Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 10
10 T'rminn Föstudagur 30. september 1988 ÓL — Frjálsar íþróttir: Nær „Flo-Jo" 4 gullum? Svo gæti farið að bandaríska lijálsíþróttakonan Florence Griffíth Joyner ynni 4 gullverðlaun á Ól- ympíuleikunum í Seoul. Florence, eða Flo-Jo eins og hún er kölluð af vinum sínum, hefur þegar tryggt sér gullverðlaunin í 100 m og 200 m hlaupum og á eftir að taka þátt í 4x100 m boðhlaupi, en þar er bandaríska sveitin talin mjög sigurstrangleg. Nú er talað um það í Seoul að Flo-Jo verði einnig í 4x400 m boðhlaupssveitinni. Hún hefur að vísu ekki hlaupið 400 m hlaup í 5 ár, en vann bandaríska háskólameist- aramótið í 400 m hlaupi 1983, á 50,94 sek. sem er hennar besti tími í greininni. Talsmaður bandaríska liðsins sagði í gær að Flo-Jo yrði ekki bætt í liðið til þess að hún gæti unnið 4. gullverðlaun sín, heldur yrði henni hugsanlega bætt við til þess að auka sigurlíkur bandarísku sveitarinnar. Mágkona Florence, Jackie Joy- ner-Kersee, vann sín önnur gull- verðlaun í gær, þegar hún sigraði í OL-LYF: langstökki í er hún stökk 7,40 m og bætti eigið Ólympíumet, sem hún setti í langstökkskeppni sjöþrautar- innar í síðustu viku, en hún vann einnig sjöþrautina. Jackie er systir þrístökkvarans Al Joyner, sem vann þrístökkið á ÓL 1984, en hann er sem kunnugt er eiginmaður og þjálf- ari Florence Griffith Joyner. Þá veit maður um hvað er talað við matar- borðið í þeirri fjölskyldu. BL Iþróttamenn vilja rannsókná hver gaf Johnson lyf Florence Griffith-Joyner. í gær var haldinn fundur með forsvarsmönnum alþjóðafi jiíls- ¦þróttasambandsins og fulltrúum frjálsíþróttamannanna sjálfra á ()l- ympíuleikvanginum í Seoul, þarsem íþróttamannirnir fóru fram á það að rannsókn yrði gerð á því hver hefði látið Ben Johnson lyf í té. íþróttamennirnir sögðu að þeir vildu að gripið yrði til aðgerða gegn hverjum þeim sem útvegaði, eða héldi lyfjum að íþróttamönnum, ekki síður en íþróttamanninum sjálfum. Eftir fundinn var gefin út yfirlýs- ing þar sem segir að íþróttamennirn- ir styðji stefnu alþjóðasambandsins í lyfjamálum, þar með talið að setja íþróttamenn í bann, sem verða upp- vísir að lyfjaneyslu og einnig að þeir ÓL - Körfuknattleikur: Bandarískur sigur Jackie Joyner-Kersee. Bandaríkin sigruðu Júgóslavíu í úrslitaleik kvenna á ÓL i Seoul ¦ gær með 77 stigum gegn 70. Eftir mikla niðurlægingu ¦' fyrradag, þegar bandarísku karlarnir töpuðu fyrir Sovétmönnum í undanúrslitum, þá tókst stúlkunum að verja heiður Bandaríkjanna í þessari grein, sem Bandai íkjamenn er svo góðir í. Bandarísku stúlkurnar og þær júgóslavnesku Iéku mjög ólíkan körfuknattleik. Þær bandarísku byggðu mjög upp á hraðaupphlaup- um og léttleika á meðan þær júgó- slavnesku treystu mjög á leikkerfi og langskot. í hálfleik var staðan 42-36 þeim bandarísku í vil, og í síðari hálfleik jókst munurinn og varð mestur 17 stig, 73-56, en þær júgó- slavnesku gerðu 14 af síðustu 21 stigunum og minnkuðu muninn í 7 stig, 77-70. Gullverðlaunin ¦' kvenna- flokki falla því Bandaríkjunum í skaut eins og 1984, en Júgóslavar fengu silfrið. BL sem aðstoða íþróttamennina við þessa iðju eigi skilið að vera einnig refsað. I framhaldi af því yrði gerð rannsókn, tafarlaust, á því hver stóð á bak við lyfjaneyslu Ben Johnsons. Undir þessa yfirlýsingu skrifuðu Ól- ympíumeistarinn í stangarstökki, Sovétmaðurinn Sergei Bubka, Ól- ympíumeistarinn í maraþonhlaupi kvenna, Rosa Mota frá Portúgal, bronsverðlaunahafinn í 400 m grindahlaupi karla, Bandaríkjamað- urinn Ed Moses og Alberto