Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. september 1988 Tíminn 7 Samtök tölvubæja, TCI, kynna merkilega hugmynd á íslandi í samvinnu við Upplýsingadeild H.Í.: Tölvuþorp og byggðaþóunin í smábænum Vemdalen í Svíþjóð hefur tekist í fyrsta skipti í þrjátíu ár að koma í veg fyrir fólksfækkun og flótta ungs fólks til stórborga. Hefur þetta tekist með því að koma á fót starfsemi sem byggist á því að kenna íbúum á tölvur og að hagnýta sér ritvinnslu og gagnavinnslu til ýmissa aðsendra verkefna frá ýmsum stofn- unum. Það var árið 1985 að opinber- ir aðilar veittu styrki til verksins er nam einni milljón sænskra króna. Fyrir þetta fé var hægt að komaá fót tölvu- og samskiptamiðstöð og virina þar núna sjö manns og er markmiðið að veita sem flestum vinnu og að framtakið standi undir sér að öllu leyti. Alls hafa sprottið upp um 30 slíkar miðstöðvar víða um Norður- lönd og er stöðin í Vemdalen fyrir- mynd þeirra. Framkvæmdastjórinn, Karen Blach, var stödd hér á landi í vikunni og kynnti fyrirbærið í Norræna húsinu. Með henni var Henning Albrechtsen, formaður norðurlandasamtaka slíkra tölvu- þorpa og einnig formaður alþjóðas- amtakanna, Tele-Cottage Inter- national. Karen lýsti þessari þróun þannig að starfsemi þessara tölvumiðstöðva væri rekin áfram af eigin tekjum að öllu leyti, en stofnframlag í hverju landi hefur yfirleitt verið frá opin- berum aðilum, byggðasjóðum, sveit- arfélögunum sjálfum, verkalýðsfé- lögum og póst- og símamálastofnun- um. í flestum tilfellum er einnig um að ræða nokkra stuðningsaðila sem eru í flestum tilfellum nálægir há- skólar. Hér á landi hefur þessi hugmynd ekki verið kynnt mikið en þó eru innlendir tengiliðir búnir að vera í sambandi við þau Henning og Karen sem fara víða um lönd og kynna tölvuþorpin. Meðal þeirra eru Jón Erlendsson hjá upplýsingaþjónustu Háskóla íslands og Ólafur Valdi- marsson, ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu, auk aðila hjá Pósti og síma. í tölvuþorpinu í Vemdalen er unnið að ýmsum verkefnum og nægir að nefna skýrslugerðir og gagna- vinnslu fyrir opinberar stofnanir og sænska herinn. Starfsmenn tölvu- miðstöðvarinnar vinna að mestu við að viðhalda samböndum og útvega ný og ný verkefni en einnig er starf þeirra að verulegu leyti fólgið í kennslu fyrir áhugasama íbúana. Tölvumiðstöðin þar er opin milli níu á morgnana og til tíu á kvöldin til að einstaklingar geti unnið að verkefn- um sínum. Hafa sótt í miðstöðina íbúar allt frá þriggja ára og upp í sjötugt. „í fyrstu höfðu yngri íbúarnir mestan áhuga á leikjum og skemmt- un við tölvurnar," sagði Karen, „en núna eru til einkatölvur á 35 heimil- um í þessum 800 manna bæ og þar er unnið að raunverulegum verkefn- um sem hægt er að vinna fjarri viðkomandi stofnunum. Sparnaður viðskiptavinanna er mikill þar sem þeir geta notað þjónustu tölvuþorp- anna á álagstímum í fyrirtæki sínu og komið verkefnum á milli með aðstoð telefax og á beinum línum. Þannig losna viðskiptavinirnir við að ráða starfsmenn en nota n.k. verk- taka til smærri og stærri verkefna. Þeir sem nú eru mest áberandi í starfi þessu eru ungar konur, sem áður fluttu í burtu vegna fárra at- vinnutækifæra áður. Við Vemdalen var lítið annað að vinna að en skógarhögg og jarðvinna og það Kynningarmynd úr nýjasta tímaríti Samtaka tölvuþorpa (TCI).Dæmigert norrænt tölvuþorp. hefur til þessa ekki heillað til sín ungar stúlkur til framtíðarstarfa. Er ekki að efa að sveitarstjórnir víða á fslandi standa frammi fyrir svipuð- um aðstæðum þar sem karlmenn eru í meirihluta trillueigenda og ungt fólk flytur í burtu til náms og frama, en þó einkum ungar stúlkur. Því hefur þegar verið farið að tala um, að sögn Karenar Bach, að stofnuð verði íslands-, Færeyja- og Græn- landsdeild í TCI, enda áhugi mikill í Færeyjum þar sem þessi hugmynd hefur nýlega verið kynnt. í Evrópu er þegar farið af stað með þessa hugmynd íBretlandi, V-Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi og athuganir eru hafnar í Portúgal og á Grikk- landi. í Bandaríkjunum hefur Long Island-háskóli beitt sér fyrir kynn- ingu á þessari hugmynd að tölvu- þorpum víða í Asíu og í Afríku. Segir Henning Albrechtsen, formað- ur TCI að hann vonist til að þessi tölvuþorp