einstaklinga og samvinnu og samstarfi á félagslegum grunni. 2. Aðgerðir ríkisstjómarinnar til lausnar aðsteðjandi vanda miða að þvf að trcysta atvinnuöryggi í land- inu, færa niður verðbólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekjulægstu, bæta afkomu atvinnuveganna og draga úr viðskiptahalla. f því skyni er nauðsynlegt að grípa til tíma- bundinna aðgerða í verðlags- og launamálum, lækkunar fjármagns- kostnaðar og ráðstafana til að bæta afkomu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og til að tryggja kjör tekjulágra einstaklinga og fjöl- skyldna. 3. Meginatriðin í stefnu ríkisstjórn- arinnar eru sem hér segir: Efnahagsmál Fyrstu aðgeröir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum miðast við það að treysta atvinnuöryggi í landinu sam- tímis því að verðbólga er hamin. Á kiörtímabilinu stefnir ríkisstjórnin að því: ■ Að bæta lífskjör hinna tekju- lægstu. ■ Að viðskipti við útlönd verði hallalaus. ■ Að bæta afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. ■ Að framfylgja árangursríkri byggðastefnu, sem komi á betra jafnvægi í byggðaþróun í land- inu. Samræmd stjórn ríkisfjármála, peningamála og gengismála verður grundvöllur cfnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Stefnt veröur að stöðugleika ígengismálum. Aðhaldi verður beitt í ríkisfjármálum og peningamálunt til aö koma á og viðhalda jafnvægi í þjóöarbúinu á næstu árum. Ríkisfjármál og lánsfjármál fyrir næsta ár ntunu miðast viö að draga úr þenslu sem verið hefur í þjóðar- búskapnum undanfarin misseri. Fjárlög fyrir árið 1989 verða sam- þykkt með tekjuafgangi scm nemur 1% af tekjum. Til að ná þessu markmiði verða útgjöld ríkisinsekki hækkuð að raungildi frá því sem er á þessu ári. Auk þess vcrður tekna aflað í ríkissjóð nteðal annars með skattlagningu fjármagnstekna. Lánsfjárlög munu mótast af ströngu aðhaldi að erlendum lántökum, meðal annars vcrður lántökuskattur í breyttri mynd framlengdur til árs- loka 1989 og ríkisábyrgð á lántökum banka og fjárfestingarlánasjóða er- lendis takmörkuð. Atvinnumál Mörkuð verður ný atvinnustefna sem stuðlar að hagvexti og skynsam- legri nýtingu samciginlegra auölinda þjóðarinnar. Tekið verður fyllsta tillit til byggðasjónarmiða. At- hafnafrelsi einstaklinga og félaga verður meginregla í atvinnumálum og frjálsræði í milliríkjaviðskiptum. Ríkisstjórnin mun með framkvæmd efnahagsstefnu sinnar móta al- menna umgjörð um atvinnustarf- semi, sem hvctji tilábyrgðareigenda þannig að arðsemissjónarmið ráði ákvörðunum. ■ Skipulag rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í þágu atvinnuveg- anna verður endurskoðað og stuðningur hins opinbera við áhugaverð nýsköpunarverkefni í íslensku atvinnulífi aukinn. ■ Stefnan i landbúnaðar- og fisk- veiðimálum verður endurskoðuð með byggðasjónarmið og aukna hagkvæmni fyrir augum. ■ Mörkuð verður sérstök fisk- vinnslustefna. ■ Ákveðið verðurmeðlöggjöf hvar skuli draga mörk milli almanna- eignar og einkaeignar á náttúru- gæðum. ■ Skipulag orkuvinnslu og dreif- ingar verður endurskoðað með sameiningu orkufyrirtækja að markmiði. Orkulindirverðanýtt- ar til atvinnuuppbyggingar. ■ Unnið verður að því að endur- skoðtt lög og reglur til þess að búa íslenskum fyrirtækjum starfsskilyrði sem eru sambærileg við það sem samkeppnisaðilar þeirra erlendis njóta. ■ Við fjárhagslega endurskipu- lagningu útflutningsfyrirtækja sem er eitt fyrsta verkefni þessar- ar stjórnar verður stefnt að auk- inni hagkvæmni í rekstri þeirra. Vinnumarkaður Ríkisstjórnin æskir vinsamlcgra samskipta