Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. september 1988 ÚTLÖND llllllllllilllllllllllllllllllllllllllll Diego Cordoves aðalsamningamaður Sameinuðu þjóðanna í samningunum um brottflutning sovésks herliðs frá Afganistan: Sovéskt herlið flutt á brott eftir áætlun Þessir hermenn gæta hliðsins að herstöð Sovétmanna á flugvellinum ■ Kabúl. Hermenn í þeirri herstöð varða að líkindum þeir síðustu sem yflrgefa Afganistan, en Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að brottflutningur sovéskra hermanna séu samkvæmt áætlun Genfarsamningsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að samtökin séu sátt við það hvernig brottflutningur sovéskra hersveita frá Afganistan hefur geng- ið og telja að Sovétmenn hafi í einu og öllu staðið við brottflutningsáætl- unina sem samþykkt var með samn- ingi Afgana, Pakistana, Bandaríkja- manna og Sovétmanna í Genf 1. apríl síðastliðinn. Á sama tíma skora Bandaríkjamenn á skæruliða í Afg- anistan að láta af árásum á sovéska hermenn í landinu, þar sem það gæti orðið til þess að Sovétmenn hægðu á brottflutningi herliðs. Það var Diego Cordovez aðal- samningamaður Sameinuðu þjóð- anna í viðræðunum í Genf á sínum tíma og núverandi utanríkisráðherra Ecuador sem skýrði frá þessari af- stöðu Sameinuðu þjóðanna. Hann vísaði á bug ásökunum um að Sovét- menn hafi brotið samninga um brottflutning með því að hægja á þeim undanfarnar vikur, en banda- rískir fjölmiðlar hafa mjög blásið það út að undanförnu. Sagðist Diego þess fullviss að síðasti sovéski her- maðurinn yfirgæfi Afganistan fyrir 1. febrúar á næsta ári eins og samið var um. „Við gerðum alla tíð ráð fyrir að á þessu stigi brottflutningsins yrði nokkurt hlé. Pað er í fullu samræmi við samninga" sagði Cordovez. Samkvæmt samningunum átti helmingur sovéska herliðsins að vera farinn frá Afganistan þann ló.ágúst og sagði Cordovez að það hafi gengið eftir. Sagðist hann einnig hafa átt viðræður við Eduarde Shé- vardnadze utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna um tilhögun brottflutnings þeirra hermanna sem eftir eru. Cordovez benti á að allir aðilar samkomulagsins hafi kvartað yfir samningsbrotum, en sagðist vona að friðarsamkomulagið muni halda. Eins og áður sagði hafa Banda- ríkjamenn hvatt skæruliða til að láta af árásum á sovéska hermenn svo samkomulagi um brottflutning verði ekki rift. Yfirlýsing Phyllis Oakley talsmanns ríkisráðs Bandaríkjanna þessa efnis kom í kjölfar hinna miklu eldflaugaárása sem skæruliðar hafa gert á Kabúl undanfarna daga og fellt hafa tugi óbreyttra borgara. Sovétmenn hafa sakað Pakistana og Bandaríkjamenn um að styðja við bak skæruliða sem gerst hafi sekir um „hræðileg hermdarverk“ með eldflaugaárásum sínum á Kabúl og lýstu því yfir að málið yrði tekið upp á vettvangi Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Oakley sagðist hins vegar þess fullviss að Sovétmenn muni standa við sinn hluta samkomulagsins um brottflutning og sagði ekkert benda til annars en síðasti sovéski hermað- urinn muni yfirgefa Afganistan fyrir 15.febrúar 1989. Leiðtogafundur ríkja í suðurhluta Afríku gæti verið í uppsiglingu: P.W.Botha í opinbera heimsókn til Zaire P.W. Botha forseti Suður-Afríku heldur áfram að hitta leiðtoga ann- arra Afríkuríkja að máli, en í gær staðfestu embættismenn í Zaire þær fréttir að Botha kæmi í opinbera heimsókn þangað á morgun og muni hitta Mobutu Sese forseta Zaire að máli. Þetta mun verða fyrsti fundur þessara leiðtoga en þriðji fundur Botha með æðstu mönnum blökku- mannaríkja í Afríku í þessum mán- uði. Botha mun fljúga beint til heimilis Mobutu í Gbadolite sem er djúpt í frumskógum Zaire, en ekki til höf- uðborgarinnar Kinshasa. Suðurafrískir fjölmiðlar höfðu skýrt frá þessari heimsókn á mið- vikudag og sagt að hún væri