Tíminn - 30.09.1988, Qupperneq 11

Tíminn - 30.09.1988, Qupperneq 11
10 T'rminn Föstudagur 30. september 1988 Föstudagur 30. september 1988 Tíminn 11 OL — íþróttir: Nær „Flo-Jo“ 4 gullum? Svo gæti fariö að bandaríska frjálsíþróttakonan Florence Griffith Joyner ynni 4 gullvcrðlaun á Ól- ympíuleikunum í Seoul. Florence, eða Flo-Jo eins og hún er kölluð af vinum sínum, hefur þegar tryggt sér gullverðlaunin í 100 m og 200 m hlaupum og á eftir að taka þátt í 4x100 m boðhlaupi, en þar er bandaríska sveitin talin mjög sigurstrangleg. Nú er talað um það í Seoul að Flo-Jo verði einnig í 4x400 m boðhlaupssveitinni. Hún hefur að vísu ekki hlaupið 400 m hlaup í 5 ár, en vann bandaríska háskólameist- aramótið í 400 m hlaupi 1983, á 50,94 sek. sem er hennar besti tími í greininni. Talsmaður bandarfska liðsins sagði í gær að Flo-Jo yrði ekki bætt í liðið til þess að hún gæti unnið 4. gullverðlaun sín, heldur yrði henni hugsanlega bætt við til þess að auka sigurlíkur bandarísku sveitarinnar. Mágkona Florence, Jackie Joy- ner-Kersee, vann sín önnur gull- verðlaun f gær, þegar hún sigraði í OL - LYF: langstökki í er hún stökk 7,40 m og bætti eigið Ólympíumet, sem hún setti í langstökkskeppni sjöþrautar- innar í síðustu viku, en hún vann einnig sjöþrautina. Jackie er systir þrístökkvarans A1 Joyner, sem vann þrístökkið á ÓL 1984, en hann er sem kunnugt er eiginmaður og þjálf- ari Florence Griffith Joyner. Þá veit maður um hvað er talað við matar- borðið í þeirri fjölskyldu. BL íþróttamenn vilja rannsókn á hver gaf Johnson lyf Florence Griffith-Joyner. í gær var haldinn fundur með forsvarsmönnum alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins og fulltrúum frjálsíþróttamannanna sjálfra á Ól- ympíuleikvanginum í Seoul, þar sem íþróttamannirnir fóru fram á það að rannsókn yrði gerð á því hver hefði látið Ben Johnson lyf í té. íþróttamennirnir sögðu að þeir vildu að gripið yrði til aðgerða gegn hverjum þeim sem útvegaði, eða hcldi lyfjum að íþróttamönnum, ekki síður en íþróttamanninum sjálfum. Eftir fundinn var gefin út yfirlýs- ing þar sem segir að íþróttamennirn- ir styðji stefnu alþjóðasambandsins í lyfjamálum, þar með talið að setja íþróttamenn í bann, sem verða upp- vísir að lyfjaneyslu og einnig að þeir ÓL - Körfuknattleikur: Bandarískur sigur Jackie Joyner-Kersee. Bandaríkin sigruðu Júgóslavíu í úrslitalcik kvenna á ÓL ■ Seoul í gær með 77 stigum gegn 70. Eftir mikla niðurlægingu í fyrradag, þegar handarísku karlarnir töpuðu fyrir Sovétmönnum í undanúrslitum, þá tókst stúlkunum að verja heiður Bandaríkjanna í þessari grein, sem Bandaríkjamenn er svo góðir í. Bandarísku stúlkurnar og þær júgóslavnesku léku mjög ólíkan körfuknattleik. Þær bandarísku byggðu mjög upp á hraöaupphlaup- um og léttleika á meðan þær júgó- slavnesku treystu mjög á leikkerfi og langskot. í hálfleik var staðan 42-36 þeim bandarísku í vil, og í síðari hálfieik jókst munurinn og varð mestur 17 stig, 73-56, en þær