við aðila vinnumarkaðar- ins og mun hafa við þá samráð um stefnuna í kjaramálum. Hún mun hafa fruntkvæði um: ■ Að auka starfsmenntun í at- vinnulífinu. ■ Að leita leiða til að auka fram- leiðni og bæta kjör. ■ Að taka upp viðræður um skipu- lag vinnumarkaðarins og starfs- mannastefnu ríkisins í því skyni að auðvelda mörkun samræmdr- ar launastefnu, sem tryggi aukinn launajöfnuð. ■ Að setja löggjöf um aukna hlut- deild starfsfólks í rckstri og stjórnun fyrirtækja. Fjármagnsmarkaður Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir markvissum endurbótum á skipulagi ogstarfsháttum á fjármagnsmarkaöi þannig að hann gegni betur og á ódýrari hátt þýðingarmiklu hlut- verki sínu í greiðslumiðlun og í miðlun fjármagns frá spari- fjáreigendum til lántakenda. ■ Stefnt verður að samruna og stækkun banka meðal annars með endurskipulagningu á við- skiptabönkum í eigu ríkisins. Markmiðið er að ná aukinni hagkvæmni og rekstraröryggi í bankakerfinu, draga úr vaxta- mun og tryggja eðlilega sam- keppni viðskiptabankanna og bæta þjónustu. ■ Lög verða sett um hvers konar starfsemi á fjármagnsmarkaði. ■ Lög verða sett um greiðslukorta- og afborgunarviðskipti. ■ Sjóðakcrfi atvinnuveganna verð- ur endurskoðað og einfaldað. ■ Fjármagn sjóða verður í auknum mæli varöveitt og ávaxtað í heimabyggð jafnframt því sem athugaðir verða möguleikar á því að efla atvinnuþróunarsjóði á landsbyggðinni. Utanríkismál Markmið utanríkisstefnu [slend- inga eru að trcysta sjálfstæði lands- ins og gæta hagsmuna þjóðarinnar í alþjóðlegum samskiptum. Að því verður unnið með virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Þcssum mark- miðum vcrður meðal annars náð: ■ Meðaukinniaðstoðogsamvinnu við þróunarríki. ■ Með stuðningi við baráttu fyrir mannréttindum hvar sem hún er háð. ■ Með því að stuðla að friðsamlcgri og bættri sambúð þjóða. ■ Með virkri þátttöku í umræðum um afvopnunarmál og kjarn- orkuvopnalaus svæði í okkar heimshluta. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu íslendinga á vígbúnaðarmálum, sérstaklega á hernaðarumsvifum á Norður- Atlantshafi, til þess að leggja óháð mat á öryggismálcfni lands- ins og nálægra svæða. ■ Með því að hvetja til og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um um- hverfismál, sérstaklega um mengunarvarnir á Norður-At- lantshafi. ■ Með þvt' að búa íslenskt atvinnu- líf undir þær breytingar sem verða á viðskiptaháttum og efna- hagsstjórn f Evrópubandalaginu á næstu árum. Sérstaklega verður unnið að þvf að laga íslenskt efnahagslíf að hinum nýju að- stæðum og tryggja viðskiptast- öðu fslenskrar atvinnustarfsemi án aðildar að bandalaginu. Ríkisstjórnin áréttar áður yfir- lýsta stefnu Alþingis að hér á landi skuli ekki vera kjarnorkuvopn. Ríkisstjórnin mun ekki gera nýja samninga um meiri háttar hernað- arframkvæmdir og skipti íslendinga við varnarliðið verða endurskipu- lögð. Stjórnkerfisbreytingar Stjórnkerfi ríkisins þarf að vera í stöðugri þróun sem tryggi árangurs- ríka stjórnsýslu með lágum tilkostn- aði. í því skyni mun ríkisstjórnin vinna að cftirtöldum verkefnum á kjörtímabilinu: ■ Sett verða almenn stjórnsýslulög sem miða að aukinni valddreif- ingu. ■ Settar verða skýrar reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda. ■ Æviráðning embættismanna verður afnumin. ■ Starfshættir og skipulag stjórnar- ráðsins verða tekin til endur- skoðunar. ■ Sett verða lög um aðskilnað dónis- og framkvæmdavalds og unnið að endurskoðun annarra þátta réttarkerfisins. ■ Unnið verður að heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar. ■ Kosningalög verða endurskoð- uð. Byggðamál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir jafnvægi í byggðaþróun meðal ann- ars með eftirfarandi aðgerðum: ■ Sveitarfélögin í landinu verða efld og aðstaða þeirra til að veita fbúum sfnum félagslega þjónustu jöfnuð. ■ Lög um tekjustofna sveitarfélaga verða endurskoðuð með það að markmiði að auka sjálfræði og jafna aðstöðu sveitarfélaga til álagningar fasteignaskatts og að- stöðugjalds. Stærri hluta af tekj- um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður varið til tekjujöfnunar milli svcitarfélaga. Samtímis verður verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga breytt með hliðsjón af tillögum Verkaskiptingar- nefndar og komi til framkvæmda á næstu tveimur til þremur árum. ■ Gerðar verða ráðstafanir til jöfnunar á flutningskostnaði og kostnaði við síma, húshitun og skólagöngu. ■ Unnið verður skipulega að upp- byggingu í samgöngumálum sam- kvæmt langtímaáætlun. ■ Gerðar verða ráðstafanir til auk- innar valddreifingar meðal ann- ars með því að auðvelda flutning stofnana og svæðisbundinna verkefna frá miðstjórn ríkis- valdsins út í héruð. ■ Byggðasjóður verður efldur. ■ Unnið vcrður að samræmingu skipulags- og byggingarlaga. ■ Unnið vcröur að því að bæta aöstöðu verslunarfyrirtækja í dreifbýli. ■ Sérstakt átak verði gert til að auka fjölbrcytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni. Umhverfismál Ríkisstjórnin mun fela einu ráðu- neyti að samræma starfsemi hins opinbera að umhverfismálum og komi það til framkvæmda innan árs. Meðal brýnna verkefna á þessu sviði sem unnið verður að má nefna: ■ Gerð verður landnýtingaráætlun sem tekur til hvers konar notkun- ar lands. Jafnframt verður gert átak í gróðurvernd með svæða- skipulagi er miðar að endurheimt iandgæða, meðal annars með endurskoðun laga varðandi stjómun beitar, þannig að hún sé í samræmi við landgæði. ■ Unnið verður gegn umhverfis- spjöllum af átroðningi og umferð ferðamanna um viðkvæm svæði. ■ Samvinna hinsopinbera,einstak- linga og frjálsra samtaka um skógrækt og landgræðslu verður aukin. Ríkissjóður mun leggja fram fjármagn til sérstaks skóg- ræktarátaks næstu 3 árin og mun helmingur fjárins renna til skóg- ræktarfélaga. ■ Eftirlit með losun hættulegra úr- gangsefna í náttúruna verður bætt. Sett verður löggjöf, þar sem fyrirtækjum er vinna með hættuleg og mengandi efni verö- ur gert skylt að tryggja sig fyrir hugsanlegum óhöppum eða slysum, til að kosta hreinsun á hugsanlegum skaða sem af hlýst. ■ Gert verður átak til hreinsunar úrgangs af strandsvæðum í sam- vinnu opinberra aðiíá og uin- ráðamanna lands. ■ Stuðlað verður að endurvinnslu og nýtingu úrgangsefna. Komið verður á skilagjaldi á einnota umbúðir til að auðvelda eyðingu þeirra eða endurvinnslu. ■ Fræðslu- og rannsóknarstarf á sviði umhverfismála verður auk- ið. Fræðslu- og uppeldismál Góð menntun er undirstaða fram- tíðarlífskjara þjóðarinnar. Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að á því sviði hafi þessi verkefni forgang á kjör- tímabilinu: ■ Sett vcrður rammalöggjöf um forskólastig barna. ■ Unnið verður að því að koma á samfelldum skóladegi sem fyrst. ■ Sett verður löggjöf um listnám á öllum stigum skólastarfs. ■ Gert verður nýtt átak í jöfnun menntunaraðstöðu í landinu. ■ Fræðsla um umferðarmál verður aukin í grunnskólum og fram- haldsskólum. ■ Aðstaða fatlaðra hvað varðar sérkennslu og námsaðstöðu verð- ur bætt. ■ Stuðningur við vísindarannsókn- ir vcrður aukinn. ■ Fullorðinsfræðsla, símenntun