Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 30. september 1988 Sauðfjárslátrun gengur vel: Fallþungi heldur lakari en í fyrra Sauðfjárslátrun á þessu hausti er nú komin vel á veg á landinu. í flestum sláturhúsum er um þriðjungi slátrunar lokið en dæmi eru um hús þar sem sauðfjárslátrun er hálfnuð og ríflega það. Það er samdóma álit sláturhúsastjóra víðsvegar um land að slátrun gangi vel. Fallþungi dilka virðist þó almennt vera ívið minni en sl. haust. Hjá Gunnari Aðalsteinssyni, slát- urhússtjóra hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í Borgarnesi, fengust þær upp- lýsingar að nú væri lokið við að slátra rúinum þriðjungi af þeim 60 þús fjár sem lóga á á þessu hausti. Fallþungi dilka er að sögn Gunnars á milli 13 og 14 kíló. Þetta er eilítið minni fallþungi en í fyrra. Slátrun lýkur 25. október. Á þessu hausti var tekinn í notkun nýr fláningabúnaður hjá Sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga. Gunnar Aðalsteinsson segir hann hafa reynst í alla staði vel þrátt fyrír nokkra byrjunarörðugleika. Ætla má að þessi útbúnaður, sem er nýsjálensk- ur, spari um 20 störf í fláningssal. Síðastliðinn þriðjudag var búið að slátra 13 þúsund fjár af 42 þúsundum hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Fallþungi dilka var þá 14,77 kíló sem er svipaður fallþungi og sl. haust. Búist er við að slátrun ljúki 25. eða 26. október. Að sögn Gísla Garðarssonar, sláturhús- stjóra, hefur slátrun gengið mjög vel það sem af er. Um 90 manns starfa við slátrun hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki var slátrun rétt hálfnuð í byrjun vikunnar. Aætlað er að slátra um 33 þús. fjár sem er 4 þúsunda fækkun frá fyrra árí. Arni Egilsson, sláturhússtjóri, upplýsti að fallþungi dilka væri vel í meðallagi. Það sem af er hafa þeir að meðaltali vigtað 14,9 kíló. Árni segir ekki endanlega Ijóst um fjölda sláturfjár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í haust. Ovissan helgist af því að ekki sé lokið við gerð allra samninga ríkis og bænda um riðunið- urskurð á þessu hausti. Lokið er við að slátra tæpum 20 þúsundum fjár af 44 þúsundum hjá Sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. óli Valdimarsson, slátur- hússtjóri, segir að stefnt sé að því að ljúka slátrun um 20 október. Starfs- menn eru á bilinu 120-125 og koma þeir jafnt frá Akureyri og sveitunum (kring. Óli segir meðalvigt dilka um 15 kíló sem er álíka og fyrri ár. Hjá Þorgeiri Hlöðverssyni, slátur- hússtjóra hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, fengust þær upplýsingar ~að fyrri umferð slátrunar væri lokið. Áætlað er að slátra um 41 þúsund fjár sem er ívið fleira en í fyrra. Þorgeir segir fallþunga vera nálægt 14 kílóum sem er nokkru lakara en sl. ár. Slátrun hefur gengið samkvæmt áætlun í Sláturhúsi Kaupfélags Hér- aðsbúa á Egilsstöðum. Slátrun hófst þann 12. september sl. en áætlað er að ljúka henni 26. október. Um 500 fjár er lógað á dag og var sl. þriðjudag lokið við að slátra 6 af 17 þúsund fjár. Þá var meðalþungi dilka um 13 kíló sem er lakara en sl. haust. Að sögn Guðbjargar Þórisdóttur, sláturhússtjóra, er endanleg tala sláturfjár í haust ekki Ijós þar sem nokkurrar óvissu gæti með ríðunið- urskurð á svæðinu. Guðbjörg segir þó ljóst að skorið verði niður á öllum bæjum í Vallahreppi og þar verði fjárlaust næstu 2 árin. Slátrun hefur miðað vel áfram í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli það sem af er, að sögn Skúla Jónssonar, sláturhússtjóra. I byrjun vikunnar var búið að slátra 10 þúsund fjár en heildarfjöldi er áætlaður 44 þúsund. " Á þessu hausti starfa um 90 manns við slátrun hjá SS á Hvolsvelli. óþh Ingólfur Víklorsson, Rúrik Kristjánsson og Sigurveig Halldórsdóttir stjórnar- menn í Landssamtökum hjartasjúklinga afhenda Guðmundi Bjamasyni heilbrigðisráðherra fyrsta bamunerkið í ijáröOunarátaki sambandsins. Fjáröflun Landssambands hjartasjúklinga: Fjársöf nun vegna þjálf unarstöðvar „Söfnum kröftum" var kjörorð Landssamtaka hjartasjúklinga í fjár- söfnun síðast liðið vor. Söfnunin gekk ágætlega og söfn- uðust rúmar fimm og hálf milljón króna sem aflað var með sölu merkja. Söfnunarfénu verður varið til uppbyggingar þjálfunar- og endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og brjóstholssjúklinga, sem fyrir- hugað er að koma upp í tengslum við sjúkrahúsin í Reykjavík. Söfnunin hófst formlega með því að forystumenn hennar færðu Guð- mundi Bjarnasyni heilbrigðisráð- herra fyrsta merkið. -sá