hluti hinnar nýju stefnu Botha gagnvart blökkumannaríkjunum, en emb- ættismenn vildu þá ekki staðfesta fréttina. Embættismenn í Zaire sögðu að heimsóknin sé undanfari víðtæks fundar leiðtoga ríkja í Afríku þar sem vandamál suðurhluta Afríku yrðu rædd til hlítar. Fjölmiðlar í Suður-Afríku hafa undanfarnar vik- ur einmitt verið að velta vöngum yfir því að fundur leiðtoga í suðurhluta Afríku væri á döfinni. Botha, sem verið hefur forseti Suður-Afríku í tíu ár fór í fyrstu opinberu heimsókn sína til blökku- mannaríkis fyrr í þessum mánuði. Þá hitti hann Joaquim Chissano forseta Mósambík að máli og síðan Kamuzu Banda forseta Malawi. Áður hefur hann aðeins haldið f opinberar heimsóknir til Evrópu og til Taiwans. Fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Vestur-Berlín óvinsæll hjá vinstrisinnum: 250andófsmenn teknir fastir í Vestur-Berlín Lögreglan í Vestur-Berlín hand- tók í fyrrinótt rúmlega 250 andófs- menn sem héldu uppi mótmælum gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, en þessar mátt- ugu peningastofnanir hafa fundað í borginni undanfarna daga. Talsmaður lögreglunnar sagði að 262 hefðu verið teknir fastir og væru 4 þeirra enn haldi. Þrátt fyrir þessar aðgerðir lögreglunnar voru ráðgerð- ar enn frekari mótmælaaðgerðir við lok fundarins í gærkvöldi. Sagðist lögreglan í gær búast við átökum og væru 9000 lögreglumenn á vakt vegna fundarins. Andófsmennirnir brutu glugga á hótelum og í bönkum í miðborg Vestur-Berlínar og eyðilögðu drossíur bankamanna með því að hoppa á þökum þeirra. Þá settu andófsmennirnir eld í ruslatunnur. Hundruð lögreglumanna klæddir óeirðabúnaði mynduðu lifandi keðju til að halda þúsundum mótmælenda frá aðalgötum borgarinnar. Mót- mælendurnir hrópuðu slagorð gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og slógu í málmföt. Flestir andófsmannanna eru ungir vinstrisinnar og hafa þeir haldið uppi mótmælum alla dagana sem fundur Alþjóðagj aldeyrissj óðsins hefur staðið yfir. Hefur umferð mjög tafist í borginni og nokkuð verið um skemmdarverk, en ekki hafa brotist út átök hingað til. Andófsmennirnir saka Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabank- ann um að hafa rústað efnahagslíf í löndum þriðjaheimsins auk þess sem illa skipulagðar iðnaðarframkvæmd- ir sem lánað hafi verið til hafi gjörspillt náttúru sömu landa. Tíminn 13 Dömur og herrar: Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Ný námskeið hefjast 3. október Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megr- andi æfingum. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Karlmenn! Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinn- réttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjón- varp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Armanns Ármúla 32. Verkstæðishús Hús Vélaverkstæðisins Laugarbakka, Miðfirði ertil sölu nú þegar. Upplýsingar gefur Eiríkur Tryggvason í síma 95-1976. Tilboðum í húsið sé skilað fyrir 8. október n.k. til Gunnars Sæmundssonar, Hrútatungu eða Eiríks Tryggvasonar, Búrfelli. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, Sigurður Guðjónssonar Skipasundi 39, Reykjavfk. Olga Sophusdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar og bróður Guðmundar Árnasonar Miöengi 20 Selfossi ÁrniGuðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Jóhann Árnason Árný llse Árnadóttir t Móðir okkar, tengdamóöir og amma / ý Þórdís Gissurardóttir Bólstaðarhlfð 58 áður húsfreyja í Arabæ verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju á morgun laugardaginn 1. október kl. 14.00 Ingunn Stefánsdóttir Sigurjón Jónsson Sigmundur Stefánsson Hafdís Sigurgeirsdóttir Margrét Stefánsdóttir Geir Ágústsson Hannes Stefánsson Helga Jóhannesdóttir og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.