Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 30. september 1988 FRETTAYFIRLIT SAMEINUÐU ÞJÓÐ-: IRNAR - Á sama degi og friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna eru útnefndar til friðarverðlauna Nóbels saka Sovétmenn fulltrúa Samein- uðu þjóðanna í Afganistan um að vera starfi sínu ekki vaxnir og að samningsbrot Pakistana og Bandaríkjamanna á Genf- arsamningnum um brottflutn- ing sovéskra hersveita stofni samkomulaginu í hættu. Pak- istanar hafa einnig sakað Sov-1 étmenn og Afgana um að hafa - brotið ákvæði samkomulags- ins. GENF - Egyptar höfðu betur í sex ára gamalli landamæra- deilu við (sraela þegar alþjóð- leg nefnd úrskurðaði að Egypt- ar ættu rétt á Taba ströndinni, 700 metra strandræmu við Rauðahafið sem Israelsmenn! hafa haldið í sex ár og byggt upp fjölda lúxushótela til að ; tryggja yfirráð sín og draga að túrista. RIODE JANEIRO - Bras- ilískri farþegaþotu með 90 manns innanborðs var rænt í innanlandsflugi. Þotan sem er af Boeing 737 gerð var á leið til Rio de Janeiro frá Belo Horizon. Ekki var vitað hvar þotan var niðurkomin þegar síðast fréttist, einungis að henni hafi verið rænt. SEOUL - Róttækir suður- kóreskir stúdentar í hundraða- tali héldu uppi hörðum mót- mælum í Seoul í gær og köst- uðu eldsprengjum og grjóti að lögreglu. Er talið að þessi mót- mæli geti ógnað maraþon- hlaupinu sem fram á að fara á Ólympíuleikunum á sunnudag. BEIRÚT - Líbanskir stjórn- málaleiðtogar sem studdir eru af Sýrlendingum skoruðu á þjóðir heims að viðurkenna ekki bráðabirgðastjórn krist- inna manna í landinu, heldur þá stjórn sem verið hefur í landinu undanfarna mánuði undir stjórn múslíma, eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Von þeirra um að koma í veg fyrir endanleaan klofning í landinu dofnaði þeqar kristnir þingmenn neituðu að taka þátt í neyðarfundi þingsins. KUWAIT -Taliðeraðdeilan um rétt til siglinga um Shatt ■ al-Arab sund eigi eftir að verða j aðalhindrunin í friðarsam-1 komulaqi Iraka og Irana i | Persafloastríðinu enda var deilan ein aðalástæða þess að ( striðið braust út í upphafi. ÚTLÖND Mikhail Gorbatsjov boðar miðstjórn kommúnistaflokksins og sovéska þingið á skyndifundi um helgina: Róttækra breytinga að vænta í Sovétríkjunum Hlutirnir eru farnir að gerast svo hratt í Sovétríkjunum um þessar ntundir að fréttaskýrendur vita varla sitt rjúkandi ráð. Á miðvikudag boðaði Mikhail Gorbatsjov mið- stjórn sovéska kommúnistaflokksins til áríðandi fundar sem haldinn verð- ur í dag. í gær bætti hann um betur og boðaði til skyndifundar hjá sovéska þinginu á laugardaginn svo greinilegt er að mikið liggur við því vanalega er boðað til fundar með mánaðar fyrirvara. Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna var sagt að koma heim frá Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í einum grænum hvelli, en hann ætlaði að dveija í Bandaríkjunum fram á sunnudag. Varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, Dmitrí Jasov, þurfti einnig að taka á sprettinn heim á leið, en hann var í opinberri heimsókn á Indlandi sem ljúka átti í dag. