Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. september 1988 Tíminn 3 Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, á erfitt með að keppa um menn við stöður erlendis: Skortur á veðurfræðingum er yfirvofandí á íslandi og segir Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, að eins og efnahags- ástandið og óvissan sé hér á Iandi sé það ekki aðlaðandi að koma hingað frá sumum löndum til starfa. „Það geta verið ýmis vandkvæði á því að fá hingað menn og keppa við stöður erlendis, vegna þess að þau kynslóðaskipti sem við stöndum frammi fyrir eru líka að ganga yfir, t.d. á hinum Norður- löndunum," segir Hlynur. Á einfalda vakt á spádeild Veður- stofunriar er talið vel mannað að hafa fimm veðurfræðinga og tvo að auki, en nú eru 3-4 veðurfræðingar að komast á eftirlaun og ekki er útlit fyrir að menn fáist í staðinn. Ýmis- legt kemur til og segir veðurfræðing- ur einn í spádeildinni, sem kominn er á síðustu starfsár sín, að yngri menn vilji bara ekki vinna vakta- vinnu. Því liggi ekki annað fyrir en að stærðfræðingar þeir sem náð hafa fyrstu einkunn og lokið veðurfræði- prófi erlendis, séu ekki ginkeyptir fyrir boðum um atvinnu hér. Þannig stefni allt í þá stöðu að ekki verði eftir nema tveir til þrír veður- fræðingar á spávakt á næsta ári, nema staðan breytist verulega. Ekki vildi Hlynur staðfesta það sem Tíminn hefur heyrt að búið sé að auglýsa án árangurs í þrjú ár eftir veðurfræðingum í tvær stöður. Sagði veðurstofustjóri að þarna væri verið að segja of mikið. „En fólk er tregara við það en áður að taka vaktavinnu, en hugsanlega verður hægt að breyta vaktafyrirkomulag- inu með tíð og tíma," sagði Hlynur. Talsverð umræða hefur verið á lofti um að dregið verði úr nætur- vöktum, en það sem frestað hefur öllum ákvörðunum er eínfaldlega miklar þarfir flugsamgangna. Þörf er á nákvæmum veðurspám og nýj- um spám allan sólarhringinn fyrir flugið og er það helsta ástæða þess að ekki hefur verið fyrirsjáanlegt að leggja niður næturvaktir á spádeild. En mikií kynslóðaskipti ganga nú yfir í stétt veðurfræðinga víða um heim. Samkvæmt því sem Hlynur sagði í viðtali við Tímann er ljóst að mikil þörf fyrir veðurfræðinga skapaðist strax að lokinni síðari heimsstyrjöld. Þá mun hafa orðið mikil uppbygging á veðurstofum víða á Norðulöndum þar sem lítið Fæst fólk til að lesa á þessa mæla? hafði verði lagt í þessi störf af opinberri hálfu. Nú eru flestir frum- kvöðlanna sem enn eru starfandi í þessari stétt að komast á eftirlaun hér á landi og einnig víðast á Norður- löndum. Það er einmitt til þessara landa sem íslendingar fara utan til náms í veðurfræði og þaðan virðist nú vera örðið erfitt að lokka þá til starfa hingað. Tilboð og skilyrði virðast einfaldlega vera mun betri erlendis þar sem nokkrir Islendingar eru ýmist við nám eða við störf í stéttinni. Einn angi þess að erfiðaTa er að f á fólk til starfa á vaktir er auk þess, að Tlmamynd:Aml BJarna sögn Hlyns, að nú fæst hlutfallslega minna fyrir næturvaktir miðað við dagvinnulaun. Þá er einnig á það að líta að konum hefur farið fjölgandi í þessari stétt og það virðist vera eins og þær eigi ekki eins vel heiman- gengt á næturvaktir eins og karl- menn í stéttinni. KB Gilbert dauður í suðurríkjum BNA: Helena smýgur upp undir Suðurlandið Fellibylurinn Helena er væntan- legur upp undir Suðurland um helgina og verður líklega farinn að gera verulega vart við sig á laugar- dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er búist við að þessi 973 millibara lægð kynni sig sem sterkan storm á Suðurlandi, en nái ekki að teijast rok eða hvassviðri. Telur veðurstofan ástæðu til þess að menn fylgist með veðurfréttum fram að helgi og reyni jafnframt að láta storminn ekki koma sér á óvart. Gunnar Hvanndal, veður- fræðingur, sagði að bylurinn ýrði búinn að þróast í djúpa lægð frá því að vera fellibylur þegar hann næði hingað til lands. Helena á eftir að fara austur með landinu og austur fyrir iand, en nákvæm spá liggur ekki fyrir enn. FeriII Helenu hefur verið sá að fellibylurínn magnaðist upp á leið sinni vestur yfir Atlantshafið og olli usla í sveiflu sinni inn í Mexf kó- flóa. Þaðan liggur leið þessara bylja oft inn á land í suðurríkjum Bandaríkjanna eins og varð raunin á með feilibylinn Gilbert á dögun- um, en yfir landi dregur mjög úr kraftinum. Helena er hins vegar dæmi um feilibyi sem ekki leitar upp á land, en heldur á haf út að nýju. Slíkirbyljir eiga það sumir til að ná sér aftur á strik og dofna sjaldan á leið sinni norður og austur yfir N-Atlantshafið. Ekki er búist við öðru en að hér verði stormur um helgina iíkt og oft verður á haustin. Því er rétt að vara fólk við því að gæta að lausum hlutum á lóðum úti og festa niður það sem fokið getur. Helena er þó ekki talin líkleg til að valda miklum skaða nema þar sem fólk verður algerlega óviðbúið stormi. KB Stjórn SH um efnahagsaðgerðir nýrrar ríkisstjórnar: Vanda frestað Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna telur að fyrstu efnahagsað- gerðir stjórnar Steingríms Her- mannssonar séu skammgóður vermir. Auknar lánveitingar til sjáv- arútvegsins í gegnum Atvinnutrygg- ingasjóð og útgreiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins séu ein- ungis til þess fallnar að sökkva fiskvinnslunni „dýpra í skuldafenið og hvetja til áframhaldandi rekstrar á röngum rekstrarforsendum." Það er álit stjórnar SH að aðgerðirnar fresti einungis vandanum en leysi hann ekki. Orðrétt segir í ályktun stjórnar SH: „Frystiiðnaðurinn er ekki einungis langmikilvægasti gjaldeyrisöflunaraðili þjóðarinnar, heldur ræðst atvinna þúsunda manna um land allt af velgengni hans. Þess hlýtur því að verða krafist, að frysti- iðnaðinum verði tryggð viðunandi rekstrarstaða, svo unnt verði að halda áfram uppi góðum lífskjörum í þessu landi." óþh Innbrotið á Seltjarnarnesi: Fjorði i varðhald Einn maður til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. október í sakadómi Rey k javík- ur í gær, vegna innbrotsins á Seltjarnarnesi um síðustu helgi. Þá sitja fjórir menn inni vegna verknaðarins en hinir þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. október. Þórir Oddssons vararannsóknarlögreglustjóri segir að ekki sé víst að öll kurl séu komin til grafar. - ABÓ Þú borgar alltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum íbílnum! Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á ieið til útfanda er þaegilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Vib vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. WREUfíU. 68 55 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.