Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 30. september 1988 AÐ UTAN Fórnarlömb „óhreina H stríðsins" í Argentínu Enn hefur stungið upp kollinum mannúðarmál í Argen- tínu, sem á rætur sínar í borgarastríðinu sem geisaði í landinu á tímum herforíngjastjórnarinnar, en bitnar á alsakiausu barni nú. Lítil stúlka og fórnarlamb pyntinga og dauða hafa komið fram í dagsljósið og vekja upp bitrar minningar í Buenos Aires. Litla stúlkan er 10 ára, heitir Juliana og er orðin bitbein fullorðinna í heiftræknum deilum um umráðarétt. Tilfinn- ingaöldurnar ganga svo hátt að þegar Juliana yfirgaf skólann sinn dag einn fyrir skemmstu mætti henni stór hópur sönglandi mótmælenda. í hópnum voru grátandi amma hennar og afi, sem héldu á lofti Ijósmynd af Iátinni móður Juliönu. Þetta varð litlu stúlkunni um megn og hún flúði á heimili hjónanna sem hún hefur alltaf litið á seiri pabba og mömmu, en þau vita nú ekki sitt rjúkandi ráð. Hún fæddist í leynilegum fangabúðum áður en mamma hennar var drepin Juliana er afkvæmi útrýmíngar- herferðarinnar sem argentínski herinn rak gegn pólitískum niður- rifsöflum seint á síðasta áratug. Hún er ein þeirra barna sem fædd- ust í leynilegum fangabúðum þar sem dauðadæmdar barnshafandi konur, sem teknar höfðu verið fastar fyrir byltingarstarfsemi, fengu að ala börn sín áður en þær voru teknar af lífi. Sum þeirra barna sem fæddust við þessar aðstæður voru afhent stuðningsmönnum herstjórnarinn- ar til ættleiðingar. En Juliana hin þeldökka var skilin eftir við úti- dyrnar á munaðarleysingjahæli. Hjónin Carmen og José Trevino, bæði frjálslyndir blaðamenn af miðstétt, ættleiddu þó litlu stúlk- una. Eftir að herstjórnin var sett frá völdum fyrir fimm árum hófust hjónin handa um að grennslast fyrir um uppruna Juliönu. Ömmurnar á Plaza de May og leitin að foreldrunum Fyrst settu þau Trevino-hjón sig í samband við ömmurnar sem kenndar eru við Plaza de May, en það er félagsskapur kvenna sem trúa því að dætur þeirra sem hurfu . á árum „óhreina stríðsins" hafi alið af sér börn á meðan þær voru í höndum kvalara sinna. Ömmurnar tóku Trevino-hjónunum og mála- leitan þeirra vel og tóku til viðað leita uppi hverjir kynnu að hafa verið foreldrar Juliönu. Það var þó ekki fyrr en á árinu sem leið að skýrslur, ljósmyndir og erfðafræðilegar rannsóknir leiddu að því 90% líkur að Juliana væri dóttir Liliönu Fontana, hár- greiðslunema, og Pedros Sandov- al, múrara. Þau hurfu skömmu eftir að þau voru gefin saman í hjónaband fyrir 10 árum og er álitið að þau séu meðal þeirra a.m.k. 8.000 vinstri sinna sem misstu lífið af völdum herstjórnar- innar. Úrskurðir dómstóla um umráðarétt yfir barninu stangast á Trevino-hjónin leituðu nú eftir vináttu við afa og ömmu Juliönu. Það kom þeim svo algerlega í opna skjöldu í júlí sl. þegar dómari úrskurðaði að afinn og amman Raul Alfonsín forseti Argentínu varð að draga í land með reftsaðgerðír gegn þeim hermönnum sem tóku virkan þátt í „óhreina stríðinu". Það geta ekki allir argentínskir borgarar sætt sig við og stöðugt koma ný og ný deilumál upp á yfirborðið sem eiga rætur sínar að rekja til þeirra ára. skyldu hafa umráðarétt yfir barn- inu. Lögreglan tók hús á blaða- mðnnunum kl. 3 um nótt og flutti barnið háorgandi burt. Hjónin áfr- ýjuðu úrskurði dómarans og nærri tveim mánuðum síðar var