Juantor- ena, fyrrum frjálsíþróttastjarna frá Kúbu, sem starfarsem eftirlitsmaður fyrir alþjóðafrjálsíþróttasambandið á leikunum. Iþróttamennirnir sögðu að þeir bæru fyllsta traust til þeirra lyfja- prófa sem framkvæmd væru í Seoul og bentu á að Johnson væri eini frjálsíþróttamaðurinn, af þeim 93 sem prófaðir hefðu verið, sem hefði fallið. „Sem fulltrúar íþróttamanna í heiminum, þá erum við staðráðnir í því að styðja heils hugar á næstu mánuðum og árum, baráttu alþjóða- frjálsíþróttasambandsins fyrir því að koma í veg fyrir neyslu á ólöglegum lyfjum". BL Pálmar Sigurðsson og félagar í íslansdsmeistaral áOlyi Á aukafundi Alþjóðakörfuknattleiks- 'sambandsins sem haldinn verður í apríl í s borginni Bercelona á Spáni verður tekin t ákvörðum um það hvort leyfa skuli at- 3 vinnumönnum úr NBA deildinni að taka t þátt í körfuknattleikskeppni Ólympíuleik- í Fótbolti: Nokkur lið vilja fá Ben Johnson til liðs við sig Þrátt fyrír að vera komínn í að minnsta kosti tveggja ára keppnis- bann frá frjáisum íþróttum og hafa tapað um 10 milljónum dala vegna auglýsingasamninga, ætti kanad- íski hlauparinn Ben Johnson ekki að verða atvinnulaus lengi. Þegar eru nokkur vesturheimsk fótbolta- lið óð og uppvæg á eftir honum og vilja fá hann til þess að spila fyrir sig fótbolta að hætti Ameríkubúa. Kanadíska liðið I lamilton Tiger- Cats hefur þegar tryggt sér réttinn á hlauparanuni og skákaði þar öðru kanadísku liði, B.C. Lions. „Við erum tilbúnir til þess að gefa Johnson tækifæri, það er allt og sumt," sagði Mike McCarthy aðstoðarframkvæmdastjórí Ham- ilton Tiger-Cats liðsins. McCarthy sagðist ekki hafa áhyggjur af því þótt Johnson hefði fallið á lyfjaprófi. „Ég hef engar áhyggjur af því, vegna þess að það eru notuð hormónalyf í CFL-deild- inni (kanadíska atvinnumanna- deildin í amerískum fótbolta), það vita allir þótt hér séu aldrei fram- kvæmd lyfjpróf'. í bandarísku atvinnumanna- deildinni NFL, munu lyfjapróf framkvæmd í fyrsta sinn í vetur, en í Kanada mun lyfjastefna vera í mótum hjá forráðamðnnum CFL deildarínnar. Eitt'af stðru liðunum 1 NFL deildinni hefur einnig lýsl yfir áhuga á að fá Johnson til liðs við sig. „Með þá íþróttahæfileika og hraða sem Ben Johnsoii hcfur, þá hljótum við að hafa áhuga á honum," sagði Bob Ackles lijá stórliðinu Dallas Cowboys. „Eg get ímyndað mér að Ben sé nokkuð ráðvilltur sem stendur. Við höfum kannski samband við hann þegar um hægist," sagði Ackles. I fyrra sagði Ben Johnson við þjálfara Himilton liðsins að 01- ympíuleikarnir ættu hug sinn allan og eftir þá mundi hann ef til vill hlaupa í 1 ár til viðbótar. Áríð 1990 iiiundi hann ef til vill snúa sér að fótboltanum. Roy Shivers starfsmannastjóri B.C. l.ions iiðsins sagðist vera sorgmæddur yfir meðferðinni á ' Johnson. „Það er eins og hann hafi framið fjoldamorð og nauðgað 15 komiiii. Morðingi fengi betri uni- fjöllun í fjölmiðlun," sagði Shivers. Margar frjálsíþróttastjöraur hafa snúið sér að fótbolta t.d. Bob Hayes, sem var stjarna með Ðallas Cowboys á sjöunda áratugnum og Renaldo Nehemiah, sem á heims- metið í 110 m grindahlaupi lék nokkur keppnistímabil með San Francisco 49ers. Þá lék Ron Brown, sem var í Ólympíuliði Bandaríkjanna á ÓL í Los Angeles 1984, ineo LA Rams. Kamiski fiiinui' Ben Johnson huggun í fótboltanum og nær þann- ig að vinna fyrir sér eftir að milljón- imar flugu út um gluggann. BL Um s NFL fó Buffalo Cincinn Dallas( New Yc Chicagc Houstoi Indiana Minnesi NewOr San Die Los A ii| Phoenb San Fra Los A ii{

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.