Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 „Óánægjuvetur" fram undan í Rússlandi? - Almenningur bíður óþreyjufullur eftir umbótum Míkhail Gorbatsjov hélt uppteknum hætti í ár og lagði leið sína á fáfarnar slóðir í ríki sínu þegar hann hafði notið hvíldar í sumarleyfí. í þetta sinn varð Krasnoyarsk-hérað í Síberíu fyrir valinu, þar sem pylsa er sjaldgæf sjón og „perestrojka“ ekki annað en draumur. Hugleiðingar blaðamanns The Sunday Times um ástand og horfur í Sovétríkjunum á komandi mánuðum birtust í blaðinu nýlega, reyndar rétt eftir að Gorbatsjov kom úr sumarfríi og lét sitt fyrsta verk vera að heilsa upp á Sovétborgara í afskekktu héraði í Síberíu. Viðtökur fólksins voru efagjarn- ar um framkvæmd „perestrojku“ að því er segir í pistli blaðamannsins. Gorbatsjov í Síberíu Tilgangur Sovétleiðtogans var að umgangast þegna landsins á alþýðlegan hátt og endurvekja trú þeirra á umbótum þeim sem hann vill koma á og skýra út fyrir þeim að það eigi eftir að taka nokkurn tíma enn áður en „perestrojka" nær fullkomlega fram að ganga, en almenningur í Sovétríkjunum verður æ efagjarnari og órólegri vegna hægagangs í umbótamálum. En Gorbatsjov rak sig á það f þessari ferð til Síberíu í fyrsta sinn að nú sættir fólkið sig ekki lengur við fögurorð í mjúkum umbúðum. Þegar hann gekk um meðal fólksins, og þeirri göngu var sjón- varpað, dundu á honum alls kyns kvartanir og kærumál, sem hann sendi tafarlaust áfram til stjórn- enda og skriffinna á staðnum, sem sjá mátti á sjónvarpsskerminum hvernig skulfu og titruðu undir skömmunum. bessi fundur Gorbatsjovs og al- mennra borgara í Síberíu hlýtur að hafa verið alvarleg áminning til leiðtogans, ef hcnnar hefur þurft með, um vaxandi óþolinmæði al- þýðu manna sem bíður í óþreyju eftir umbótum. Enn sem komið er hafa á þeim þremur og hálfu ári sem hann hefur setið í valdastóli komið fleiri vandamál í ljós en tekist hefur að leysa og allt bendir til þess að komandi vetur verði „vetur óánægju" í Sovétríkjunum þegar almenningur gerir sér þess æ ljósari grein að vonirnar rætast ekki í einu vetfangi. Umbótasinnaðir hag- fræðingar líka orðnir óþolinmóðir Gorbatsjov lagði sig fram um að skýra út fyrir fólki að ekki er hægt að búast við að neinar efnahagsleg- ar umbætur nái fram að ganga tafarlaust. En margir sovéskir hagfræðingar halda því fram að þær endurbætur sem enn sem kom- ið er hafi komist til framkvæmda séu ófullnægjandi og að umdeildar aðgerðir, s.s. róttæk breyting á verðlagsmálum, verði að taka gildi tafarlaust. Slíkar breytingar eru ekki í sjón- máli og það sem erfiðara er, þess eru merki að íhaldsmenn séu enn nógu valdamiklir til að hindra enn víðtækari endurbætur, rétt eins og Andrei Sakharov, sem áður var leiðtogi andófshreyfingarinnar, hefur varað við. Augljósustu vandamálin: skortur á - neysluvarningi... Vandinn sem Gorbatsjov á við að etja er augljósastur á tveim sviðum, þ.e. hvað varðar matvæli og neysluvarning annars vegar og liins vegar ókyrrð ýmissa þjóða innan Sovétríkjanna. Yfirvöld hafa nú formlega innleitt áætlun um að flest bú landsins verði afhent einka- fyrirtækjum til leigu. Á ferðum sínum í Krasnoyarsk-héraði hélt Gorbatsjov stíft fram ávinningi þessa kerfis en varð að viðurkenna að margir bændur, sem ekki hafi vanist því