Tíminn - 30.09.1988, Page 4

Tíminn - 30.09.1988, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 30. september 1988 Loðnuveiðin að glæðast: Háberg með fullfermi Háberg GK er á leið til lands með um 600 tonn af loðnu, sem fengust á miðunum við miðlínuna milli íslands og Grænlands. Búist er við skipinu til hafnar í Grinda- vík skömmu eftir hádegi í dag. Fimm önnur skip voru einnig á miðunum og voru þau öll komin með um 300 til 350 tonn aðfara- nótt miðvikudags. Síðastliðna nótt fékk Hábergið um 150 tonn og var þá komið með fullfermi, en frekar tregur afli var hjá hinum loðnuskipunum. Á miðunum eru Hólmaborgin SU, Skarðsvík SH, Börkur NK, Örn KE og von var á Jóni Kjart- anssyni SU á miðin í gær. Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd sagði í samtali við Tímann að fleiri skip væru í startholunum, s.s. Björg Jóns- dóttir ÞH, Sunnuberg GK og Keflvíkingur KE. Búist var við að þessi skip færu út í gær eða í dag. -ABÓ Meirihluti í borgarráði samþykkir að ráðast í færslu Hringbrautar: Samþykkt að taka upp viðræður við ríkið Tillaga Pórðar Þ. Þorbjarnarson- ar, borgarverkfræðings, um að sam- þykkt skipulagsnefndar frá 18. janúar um flutning Hringbrautar yrði staðfest var samþykkt á borgar- ráðsfundi sl. þriðjudag. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, greiddi ein atkvæði gegn tillögunni. Hún óskaði bókuð mótmæli gegn því að ráðist yrði í færslu Hringbrautar þar sem hún væri ekki tímabær í Ijósi breyttra forsenda. Færsla Hringbrautar er ákveðin með samningi milli Reykja- víkurborgar og ríkisins sem var endurskoðaður 1976 og er nýting á Landspítalalóð megin forsenda samningsins. Nú liggur hins vegar fyrir bréf frá Yfirstjórn mannvjrkja- gerðar á Landspítalalóð, sem Sigrún vitnar í í bókun sinni. Tíminn greindi frá innihaldi bréfsins og forsögu málsins sl. laugardag. „I öðru lagi kosta þessar fram- kvæmdir hundruð milljóna króna. Þó svo að ríkið borgi flutninginn, kemur sá kostnaður jafnt frá skatt- peningum borgarbúa og annarra landsmanna. 1 þriðja lagi tel ég að ódýrari og hagkvæmari lausnir séu fyrir hendi,“ segir í bókun Sigrúnar. Guðrún Ágústsdóttir, sem sat fund- inn fyrir Alþýðubandalagið, sat hjá við atkvæðagreiðsluna en Bjarni P. Magnússon, Alþýðuflokki, lýsti yfir stuðningi við áætlanir meirihlutans. Tíminn greindi einnig frá því fyrir skömmu að Sigrún hygðist leggja fram tillögu á fundinum um að teknar yrðu upp viðræður við ríkis- valdið um útfærslu samningsins í ljósi breyttra forsenda og að ekki væri Ijóst hvernig endurgreiðslum ríkisins vegna framkvæmdanna yrði háttað. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, virðist hafa tileinkað sér þann málflutning og lagði fram tillögu sem var efnislega samhljóða fyrir- hugaðri tillögu Sigrúnar. Var hún samþykkt áður en ákveðið var að halda áfram með framkvæmdirnar eins og ekkert hefði í skorist. „Þetta er náttúrlega sýndar- mennska ein að leggja fram tillögu um að taka upp viðræður við ríkið um framkvæmd samningsins og að ákveða síðan í framhaldi af því að fara strax af stað með færslu Hring- brautarinnar. Eðlilegra hefði verið að bíða með slíka ákvörðun þar til fyrir lægi niðurstaða af viðræðunum við ríkisvaldið. Þetta eru mjög kostnaðarsamar framkvæmdir og ekkert er enn Ijóst um hvernig endurgreiðslum ríkisins til borgar- innar vegna þeirra verði háttað. Sérstaklega ætti að huga að þessu nú á þeim tímum þar sem rík áhersla er lögðáaðhald,“ sagði Sigrún í samtali við Tímann. JIH „Það er... skoðun yfirstjórnar Landspítalans að vegna fram- kvæmda á Landspítalalóð sé óþarft að flytja Hringbrautina úr núverandi legu hennar um fyrirsjáanlega framtíð, þ.e. næstu 20 árin eða svo.