Tíminn - 30.09.1988, Side 8

Tíminn - 30.09.1988, Side 8
8 Tíminn Föstudagur 30. september 1988 ' nminri MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmd astj óri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Vaxtasjoppur Morgunblaðið er byrjað að berja í brestina fyrir féfangsfyrirtækin og verðbréfasalana og talar nú um að leggja eigi refsiskatt á ráðdeild. Enginn skyldi hafa á móti ráðdeild. En það skýtur nokkuð skökku við þegar talað er um ráðdeild í sama vetfangi og talað er um féfangsfyrirtækin, sem um nokkurn tíma undir stjórn íhaldsins, hafa leikið lausum hala í þjóðfélaginu með þeim afleiðingum að fjár- magnskostnaður hefur hækkað úr öllu hófi, og var orðinn óviðráðanlegur þegar gripið var í taumana með bráðabirgðalögum stjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Alveg er ljóst hvernig sparifjármyndunin liggur, en langflestir spari- fjáreigendur eru eldra fólk, og mun það varla eiga á hættu að fá á sig stóra skatta af innistæðum sínum. Hins vegar þarf enginn að syrgja þótt fjár- magnsbrallarar og spekúlantar þurfi að greiða skatta af „tekjum af eignum umfram venjulegan sparnað almennings.“ En það er einmitt vegna hagsmuna þessara aðila, sem forstjóri einnar vaxtasjoppunnar hefur boðað til borgarafundar félags „sparifjáreigenda“ nú um helgina. Sam- blástur gegn skerðingu óhefts fjármagnskostn- aðar, sem vaxtasjoppurnar, þ.e. fjármagnsfyr- irtækin og verðbréfasalarnir, hafa hrundið af stað, ber engin einkenni þess að hinn almenni sparifjáreigandi komi þar við sögu, heldur hafa vaxtasjoppurnar talið sig finna leið til verndar hagsmunum sínum með fyrrgreindum sam- blæstri. í rauninni má spyrja hvort fjármagnsvarsla eigi ekki að vera í bönkum. Vaxtasjoppur út um allan bæ eru fyrirbæri, sem í samanburði við stærri þjóðir myndu þýða vaxtasjoppur í þús- undum talið. Þegar svo atvinnuvegirnir eiga að standa undir slíkum fyrirbærum og þeirri vaxta- skráningu sem þau stunda, þá fjúka ríkisstjórnir og allt stefnir í stórastopp. Það er bankakerfið í landinu sem á að sjá um fjárvörslu fyrir landsmenn. Hvernig bankar skipuleggja sitt starf til hagræðis fyrir sparifjáreigendur er þeirra mál og ríkisins. En þeir munu ekki telja nauðsyn á því að stofna til samtaka sparifjáreig- enda, eins og eigendur vaxtasjoppanna telja bestan kost til verndar hagsmunum sínum. í rauninni er verið að flytja bankakerfið út á götuna með óheftum rekstri á vaxtasjoppum, og allir hljóta að sjá hve góðri lukku það kann að stýra. Við þurfum að vitkast hvað meðferð fjármagns snertir. Það er ekki til neinn upp- gripaafli og engin stórvertíð fólgin í því að beita atvinnuvegi og lántakendur hávöxtum. Við verðum enn um sinn að halda okkur við að gera út á þorskinn og láta peningaútgerðina bíða. GARRI Markaðsaðlögun Nú er nýja ríkisstjómin sest að völdum og andar víst margur létt- ara. Nokkrir nýir nienn hafa sest í ráðherrastóla, og meðal þeirra er Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðar- og samgönguráðherra. Hann lét hafa eftir sér í fjölmiðl- um í gær og fyrradag að móðir sín hcfði sagt sér að hann ætti að verða samgönguráðherra, því að vegirnir úti á landi væru svo vondir. Þetta er óvanaleg yfirlýsing af ráðherra, og kannski vilja rætnar tungur leggja hana þannig út að hinn ungi ráðherra hafi ekki enn náð að losna undan pilsfaldi móður sinnar. Garri tekur þó ekki undir sllk sjónarmið. Hér á landi hefur vissu- lega verið gert stórátak í vegagerð á síðustu árum, en betur má ef duga skal. í því efni hefur ráðherra- móðirín rétt fyrir sér. Alþingis- menn og ráðherrar eiga einmitt að hlusta eftir sjónarmiðum kjósenda i málum sem þá snerta. Líka mæðra