að leggja hart að sér við vinnu, kunni að vera ófúsir til að taka það upp. Þetta nýja kerfi hefur líka orðið fyrir gagnrýni sumra umbótasinna, sem segja það hálfkák sem ekki gangi nógu langt til að hvetja bændur til að sýna landi sínu umhyggju og auka framleiðslu. Hvað varðar aðferðir til að binda enda á skortinn á nýtískulegum og vönduðum neysluvarningi er bráðabirgðalausn Gorbatsjovs jafnvel enn ólíklegri til árangurs. í sumar var skyndiáætlun hrundið í framkvæmd sem ætlað var að auka framleiðslu um sem svarar 1560 milljörðum ísl. kr. á næstu tveim árum. En slíkar heitstrengingar hafa oft verið hafðar uppi áður og það var augljóst að Síberíubúarnir sem réðust á Gorbatsjov í Krasn- oyarsk-héraði höfðu litla trú á að þær rættust nú frekar en fyrr. ... og ókyrrð ýmissa þjóða innan Sovétríkjanna Vandamálið vegna þjóðernis- brotanna gæti orðið enn erfiðara úrlausnar, bæði vegna þess að þjóðir í Sovétríkjunum, aðrar en Rússar, leggja fram sífellt róttæk- ari kröfur svo og hefur ruddaleg lausn Gorbatsjovs á málinu sem kennt er við Nagorny-Karabakh dregið úr hrifningu helstu stuðn- ingsmanna Gorbatsjovs, mennta- manna. Nýlega hafa á ný brotist út verkföll og mótmæli í Nagorny- Karabakh þar sem enn hafa verið ítrekaðar kröfur um að þetta um- deilda landsvæði verði sameinað Armeníu. Höfnun Gorbatsjovs á þessum kröfum í júlí sl. og hversu ófrávíkjanleg hún var olli gremju meðal Armena og nú er Ijóst að tímabundið hlé á mótmælum Arm- ena gefur ekki til kynna að þeir ætli að fella sig við „lausnina". Menntamennirnir að tapa voninni? Jafnvel enn skaðlegri voru áhrif þessarar afgreiðslu á menntamenn- ina. Það hafði tekið Gorbatsjov langan tíma að sannfæra þá um heilindi sín, en þegar í ljós kom að hann var ekki einu sinni tilbúinn að hlusta á röksemdafærslu Armena - sem flestir menntamenn um Sov- étríkin þver og endilöng taka undir - eyddi hann mestum hluta þessa stuðnings, sem hann hafði haft svo mikið fyrir að afla sér. í fjarveru Gorbatsjovs í sumar urðu fleiri atburðir til að grafa undan trausti frjálslyndra manna á verkum hans enn frekar. Nýrri óeirðasveit var beitt á götum Moskvu-borgar við að brjóta á bak aftur friðsamlegar mótmælaað- gerðir. Grunsemdir um að þarna væru harðlínumenn að ná sér niðri á aðalritaranum í fjarveru hans Er fólk í Sovétríkjunum faríð að missa trúna á „perestrojku". Gor- batsjov stendur nú í ströngu að telja kjark í almenning. áttu ekki við rök að styðjast, sveitin var sett á fót áður en Gorbatsjov tók sér sumarleyfi. Og innan fárra daga eftir að Gorbatsjov fór í fríið hélt Yegor Ligachev, sem er næstur aðalritar- anum í valdastiganum, merkilega ræðu þar sem hann réðst á sumar grunnstoðir „perestrojku" - mark- aðsmál, réttinn til mótmæla og að hætta að líta á heiminn út frá “stéttasjónarmiði". 0g nú bregst líka kornuppskeran! Það undrar margan að Gorbat- sjov hafði enga tilburði uppi til að skýra þessi ólíku sjónarmið í ræð- um sínum í Krasnoyarsk. Satt best að segja voru fundahöldin orðin þreytuleg og bragðdauf þegar leið að lokum þessarar krossferðar hans. Gorbatsjov varaði m.a.s. þjóð sína við að ekki væru horfur á góðri kornuppskeru á þessu ári. Já, líkur benda til að veturinn verði ekki ljúfur í Moskvu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.