Tíminn - 30.09.1988, Page 20

Tíminn - 30.09.1988, Page 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 STRUMPARNIR m ^TTV • liniinn Riðuniðurskurður í Svarfaðardal Nálega kindur urðaðar í fjöldagröf Undir lok næstu viku verður lokið við dilkaslátrun í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Þá tekur við það óskemmtilega verk að aflífa hátt í 4000 kindur úr Svarfaðardal og frá Dalvík vegna allsherjar riðuniður- skurðar á svæðinu. Þessi niðurskurður hófst sl. haust en verður lokið að fullu á þessu hausti. Svæðið verður því fjárlaust næstu tvö ár samkvæmt niðurskurðarsamningum milli bænda og Sauðfjárveikivarna. Sá háttur verður hafður á í ár að Svarfaðardal og á Héraði, t.d. í kindurnar verða aflífaðar í slátur- húsinu á Dalvík og hræin síðan urðuð í fjöldagröf í landi Hamars, sem er eyðibýli í eigu Svarfaðar- dalshreppssunnan Dalvíkur. Gröf- in vcrður tekin skammt frá þeim stað sem fé var urðað á sl. hausti. Þá var það aflífað á grafarbakka, en frá því var horfið nú vegna óánægju bænda með þá tilhögun. Stefnt er að því að lóga um 1000 kindum á dag. Bændur í Svarfaðardal hafa flestir lýst sig andvíga þeirri hug- mynd íandbúnaðarráðuneytis að greiða förgunarbætur eftir vigt og aldri hverrar kindar. Þeir hafa talið rétt að greiða fast verð á hverja kind eins og sl. haust. Landbúnað- arráðherra, Steingrímur J. Sigfús- son, ákvað í gær að bændur í Vallahreppi, ættu þess kost að velja um ákveðnar förgunarbætur á hverja kind eða hvort þær ákvörðuðust af vigt og mati hverrar kindar. Með fastri greiðslu er mið- að við 24 kílóa skrokka og haust- grundvallarverð. Björn Þórleifsson, oddviti hreppsnefndar Svarfaðardals- hrepps, segir þessa afgreiðslu ráð- hcrra í samræmi við óskir bænda um hvernig standa skyldi að málum. Hann segist fastlega búast við að langflestir bændur velji þá leið að fá fastar förgunarbætur fyrir hverja kind. Sauðfjárveikivarnir munu greiða 200 krónur á hverja aflífaða kind. Þetta gjald rennur til Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík, sem annast framkvæmd riðuniðurskurðarins í Svarfaðardal. óþh Það verður heldur tómlegt í svarfdælskum fjárhúsum í vetur. Bændur í Svarfaðardal hafa sameinast um allsherjar niðurskurð á sauðfé í haust til að freista þess að útrýma riðuveikivágestinum. Kurr meöal afleysingabílstjóra á leigubílum vegna nýrrar reglugerðar sem segir: Of margir leigubílar KRON yfirtekur rekstur matvörumarkaðar JL við Hringbraut: Mikligarður vestur í bæ KRON hefur tekið við verslun- arhúsnæði því sem matvörumark- aður JL var í þar til hann lagði upp laupana vegna rekstrarerfiðleika á fimmtudag í síðustu viku. Þröstur Ólafsson stjórnarfor- maður KRON sagði að stefnt væri að því að opna verslunina að nýju upp úr miðri næstu viku undir nýju nafni, eða “Mikligarður vestur í bæ“. KRON verður með verslun sína á jarðhæðinni þar sem matvöru- markaður JL var en verður ekki með verslunarrekstur á efri hæðum hússins né í öðrum hlutum þess. Heyrst hefur að viðræður um yfirtöku KRON á matvörumarkaði JL hafi verið hafnar nokkru áður en JL versluninni var lokað á fimmtudag í síðustu viku. Þröstur Ólafsson vildi hvorki staðfesta það né neita þvf. - sá Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina: Reglugerðin tilbúin fyrir lok næstu viku Nokkur kurr er kominn upp meðal manna sem stunda akstur leigubíla sem launþegar. Þessir menn aka venjulega bílum manna sem hafa leyfi til leiguaksturs en eru forfallaðir af einhverjum orsökum. Launþegarnir eru oftast menn sem eru að reyna að afla sér leyfis sjálfir. Nú hefur verið samin ný reglugerð um leigubíla sem taka átti gildi um þessi mánaðamót en hefur enn ekki verið birt í stjórnartíðindum. Þessari reglugerð er ætlað að grisja í röðum leigubíistjóra þannig að menn, sem nú stunda önnur störf meðfram leiguakstri, verða eftir gildistöku reglugerðarinnar, að velja annað hvort að vera í leiguakstrinum alfarið, eða hætta ella. Þá er ætlunin að fækka leigubílum nokkuð, þar sem þeir eru taldir bæði of margir og vannýttir. Þá er ætlunin að halda námskeið fyrir verðandi leigubílstjóra og verð- ur frammistaða manna á prófi í lok námskeiðsins látin ráða hvort þeir fái leyfi eða ekki. Samkvæmt gömlu reglugerðinni fóru leyfisveitingar nokkuð eftir því hvort menn hefðu ekið leigubílum sem launþegar um lengri eða skemmri tíma og telja nú launþeg- arnir að nú séu þrengdir möguleikar þeirra á að fá leyfið langþráða. Segja þeir að verði gildistöku nýju reglugerðarinnar frestað nú, hljóti að verða að úthluta samkvæmt gömlu reglugerðinni nú á þessu hausti, en taki hún gildi nú, verði ekki úthlutað leyfum næst fyrr en seint á næsta ári. -sá Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, segir að stefnt sé að því að fyrir lok næstu viku verði lokið samningu reglugerðar um At- vinnutryggingasjóð útflutnings- greina, sem ætlað er að leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækja í útflutn- ingsgreinum. Ékki er frágengið hvaða menn muni vinna að samn- ingu þessarar reglugerðar en gert er ráð fyrir að frá því verði gengið í dag eða í síðasta lagi á mánudag. Sjóðsstjórn verður skipuð 5 mönnum en ekki 10 eins og rang- hermt var í Tímanum í gær. Sam- kvæmt bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar skipar forsætisráð- herra alla stjórnarmenn. Fjármála-, iðnaðar-, sjávarútvegs-, og við- skiptaráðherra tilnefna einn stjórn- armann en forsætisráðherra skipar formann án tilnefningar. Á næstu dögum verður gengið frá skipun inanna í stjórn Atvinnutrygg- ingasjóðs. Fyrir liggur að Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn, verður formaður sjóðsstjórn- ar. óþh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.