Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 29. september 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- v Stjórn Steingríms Þá hefur Framsóknarflokki og Alþýðuflokki tekist að koma á setningu bráðabirgðalaga sem firra þjóðfélagið niðurbroti á flestum sviðum atvinnulífs og atvinnuleysi. Forystumenn þessara tveggja flokka urðu að gera tvær atrennur til að ná þeim meirihluta á bak við nýja ríkisstjórn, sem nauðsynlegur er til að koma við nauðsynlegum lagfæringum. Alþýðubandalagið gekk tregt til leiksins og setti • í byrjun - fram óaðgengilegar. kröfur, en áttaði sig í seinni umferð, og mátti þá segja að þingflokkur bandalagsins stæði sæmilega heill að baki nýrri ríkisstjórn. En það var ekki nóg, enda ekki nema þrjátíu og einn þingmaður að baki nýrri ríkisstjórn. Þá kom til sögu Stefán Valgeirs- son og lýsti yfir stuðningi. Fetta er rakið hér til að sýna hverjir erfiðleikar voru á myndun stjórnar Steingríms Hermannsson- ar, og hve vasklega var unnið að myndun hennar í einu mesta tímahraki sem hér hefur orðið við stjórnarmyndun. Ljóst var að bráðabirgðalögum varð að koma við fyrir mánaðamót, því annars hefði dansinn byrjað aftur. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar hefur lýst því yfir, að stjórnar- samstarfið geti staðið í þrjú ár. Á sama tíma eru andstæðingar þessarar nýju stjórnar að spá því að hún lifi ekki lengi, til þess sé meirihlutinn of naumur og óviss það sem hann er. Menn skyldu ekki vera of spádómsglaðir nú við byrjun starfsfer- ils hennar. Þessi nýja ríkisstjórn hefur mikið verk að vinna við að rétta af efnahag landsins og koma hjólunum til að snúast að nýju. Þetta er ríkisstjórn sem vinnur gegn áhrifum frjálshyggjunnar og eyðir þeim með öllum tiltækum ráðum. Við þær aðstæð- ur sem nú ríkja verða menn að gæta þess að enginn tími er til sundurlyndis eða fyrir sérþarfir. Með myndun þessarar stjórnar á örskömmum ■ tíma og með ómælda erfiðleika í fangið hefur Steingrímur Hermannsson bæði sýnt lagni og yfirburða þekkingu á vandamálum viðmælenda sinna. Hvað Alþýðubandalagið snerti var ljóst, að forysta þess bjó ekki yfir óskoruðu fylgi í stjórn- armyndunarviðræðum, enda hafði bandalagið set- ið lengi utan stjórnar og stefnumið og hugir manna mótaðir af þeirri stöðu. Kröfur um afnám launa- frystingar nú þegar hefðu t.d. gert aðgerðir sem bráðabirgðalög boða lítils virði. Þá var hægt að sigla framhjá atkvæðisrétti gegn nýju álveri, en í , .sjtað.þess farið með málið með-venjulegum hætti •’ innan ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Steingfífhs Hermannssonar getur nú tekið til starfa samkvæmt stjórnarsamningi og leyst þjóðina úr bráðum vanda, sem ekki náðist sam- komulag um að leysa innan fyrri ríkisstjórnar. Það er ástæða til að óska þessari nýju stjórn góðs gengis og umfram allt, að þar megi ríkja heilindi innan veggja. GARRI Hlaup og Garri er ekki mikill íþróttamað- ur, en þó hefur hann stolist til þess af og til að horfa á útsendingar frá Ólympíuleikunum í sjónvarpi. Raunar syndgar hann þar ■ góðum félagsskap, því að sama gerði sjálf- ur menningarmálaritstjóri Þjóð- viljans, eins og hann lýsti víst í blaði sínu á dögunum. Og því er ekki að neita að þetta er spenn- andi, svo að jafnvel harðsvíraðir trimmandstæðingar geta ekki losn- að undan því að neglast niður við tækin. Máski er það þessi nýja tækni, sem gerir fólki mögulegt að fylgjast mcð því á sama augnabliki sem er að gerast austur í Kóreu, scm á sinn þátt í öllum spenningnum. En líka er því ekki að neita að þegar íþróttamenn eiga þarna í harðri keppni sín á inilli er erfitt að komast hjá að verða spenntur að sjá hver verður fyrstur í hlaupinu, kastar spjótinu eða kúlunni lengst, eða er ötulastur að koma tuðrunní i mark andstæðinganna. Aukheldur hefur Garri orðið þess áþreifanlega var