Juliönu aftur skilað til hjónanna sem hún lítur á sem foreldra sína, sam- kvæmt úrskurði annars dómara. Það var í ágústlok sl. Þáttur tvístígandi dómstólanna hefur skipt Argentínumönnum í tvær andstæðar fylkingar og orðið til þess að Juliana er orðinn leik- soppur í hugsjónabaráttu milli andstæðinga og fylgjenda her- stjórnarinnar sem nú er niðurlægð. Afinn og amman sem halda því fram að þeim beri allur réttur til Juliönu vegna blóðbanda, njóta stuðnings þeirra sem berjast fyrir mannréttindamálum. En Trevino- hjónin eru nú komin í þá óþægilegu aðstöðu að málstaður þeirra nýtur stuðnings þeirra sem bera blak af herstjórninni. Mál skæruliðans fyrrver- andi vekur líka ólgu Æsingur almennings vegna máls Juliönu fær aukinn byr undir væng- ina vegna máls Gracielu Deleo, fyrrverandi meðlims Montoneros, borgarskæruliðasamtakanna sem frömdu mannrán og dráp á áttunda áratugnum. Hún lifði af fangavist og pyntingar á árunum 1977 og '78 í vélskóla sjóhersins, alræmdu fangelsi í Buenos Aires þar sem álitið er að móðir Juliönu hafi mætt dauða sínum. Graciela Deleo bar vitni í réttar- höldunum vegna Juliönu og stað- festi að barnið hefði fæðst í vél- skólanum. Deleo hefur líka borið vitni gegn Emilio Massera aðmírál, fyrrverandi sjóforingja sem nú af- plánar fangelsisvist, svo og gegn Alfredo Astiz höfuðsmanni, sem gefið hefur verið nafnið „Íjóshærði engillinn" óg hefur verið bendlaður við ýms illvirki á tímum „óhreina stríðsins". Ferill Astiz frá þeim árum hefur verið hreinsaður með náðun. En nú hefur Deleo sjálf verið tekin höndum og ákærð fyrir að hafa rænt tveim margföldum milljónamæringum meðan hún var skæruliði. Þeir sem berjast fyrir mannrétt- indum krefjast þess að hún verði látin laus. En aðrir Argentínu- menn segja að ekki sé nema sjálf- sagt að hún gjaldi sína lagaiegu skuld fyrir að hafa tekið þátt í hryðjuverkum. Einn frammámað- ur stjórnarsinna vill leysa mál hennar þannig að hún mæti fyrir rétti hið fyrsta og verði síðan látin laus. Argentínumenn eru sem sagt enn langt í frá búnir að segja skilið við blóði drifna fortíð sína og mörg deilumál eru enn óleyst. Á meðan gengur lífið sinn vanagang í land- inu, verðbólga geysist upp úr öllu valdi og lýðræðislega kjörin stjórn Rauls Alfonsíns stendur höllum fæti. LESENDURSKRIFA '" ' ',!::l!l!il|| Arneshreppur og kirkjan nýja Samhugur og samtök íbúanna til uppbyggingar helgidóms í miðbiki sveitarinnar til samræmis við nýja tíma 1 fyrri grein lýsti ég nokkuð útsýni frá Árnesi á Ströndum og þeim töfrandi áhrifum, sem unnt er að njóta, einkum um miðnæturstund, ef vakað er í björtu veðri á Jóns- messunótt, tii að horfa á sólina, sem ekki hverfur undir hafsbrún á þeim tíma árs. En Árnes er meira en fagur staður með fögru útsýni. Árnes er ein af bestu jörðum sveitarinnar og var jafnan miðstöð mennta og menning- ar, enda bjuggu þar löngum öndveg- isklerkar, sem héldu uppi andlegu lífi sóknarbarna sinna. Allmjög fækkaði íbúum sveitar- innar á vissu skeiði, vegna ýmissa erfiðleika, sem steðjuðu að. En þeir sem gerst þekkja til, eru bjartsýnir á, að nú muni ekki verða um meiri fólksfækkun að ræða, svo fyrirsjáan- legt sé. Afkoma manna hefur verið með besta móti, og atvinna hefur m.a. skapast kringum ýmsar fram- kvæmdir og nýjungar, við kaupfélag- ið á Norðurfirði, sem hinn ötuli forstjóri