Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.09.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 29. september 1988 Sagt eftir leikinn: Frá Pjeíri SÍKurdw>yni frétlumanni Timans í Seoul: Bogdan Kowalzcyk: „Við fórum hingað til Seoul til þess að berjast um verðluunasæti, um það voru gerðar vonir, að minnsta kosti heima á íslandi. Við spilum hér mjög spenntir, strák- amir voru mjög hræddir við úrslitin úr leikjunum og afleiðingarnar. Undir svona kringumstæðum er vonlaust að halda einbeitingu. Við stefndum að því að ná að minnsta kosti 6 stigura í riðlinum og halda sæti okkar i A-keppninni, en við náðum ekki nema 5 stigum. Fyrstu 10 mín. leiksins gegn Sovétmönnum börðumst við ágæt- lega ogjafnræði var með liðunum, en eftir það þá hakka þcir hrcinlega yfir okkur. Það er mjög erfitt að skýra þessi úrslit og þessa stöðu og þær skýringar hef ég ekki á reiðum höndum. Aðvitað líður mér ekki vel, þetta er ekki gott fyrir mig, en hvað get ég gert? Ég er að velta því fyrir mér núna,“ sagði Bogdan. Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði: „Það sem að er, er sóknarleikur- inn. Við höfum átt í miklum erfið- leikum með 6-0 vörn hér í Seoul og reyndar í allt sumar. Þrátt fyrir að mikið hali verið reynt til að laga þetta á æfingum og í leikjum hefur það ekki tekist. Það kom líka á daginn að flest liðin leika þessa vörn gegn okkur. Eftir 10 mín. sigldu þeir hreinlega yfir okkur, við erum allt of þungir og okkur vantar allan léttleika. Það er að mínu mati ekkert að undirbúningn- um, það ér kannski helst spurning um gæði og við erum jafnvel alltof spenntir, ég veit það ekki. Það er alla vega engin uppgjöf ■ okkur, við höfum gert okkar besta, nema kannski í dag. En svona eru íþrótt- irnar, stundum gcngur þetta ekki upp,“ sagði Þorgils Ottar. Geir Sveinsson „Það er lítið hægt að segja um hver ástæðan fyrir þcssu er. Við verðum að fá að hugsa málið. Þetta var virkilega lélegt. Nú var undirbúningurinn fyrir þennan leik og þetta mót sá sami og áður, en einhvers staðar liggur ástæðan. Það er verið að taia um að við séum með eitt leikreyndasta lands- lið í heimi, en það blekkir svolítið að við vorum að spila marga leiki við mjög lélegar þjóðir. Við spiluð- um 50 leiki á síðasta ári, þar af voru 15 við Japan og Afríkuþjóðir. Fyrir utan það þá finnst mér 50 leikir vera alltof mikið,“ sagði Geir Sveinsson. Guöjón Guðmunds- son liðsstjóri „Þetta eru döpur endalok, en ég er bjartsýnn að eðlisfari og við gefum allt í síðasta leikinn. Við höfum ekki náð okkur á strik, skýringin getur legið i svo mörgu. Uppsöfnuð spenna og of langur undirbúningur. Maður er búinn að horfa á liðið leika langt undir getu hérna. Við verðum bara að bíta á jaxlinn, því síðasti leikurinn verður erflður, en hann getur bjargað okkur fyrir hom og komið okkur í A-keppnina. Annars tel ég mögu- leika okkar gegn A-Þjóðverjum svona 30 á móti 70,“ sagði Guðjón. PS/BL Anders Dahl Nielsen landsliðsþjálfari Dana „íslenska liðið liefur valdið mér miklum vonbrigðuin í kcppninni og greinilegt er að enginn cr í formi. Geir Sveinsson er eini mað- urinn sein eitthvað sýnir í áttina að getu sinni, en hann hefur samt scm áður klikkað illa