Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. september 1988 Tíminn 15 MINNING Þorbjörg Jensdóttir Síðastliðinn föstudag var gerð út- för Þorbjargar Jensdóttur frá Bú- staðakirkju að viðstöddu fjölmenni. Þorbjörg fæddist í Flatey á Breiða- firði 8. des. 1917, dóttir hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur og Jens Hermannssonar kennara og rithöf- undar. Hún fluttist með foreldrum sínum til Bíldudals, þar sem faðir hennar var skólastjóri, og þar ólst hún upp. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Guðmundi Guð- mundssyni fv. bankafulltrúa, 1939 og fluttist þá til Reykjavíkur. Þau eignuðust S börn. Ég kynntist Þorbjörgu fyrir mörg- um árum, þegar Guðmundur hóf störf í Búnaðarbankanum. Einkum urðu kynnin á ferðalögum og sam- komum starfsfólks, þar sem Þor- björg vakti athygli fyrir glæsileik, einarða framkomu og góða söng- rödd. Svo var það árið 1971, eftir að Guðmundur hafði látið af störfum sem fulltrúi í Stofnlánadeild bankans, að þau hjónin tóku að sér að reka pöntunarfélag starfsmanna, sem er til húsa í Austurbæjarútibúi Búnaðarbankans. Það kom í hlut Þorbjargar að sjá um daglega af- greiðslu pöntunarfélagsins. Á þess- um árum kynntust flestir starfsmenn bankans Þorbjörgu vel. Stöndum við, sem nutum starfa hennar, í mikilli þakkarskuld við hana fyrir frábært starf. Alltaf var sama góða framkoman, glaðværðin og háttvís- in. Rekstur pöntunarfélagsins var einnig með ágætum, reglusemi og snyrtimennska í hvívetna. Flyt ég Þorbjörgu sérstakar þakkir okkar Búnaðarbankamanna. Þorbjörg var félagslynd kona. Var það fyrst og fremst fjölskylda hennar, sem naut þess í ríkum mæli, börn, barnabörn og hinn stóri fraend- garður hennar. En það voru fleiri, sem nutu krafta hennar, og má þar fyrst til nefna Rauða kross íslands, en innan vébanda þeirra líknarsamtaka starf- aði hún mikið. Þorbjörg hafði góða söngrödd og var því eftirsótt, þar sem sungið var. Hún var í mörgum kórum, einkum þó kirkjukórum. Af því leiddi, að hún varð virk í safnaðarstarfi og nú síðast í Bústaðakirkju. Fæðingarsveit Þorbjargar var Flatey á Breiðafirði. Þar dvaldist hún mikið á unglingsárum sínum, enda átti hún margt ættingja þar. Þaðan átti hún bjartar minningar, sem gaman var að heyra hana segja frá. Við hjónin áttum þess kost fyrir tveimur árum að heimsækja Þor- björgu og Guðmund í Flatey. Það var eftirminnilegur dagur í byrjun ágústmánaðar. Veðrið var eins og best verður á kosið, logn, sól og spegilsléttur sjór, er við sigldum frá Stykkishólmi út í Flatey. Hvíiík dýrð, hvílík dásemd að sigla í þessu veðri um Breiðafjörð allan iðandi af lífi. Þegar við komum í Flatey, voru þau önnum kafm við að endurbyggja Félagshúsið ásamt Dóru dóttur sinni og Moritz tengdasyni. Var auðséð, að mikið og gott verk hefur verið unnið þarna, þó að því væri ekki lokið þá. Það var hjartans mál Þorbjargar að koma þessari endur- byggingu áfram og að vel mætti til takast. f þessu húsi hafði afi hennar, Hermann Jónsson skipstjóri, búið um langan aldur. Ógleymanlegur verður þessi dagur, þegar Þorbjörg gekk með okkur um húsið, sýndi okkur framkvæmdir og sagði okkur frá ættingjum sínum, sem þar höfðu búið, meðan Flatey var stór staður á okkar mælikvarða. Síðan gekk hún með okkur um eyjuna, rakti sögu hennar og rifjaði upp minningar sínar. Það ljómaði af Þorbjörgu, þegar hún stóð fyrir framan æsku- heimili sitt, sem hún og fjölskylda hennar hafði eytt ótöldum stundum í að endurbyggja. Nú tekur Þorbjörg ekki framar á móti gestum í Flatey. Hún er gengin til feðra sinna, þaðan sem hún mun áreiðanlega fylgjast með áhugamál- um