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna sem um áratuga skeið hafa gætt friðar á ófriðarsvæðum víða um heim hlutu friðarvcrðlaun Nóbels 1988. Frá þessu var skýrt í Osló í gær, en sérstök nefnd á vegum norska Stórþingsins hefur það hlut- verk með höndum að útnefna friðar- verðlaunahafa Nóbels. Það verður Perez de Cuellar aðalritari Samein- uðu þjóðanna sem mun veita verð- laununum viðtöku fyrir hönd friðar- sveitanna 10. desember næstkom- andi. Egil Aarvik talsmaður úthlutun- arnefndarinnar sagði á blaðamanna- fundi í Osló að nefndin vonaðist til þess að friðarverðlaunin muni styðja friðargæslusveitirnar í erfiðu starfi sínu á komandi árum. „Við viljum gefa friðargæslusveitunum og Sam- einuðu þjóðunum í aukna virðingu," sagði Aarvik Perez de Cuellar aðalritari Sam- einuðu þjóðanna fékk að vita af útnefningunni nokkrum mínútum áður en hún var kunngjörð. Hann sagði að útnefningin væri „ein sú snjallasta ákvörðun sem tekin hefur verið af friðarverðlaunanefnd Nóbels". Útnefningunni hefur verið mjög vel tekið víðs vegar um heiminn enda erfitt að gagnrýna hana þar sem friðargæslusveitirnar hafa gegnt stóru hlutverki í friðarmálum víðs vegar um heiminn. Upphaf friðargæslusveitanna má rekja aftur til ársins 1948 en þá sendu Sameinuðu þjóðirnar her- sveitir á sínum vegum til Jerúsalem til að tryggja frið eftir stríð ísraela og araba og hafa menn á vegum friðargæslusveitanna verið þar alla tíð sfðan. Erfiðasta hlutverk friðargæslu- sveitanna í dag er vera þeirra í suðurhluta Líbanons, en þar hafa þær verið hálf ráðlausar í átökum mismunandi skæruliðahópa og ekki Ekki er fullljós tilgangur þessara skyndifunda, en í ræðu sem Gorba- tsjov hélt á miðvikudagskvöld sagði hann að til stæðu víðfeðmar og róttækar breytingar á sovésku stjórnkerfi. „Öll þau vandamál sem brenna á okkur undirstrika að rót- tækra breytinga er þörf,“ sagði Gor- batsjov yfir borðum þar sem leiðtogi Austur-Þýskalands Erich Honecker var heiðursgestur. Þá viðurkenndi Gorbatsjov að umbótastefna hans ætti í vök að verjast. í ræðu sinni á fundi með helstu ritstjórum sovéskra dagblaða og tímarita síðastliðinn föstudag sagði Gorbatsjov að hann vildi koma á framfæri hið fyrsta þeim breytingum á sovésku stjórnkerfi sem hann fékk stuðning við á flokksþingi kommún- istaflokksins í sumar. Þá er ekki langt síðan Gorbatsjov fékk það óþvegið hjá almenningi í borginni Krasnoyask í Síberíu þegar hann getað komið í veg fyrir innrásir lsraela í landið. Hins vegar er talið að vera sveitanna þar hafi sitt að segja. Þá voru friðargæslusveitirnar sendar til Persaflóa á dögunum til að tryggja að vopnahlé íraka og trana sé haldið og má ætla að hlutverk sveitanna í friðargæslu þar eigi eftir að aukast mjög á næstunni. Þá eru hermenn úr friðargæslu- sveitunum við friðargæslu í Gólan- hæðum sem ísraelar hertóku af Sýr- lendingum 1973 og í Sínaíeyðimörk- inni í samræmi við friðarsamkomu- lag ísraela og Egypta. Einnig hafa friðargæslusveitir ver- ið staðsettar á Kýpur allt frá árinu 1964 þegar upp úr sauð milli grískra og tyrkneskra þjóðarbrota þar. Stærsta friðaraðgerð friðargæslu- kom í heimsókn þangað, en al- menningur sagðist ekki sjá neinn árangur umbótastefnu Gorbatsjovs. Því má hugsa sér að Gorbatsjov hyggist nú koma þessum breytingum í gagnið á einni helgi með því að fá samþykki miðstjórnar kommúnista- flokksins og sovéska þingsins á einu bretti. Þannig ætli hann að bjarga umbótastefnu sinni áður en landlægt skrifræði í Sovétríkjunum