júgó- slavnesku gerðu 14 af síðustu 21 stigunum og minnkuðu muninn í 7 stig, 77-70. Gullverðlaunin í kvenna- flokki falla því Bandaríkjunum ■ skaut eins og 1984, en Júgóslavar fengu silfrið. BL sem aðstoða íþróttamennina við þessa iðju eigi skilið að vera einnig refsað. I framhaldi af því yrði gerð rannsókn, tafarlaust, á því hver stóð á bak við lyfjaneyslu Ben Johnsons. Undir þessa yfirlýsingu skrifuðu Ól- ympíumeistarinn í stangarstökki, Sovétmaðurinn Sergei Bubka, Ól- ympíumeistarinn í maraþonhlaupi kvenna, Rosa Mota frá Portúgal, bronsverðlaunahafinn í 400 m grindahlaupi karla, Bandaríkjamað- urinn Ed Moses og Alberto Juantor- ena, fyrrum frjálsíþróttastjarna frá Kúbu, sem starfar sem eftirlitsmaður fyrir alþjóðafrjálsíþróttasambandið á leikunum. Iþróttamennirnir sögðu að þeir bæru fyllsta traust til þeirra lyfja- prófa sem framkvæmd væru í Seoul og bentu á að Johnson væri eini frjálsíþróttamaðurinn, af þeim 93 sem prófaðir hefðu verið, sem hefði fallið. „Sem fulltrúar íþróttamanna í heiminum, þá erum við staðráðnir í því að styðja hcils hugar á næstu mánuðum og árum, baráttu alþjóða- frjálsíþróttasambandsins fyrir því að koma í veg fyrir neyslu á ólöglegum lyfjurn". BL íslandsmótið í körfuknattleik: Keppni hefst á sunnudag í Flugleiðadeildinni - KKÍ semur við Flugleiðir- Leikið verður í Ameríkuriðli og Evrópuriðli - Fjögur lið komast á Saga-Class Pálmar Sigurðsson og félagar ■ íslansdsmeistaraliði Hauka sitja hjá ■ fyrstu umferð íslandsmótsins. Tímamynd Pjetur. Á sunnudaginn hefst keppni á íslandsmótinu í körfuknattleik. í Flugleiðadeildinni leika ÍBK og Tindastóll í Keflavík kl. 16.00 og er það fyrsti leikur Sauðkrækinga í efstu deild í boltaíþrótt frá upphafi. Kl. 20.00 leika KR og ÍR í Haga- skóla, Valur og ÍS að Hlíðarenda og Grindvíkingar fá Þórsara frá Akur- eyri í heimsókn. íslandsmeistarar Hauka og Njarðvíkingar sitja hjá í fyrstu umferðinni. Samningar hafa tekist á milli KKl og Flugleiða h/f um að nefna efstu deild karla í körfuknattleik Flug- leiðadeild. En eins og mönnum er kunnugt nefndist sú deild áður Úr- valsdeild og hefur það nafn nú verið lagt niður. Keppnisfyrirkomulag í Flugleiða- deildinni er mjög breytt frá því á síðasta keppnistímabili þegar níu félög léku hvert við annað hefð- bundna tvöfalda umferð, heima og heiman. f Flugleiðadeildinni eru 10 félög og er þeim skipt í tvo riðla sem nefndir eru Ameríkuriðill og Evr- ópuriðill. Skiptingin í riðlana er sem hér segir: OL - Körfuknattleikur: NBA-leikmenn á Ólympíuleika? Á aukafundi Alþjóðakörfuknattleiks- ‘sambandsins sem haldinn verður ■ aprfl ■ borginni Bercelona á Spáni verður tekin ákvörðum um það hvort leyfa skuli at- vinnumönnum úr NBA deildinni að taka þátt í körfuknattleikskeppni Ólympíuleik- Fótbolti: Nokkur lið vilja fá Ben Johnson til liðs við sig Þrátt fyrir að vera kominn í að minnsta kosti tveggja ára keppnis- bann frá frjálsum íþróttum og hafa tapað um 10 milljónum dala vegna auglýsingasamninga, ætti