að hann er síður en svo einn um þetta. Að þessu sinni bar Ólympíuleikana upp á ekki síður spennandi stjórn- armyndun hér hcima, og má vist ckki á milli sjá með hvoru fólk hefur fylgst af meiri áhuga. Meðalið í hlauparanum Þannig er til dæmis Ijóst að meðalið, sem fannst í hlauparanum frá Kanada eftir heimsmetið í hundrað metrunum, hefur komið meira cn lítið við sálarskarnið í ýmsum hér hinu megin á hnettin- um. Og segir það sína sögu um þau áhrif sem við erum nú orðið útsett fyrir af Ijölmiðluninni. Þannig lýsti DV í fyrradag því nákvæmlega og af miklum fjálgleik hvernig maðurinn hefði orðið að hella í sig einum sex bjórum áður en honum var orðið nægileg mál til að geta kastað af sér vatni fyrir lyfjaprófið. Morgunblaðið lét sig ekki muna um það í gær að helga hluta af leiðara sínum þessu efni, og gcrði hvorki meira né minna en að gefa þá yfirlýsingu að fall mannsins á lyfjaprófinu hefði kom- ið eins og reiðarslag yfir alla heims- byggðina. Þetta mál mat blaðið þvi jafn mikilvægt og nýju ríkisstjórn- ina, sem var annað aðalefni leiðara þess þennan dag. Vissulega er það satt og rétt að lyfjaneysla á ekki að líðast i íþrótt- um og setur á þær Ijótan blett. En í sannleika sagt er Garri þó þeirrar skoðunar að nú sem stendur sé það talsvert meira mál fyrir islensku þjóðina hvort nýrri rikisstjórn tekst að koma aftur fótunum undir frystihúsin og annað atvinnulíf á Iandsbyggðinni. En það verður víst hver að fá að eiga sín áhugamál og sinn smekk út af fyrir sig. bolti En hitt skal Garri þó fúslega játa að hann hefur á liðnum árum haft af því verulega ánægju að fylgjast með frammistöðu strákanna í is- lenska landsliðinu i handbolta. Hann hefur hvað eftir annað séð til þeirra handbrögð og fimi með boltann sem hreint út sagt hefur verið ósvikin unun á að horfa, að minnsta kosti skoðað út frá sjónar- hóli þeirra sem aldrei hafa nálægt handbolta komið og hafa þar af leiðandi vægast sagt takmarkaða sérfræðiþekkingu á þessari grein íþróttanna. Sem algjörlega utanaðkomandi og einfaldur áhugamaður verður því ekki annað sagt en að Garri hefur orðið fyrir talsvert miklum vonbrigðum með frammistöðu strákanna þarna austur í Kóreu. Sérfræðingar hans í handbolta segja honum að það fari ekki á miili mála að strákarnir hafi spilað langt undir getu, og sjálfur hallast Garri að því að þetta sé rétt. Þeir hafa glutrað niður sóknar- og marktækifærum í hvetjum lciknum á cftir öðrum, og jafnvcl látið sig hafa það að iáta Rússa rótbursta sig, eins og það heitir víst á íþrótta- máli. Þess vegna er víst ekki um það að ræða að þeim verði fagnað eins og þjóðhetjum þegar þeir koma heim að þessu sinni. En ætli við verðum víst ekki að fyrirgefa strák- unum þetta samt sein áður og umbera það þó að þeir hafi ekki lagt heiminn að fótum sér í þetta skipti. Það er kúnst út af fyrir sig i allri keppni að kunna að tapa með sæmd. Og hvað sem öðru líður koma þeir þó ekki heim ærulausir og með þann rassskell á bakinu að hafa látið fella sig á lyfjaprófi. Garri. VlTTOG BREITT Stórar vonir og léleg plötusala Vonir og vonbrigði íslensku þjóðarinnar eru bundnar hand- bolta þessa dagana, eða öllu heldur næturnar, því þá fara boltaleikir heimsins fram austur í Kóreu. Á daginn eru stjórnarmyndunarvið- ræður, sem nú er blessunarlega lokið. Boltaleikjaumræðan kemurvíða við og vansvefta áhugamenn taka ekki annað í mál en að skipa íslenska handboltaliðinu í fremstu raðir og eru nú allir orðnir hálfærð- ir af sigurvímu og þjóðernisstolti og skilja ekkert í hyers vegna strákarnir mala ekki hvert stór- veldið af öðru undir sig eftir að hafa drukkið öll þau býsn af mein- hollum ávaxtasafa, sem fram- leiðandinn þreytist aldrei á að auglýsa í sjónvörpunum. Áður en handboltastrákarnir lögðust í austurvíking sungu þeir dægurlag inn á plötu og var hún prentuð og