þess, hefur staðið fyrir að koma í kring. Ýmislegt bendir til betri tíðar. Árneshreppsbúar hafa allatíð ver- ið bjartsýnir, og litið til framtíðar- innar, með þeim ásetningi að sigra hverja þraut, sem að höndum kynni að bera. Svo er enn. Þeir eru ákveðn- ir í að halda velli og skapa öll skilyrði til vaxtar og menningar innan síns sveitarfélags, svo þar verði síst verra aðeiga heima, en hvar annarsstaðar. Eitt þeirra verkefna, sem tekin hafa verið föstum tökum eru kirkju- málin. Bústaður prestsins var byggður upp fyrir allmörgum árum, og mun hann enn vera hið besta hús. En kirkja staðarins (í Árnesi) var illa farin af elli og fúa. Það var því nær einróma samþykkt á safnaðar- fundi, að reisa nýja kirkju, til að leysa þá gömlu af hólmi. Var hafist handa við byggingu hinnar nýju kirkju haustið 1987 og sökklar og grunnplata fullgerð. Mun ætlunin vera, að koma byggingunni undir þak og gera hana fokhelda á þessu hausti. Því verki hefur nú miðað allvel áleiðis að því marki. Víst verður kirkjan alldýr fullbú- in, en margar hendur vinna létt verk og munu fbúar hreppsins ekki standa einir að verki um framlög, þótt fórnfúsir séu, þegar kirkja þeirra og safnaðarlíf á í hlut. Burtfluttir Ár- neshreppsbúar hafa ávallt verið ræktarsamir við sveit sína og kirkju, Á myndinni sér yfir miðhluta Ámeshrepps, þann hlutann, sem grösugastur er og fjölbýlastur. - Handan Norðurfjarðarins blasa við Hlíðarhúsafjall og Krossnesfjall, en á uiilli þeirra blánar Drangajökullinn í fjarska. og munu ýmsir þeirra telja sér sóma í að leggja þessu máli sem best lið, þegar um er að ræða helgidóm fyrrverandi heimabyggðar. Kirkja þessi hin nýja verður hið fegursta guðshús. Hún verður lítil, stærð hennar miðuð við þarfir, en búin nauðsynlegum þægindum, þeim sem nútíma fólk gerir kröfur til. Og þannig uppbyggð hið innra, að söngflokkur verður staðsettur framan við kirkjugesti, en ekki holað niður bak við þátttakendur guðs- þjónustunnar, eins og aimennast hefur verið gert, t.d. á höfuðborgar- svæðinu, í kirkjum sem byggðar hafa verið á síðustu áratugum. En Árneshreppsbúum hefur ekki verið það nóg að hefja byggingu nýrrar kirkju. Þeir hafa einnig viljað sýna gömlu kirkjunni sinni nokkurn sóma, og því hafa þeir lagað hana til, svo hún gæti gegnt sínu hlutverki, þar til nýja kirkjan verður fullbúin til notkunar og getur leyst þá fyrri af hólmi sem guðshús. Til endurbóta á gömlu kirkjunni hafa ýmsir af sonum sveitarinnar og dætrum, lagt fram eigin krafta og atorku, svo nú mun hún þegar komin í allgott horf, miðað við þá skammtíma þörf, sem henni er ætlað að þjóna. En áreiðanlega verður hún varð- veitt áfram, sem gamlar og kærar minjar um langt og farsælt hlutverk sem hún hefur gegnt. Þetta tvennt, bygging nýrrar kirkju og samtímis viðhald þeirrar gömlu, sýnir fágætt framtak og bar- áttuvilja íbúa hreppsins, ræktarsemi við hið gamla og bjartsýni og fram- sýni, gagnvart þeim nýja tíma, sem þegar er genginn í garð í landi okkar. Samhugur og samtök til góðra og nauðsynlegra átaka hafa alla tíð einkennt íbúa Árneshrepps, og þess vil ég biðj hinn hæsta, að sú tilfínning megi um alla framtíð vera aðals- merki þess fólks, sem byggir og byggja mun Árneshrepp, svo farsæld og framfarir megi hér ríkja í bráð og lengd. Ingvar Agnarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.