“ Dansskólar byrjaðir Dansskólarnir eru nú sem óð- ast að hefja vetrarstarfið og er kennt í alls konar hugsanlegum flokkum aldurs og kunnáttu. Þá eru margs konar dansskólar og er kennd ýmis konar fótamennt, svo sem klassískur ballett, jass- ballet, samkvæmisdansar og svo er víst dansi og líkamsrækt stund- um skellt saman og kallað eró- bikk tjá oss fróðir menn um þessi mál. Á myndinni er hópur barna í einum dansskóla borgarinnar að læra dans sem byggir á hátterni þeirra fjandvina Tomma og Jenna ogber nafn þeirra. Einbeit- ing og gleði skín úr svip og látbragði barnanna og kennar- anna. Tímamynd; Ámi Bjarna. Stuðningsmenn fríkirkjuprestsins í Reykjavík: Vilja lögbann á atkvæðagreiðslu Stuðningsmenn sr. Gunnars Björnssonar, fríkirkjuprests í Reykjavík, hafa nú farið fram á það við borgarfógeta að sett verði lög- bann á allsherjaratkvæðagreiðslu þá sem núverandi stjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík hefur boðað að verði næstu helgi, eða dagana 1. og 2. október. Er lögbannskrafan reist á þeim forsendum að ekki er getið um það í lögunt safnaðarins að atkvæða- greiðsla sem þessi hafi gildi. Jafn- framt hafa stuðningsmenn prestsins hvatt til þess að safnaðarfólk taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, ef af henni verður. Þá hefur Sigurður Guðni Guð- jónsson, lögmaður sr. Gunnars og sérfræðingur í félagarétti, óskað eftir því við fógeta að hann lýsi uppsögn sr. Gunnars Björnssonar ógilda með tilliti til samþykkta nýlegs safnaðar- fundar í Gamla bíói. Þar var upp- sögnin lýst ógild og einnig var sam- þykkt að lýsa vantrausti á stjórnina. 1 kjölfar þess fundar sagði formaður stjórnarinnar, Þorsteinn Eggerts- son, og einn stjórnarmaður að auki, af sér störfum, en áfram sitja fjórir stjórnarmenn af sjö manna stjórn, undir forystu varaformannsins, Bertu Kristinsdóttur Bernburg. Sá sjöundi sagði af sérstjórnarmennsku í sumar þegar samþykkt var að víkja prestinum úr starfi. í yfirlýsingu frá stuðningsmönnum fríkirkjuprestsins kemur fram að þeir telja núverandi stjórn aðeins vera að tefja upsagnarmálið og fram- kvæmd safnaðarfundarins sem áður er nefndur. Einnig sé stjórnin að tefja að messuhald geti hafist að nýiu. 1 bréfi þeirra til fjölmiðla segir einnig: „Af augljósum ástæðum er ekki unnt að fallast á það fordæmi að löglegum ákvörðunum safnaðar- funda sé vísað til skoðanakannana af þeim sem orðið hafa í minnihluta' á fundum og misst tiltrú safnaðar- fólks.“ KB Heimsbikarmót Stöövar 2 í skák hefst á mánudag: Nissan styrkir mót Stöðvar 2 „Heimsbikarmótið í skák 1988 verður sett 2. október á Hótel íslandi og verður sjónvarpað beint frá athöfninni. Fyrsta umferð verð- ur síðan tefld mánudaginn 3. októ- ber og hefst bardaginn kl. 17,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson hjá Stöð-2,í samtali við Tímann. Keppendur verða 18 talsins og eru allir gríðarsterkir skákmenn.Má þar nefna Kaspar- ov, Timman, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson. Þá tefla á mótinu gamlar kempur eins og fyrrverandi heimsmeistarar Spassky og Tal, ennfremur Beljav- ský og Nunn, en hann er mjög sterkur skákmaður um þessar mundir. Enn má nefna Spielmann, Nikolic, Portisch, Sachs, Ribli, Anderson frá Svíþjóð, Júsúpov, Sokholoff, Elvest og síðan sjálfan paurinn Viktor Kortsnoj, sem ávann sér fj andskap Islendinga fyr- ir að reykja framan í Jóhann Hjar- tarson. Stöð 2 heldur mótið og sagði Þorsteinn það gríðar kostnaðar- sama framkvæmd en nú væri orðið ljóst að Stöð 2 næði inn því fé sem þyrfti til að standa undir mótinu. Margir aðilar styrktu mótshaldið og væri einn þeirra fjölþjóðahring- urinn Nissan. Nú væri lítið eftir annað en að ganga frá smáatriðum varðandi styrktaraðild að mótinu, en af innlendum aðilum mætti nefna Búnaðarbankinn og Reykja- víkurborg. Þorsteinn sagði að mótið væri eitt af sex mótum þar sem keppt er um heimsbikarinn. Eitt þessara móta var nýlega haldið í Brussel og annað í Belfor í Frakklandi. Þá verður mót í Barcelona, ennfremur í Svíþjóð, en tveim mótanna hefur ekki enn verið valinn staður. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.