verði orðin að veruleika um allan heim innan fárra ára, því þannig fái tölvubyltingin best notið sín samstfga eðlilegri byggðaþróun. KB Hálka og snjór á fjallvegum Hálka og snjór er víða á fjallveg- um á Austur- og Norð-Austurlandi og nokkrir fjallvegir ófærir. Búið er að opna Lágheiði, og því greiðfært milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Víða norðan- og austanlands eru fjallvegir illfærir vegna hálku og snjóa. Fjarðarheiði er ófær og sömu sögu er að segja með Öxarfjarðar- heiði, en fært er til Vopnafjarðar meðfram ströndinni. í gær var unnið að því að ryðja veginn um Hólssand, frá Grímsstöðum á Fjöllum niður í Kelduhverfi, sem tepptur hefur ver- ið undanfarna daga. Vegír á Vestfjörðum eru að sögn vegaeftirlitsmanna allir færir. ABÓ Arnarflug aðili að nýju sölukerfi: Galile/Arnarflug Amadeus/Flugleidir Arnarflug hefur gerst aðili að bókunar-, dreifi- og sölukerfi sem nefnist Galileo. Kerfið er í raun gríðarlegur gagna- banki í Swindon í Englandi og í honum eru geymdar upplýsingar um ferðamöguleika með flugfélögum sem aðild eiga að gagnabankanum og alla hugsanlega þætti sem tengjast ferðalögum fólks, svo sem hótel, bílaleigur, ferjur os.frv. Geta ferðaskrifstofur með aðstoð kerfisins og aðgangi að því, bókað Leiðrétting Nöfn tveggja leikara misrituð- ust í Tímanum þegar fjallað var um leikritið Marmara. Nafn Jó- hönnu Pétursdóttur var ritað í stað Bryndísar Pétursdóttur. Þá var nafn Gísla Halldórssonar rit- að í stað Helga Skúlasonar. og samþætt alla ferðaþætti fólks á örskotsstund. Galileo kerfið er stofnað að frum- kvæði British Airways og eiga nú aðild að kerfinu auk Arnarflugs, tíu evrópsk flugfélög. Fyrirtækið sem rekur Galileo kerf- ið starfar sjálfstætt og reynt verður að nota sem mest staðlaðan tölvu- vélbúnað sem þegar er fyrir hendi á ferðaskrifstofum. Fulltrúar Galileo eru staddir á íslandi þessa dagana að kynna ferð- askrifstofum kerfið og kosti þess. Annað kerfi svipaðrar gerðar er komið á laggirnar í Evrópu og ber það nafn annars andans manns og heitir Amadeus og munu Flugleiðir í þann veginn að tengjast því kerfi, enda hefur SAS, sem Flugleiðir hafa all náið samstarf við, þegar tengst þvf. Jim Kutas, sölustjóri Galileo sagði að kerfið væri ákaflega auðvelt í notkun og ferðaskrifstofur þyrftu ekki að eyða nema óverulegum tíma og fjármunum til að þjálfa starfsfólk- ið í notkun þess og áhersla væri lögð á góða þjónustu við notendur, bæði hvaðvarðaðivél-oghugbúnað. -sá Foldaskóli í Grafarvogi. Bygging Foldaskóla situr enn á hakanum „Það væri nær að veita byggingu Foldaskóla í Grafarvogi forgang, í stað þess að ráðast nú í umdeildar og kostnaðarsamar framkvæmdir við færslu Hringbrautar," sagði Sigrún Magnúsdóttir í samtali við Tímann í gær. Foldaskóli, einn yngsti grunn- skóli borgarinnar, er orðinn þriðji stærsti grunnskóli í Reykjavík og er þó tæplega hálf-byggður. Treglega hefur gengið að fá borgaryfirvöld til að hraða byggingu skólans og eru þrengslin þar orðin mikil. Fjölgun nemenda var á milli ára síðast 200 og hefur þurft að aka nemendum út um allan bæ til að fá pláss í skóla. „Aðalröksemdarfærsla borgar- stjórnar fyrir því að hraða ekki uppbyggingu skólans er að ríkið standi ekki við sitt, en ríkið á að standa straum af helmingi bygging- arkostnaðar skóla. Á sama tíma á að keyra áfram framkvæmdir við Hringbrautina án þess að samið hafi verið við ríkisvaldið um endur- greiðslur vegna þeirra, sem kosta hundruð milljóna króna," sagði Sigrún. „Að tryggja börnum viðunandi aðstöðu til náms hlýtur að ganga fyrir þessum framkvæmdum við gatnakerfið sem menn eru ekki á eitt sáttir um." Tíminn fjallar nánar um flutning Hringbrautar á öðrum stað í blaðinu í dag. Pétur Sigurðsson, formaður For- eldra- og kennarafélags Foldaskóla, ritar borgaryfirvöldum opið bréf sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem óþolinmæði Grafarvogsbúa kemur berlega í ljós. „Borgaryfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að sinna þessu fremur afskekkta og gjöfula hverfi af meiri alúð en hingað til. Það er ekki nóg að úthluta lóðum til fbúðabygginga ef hin félagslega þjónusta situr á hakanum," segir í bréfi Péturs. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.