kanad- ■ski hlauparinn Ben Johnson ekki að verða atvinnulaus lengi. Þegar eru nokkur vesturheimsk fótbolta- lið óð og uppvæg á eftir honum og vilja fá hann til jiess að spila fyrir sig fótbolta að hætti Ameríkubúa. Kanadíska liðið Hamilton Tiger- Cats hefur þegar tryggt sér réttinn á hlauparanum og skákaði þar öðru kanadísku liði, B.C. Lions. „Við erum tilbúnir til þess að gefa Johnson tækifæri, það er allt og sumt,“ sagði Mike McCarthy aðstoðarframkvæmdastjóri Ham- ilton Tiger-Cats liðsins. McCarthy sagðist ekki hafa áhyggjur af því þótt Johnson hefði fallið á lyfjaprófi. „Ég hef engar áhyggjur af því, vegna þess að það eru notuð horniónulyf í CFL-deild- inni (kanadíska atvinnumanna- deildin í amerískum fótbolta), það vita allir þótt hér séu aldrei fram- kvæmd lyfjpróf“. f bandarísku atvinnumanna- deildinni NFL, munu lyfjapróf framkvæmd í fyrsta sinn í vetur, en í Kanada mun lyfjastcfna vera í mótum hjá forráðamönnum CFL dcildarinnar. Eitt'af stóru liðunum í NFL deildinni hefur einnig lýst yfir áhuga á að fá Johnson til liös við sig. „Með þá íþróttahæfileika og hraða sem Ben Johnson hefur, þá hljótum við að hafa áhuga á honum,“ sagði Bob Ackles hjá stórliðinu Dallas Cowboys. „Eg get ímyndað mér að Ben sé nokkuð ráðvilltur sem stendur. Við höfum kannski samband við hann þegar um hægist,“ sagði Ackles. í fyrra sagði Ben Johnson við þjálfara Himilton liðsins að Ól- ympíuleikarnir ættu hug sinn allan og eftir þá mundi hann ef til vill hlaupa í 1 ár til viðbótar. Árið 1990 mundi hann ef til vill snúa sér að fótboltanum. Roy Shivers starfsmannastjóri B.C. Lions liðsins sagðist vera sorgmæddur yfir meðferðinni á Johnson. „Það er eins og hann hafi framið fjöldamorð og nauðgað 15 konum. Morðingi fengi betri um- fjöllun í fjölmiðlunsagði Shivers. Margar frjálsíþróttastjörnur hafa snúið sér að fótbolta t.d. Bob Hayes, sem var stjama með Dallas Cowboys á sjöunda áratugnum og Renaldo Nehemiah, sem á heims- metið ■ 110 m gríndahlaupi lék nokkur keppnistimabil með San Francisco 49ers. Þá lék Ron Brown, sem var í Ólympíuliði Bandaríkjanna á ÓL í Los Angeles 1984, með LA Rams. Kannski finnur Ben Johnson huggun i fótboltanum og nær þann- ig að vinna fyrír sér eftir að milljón- irnar flugu út um gluggann. BL Aðalritari Alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins, Júgóslavinn Borislv Stank- ovic, sem nýlega var kjörinn í alþjóðaól- ympínefndina, sagði að það væri skoðun miðstjórnar alþjóðasambandsins að leyfa ætti atvinnumönnum að taka þátt í Ólym- píuleikunum. „Það eru núna 178 þjóðir í FIBA og það eru 250 milljónir manna sem leika körfu- knattleik í hverjum krók og kima á jörð- inni. FIBA finnst ekki rétt að útiloka aðeins 300 þeirra frá ÓL, þá 300 bestu“. „Allir íþróttamenn og körfuknattleiks- menn, sem eru í fremstu röð þiggja peninga og þar af leiðandi, frá siðferðilegu sjónarmiði er ekki rétt að útiloka NBA- leikmennina af þvt' að þeir viðurkenna það“. Síðast þegar greidd voru atkvæði á þingi FIBA um NBA-leikmenn, var 31 á móti því að leyfa þeim að leika með, en 27 því samþykkir. 