í vörninni,“ sagði danski landsliðsþjálfarinn. PS/BL Hollensku dómararnir sendir heim með skömm Frá Pjctri Sigurðssyni frcttamanni Tímans í Seoul: Hollensku dómararnir sem dæmdu leik tslands og Júgóslavíu á eftirminnilegan hátt hafa verið úti- lokaðir frá frekari dómgæslu á þess- um Ólympíuleikum. Var sú ákvörðun tckin eftir frammistöðu þeirra í leik íslands og Júgóslavíu og þeir sendir heim með skömm. PS/BL Geir Sveinsson hefur staðið sig einna skást íslensku handknattleiksmannanna á ÓL í Seoul. Simamynd Pjetur. ÓL - Handknattleikur: Blóm vinsamlegast afþökkuð Leikreynda liðið sem unglingalandslið í höndum rússneska bjarnarins - Jarðarför í Suwon Frá Pjetri Sigurðssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Það má með sanni segja að Sovét- menn hafi siglt yfir íslenska landsliðið í handknattleik í Suwon í gær. Sovétmenn sigruðu 32-19, eða með 13 marka mun. Staðan í hálfleik var 15-8 Sovétmönnum í vil. Islenska liðið var hræðilega iélegt, skaplaust, máttlaust og ekki vottaði fyrir sigurvilja hjá liðinu. Það skein út úr hverju andliti inná vellinum að þeir væru orðnir mjög þreyttir, eða eins og einum áhorfenda varð að orði, andlega dautt. Þá vakti það athygii að það var ekki aðeins að viljann vantaði á leikvellinum, heldur virtist bekkurinn ásamt þjálfara sfnum Bogdan Kowalzcyk löngu búnir að gefa upp alla von - varla er hægt að segja að heyrst hafi í Bogdan í þessum leik. Það var aðeins á fyrstu 10 mín. þessa leiks að íslendingar héldu í við rússneska björninn. En þegar staðan var orðin 2-2 sögðu fslensku sóknarmennirnir stopp og Rússarnir skoruðu 6 mörk í röð á 8 mín. Eftir þessa markasúpu var aðeins spurning um hve mikill munurinn yrði í lokin og Rússarnir juku muninn jafnt og þétt. í þessum leik, sem öðrum leikjum liðsins á Ólympíuleikunum, var það sóknarleikurinn sem kiikkaði og er ein- kennilegt að Bogdan Kowalczyk þjálfari hefur enn ekki fundið svar við 6-0 vöm andstæðinganna. Algjörlega vantaði brodd í sóknarleik liðsins, sem beindist eingöngu að því að komast í gegnum miðju vamarinnar og hornamennirnir endalaust látnir keyra inní miðju varnar- innar í stað þess að spila djúpt í hornin og reyna að opna vörn andstæðinganna. í þessum leik brást vörnin einnig og var lengst af sem vængjahurð. Olíkt hinum liðunum í keppninni er sem líkamlegum styrk sé ábótavant hjá lið- inu. Menn em máttlausir og ráða ekki við líkamsstyrk andstæðinganna. Þá var markvarslan gloppótt í þessum leik, var ágæt á köflum, en í heildina frekar slöpp. Þá er ringulreiðin á bekknum og bekkjarstjórnin hlutur sem vemlega þarf að hafa áhyggjur af. Ekki þarf að eyða orðum í að tala um frammistöðu ein- stakra leikmanna, þar tala tölurnar sínu máli. í þessum leik og í keppninni í heild hafa þeir Geir Sveinsson og Einar Þor- varðarson komist einna heilsteyptastir frá þessu, það skal þó tekið fram að þeir eiga vart hrós skilið. PS/BL Mætum A-Þjóðverjum Þar sem íslenska landsliðið í hand- knattleik varð í 4. sæti ■ sínum riðli þá er Ijóst að það vcrður hlutskipti okkar að leika gegn A-Þjóðverjum um 7. sæti í Seoul, en það sæti veitir rétt til þess að leika í A-Heimsmeistara- keppninni, þar sem Tékkar, gestgjafar keppninnar, verða í einu af 6 efstu sætunum í Seoul. Ungverjar sigruðu A-Þjóðverja í sfðasta leiknum í B-riðli ÓL, 18-17, og mæta þvi okkar mönnum í úrslitalcik um sætið dýrmæta. Fari svo, scm horfir, að sá leikur tapist, þá þarf íslenska liðið að taka þátt í B-Heims- meistarakeppninni. Úrslit A-riðill: Ísland-Sovétrikin...........'