sinna. Erfiðar aðstæður En hitt er annað mái að í land- búnaðarráðuneytinu kemur Steingrímur J. Sigfússon að málum í góðu lagi. Forveri hans, Jón Helgason, hefur unnið þar gott starf i þágu íslensks landbúnaðar við óvanalega erfiðar aðstæður. Hann tók við embættinu á ákaflega erfiðum tímum, þegar bændur stóðu frammi fyrir því að þurfa að skera stórlega niður framleiðslu sína á dilkakjöti. Þetta var því crfiðara fyrir þá sök að til skamms tíma höfðu bændur þá verið hvattir til þess að auka þessa sömu fram- leiðslu. Þá vildi hins vegar svo til að íslenskt dilkakjöt varð með litlum fyrirvara óseljanlegt fyrir viðun- andi verð á markaði erlendis. Tískusveiflur í neyslu ollu því líka að innanlandssala dróst saman, og við hvoru tveggju varð að bregðast. Lika er því ógleymt að ýmis öfl í þéttbýlinu hafa baríst hart gegn bændastéttinni og notað öll tæki- færi til að ófrægja hana. Meðal annars hafa ýmis af frjálshyggju- öflunum í Reykjavík reynt að læða þvi inn hjá almenningi að bændur séu ómagar á þjóðfélaginu, og kosti stórfé að halda þeim uppi. Undir þessum aðstæðum þurfti Jón Helgason að starfa. Búvöru- lögin, sem sett voru fyrir forgöngu hans, eru mcrkur áfangi í því starfi sem beinist að þvi að laga búvöru- framleiðsluna með sem sársauka- minnstum hætti að þörfum mark- aðarins. Þrátt fyrír einstaka ann- marka á framkvæmd þeirra fer ekki á milli mála að það er mikið hagsmunamál fyrír bændur að þeim verði framfylgt hnökralaust á þeim tíma sem framundan er. Engir ómagar En hvað sem líður áróðri frjáls- hyggjumanna er Garrí samt þeirrar skoðunar að bændur séu upp til hópa röskleikafólk og síður en svo nokkrir ómagar. Málið er ekki flóknara en svo að þeir standa frammi fyrir breyttum aðstæðum á markaðnum og þurfa að laga fram- leiðslu sína eftir því. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem íslcnsk atvinnustétt, bændur mcðtaldir, þarf að bregð- ast við slíkum breytingum. Þetta hefur margoft gerst áður. Og hvað sem hver segir hafa bændur núna brugðist vel og skynsamlega við þessum breyttu aðstæðum. Framleiðslan hefur verið dregin skipulega saman, og árangurinn er núna orðinn verulegur. Samtímis hafa bændur unnið að því af útsjón- arsemi og dugnaði að skapa sér aðra atvinnu á móti þessari, svo sem « fiskeldi, loðdýrarækt og ferðaþjónustu. Jón Helgason hefur sem land- búnaðarráðhcrra haft markvissa forgöngu um að ríkið veitti bænd- um alla þá aðstoð sem þurfti til að koma þessum breytingum á. Slíkt var eðlilegt og sjálfsagt. Engum, sem til þekkir, blandast hugur um að búvörulögin eru mikilvægasti þátturínn í því starfi. Það á eftir að koma því betur í Ijós scm lengri tímar líða. Núna reynir á að nýr landbúnað- arráðherra haldi þessu áfram og liðsinni bændum cins og þarf til að búháttabreytingin gangi áfram fyr- ir sig mcð eðlilegum hætti. Og fyrst hæstvirtur ráðherra er á annað borð byrjaður að vitna í móður sína þá má vel vera að hann geti einnig sótt til hennar hollráð að því er varðar landbúnaðarmálin. Líkt og um samgöngumálin. Garri. VÍTTOG BREITT BREIÐU B0KIN 0G FJÁRMAGNSGRÓÐINN Þegar vinstri stjórnin tók við völdum 1971 höfðu Alþýðubanda- lagsmenn uppi mikil loforð um að sá tími væri upp runninn að breiðu bökin í þjóðfélaginu tækju að sér að bera byrðarnar og að skattar yrðu sóttir í vasa hinna ríku. Breiðu bökin reyndust eins og fyrri daginn launafólk í millistétt, sem liggur svo vel við skattlagningu að fjármálaráðherrar þurfa yfirleitt ekki að leita annað og ávallt er gefist upp við að ná skattpeningum af þeim sem ekki þurfa að gefa upp launatekjur eða eiga eignir sem talandi er um. Launaþrælar á sæmi- legu kaupi eru eftirlæti allra fjár- málaráðherra og