25 sátu þá hjá. Víðast hvar í heiminum þar sem leik- menn fá greitt fyrir að leika körfuknattleik er það viðkomandi samband sem tekur við peningunum og greiðir síðan allan kostnað fyrir leikmennina. Á þinginu í apríl munu Sovétmenn leggja til að tveimur atvinnumönnum verði leyft að Ieika með hverju landsliði. Fjórir sovéskir leikmenn eru á leiðinni í NBA- deildina, ef þeir fá samþykki frá sovéskum yfirvöldum, en það mun verða tekið fyrir að Ólympíuleikunum loknum. BL Úrslit í NFL deildinni: Um síðustu helgi var leikin heil umferð í bandarísku NFL fótboltadeildinni. Buffalo Bills-Pittsburgh Steelers 36 . . 28 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 24 . . 17 Dallas Cowboys-Atlanta Falcons 26 . . 20 New YorkJets-DetroitLions 26 . . 20 Chicago Bears-Green Bay Packers 24 . . 6 Houston Oilers-New England Patriots 31 . . 6 Indianapolis Colts-Miami Dolphins 15 . . 13 Minnesota Vikings-Philadelphia Eagles 23 . . 21 New Orleans Saints-Tampa Bay Buccaneers 13 . . 9 San Diego Chargers-Kansas City Chiefs 24 . . 23 Los Angeles Rams-New York Giants 45 . . 31 Phoenix Cardinals-Washington Redskins 30 . . 21 San Francisco 49ers-Seattle Seahawks 38 . . 7 Los Angeles Raiders-Denver Broncos 30 . . 27 Ameríkuriðill: UMFN, Valur, UMFG, Þór og ÍS. Evrópuriðiil: Haukar, ÍBK, KR, ÍR og UMFT. Leikin verður fjórföld umlerð í hvorum riðli og tvöföld umferð á milli félaga í andstæðum riðlum. Mótið er byggt upp á eftirfarandi hátt: í fyrstu umferð leika félög saman innan sinna riðla. Umferðin verður leikin dagana 2. okt.-16. okt. f annarri umferð leika félög úr Evrópuriðli gegn félögum úr Amer- íkuriðli. Umferðin fer fram dagana 18. okt.-3. nóv. í þriðju og fjórðu umferð leika félög saman innan sinna riðla. Þriðja umferðin hefst 6. nóv. og lýkur 20. nóv. Fjórða umferðin hefst 22. nóv. og lýkur 15. jan. en frá 4. des.-15. jan. verður hlé á Flugleiðadeildinni vegna landsliðsverkefna. I fimmtu umferð leika félög úr Evrópuriðli gegn félögum úr Amer- íkuriðli. Umferðin fer fram dagana 22. jan.-5. feb. í sjöttu og lokaumferðinni leika félög saman innan sinna riðla. Um- ferðin fer fram dagana 14. feb.-9. mars. Með þessu fyrirkomulagi verða leiknir 130 leikir í Flugleiðadeildinni fyrir utan Saga-Class keppnina, en það er aukning um 58 leiki frá í fyrra. Þessi leikjafjöldi gerir það að verkum að leikið verður tvisvar í viku allt keppnistímabilið. Leikið verður á föstum leikkvöldum í vetur og fer ein umferð fram á sunnudög- um og næsta umferð skiptist á milli þriðjudaga og fimmtudaga o.s.frv. Að lokinni riðlakeppni eru riðl- arnir sameinaðir og raðast félög í lokastöðu eftir stigafjölda sem þau hafa. Neðsta félagið fellur og það næst neðsta leikur einn leik við félagið sem lenti í öðru sæti í fyrstu deild. Tvö efstu félög úr hvorum riðli komast í Saga-Class keppnina sem hefst 12. mars og lýkur 22. mars. f Saga-Class