og endurmenntun verður efld. ■ Löggjöf um háskóla verður endurskoðuð og stofnun opins háskóla verður flýtt. Menning - listir Ríkisstjórnin vill stuðla að fjöl- breyttu menningarlífi í landinu og eflingu tslenskrar tungu meðal ann- ar með eftirfarandi aðgerðum: ■ Framlög hins opinbera til menn- ingarmála verða aukin. ■ Fjárhagsstaða ríkisútvarps verð- ur treyst og þjónusta þess viö landsmenn bætt. Hlutur barna- og unglingaefnis meö íslensku tali í sjónvarpi verður aukinn. ■ Þjóðarbókhlaðan verður fullgerð innan fjögurra ára. ■ Lögö verður aukin áhersla á stuðning við listsköpun barna og unglinga og listræna starfsemi í þágu þeirra. ■ Stuðningur við verndun hvers konar menningarverðmæta verð- ur aukinn. ■ Stutt verður myndarlcga við íþrótta og æskulýðsstarfsemi í landinu. Húsnæðismál Ríkisstjómin mun láta fara fram endurskoðun á fjármögnun og skipulagi húsnæðislánakerfisins og treysta fjárhagsgrundvöll þess. ■ Átak verður gert í uppbyggingu félagslegra íbúða og sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. ■ Áhersla verður lögð á fbúða- byggingar á landsbyggðinni með- al annars meö kaupleiguíbúðum og búseturéttaríbúðum. Heilbrigðismál - lífeyris- mál og almannatryggingar Skipulag heilbrigðisþjónustu og lífeyristrygginga verður endurskoð- að í því skyni að nýta sem best fjármuni sem til þeirra er varið þannig að komi að gagni þeim sem mest þurfa á að halda. ■ Komið verður á samræmdu líf- eyriskerfi fyrir alla landsmenn. ■ Sérstök athugun fari fram á fyrir- komulagi lyfsölu og læknis- þjónustu sérfræðinga til að draga úr kostnaði heimila og heildarút- gjöldum hins opinbera. ■ Fyrirkomulag tannlæknaþjón- ustu verður endurskoðað í því skyni að lækka tilkostnað heimila og hins opinbera án þess að dregið veröi úr þjónustu. ■ Forvarnir í heilbrigðismálum verða auknar og ákveðín verður stefna í neyslu- og manneldismál- um. ■ Baráttan gcgn notkun vímuefna verður hert meðal annars með auknu forvarnar- og fræðslu- starfi. ■ Endurskoðun laga um almanna- tryggingar og skipulag Trygg- ingastofnunar ríkisins verður lokið um mitt ár 1989. ■ Reglum um örorkumat verður breytt þannig að réttur til áfrýj- unar úrskurða verði tryggður. Jafnréttis- og fjölskyldumál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir átaki til að tryggja betur jafnrétti kynjanna sérstaklega í launamálum. í því skyni verður jafnréttislöggjöfin endurskoðuð og gerð fjögurra ára framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Af öðrum verkefnutn sem unnið verður að má nefna: ■ Sérstakt átak verði gert í dagvist- unarmálum í náinni samvinnu sveitarfélaga og ríkis og auknum fjármunum varið í því skyni. ■ Jafnréttisáætlanir verða gerðar á vegum ráðuneyta og stofnana á vegum ríkisins. ■ Sett verður löggjöf um félagslega þjónustu sveitarfélaga og um fjölskylduráðgjöf. ■ Lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks veröa endurskoðuð. ■ Heimilisþjónusta við fatlaða og aldraða verður bætt í náinni sam- vinnu ríkis og sveitarfélaga og gerð áætlun um uppbyggingu og skipulag á þjónustu við þá. Fjár- hagsgrundvöllur Framkvæmda- sjóðs fatlaðra og Framkvæmda- sjóður aldraðra verður treystur. ■ Itengslumviðgerðfjárlagaverði athugað að afla tekna til að lækka verð á innlendum matvæl- um. ★ * ★ Langtímasjónarmið um þróun t's- lensks þjóðfélags og stöðu fslend- inga meðal þjóða munu móta starf ríkisstjórnarinnar. Unnið verður að könnun á langtímaþróun íslensks samfélags og niðurstöður hagnýttar við áætlanagerð til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.