Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.09.1988, Blaðsíða 19
339 nedmsiqaa .ys !UQ6Du*eOr Föstudagar 30. -s-eptember 1988 - I: '* -* * • '-*-•*»» ^ L * * «. * * **««*.«««. « « * * * i nniiriiT 8í wumHwnn Tíminn 18 SPEGILL lllll Hjónaerjur í Hasarleik Aldeilis er makalaust hversu mörgum karlmönnum gengur illa að taka því að konum þeirra gangi vel upp á eigin spýtur. Nú síðast umturnaðist eiginmaður ungfrú Dipesto í Hasarleik og lagði þar með 3ja ára hjónaband þeirra í rúst. Allyce Beasley heitir stúlkan raunar og eiginmaðurinn er leikar- inn Vincent Schiavelli. Þau eiga 9 mánaða son og þegar Vincent missti stjórn á sér, tók hann barnið og gekk út af heimilinu. Það var ekki fyrr en sólarhring síðar að Allyce frétti loks að drengurinn væri heill á húfi. Vincent hringdi og sagðist þurfa að vera einn í friði um tíma til að átta sig á tíðinni. Vinir þeirra hjóna segja að það sem Vincent þurfi, sé að læra að taka því að kona hans sé orðin frægari en hann og hafi nóg að gera. Sjálfur hefur hann lítt starfað undanfarið og bara verið heima að gæta bús og barns. Vincent lítur á sjálfan sig sem úrvals leikara. Þess má geta að hann lék í Gaukshreiðrinu á sínum tíma. Vinir hans segja að hann hafi alls ekki þolað þegar kona hans var fræg og fór að fá fjölda leiktilboða, þegar hann fékk sjálfur engin. Loks kom að því að annað hvort varð að fara, segir fjölskylduvinur. - Vincent ákvað að það væri hann. - Þau hafa ekki sést síðan, en talað saman í síma og Vincent neitar að afhenda Allyce drenginn, hún megi þó heimsækja hann. Þau elska hvort annað, en verða að komast að einhverju samkomulagi. Umboðsmenn hjónanna harð- neita að veita nokkrar upplýsingar um stöðu mála. Allyce Beasly og- Vincent Schia- vclli áður en stormurinn brast á. Hann þoldi ekki velgengni hennarl Dauðinn í Ættarveldinu Um þessar mundir er að hefjast enn ein upptökuönnin hjá Ættar- veldisfólki vestra og herma sögur . að bæði Alexis og Krystle eigi að deyja fljótlega. Alexis vérðuFmýfr á dularfullan hátt, en Krystle sem lengi hefur þjáðst verður sjúkdómi að bráð. Framleiðandinn, Aaron Spelling viðurkennir að bráðlega verði morð á dagskránni, en vill ekki segja hver verður fórnarlambið. Þeir sem þykjast þekkja til, full- yrða að það sé Alexis, sem Joan Collins hefur nú leikið í átta ár. Jöaií 1fefuF~þegár tilkyhhf að hún' ætli að hætta í þáttunum eftir 12 vikur. Dauði Krystle er hins vegar áætlaður eftir aðeins 6 þætti. ¦ Sitthvað var gefið í skyn í síðustu þáttum sem teknir voru upp á fyrri Blake hefur nóg að gera við að kveðja konur sínar. Hér deyr Alexis í örmum hans, en á hinni myndinni liggur Krystle í dauðadái á sjúkrahúsi. önn, svo sem að hún þjáðist af dularfullum hósta og óskaplegum höfuðverk öðru hvoru. Linda Evans, sem leikur Krystle, hefur aðeins skrifað undir samning fyrir 6 þætti núna og framleiðendur hafa á prjónunum að láta Krystle falla í dauðadá sem hún vaknar ekki af. - Það er kominn tími til að byrja upp á nýtt og gera það sem aflaði þáttanna vinsælda í upphafi, segir Spelling. - Við kynnum allmargt nýtt fólk næst, en atburðirnir snú- ast samt sem áður um Carrington- fjölskylduna. Margir telja að Ættarveldið verði ekki langlíft úr þessu, einkum þar sem sýningar á þættinum hafa verið færðar til, þannig að hann lendir á sama tíma og margir vinsælustu þættir keppinautastöðv- anna, svo sem Fyrirmyndarfaðir, Vistaskipti og Staupasteinn. Spell- ing er ekki á sama máli. - Ég trúi ekki að tryggir áhorf- endur gefi Ættarveldið upp á bátinn. Nú verður það meira spennandi en nokkru sinni, margt nýtt fólk og meira létt skop, auk þess sem atburðarásin verður hrað- ari. Þess má geta að nú á hverjum þætti að ljúka þannig að áhorfend- ur bíði með öndina í hálsinum eftir að vita hvað raunverulega gerðist á síðustu sekúndunum. Margir hafa kvartað yfir að kvenfólkið sé of valdamikið í Ættarveldinu, en Spelling segir það líka breytast. Nú verði karlmennirnir ekki eins miklar veimiltftur og þeir hafa verið. Ein þeirra sem birtast nú í Ættar- veldinu er Stephanie Beecham, sem gert hefur garðinn frægan í afleggjara Ættarveldisins: Colby- fjölskyldunni. Debbie trúir stjömuspám Debbie Reynolds trúir stjörnu- spám eins og nýju neti, enda er hún sannfærð um að bylting í lífi hennar hafi sést þar fyrirfram, en því miður var hún vantrúuð þá. - Árið 1970 fór ég til stjörnu- spámanns og bað hann að líta inn í framtíð mína, segir Debbie. - Mér varð ekki um sel. Þá hafði ég verið gift Harry Karl í 10 ár. Ég taldi mig auðuga og, hamingju- sama, enda vissi ég ekki betur. Hins vegar kom allt annað fram í stjörnunum. Þaer sögðu að aðstæð- ur mínar væru ein ringulreið og það versta væri enn eftir. Spámaðurinn sá hjónaskilnað, mikil fjárhagsvandræði, gjaldþrot, eignamissi og minnkandi atvinnu. Hann sagði við mig. - Þú verður að afla þér upplýsinga og spyrjast fyrir njá því fólki sem stendur þér næst og hefur afskipti af fjármálum þínum. Debbie er nú 56 ára. Hún minn- ist þess að hún hló að þessum hrakspám í fyrstu. Eftir nokkra daga sagði hún manni sínum frá heimsókninni til spámannsins. - Hann fussaði bara að öllu saman og vísaði því á bug, rifjar hún upp. - Ég aðhafðist ekkert frekar og það voru reginmistök, því innan fárra vikna fór sitthvað að gerast. Ég gat ekki stillt mig um að spyrja nánar út í fjármálastöðuna, einkum manninn minn og sam- starfsfólk hans. í ljós kom að spámaðurinn hafði á réttu að standa. Þetta var næstum óhugnan- legt og stóð allt heima. Ég var gjaldþrota og skuldaði milljónir dollara vegna þess að Harry hafði ráðskast með pening- ana mína. Hjónabandið var á helj- arþröm. Líf mitt var í öngþveiti, rétt eins og spámaðurinn sagði fyrir um. Þegar svona lagað kemur fyrir mann sjálfan, getur maður ekki annað en farið að trúa. Síðan þá hef ég iðulega heimsótt spámenn og skyggnt fólk og er alltaf jafn hissa á hæfileikum þeirra til að segja fyrir um hið óorðna. Ég get fullyrt að mikið er til í svona löguðu* því ég hef reynt það sjálf, segir Débbie Reynolds. Allar hrakspárnar rsttust á Debbie Reynolds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.