sínum. Við, sem unnum með Þorbjörgu ( Búnaðarbankanum, kveðjum hana með þökk og virðingu um íeið og við biðjum öllum aðstandendum hennar blcssuuar. Hannes Pábson Sigríður Sigurðardóttir Fædd 1. júlí 1921 Dáín 22. september 1988. „Sálin er gullþing geymd í keri geymistþó kerið sé veilt. Bagar ekki brestur í keri bara efgullið erheilt." Þessi orð góðskáldsins fóru um hugann þegar fréttin barst að Sigríð- ur Sigurðardóttir mágkona mín hefði fengið lausn frá langvarandi þjáningastríði. Hún var fædd 1. júlí 1921 og andaðist hinn 22. sept. s.I. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Ástríður Jónsdóttir og Sigurður Kjartansson, kaupmaður við Laugaveg. Hún var því Reykjavíkurstúlka í húð og hár og er nú kvödd frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Sigríður átti fjögur systkini: Guð- finnu verslunarstjóra, sem ógift bjó heima hjá foreldrum sínum og var þeim stoð og styrkur alla tíð þar til hún lést um aldur fram og var hennar gerð þannig að hún var hörmuð af öllum sem kynntust henni. Önnur systkini eru: Haukur, verslunarmaður kvæntur Brynhildi Olgeirsdóttur kaupkonu, Atli, versl- unarmaður, kvæntist Sigrúnu Guðmundsdóttur, þau skildu. Yngst er Guðrún, tækniteiknari. Öll eru þau búsett í Reykjavík. Sigríður fékk sfna menntun í gagnfræðaskóla og var létt um nám. Hún giftist eftirlifandi manni si'num, Brynjólfi Þorbjarnarsyni vélsmíða- meistara frá Geitaskarði 1943 og hafa þau búið mestan hluta þeirra 45 ára hjúskapartíma í Hafnarfirði iengst af á Mánastíg 2. Þau hjón eignuðust sex mannvæn- lega syni. Elstur er Sigurður Kjartan, stórkaupmaður kvæntur Unni Einarsdóttur, skrifstofustjóra, Þorbjörn, véltæknir ókvæntur. Stef- án Heiðar, líffræðingur kvæntur Svövu Þorsteinsdóttur, kennara. Jón, læknir kvæntur Grethe Have, lækni. Magnús Björn, lögfræðingur kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur, lyfja- fræðingi, en yngstur er Guðmundur, vélvirki ókvæntur. Synirnir, sem allir eru búsettir og starfa í Reykjavík áttu tíðar ferðir í „Fjörðinn" þar sem miðstöð fjölskyldunnar var í foreldrahúsi á Mánastígnum og þau hjón voru samtaka í öllu því, sem til heilla mátti horfa fyrir þá. Sigríður fylgdist vel með því sem gerðist í fjölskyldunni, þrátt fyrir að hún hin síðari ár, ætti erfitt með að fara í heimsóknir til frænda og vina eins oft og l'yrr á árum. Við sem þekktum Sigríði vel, munum hana sem sérstæðan pers- ónuleika. Hún hafði einnig sérstæð- ar skoðanir að ýmsu leyti, sem hún hélt mjög fast við allt til hins síðasta, sem e.t.v. hafa gert henni Iffið erfiðara en tii stóð, og öðrum ekki eins auðvelt að létta henni baráttuna við hrakandi heilsufar, sem markaði mjög útlit þessarar fríðu konu. Við sem munum hana viljum geyma mynd af Ijóshærðri fagureyðri konu sem átti það gull í sínu hjarta að vilja gleðja aðra með því að gefa af því sem hún átti og sýna aðra hugulsemi sem yljar á vegferðinni. Ef það er rétt sem sagt er, að hver sé sinnar gæfu smiður, þá má segja, að Sigríður mágkona hafi fundið gæfu sína í velgengni sona sinna, tengdadætra og stórum hópi vel gerðra barnabarna. Nú er hún horfin sjónum hún Sigríður mágkona. Ég þakka henni samfylgdina og bið henni blessunar Guðs. Ástkærum bróður, sonunum og fjölskyldum þeirra færi ég hjart- ans samúðarkveðjur frá mínum manni og fjölskyldu okkar. Hildur Þorbjarnardóttir. Ingibjörg Dagsdóttir Fædd 2. nóvember 1911 Dáin 26. september 1988 Þegar ég sit hér hnípin eftir að hafa fengið fregnina um að Imba frænka mín væri ekki lengur á lífi hrannast upp minningarnar um þá dæmalausu konu. Fullu nafni hét hún Guðrún Ingi- björg en meðal ættingja