Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. séþtémber 1988 Tíminn Í1 ÍÞRÓTTIR Islandsmótið í körfuknattleik: Keppni hef st á sunnudag í Flugleiðadeildinni - KKÍ semur við Flugleiðir- Leikið verður í Ameríkuriðli og Evrópuriðli - Fjögur lið komast á Saga-Class iraliði Hauka sitja hjá í fyrstu umferð f slandsmótsins. Tímamynd Pjetur. ÓL - Körfuknattleikur: Á sunnudaginn hefst keppni á Islandsmótinu í körfuknattleik. f Flugleiðadeildinni leika ÍBK og Tindastóll í Keflavík kl. 16.00 og er það fyrsti leikur Sauðkrækinga í efstu deild í boltaíþrótt frá upphafi. Kl. 20.00 leika KR og ÍR í Haga- skóla, Valur og ÍS að Hlíðarenda og Grindvíkingar fá Þórsara frá Akur- eyri í heimsókn. íslandsmeistarar Hauka og Njarðvíkingar sitja hjá í fyrstu umferðinni. Samningar hafa tekist á milli KKl og Flugleiða h/f um að nefna efstu deild karla í körfuknattleik Flug- leiðadeild. En eins og mönnum er kunnugt nefndist sú deild áður Úr- valsdeild og hefur það nafn nú verið lagt niður. Keppnisfyrirkomulag í Flugleiða- deildinni er mjög breytt frá því á síðasta keppnistímabili þegar níu félög léku hvert við annað hefð- bundna tvöfalda umferð, heima og heiman. í Flugleiðadeildinni eru 10 félög og er þeim skipt í tvo riðla sem nefndir eru Ameríkuriðill og Evr- ópuriðill. Skiptingin í riðlana er sem hér segir: leikmenn píuleika? 9 Aðalritari Alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins, Júgóslavinn Borislv Stank- ovic, sem nýlega var kjörinn í alþjóðaól- ympínefndina, sagði að það væri skoðun miðstjórnar alþjóðasambandsins að leyfa ætti atvinnumönnum að taka þátt í Ólym- píuleikunum. „Það eru núna 178 þjóðir í FIBA og það eru 250 milljónir manna sem leika körfu- knattleik í hverjum krók og kima á jörð- inni. FIBA finnst ekki rétt að útiloka aðeins 300 þeirra frá ÓL, þá 300 bestu". „Allir íþróttamenn og körfuknattleiks- menn, sem eru í fremstu röð þiggja peninga og þar af leiðandi, frá siðferðilegu sjónarmiði er ekki rétt að útiloka NBA- leikmennina af þvf að þeir viðurkenna það". Síðast þegar greidd voru atkvæði á þingi FIBA um NBA-leikmenn, var 31 á móti því að leyfa þeim að leika með, en 27 því samþykkir. 25 sátu þá hjá. Víðast hvar í heiminum þar sem leik- menn fá greitt fyrir að leika körfuknattleik er það viðkomandi samband sem tekur við peningunum og greiðir síðan allan kostnað fyrir leikmennina. Á þinginu í apríl munu Sovétmenn leggja til að tveimur atvinnumönnum verði leyft að leika með hverju landsliði. Fjórir sovéskir leikmenn eru á leiðinni í NBA- deildina, ef þeir fá samþykki frá sovéskum yfirvöldum, en það mun verða tekið fyrir að Ólympíuleikunum loknum. BL Úrslit í NFL- deildinni: n síðustu helgi var leikin heil umferð í bandarísku fótboltadeildinni. alo Bills-Pittsburgh Steelers 36 . 28 innati Bengals-Cleveland Browns 24 . 17 is Cowboys-Atlanta Falcons 26 . 20 York Jets-Detroit Lions 26 . 20 ago Bears-Green Bay Packers 24 . 6 ston Oilers-New England Patriots 31 . 6 mapolis Colts-Miami Dolphins 15 . 13 lesota Vikings-Philadelphia Eagles 23 . 21 Orleans Saints-Tampa Bay Buccaneers 13 . 9 )iego Chargers-Kansas City Chiefs 24 . 23 V ngoles Rams-New York Giants 45 . 31 •nix Cardinals-Washington Redskins 30 . 21 'rancisco 49ers-Seattle Seahawks 38 . 7 tngeles Raiders-Deu vcr Broncos 30 . 27 Ameríkuriðill: UMFN, Valur, UMFG, Þór og ÍS. Evrópuriðill: Haukar, ÍBK, KR, ÍR og UMFT. Leikin verður fjórföld umferð í hvorum riðli og tvöföld umferð á milli félaga í andstæðum riðlum. Mótið er byggt upp á eftirfarandi hátt: í fyrstu umferð leika félög saman innan sinna riðla. Umferðin verður leikin dagana 2. okt.-16. okt. f annarri umferð leika félög úr Evrópuriðli gegn félögum úr Amer- íkuriðli. Umferðin fer fram dagana 18. okt.-3. nóv. f þriðju og fjórðu umferð leika félög saman innan sinna riðla. Þriðja umferðin hefst 6. nóv. og lýkur 20. nóv. Fjórða umferðin hefst 22. nóv. og lýkur 15. jan. en frá 4. des.