keppninni leikur efsta lið úr Ameríkuriðlinum við félagið sem endar í öðru sæti úr Evrópuriðlinum og efsta félagið í Evrópuriðlinum leikur við félagið sem verður í öðru sæti í Ameríkuriðlinum. Það félag sem fyrr sigrar í tveimur leikjum, leika síðan til úrslita. Það félag sem fyrr sigrar í tveimur leikjum telst fslandsmeistari í körfuknattleik. Erlendir þjálfarar Af þeim 10 liðum sem nú skipa „Flugieiðadeildina“ í körfuknatt- leik hafa fjögur ráðið til sín erlenda þjálfara. Suðurnesjaliðin 3, Njarðvík, Keflavík og Grindavík, hafa ráðið þjálfara frá Bandaríkj- unum, en KR-ingum stjórnar Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfari. Á blaðamannafundi sem haldinn var ■' gær voru erlendu þjálfararnir mættir og blm. Tímans spurði þá hvernig þeim litist á íslenskan körfuknattleik og hvernig þeir teldu að liðum þeirra muni ganga í vetur. Chris Fadness þjálfari Njarðvíkinga: „Körfuknattleikurinn hérna er mjög svipaður því sem ég þekki í 3. deild háskólakörfuknattleiksins í Bandaríkjunum. Deildin er sterk, en Njarðvíkurliðið er gott og ég tel að við eigum góða möguleika á því að sigra í deildinni.“ Doug Harvey þjálfari Grindvíkinga: „Hér er töluvert margir góðir leikmenn og körfuknattleikurinn hér er í líkum gæðaflokki og há- skólaboltinn í Bandaríkjunum. Grindavíkurliðið er 3 vikum á eftir öðrum liðum í þjálfun, vegna þess að þcir misstu þann þjálfara sem þeir voru búnir að ráða“. Laszlo Nemeth þjálfari KR: „Liðin hér eru eins og meðallið í Evrópu og leikmennirnir hér eru tilbúnir til þess að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Ef ég stcfndi ekki að því sigra þá væri ég lélegur þjálfarí og nyti ekki trausts lcikmannanna. Við stefnum að sigri í öllum leikjum og munum gera okkar besta til þess að ná sem lcngst í deildinni.“ Lee Nober þjálfari Keflvíkinga: „Ég hef nú lítið séð af körfu- knattleiknum ennþá, mér er alltaf vísað út úr húsinu af dómurunuin, en ég hef heyrt að hér séu ágætir leikmenn. Ég er óánægður með að skilja ekki livað fer hérna fram. Ef ég skil ekki um hvað er verið að tala, þá munu dómararnir halda áfram að henda mér út úr íþrótta- húsunum. Ég tel að ÍBK liðið geti unnið hvaða lið sem er hér og hvaða lið sem er geti unnið ÍBK. Annars skil ég ekkert hvað ég er að gera á þessum fundi því ég tala ekki og skil ekki íslensku,“ sagði Lee Nober og var mjög óhress með að fundarmenn skyldu ekki tala engilsaxnesku. Vonandi útskýrír einhver fyrir þjálfaranum að á fundum í islcnsku íþróttahreyfing- unni er töluð íslenska, en útlend- ingar ávarpaðir á erlendum tungum. BL %> <áP\ BROSUM / og ¥ allt gengur betur * Leikur Magic Johnson í landsliði Bandaríkjanna á næstu Ólympíu- leikum? AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐWGGÐRA SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.88-25.10.89 kr. 1.532,53 1981-2. fl. 15.10.88-15.10.89 kr. 959,71 1982-2. fl. 01.10.88-01.10.89 kr. 658,94 ‘Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.