og vina var hún alltaf kölluð Imba. Ung að aldri fékk hún lömunar- veiki sem olli henni ævilangri fötlun en samt var hún sterk og dugleg á hverju sem gekk. Það var engin hálfvelgja þar sem Imba var annars vegar. Hún var röggsöm, glaðleg og einstakur húmoristi. Pósti og síma á Selfossi helgaði hún megin hluta starfsæfi sinnar en síðustu árin rak hún verslunina Ing- ólf á Selfossi í félagi við Dag bróður sinn. Imba var ekki skólagengin nema úr farskóla heima í Gaulverjabæjar- hreppi auk nokkurra tíma sem hún fékk í dönsku og seinna í ensku, en hún lærði að leika á orgel. Þessi litla undirstaða nýttist henni svo vel að hún var í raun vel menntuð, fróð og víðsýn. Aðaláhugamál Imbu voru lestur góðra bóka, tónlist og skriftir. Hún hafði einsta -ga fallega rithönd, skrifaði dapi k árum saman auk þess að sen ögur, ljóð og leikrit sem hún átti irum sínum en hafa aldrei komb anarra hendur. Það leið ekki sá c r að hún settist ekki við píanóið ala nú ekki um ef frá Gaulverjabæ gesti bar að garði þá tilheyrði að Imba spilaði og gjarnan var þá sungið með. Það var mikið spilað og sungið heima í Gaulverjabæ í gamla daga og því var Imbu saknað þegar hún flutti að Selfossi en hún kom ævinlega heim þegar hún átti frí. Jólin voru ekki komin fyrr en Imba var komin. Henni fylgdi ferskur andi og svo kom hún með alla jólapakk- ana frá fjarstöddum vinum og ætt- ingjum. En eftirminnilegust var þó jólastemmningin í Bæ þegar Imba spilaði á orgelið og allir sungu jóla- sálmana. Mér er minnisstætt atvik frá löngu liðnum jólum. Þá var einstök veðurblíða, frost og stillur og okkur datt í hug að ganga út í kirkju með kertaljós og láta reyna á það hvort ljósið lifði úti. Við gengum hægt og stillt þennan spöl út að kirkjunni og viti menn. Ljósið lifði. Við fórum því öll inn í kirkjuna og Imba lék jólasálma fyrir viðstadda við sama kertaljósið. Ég á Imbu margt að þakka og líklegá gerði ég mér ekki ljóst fyrr en ég fór tvítug í húsmæðraskóla austur á land hversu mikils virði hún var mér. Enginn skrifaði mér skemmtilegri bréf en hún og ævin- lega enduðu þau á sama veg; „ef þig vantar eitthvað, láttu mig þá vita". Allir sem þekktu Imbu náið dáð- ust að glaðværð hennar og skilningi á ýmsum vandamálum lífsins. Hún var trölltrygg og gott var að hvísla að henni leyndarmáli. En Imba gat verið snögg upp á Iagið og hvassyrt ef henni sárnaði en hún var fljót til sátta og lét ekki stundarbræði bera skugga á góða vináttu. í fyrrasumar rétti Imba mér lítinn blaðsnepil og spurði mig hlæjandi hvort mér þætti þetta ekki nokkuð gott hjá sér. Á blaðinu var vísa. Mér varð svolítið um og ó við að lesa vísuna en gat þó ekki annað en brosað Imbu til samlætis. Vísan flytur sannleika sem nú er orðinn að veruleika og hljóðar svo: Hafi ég sitthvað sagt og gert samt erþað allt einskis vert. Hverf ég senn og sést ei meir. Mér er sama, sérhver deyr. Bíður mín þá blettur lands, lítill skækill skaparans í kirkjugarði. Ég kveð Imbu uppeldis- og föður- systur mína með trega. Ég og fjöl- skylda mín eigum henni mikið að þakka. Farþú í friði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hulda Brynjúlfsdóttir. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskóla Suðurnesja vantar tón- menntakennara í stundakennslu til að sinna kórstjórn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskóla Suður- nesja, fyrir 15. október n.k. Menntamálaráðuneytið. Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðuneyt- inu fyrir 20. október næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 26. september 1988.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.