Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 2
° 2 r- finir^íí * minn 880 r iódrn9íqá3 .08 luqebujacfH •" ^östircfógur 30: séþléýrfoer' i988 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, á 16. þingi Sjómannasambands (slands: Lán til Verðjöfnunar- sjóðs f ellur á ríkið „Það er síður en svo bjart fram- undan fyrír sjómannastéttina, það er fyrírséð að verulegur aflasam- dráttur verður á næstunni," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, í setning- arræðu 16. þings SSÍ, sem hófst í gær. Er þetta fyrsta stéttarþingið sem kemur saman eftir útgáfu bráða- birgðalaganna og gerði Óskar 1. grein þeirra að umræðuefni. Þar segir að stjórn deildar fyrir frystar afurðir í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins sé heimilt að taka lán hjá Seðlabanka íslands, eða fyrir milligöngu hans, að fjárhæð allt að 800 milljónum króna. Markmiðið er að vinna á þeim halla sem er, sérstaklega frystingunni. „Það fylgir böggull skammrifi. Þessum sjóði er ætlað að borga þetta lán á næstu tveimur árum og okkar spurning hlýtur að vera sú, með hvaða hætti sjóður sem hefur verið peningalaus í áraraðir á að endur- greiða þetta lán. Verður ekki í því sambandi á brattann að sækja um hækkun á fiskverði til sjómanna?" sagði Óskar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, svaraði þessari spurn- ingu. „Það er rétt að Verðjöfnunar- sjóðurinn verður notaður til þess að greiða 5% uppbót á frystar afurðir en það er það verðjöfnunartilefni sem er fyrir hendi, þ.e.a.s. að ef peningar hefðu verið í þessari deild þá væri hún nú að greiða út 5%. Vissulega hefðum við átt að leggja til fé í þessa deild á árunum 1986 og '87 en við gerðum það ekki. Það eru margar ástæður fyrir því, m.a. mikil kröfugerð í þjóðfélaginu og ýmsar fyrirætlanir okkar allra. Formaður SSÍ sagði réttilega áðan að að því þyrfti að hyggja hvernig þessir peningar yrðu endurgreiddir. Það er rétt hjá honum að það er gert ráð fyrir því að þessar greiðslur komi aftur inn í Verðjöfnunarsjóð- inn. Ég held að allir geri sér grein fyrir því að það eru engar líkur til að/ svo verði. / Þess vegna er það fyrirastlun stjórnvalda að reka ríkissjóð/með 1% tekjuafgangi á árinu 1989, sem samsvarar nokkurn veginrí þessari fjárhæð. Ég held að það sé alveg ljóst að það eru allar líkur til þess að þetta fjármagn faili í ríkissjóð og það þarf að afla teKna til þess að standa á móti," saaði Halldór. Hann gerði einnlg grein fyrir þeim valkostum sem tíl greina komu við ákvörðun efnahagsaðgerða, eftir að niðurfærslulejðinni hafði verið hafnað. Titgreina kom að gera ekki neitt og ságði Halldór það leið sem ýmsir hagfræðingar hafi verið að predika undanfarið. í öðru lagi kom tilgreina að fella gengið um 10-20% en sagði Halldór að þá hefði verðlag rokið upp og ógerningur hefði verið að ráða við vexti. Þriðja leiðin var að breyta gengi lítið, binda laun og verðlag og færa fé úr Verðjófnunarsjóði fiskiðnaðar- ins til frystingarinnar. Halldór sagð- ist telja rétt að reyna þessa leið, sem ríkisstjórnin valdi. Þá hvatti Halldór þingið til að endurmeta ákvórðun SSÍ um að taka ekki þátt í starfi Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Ekki væri hægt að ganga framhjá því að verð á afurðum yrði ákveðið með einum eða öðrum hætti og að sjómenn næðu ekki að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi óðruvísi en með þátttöku í því starfi. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, tók einnig til máls. Sagði hann afstöðu sína gegn frystingu launa og afnáms samningsréttar í engu breytta þótt flokkur hans, Alþýðu- bandalagið, ætti nú aðild að ríkis- stjórn. „Ég geri mér það auðvitað ljóst að meðan allir pólitískir aðilar í þjóðfélaginu nema Kvennalistinn líta á það sem einfalt hagkvæmnis- spursmál hvort samningar séu virtir eða ýtt til hliðar, er staðan orðin þung," sagði Ásmundur. Sagðist hann nú þurfa tíma til að meta stóðuna og þann tíma sem framundan er en að ekkert myndi breyta óréttlætinu gagnvart launa- fólki fyrr en víðtæk samstaða næðist. Halldór Ásgrímsson ávarpar sjómenn í gær. Tímam)nd:Ami Bjama „Þessi erfiða staða gerir það að inn því mér er ekki /hamingja í verkum að mér finnst ég ekki getað huga," sagði Asmunduí. óskað ykkur til hamingju með dag- Þinginu lýkur nk. láugardag. JIH Ný deild stofnuð innan Reykjavíkurlögreglunnar: Forvarnastarf gegn afbrotum Lögreglan í Reykjavík hefur stofnað til nýrrar forvarnadeildar, sem koma á í veg fyrir afbrot. Helstu starfsþættir hinnar nýju deildar eru almannatengsl, áfengis- og fíkniefnavarnir, afbrotavarnir, málefni barna og unglinga og slysa- varnir. Forvarnadeildinni er ætlað að samræma krafta þeirra aðila, stofn- ana og félagasamtaka, sem þegar vinna að forvörnum á þessu sviðum eða tengjast uppeldismálum að einhverju leyti. Ómar Smári Ármannsson, sem veitir forvarnadeildinni forstöðu sagði að samstarf milli allra aðila sem tengjast uppeldismálum væri nauðsynlegt og vildi lögreglan með stofnun og starfi þessarar nýju deildar stuðla að því að það tækist. Hann sagði að lögreglan byggi yfir ýmsum gögnum og upplýsing- um sem gagnast gætu öllum þeim sem koma nærri uppeldi og æskulýðsstarfi og vildi gjarnan að það nýttist sem best til að koma í veg fyrir afbrot og vandræði. -sá Pere Ubu á Islandi Ensk-ameríska nýrokksveitin Pere Ubu mun halda hljómleika í Tunglinu á laugardaginn, 1. október nk. Koma Pere Ubu hingað til lands er hvalreki á fjörur íslenskra rokk- unnenda, hljómsveitin er ein virtasta og áhugaverðasta nýrokksveit heims um þessar mundir. Söngvarinn, söngvasmiðurinn og háðfuglinn David Thomas stofnaði Pere Ubu í Ohio í Bandaríkjunum 1975. Hann var rokkvettvangnum vel kunnugur: hafði verið blaðamað- ur hjá poppblaðinu Creem og til- heyrði kunningjahóp Velvet Under- ground og Iggy Pop. Þess má geta að nann hefur tvívegis áður heimsótt ísland og haldið hér þrenna vel heppnaða hljómleika fyrir fullu húsi í öll skiptin. Pere Ubu tilheyrir frumkvöðlum pönks og nýbylgju New York-borgar' 1976. Rokkstíll sveitarinnar hefur aldrei verið auðskilgrindur. Hann er það blandaður og fjölbreyttur. Til að byrja með var hann oft kallaður „avant pönk" eða „urban blús pönk". Sjálfir kalla liðsmenn Pere Ubu rokkstíl sinn „avant garage". Þrátt fyrir töluverðar mannabreyt- ingar og fjögurra ára sumarfrí ('82- '86) hefur hljómsveitin haldið sínum sterka og spennandi nýrokkstíl, vin- sældum og ómældri virðingu, jafn gagnrýnenda sem tónlistarmanna. Platan „The Modern Dance" (78) er jafnfram fyrir löngu komin í hóp bestu sígildra nýrokkplatna. Nýja, platan, „The Tenement Year", hefv ur sömuleiðis verið nefnd sem ein af bestu plötum þessa árs. Smáskífan „We are the Technology" var einnig nýverið valin smáskífa vikunnar af bresku poppblöðunum. Með Pere Ubu á hljómleikunum í Tunglinu verða hljómsveitirnar Ham og Svart-hvítur draumur. Þetta er jafnframt kveðjuhljómleikar Hljómsveitin Pere Ubu. David Thouius, fyrir miðju í aftarí röð, hefur tvívegis áður heimsótt ísland. Draumsins. Forsala er í Gramminu. aðgöngumiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.