allt frá því að hin breiðu bök þeirra komu í Ijós hafa tekjuskattslög komið í veg fyrir að þeir sjái til sólar. Nýr fjármálaráðherra nýrrar stjórnar hefur boðað að nú skuli þeir sem þénað hafa í góðæri gráa peningamarkaðsins fá að taka þátt í að greiða til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. Ramakvein og gróðaöfl Guð láti gott á vita. Vonandi tekst nú að koma höndum yfir auðveldlega fengið fé þeirra sem notið hafa hárra vaxta og verðbóta til að auðgast að sama skapi og hinir verða fátækari sem greiða þurfa háu vextina og verðbætur langt fram yfir hækkun kaupgjalds. En ekki liggur fyrir með hvaða hætti á að ná til þessa fjármagns og hvernig skilja á hafrana frá sauðun- um, það er að segja hvar draga á mörkin milli eðlilegrar vaxtatöku af sparifé og þess sem kalla má fjármagnsgróða. Forsvarsmenn fjármagnsmark: aða hafa rekið upp mikið rama- kvein vegna stóryrtra yfirlýsinga hins nýja fjármálaráðherra um að nú skuli gróðaöflin borga. Einn þeirra boðar stofnun hagsmuna- samtaka sparifjáreiganda og telur að nú eigi að fara að refsa ráðdeild- inni. Annar forstöðumaður fjár- magnsfyrirtækis kom í útvarp í gærmorgun og sýndi fram á með skýrum rökum, að sparifjáreigend- ur væru nær eingöngu gamalt lág- launafólk og blaðburðarböm. Þessir máttarstólpar efnahags- lífsins hafa náð að aura saman 60% af því fjármagni sem lánastofnanir hafa til umráða. Og nú á að fara að leggja skatta á gamla fólkið sem ekki kaupir bíla eða föt eða húsgögn eða fer til útlanda en leggur fé sitt til hliðar og ávöxtunar svo að aðrir geti fengið það lánað til að kaupa bíla, föt, húsgögn eða farið til útlanda. Sumir fá líka lánað til að kaupa sjoppu eða tískuverslun eða kannski sólbaðsstofu. Er þegar farið að kalla væntan- lega skattheimtu refsiskatt á ráð- deild. Ráðdeildarsöm blaðburðarbörn Satt best að segja hefur fjármála- ráðherra gefið heldur ónákvæmar upplýsingar um væntanlega skatt- heimtu af fjármagnsgróða og lítið skilgreint hver hann í rauninni er. Viðbrögðin eru líka eftir því. Öfgafullar staðhæfingar um að sparifjáreigendur séu ekki aðrir en blaðburðarbörn og nísk gamal- menni eru út í hött og að aðal- markmið nýrrar ríkisstjórnar sé að leggja refsiskatt á ráðdeild eru vel til þess fallnar að gera alla skatt- heimtu af fjármagnsgróða tor- tryggilega. Ekkert liggur beinna við en að miða skattleysismörk af fjármagns- gróða við löglega bankavexti af sparireikningum og vexti af ríkis- skuldabréfum. Vaxtataka umfram það getur þá gjarnan verið skattskyld. Það er vitað mál að margir eiga háar upphæðir inni hjá allskyns lánastofnunum og hafa af þeim miklar vaxtatekjur og er í rauninni óeðlilegt hve linlega stjórnvöld hafa gengið fram í að leggja skatt á þær tekjur. Launamenn eru hundeltir af skattheimtumönnum og þykir sjálfsagt að þeir fái aldrei nema hluta af kaupi sínu útborgað og er aldrei nokkru sinni talað um vernd- un eignarréttarins þegar um er að ræða kaupið sem fólk vinnur sér inn með höndum og huga. Það er engin ástæða til að vaxta- tekjur séu neitt heilagri en Iauna- tekjur þegar skattheimta er annars vegar. En það er óþarfi að fjármálaráð- herra skelfi alla þá sem eiga ein- hverjar krúnkur í banka með óvar- legu tali um að þeir séu einhver gróðaöfl sem ganga á milli bols og höfuðs á, þótt til standi að skatt- leggja óhóflegan fjármagnsgróða og skelfing er leitt að þurfa að hlusta á forsvarsmenn gráa pen- ingamarkaðsins halda því fram að blaðburðarbörn séu aðalviðskipta- vinir þeirra. Þeir hljóta að láta sér detta í hug skárri rök til að verja fjármagnsgróðann gegn því að koma þjóðfélaginu að einhverjum notum. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.