. . 19-32 Alsír-Bandaríkin...............20-17 Júgóslavia-Svíþjóð............25-21 Úrslit í B-riðli: Ungverjaland-A-Þýskaland . . 18-17 Tékkóslóvakía-Japan.........21-17 S-Kórea-Spánn...............20-23 Lokastaðan (A-riðli: Sovétríkin .. .6 5 0 0 130 82 10 Júgóslavía.. .6 3 1 1 116109 7 Sviþjóð 5 3 0 2 106 91 6 íaland 6 2 1 2 96102 5 Alsír 5 1 0 4 99109 2 Bandaríkin ..5 0 0 5 81125 0 Lokastaðan í B-riðli: Suður-Kúrea .5 4 0 1 127117 8 Ungverjaland 5 3 0 2 102 93 6 Tékkóslóvakía5 3 0 2 109103 6 A.-Þýskaland 5 3 0 2 109100 6 Spánn 5 2 0 3 101106 4 Japan 5 0 0 5 97126 0 Fimmtudagur 29. september 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR lllllllllllll Leikurinn í tölum: Einar Þorvarðarson varði 7 skot af 34, 20,5%. Guðmundur Hrafnkelsson varði 1 skot af 6,16,6% Þorgils Óttar Mathiesen 1 skot, 1 mark, 100%, 1 stoðsending, 1 tapaður bolti. Kari Þráinsson 3 skot, 0 mörk, 0%, 1 stoðsending, 2 tapaðir boltar. Sigurður Gunnarsson 5 skot, 2 mörk, 40%, 1 stoðsending, 3 tapaðir boltar. Alfreð Gíslason 13 skot, 6 mörk, 46,1%, 2 tapaðir boltar. Páll Ólafsson 1 skot, 0 mörk, 0%, 2 tapaðir boltar. Guðmundur Guðmundsson 2 skot, 2 mörk, 100%, 3 stoðsendingar. Kristján Arason 9 skot, 2 mörk, 22,2%, 2 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar. Geir Sveinsson 3 skot, 3 mörk, 100%, 2 stoðsendingar. Sigurður Sveinsson 6 skot, 2 mörk, 33,3%. Atli Hilmarsson 2 skot, 1 mark, 50%, 1 tapaður bolti. Liðið: 45 skot, 9 mörk þar af 7 úr vítum, 42,2%, 10 stoðsendingar, 14 tap- aðir boltar. Markverðirnir fengu á sig 40 skot vörðu 8, 20%. Sovétmenn skutu 44 skotum, skoruðu 32 mörk, 72,7%. Sovésku markverðirnir fengu á sig 34 skot og vörðu 15, 44,1 %. Knattspyrna: Danir gerðu eina markið á Idrætsparken Danir sigruðu íslendinga með 1 marki gegn engu í vináttulandsleik á Idrætsparken í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Það var Jan Bartram sem gerði mark Dana á 15. mín. leiksins. Leikurinn einkenndist af sterkum vörnum, en Danir voru meira með knöttinn þar sem íslendingar gáfu þeim nokkuð eftir miðjuna og léku varnarleik. Dönum tókst ekki að skapa sér veruleg marktækifæri í leiknum, en mark þeirra kom eftir langa sendingu frá hægri til vinstri og Jan Bartram tók við knettinum og skilaði honum í markið. Bjami Sigurðsson markvörður ís- lenska liðsins varð að yfirgefa leik- völlinn tveimur mín. síðar að eigin ósk, þar sem hann fékk skyndilega „migrenikast". í stað hans kom Friðrik Friðriksson í markið. Danir sóttu meira eftir markið og á 28. mín. áttu þeir skot í þverslá og mínútu síðar varði Friðrik vel eftir aukaspyrnu Dana á vítateigslínunni. íslendingar fengu gullið færi til þess að jafna leikinn á 41. mín. skot í innanverða markstöng Dana, eftir aukaspyrnu Sævars Jónssonar og Atli Eðvaldsson skallaði knöttinn áfram til Viðars. f síðari hálfleik var