Verðbréfasjóður Ávöxtunar hf.: 400 KRÖFUM VERIÐ LÝST Um fjögur hundruð fjárkröfum hefur nú þegar verið lýst á hendur Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf. þótt frestur til kröfulýsingar renni ekki út fyrr en 16. desember nk. Samtals nema þessar kröfulýsingar um f jórð- ungi sjóðsins. Að sögn Sighvatar Halldórssonar, starfsmanns skila- nefndar Ávöxtunarsjóðanna, er ekki enn vitað hver heildarfjöldi kröfulýs- inga verður þegar fresti lýkur. Hlutverk skilanefndar, sem Gest- ur Jónsson veitir formennsku, er einnig að koma verðmætum sjóða Avöxtunar í verð og selja eignir. Samkvæmt heimildum Tímans hafa eignir ekki enn verið seldar né fé sjóðanna losað á annan hátt. KB Höskuldur Þráinsson prófessor og Þórunn Blöndal kennari tóku sanian ásamt hópi íslenskufræðinga, efni það sem kennt verður í íslenskukennslu Fræðsluvarpsins, sem hefst mánudaginn 3. október í Ríkissjónvarpiiiu. „Sjónvarpsútsendingar Fræðsluvarpsins hefjast að nýju í Ríkis- sjónvarpinu þann 3. október n.k. ¦¦t ¦¦ v sjonvarpinu pann ó. oktober n.k.: Breytingar a Fjarkennsla-vísirað frettastofu RUV nýjum alþýðuskóla Atli Rúnar Halldórsson hefur ver- ur við starfi fréttamanns Útvarps og p J |w jj ^^^ Atli Rúnar Halldórsson hefur ver- ið ráðinn varafréttastjóri á Frétta stofu Útvarps til tveggja ára, í fjar- veru Friðriks Páls Jónssonar. Hann hefur verið fréttamaður á Útvarpi frá 1984 en var þar áður fréttaritari Útvarps í Osló og blaðamaður á Dagblaðinu og Alþýðublaðinu. Friðrik Páll Jónsson, læturaf starfi varafréttastjóra á Útvarpinu og tek- ur við starfi fréttamanns Útvarps og Sjónvarps í Kaupmannahöfn. Hann er fyrsti fréttamaður sem Útvarp og Sjónvarp ráða sameiginlega til s'tarfa erlendis. Ögmundur Jónasson, fréttamaður Sjónvarps í Kaupmannahöfn, kemur á ný til starfa á fréttastofu Sjónvarps og tekur við starfi varafréttastjóra erlendra frétta. Leiðrétting f blaðinu í gær birtist grein eftir Þorkel Guðbrandsson á Sauðár-króki. Röng mynd birtist með greininni, en hér kemur sú rétta. Við biðjumst velvirðingar á þess-um mistökum. Þorkell Guðbrandsson, Sauðár-króki. W ij ' ~ Á. ""*¦¦ „Útsendingar Fræðsluvarpsins verða á mánudögum og miðvikudög- um kl. 17.30. Þættirnir verða síðan endursýndir á laugardögum kl 12.30," sagði dr. Sigrún Stefánsdótt- ir framkvæmdastjóri Fræðsluvarps- ins á fréttamannafundi þar sem kynnt var m.a. íslenskukennsla í ríkissjónvarpinu, sem hefst mánu- daginn 3. október n.k. íslenskunámskeiðið sem ber heit- ið Málið og meðferð þess, verður fyrst og fremst með bréfaskólasniði, en sýndir verða fjórir sjónvarpsþætt- ir og sendir verða út átta útvarps- þættir í tengslum við það. Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ýmsa þætti máls og málnotkunar og er skipt í fjóra sjálfstæða áfanga sem nemendur geta annaðhvort tekið alla, eða valið einn eða fleiri af. Afangarnir heita: Mál og samfé- lag, Ritun, Þýðingar og að síðustu Frásagnir. Námskeiðið er sambærilegt við námsáfanga í íslensku, sem kenndir eru sem valáfangar innan framhalds- skólanna og getur fólk fengið námið metið til eininga innan framhalds- skólakerfisins ljúki það sérstöku prófi að námi loknu, en sá sem lýkur öllum hlutum námskeiðsins öðlast 3 námseiningar. Þeir sem vilja taka þátt í þessu athyglisverða framtaki skulu hafa símasamband við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í síma 98- 22405 en skólinn sér um námskeiðið og Ásmundur Sverrir Pálsson annast á vegum skólans og Fræðsluvarpsins öll samskipti við væntanlega nem- endur og veitir allar upplýsingar um námið. Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út kennslubækur, bréf og kennslugögn sem tengjast námskeiðinu og getur fólk snúið sér beint þangað símleiðis og pantað námsgögnin og fær þau þá send um hæl í pósti. Dr. Sigrún Stefánsdóttir sagði að eftir áramótin hæfist kennsla í stærð- fræði framhaldsskólanna og verður byrjað á fyrsta áfanga algebru. Unn- ið er þessa dagana að sjónvarps- og útvarpsþáttum sem sendir verða út vegna námsins og er því verki að ljúka. Þá sagði Sigrún að sjónvarpsþætt- irnir sem sýndir verða í tengslum við íslenskunámskeiðið yrðu fáanlegir til kaups hjá Fræðsluvarpinu gegn greiðslu kostnaðarverðs við fjölföld- un þáttanna. Einnig gat hún þess að bóklegt kennsluefni yrði ekki fáan- legt annars staðar en hjá útgefanda þess, Iðunni. Hefði það verið ákveð- ið til þess að halda verði þess í lágmarki og það hækkaði ekki vegna dreifingarkostnaðar. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.