-15. jan. verður hlé á Flugleiðadeildinni vegna landsliðsverkefna. I fimmtu umferð leika félög úr Evrópuriðli gegn félögum úr Amer- íkuriðli. Umferðin fer fram dagana 22. jan.-5. feb. f sjöttu og lokaumferðinni leika félög saman innan sinna riðla. Um- ferðin fer fram dagana 14. feb.-9. mars. Með þessu fyrirkomulagi verða leiknir 130 leikir í Flugleiðadeildinni fyrir utan Saga-Class keppnina, en það er aukning um 58 leiki frá í fyrra. Þessi leikjafjöldi gerir það að verkum að leikið verður tvisvar í viku allt keppnistímabilið. Leikið verður á föstum leikkvöldum í vetur og fer ein umferð fram á sunnudög- um og næsta umferð skiptist á milli þriðjudaga og fimmtudaga o.s.frv. Að lokinni riðlakeppni eru riðl- arnir sameinaðir og raðast félög í lokastöðu eftir stigafjölda sem þau hafa. Neðsta félagið fellur og það næst neðsta leikur einn leik við félagið sem lenti í öðru sæti í fyrstu deild. Tvö efstu félög úr hvorum riðli komast í Saga-Class keppnina sem hefst 12. mars og lýkur 22. mars. í Saga-Class keppninni leikur efsta lið úr Ameríkuriðlinum við félagið sem endar í öðru sæti úr Evrópuriðlinum og efsta félagið í Evrópuriðlinum leikur við félagið sem verður í öðru sæti í Ameríkuriðlinum. Það félag sem fyrr sigrar í tveimur leikjum, leika síðan til úrslita. Það félag sem fyrr sigrar í tveimur leikjum telst íslandsmeistari í körfuknattleik. Erlendir þjálfarar Af þeim 10 liðuiii sem nú skipa „Flugleiðadeildina" ¦' körfuknatt- leik hafa fjögur ráðið til sín erlenda þjálfara. Suðumesjaliðin 3, Njarðvík, Kefiavik og Grindavík, hafa ráðið þjálfara frá Bandaríkj- uiuiiii, en KR-ingum stjórnar Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfari. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær voru erlendu þjálfaramir raættir og blm. Tímans spurði þá livernig þeim litist á íslenskan körfuknattleik og hvernig þeir teldu að liðum þeirra muni ganga í vetur. Chris Fadness þjálfari Njarövíkinga: „Körfuknattleikurinn héma er mjög svipaður því sem ég þekki í 3. deild háskólakörfuknattleiksins í Bandaríkjunum. Deildin er sterk, en Njarðvíkurliðið er gott og ég tel að við eigum góða möguleika á því að sigra í deildinni." Doug Harvey þjálfari Grindvíkinga: „Hér er töluvert margir góðir loikinoiin og körfuknattleikurinn hér er í líkuni gæðaflokki og há- skólaboltinn í Bandaríkjunum. Gríndavíkurliðið er 3 vikum á eftir ððrum liðiim í þjálfun, vegna þess að þeir misstu þann þjálfara sem þeir voru búnir að ráða". Laszlo Nemeth þjálfari KR: „Liðin hér eru eins og raeðallið í Evrópu og loiknioiiniinii hér eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Ef ég stefndi ekki að þvi sigra þá væri ég lélegur þjálfari og nyti ekki transls loikinaiiiiaiiiia. Við stefnum að sigri í öllimi leikjum og munum gera okkar besta til þess að ná sem lengst ¦ deildinni." Lee Nober þjálfari Keflvíkinga: „Ég hef nú lítið séð af körfu- knattleiknum ennþá, mér er alltaf vísað út úr liúsiim af dómurunum, en ég hef heyrt að hér séu ágætir loikniomi. Ég er óánægður með að skilju ekki hvað fer hérna fram. Ef ég skil ekki um hvað er verið að tala, þá munu dómararnir halda ál'rain að hoiida raór út úr íþrótta- liiísiiniiiii. Ég tel að ÍBK liðið geti iimiið hvaða lið sem er hér og hvaða lið sem er geti unnið fBK. Aiinars skil ég ekkert hvað ég er að gera á þessum fundi því ég tala ekki og skil ekki íslensku," sagði Lee Nober og var mjög óhress með að fundai iiioini skyldu ekki tala engilsaxnesku. Vonandi útskýrir einhver fyrir þjálfaranum að á fundum í ísloiisku iþróttahreyfing- unni er töluð íslenska, en úilend- ingar ávarpaðir á erlendum tungum. BL Leikur Magic Johnson í lundsliði Bandaríkjanna á næstu Olympíu- leikum? AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERD VERDTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 1981-2. fl. 1982-2. fl. 25.10.88-25.10.89 15.10.88-15.10.89 01.10.88-01.10.89 kr. 1.532,53 kr. 959,71 kr. 658,94 *lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. . Reykjavík, september 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.