leggi hana að velli. Fréttaskýrendur telja að kyn- þáttaóróinn í Armeníu og Azerbai- jan eigi sinn þátt í þessum skyndi- fundum og þar eigi að taka á þeim vandamálum. Gennady Gerasimov talsmaður Shevardnadzes utanríkis- ráðherra vísaði slíkum hugmyndum á bug á blaðamannafundi hjá Sam- einuðu þjóðunum áður en Shevard- nadze hélt heim á leið. Hann sagði að fundur þessi hafi verið fyrirhug- aður en ekki tímasettur fyrr en nú. sveitanna hefur hins vegar að líkind- um verið í Kongó, núverandi Zaire, á árunum 1960 til 1964. Þá var friðargæslulið sent til Kongó til að tryggja brottflutning belgísks herliðs frá landinu eftir að það hlaut sjálf- stæði. Fjölmennar friðargæslusveitir voru staðsettar þar allt til ársins 1964 til að koma í veg fyrir borgarastyrj- öld í landinu. Það tókst þrátt fyrir svart útlit oft og tíðum. Auk þessa eru sveitir staðsettar á Indlandi og í Pakistan til að tryggja að friðarsamkomulag landanna síð- an 1972 sé haldið, en friðargæslu- sveitir voru fyrst sendar þangað árið 1949 í kjölfar fyrstu styrjaldar ríkj- anna. Þann tíma sem friðargæslusveit- irnar hafa starfað hafa áttahundruð friðargæsluliðar fallið. Sagði hann að ljóst væri að miklar breytingar yrðu á sovésku stjórn- kerfi í kjölfar fundahaldanna og skrifræði mundi minnka til mikilla muna. Bandaríkin: Geimskutlan sprakk ekki Geimskutlan Discovery sprakk ekki í loft upp þegar henni var skotið áleiðis út í geiminn frá Canaveralhöfða um miðjan dag í gær. Discovery er fyrsta geim- skutla Bandaríkjamanna sem skotið er á loft eftir að geimskutl- an Challenger sprakk í loft upp fyrir augunum á milljónum sjón- varpsáhorfenda skömmu eftir flugtak fyrir 32 mánuðum. A tímabili var vafasamt að Discovery yrði skotið á loft í gær og var geimskotinu frestað í tvfgang. En geimskutlan komst í loftið og „Bandaríkin eru á ný í geimnum“ eins og Ronald Rea- gan Bandaríkjaforseti orðaði það í gær. Löggan skýtur tíu bófa í Manila Filippseyskar lögreglusveitir skutu tíu vopnaða menn til bana nærri alþjóðaflugvellinum í Man- ila í gær. Fjórir voru skotnir eftir að hafa rænt liðsforingja úr bandaríska hernum sem var ný- kominn frá Tokyo og hugðist eyða sumarleyfinu sínu á Filipps- eyjum. Fjórmenningarnir höfðu boðið liðsforingjanum far, en rændu hann bæði fé og farangri og hentu honum síðan út í hlið- argötu. Lögreglan elti fjór- menningana uppi og skaut þá til bana. Þremur tímum seinna skutu hermenn sex vopnaða menn sem beðið höfðu eftir svipuðu tæki- færi og fjórmenningarnir fyrir utan flugvöllinn. Flugvallarlög- reglan komst á snoðir um menn- ina og hugðist taka þá fasta. Mennimir reyndu að komast undan en voru þá skotnir til bana af hermönnum. Að sögn lögreglu voru sexmenningarnir vopnaðir skammbyssum, rifflum og hand- sprengjum. Lögreglan á Filippseyjum skýrði frá því að nokkuð hefði borið á því að undanförnu að vopnaðir menn eltu uppi ferða-' menn og rændu þá á leið til hótela. Aðgerðimar í gær væri liður í að stemma stigu við þess- um ránum. Friðargæslusveitir SÞ hrepptu friðar- verðlaun Nóbels Norskur fríðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna við skyldustörf í suðurhluta Líbanons. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hlutu friðarverðlaun Nóbels 1988.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.