frekar lítið um færi og liðin reyndu oft að skjóta á mörkin af löngu færi. Guðmundur Torfason átti til að mynda hörkuskot á danska markið á 70. mín. af 30 m færi eftir góða sendingu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Danski markvörður- inn varð að hafa sig allan við til þess að bjarga í horn. „íslenska vörnin lék leikinn mjög vel og Ásgeir var góður á miðjunni og Pétur Arnþórsson einnig þegar hann kom inná í síðari hálfleik, en framherjamir áttu við ofurefli að etja og náðu ekki að halda knettin- um nógu vel,“ sagði Sigurður Hann- esson framkvæmdastjóri KSÍ í sam- tali við Tímann í gærkvöld. fslenska liðið var þannig skipað í gær að Bjarni Sigurðsson, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson, Viðar Þorkelsson, Sævar Jónsson. Atli Eð- valdsson, Gunnar Gíslason, Ásgeir Sigurvinsson, Ómar Torfason, Ragnar Margeirsson og Guðmundur Torfason hófu ieikinn, en Pétur Arnþórsson kom inná í hálfleik fyrir Viðar Þorkelsson. Friðrik Friðriks- son kom inná fyrir Bjarna markvörð á 17. mín. í liðið vantaði sem sagt Arnór, Sigurð Grétarsson, Sigurð Jónsson, Pétur Ormslev og fleiri, en hjá Dönum vantaði Flemming Paulsen, Jan Mölby og Michael Laudrup. „Jafntefli hefðu ekki verið ósann- gjörn úrslit í þessum leik, „sagði Sigurður Hannesson að lokum. BL okkur tókst ekki að nýta. Vift eruin vonsviknir meft uft hafa ekki náft jafntefli,“ sagfti Erik Ágústsson í landsliðsnefnd KSÍ í samtali vift Tíniann í gærkvöld. fslenska liftift var nokkuft jafnt í þessum leik og cnginn leikmaður skaraði verulega fram úr. BL Finnar sigruftu íslendinga í þegar um 20 nún. voru liðnar af landsleik í knattspyrnu 21 árs og síðari hálfleik skoruðu Finnar 2 yngri í gærkvöld, 2-1. Leikurinn mörk með mínútu millibili og fór fram ■ Oulu i Finnlandi og var gerftu þar með út um lcikinn. liftur í forkeppni Evrópumótsins. íslendingar sóttu nokkuð þaft sem íslendingar náðu strax tökum á eftir var ieiksins en tókst ekki að leiknum og skoruðu á 5. min. Þar < jafna. var að verki Baldur Bjarnason úr „Jafntefli hefðu verift sanngjörn Fylki. úrslit í þessum leik, við fengum Þannig var staðan í hálfleik, en nokkur færi í fyrri hálfleik sem Síminn styttir vegalengdir og heldur þér í nónu snm- bondi við vini og vondn- menn erlendis 0 íminn er án efa þcegileg og auðveld leið til að hafa samband við œttingja og vini í fjarlœgum löndum. Það er fátt sem gleður meira en símtal að heiman. Það er ekki dýrt að hringja til útlanda og með sjá/fvirku vali i gegnum gervihnött er það leikur einn. Dœmi um verð á símtölum til útlanda skv. gjaldskrá 15.1.88. Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 50 Finnland og Holland kr. 55 Bretland kr. 57 Frakkland, Sþánn og V-Þýskaland kr. 66 Grikkland, Ítalía og Sovétríkin kr. 74 Bandaríkin kr. 103 Síminn er skemmtilegur samskiþtamáti. Hann brúar bilið milli landa og gerir fjarlœgðir afstœðar. Því ekki að nofann meira! Sigurður Gunnarsson er ein aðal stórskytta íslenska landsliðsins í handknattleik og á yfir 150 landsleiki að baki. Hann lék um árabil handknatt- leik erlendis og veit því hversu gaman er að fá símtal að heiman. PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.