gefin út og er til sölu í búðum. Eitthvað gengur salan skrykkjótt og er sölutregðan orðin að efnilegri blaðadeilu, sem vel getur orðið löng og skemmtileg ef vel verður á spilum haldið. Útvörpin klikka Á laugardaginn kvartaði útgef- andi handboltaplötunnar „Gerum okkar besta“ í Mogga yfir því að ljósvakamiðlar væru latir að spila plötuna og væri því von að enginn vildi kaupa. Er á orðum hans að heyra að útgefendur hljómplatna gangi að því vísu að þáttagerðafólk hinna aðskiljanlegu stöðva og rása bregði nýútkomnum plötum ótt og títt á fóninn til að glæða söluna en á undan og eftir auglýsingaspilun er höfundum tónverka, spilurum, söngvurum og jafnvel útgefendum hælt upp í hástert fyrir frábært framlag til þess menningarlífs sem útvörpin og starfsfólk þeirra lifir og hrærist í. Útgefandi tónverksins um hand- boltann segir að meira að segja starfsfólki Ríkisútvarpsins hafi láðst að spila handboltaplötuna í útsendingum af boltaleikjum í Seoul. Þegar auðmjúkum ríkis- starfsmönnum var bent á þetta af réttum aðilum afsökuðu þeir sig með því að þeir hefðu öðrum hnöppum að hneppa í beinum útsendingum en að velja þóknan- legar plötur að spila. En samkvæmt Mogga lofuðu þeir bót og betrun. Bylgjustjóri varð ókvæða við og svaraði ásökunum plötuútgefand- ans í Mogga í gær og sýnir fram á að hann og hans fólk hafi gert sitt besta til að koma handboltalaginu á framfæri og auglýsa plötuna. Fjáröflun í vaskinn Allt síðan handboltaplatan kom út hefur hún verið spiluð að minnsta kosti tvisvar á dag í stöð- inni og hefur verið í fyrsta sæti íslenska vinsældalistans tvær vikur í röð. Maður getur svo sem spurt hvernig raðað er á svona vinsælda- lista, ef satt er sem hinir vísustu dægurlagajarlar halda fram, að plata sem aftur og aftur er í fyrsta sæti er hvorki spiluð að neinu gagni í síbyljunni og selst ekki heldur í verslunum. En öll er þessi plötudeila að verða hin fróðlegasta og vonandi fáum við meira að heyra. Ágóði af sölu vinsælustu plöt-. unnar, sem hvorki sýnist spiluð eða keypt, átti að renna til fremdar íslenskum handbolta og hefur ver- ið mikið látið með að margir gefi æðislega mikla vinnu, sem þeir hafa lagt í plötugerðina. En þeir sem syngja eru einmitt hinir sömu og áttu að hljóta gróðann, eða sjálft landsliöið. Og fleira um fjáröflun er að finna í Morgunblaðinu í umfjöllun um handboltann. Þar var upplýst í gær, að Handknattleikssambandið hafi efnt í loforð upp á 700 þús- undkall á hvem leikmann ef þeir næðu gullverðlaunum í Seoul. Er greinilega margt brallað af því stórhuga liði sem geysist áfram með óskhyggjuna að veganesti og með gull í augum og rekur hand- boltastrákana áfram og er búið að telja sjálfu sér og öðrum trú um að þeir séu ósigrandi. Undangengnar vikur er búið að skrifa, þvæla og blaðra endalaust um í hvaða sæti íslenska landsliðið á að verða á Olympíuleikunum og jafnvel næstu heimsmeistara- keppni og loftkastalasmíði er hafin í Laugardal. Eftir leik íslensku strákanna s.l. nótt urra þeir hæst sem áður fylltu fagurgalakórinn. Dæmi frá aðeins einum sportskribent: Algert hneyksli, hryllingur, martröð, hörmung, grátleg staðreynd, ekki ljós punktur og mótstaðan engin. Áhugamönnum um íþróttir væri hollara að temja sér aðeins meiri hógværð bæði þegar þeir lofa og lasta íþróttamenn okkar. Keppnisíþróttir heimsins eru háðar á hálum ís um þessar mundir og er kannski allt eins hollt að verða undir í þeim hráskinnaleik þar sem mestu skiptir að ekki komist upp þegar rangt er haft við. Handboltastrákamir okkar em hvorki verri eða betri eftir að þeir fóru til Kóreu, en vonandi hafa leiðtogar íþróttarinnar lært eitt- hvað, þótt ekki væri nema að þegja þegar það á við. Sem yfirleitt er fyrir keppni. Verst ef plötuútgefandinn situr uppi með plötuskömmina. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.