Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 f FRÉTTAYFIRLIT CANAVERALHÖFÐI - Áhöfn geimskutlunnar Discov- ery var i svitabaði fyrsta sól- arhring sinn úti í geimnum því vegna bilana í kælikerfi var hitinn í stjórnklefanum 30 gráð- ur i stað 26 eins og hann átti I að vera. Áhöfnin hefur lítið annað gert en að reyna að j gera við loftkælikerfi skutlunn- ! ar því það verður að vera í j fullkomnu lagi er skutlan heldur inn í gufuhvolfið að nýju. Ann- ars er hætta á að hitni um of í : kolunum. WASHINGTON -Áfrýjun- ardómstóll hafnaði kröfum um að dæma málsgögn í Iran- Kontra hneykslinu ógild. Þann- ig stendur ekkert í veginum fyrir áframhaldandi réttarhöld- um yfir fyrrum starfsmönnum forsetaembættisins þeim Ol- iver North og John Pointdexter. LONDON - Verð á olíu lækkaði og hefur ekki verið svo lágt síðustu 25 mánuði eftir fréttir um að Saudi Arabar væru að aka framleiðslu sína. Höndlarar sögðu fréttirnar kynda undir ótta um verðhrun á olíu. PEKING - Leiðtogar komm- únistaflokksins í Kína hófu málefnaþing sitt með því að lofa varkárnum umbótum í j iandinu til að verjast metverð-1 bólgu og kaupæoi. TOKYO -Læknargáfu Hiro- hito keisara Japans enn eina blóðgjöfina, en keisarinn held- ur enn áfram að kasta upp blóði. Ættingjar hans segja ao hann kvarti um verki og að hann eigi erfitt með svefn. j PAKISTAN - Byssumenn drápu að minnsta kosti 60 j manns og særðu 150 í skot- árás á óbreytta borgara í Hy-' derabad í Pakistan, en borgin er sú næst stærsta í Sindhér- aði. Þar hafa að undanförnu brotist út átök milli innfæddra Sindisha og aðfluttra Mohajira og er talið að skotárásin í gær se einn liður þeirrar kynþátta- (■ ólgu. ' VATÍKANIÐ - í skjali sem Jóhannes Páll páfi II sendi frá sér í gær ver hann virðingu konunnar en sagði hins vegar að ekki væri rétt að vígja konur til preststarfa þar sem Jesús Kristur valdi eingöngu karl- menn sem postula sína. I hinu ; 28 þúsund orða skjali, Mulieris Dignitatem, sem útleggst á ís- lensku Virðing konunnar, eru konur sagðar mannsins „syst- ur í mannkærleik". llllllililllllll ÚTLÖND :: . ■ ' ..... ............ .............. ........ .......... Sögulegur fundur í miðnefnd sovéska kommúnistaflokksins í gær þegar Gromyko forseti fór á eftirlaun, Ligachev lækkaði í tign og fjórir íhaldsmenn tóku pokann sinn: Gorbatsjov hreinsar út fyrir umbætumar Mikhail Gorbatsjov hefur nú öll tromp á hendi sér eftir róttækar breytingar í Politburo, stjórnarnefnd sovéska kommúnistaflokksins. Þetta er hluti gömlu stjórnarnefndarinnar, en þaðan er Gromyko nú horfinn á brott og völd hins íhaldssama Ligachevs skert til mikilla muna. Mikhail Gorbatsjov aðalritari sovéska kommúnistaflokksins virð- ist nú hafa öll tromp á hendi sér og eiga frítt spil með að koma umbóta- áætlun sinni á framfæri í Sovétríkj- unum eftir að hafa hreinsað ærlega til ■ forystuliði Sovétríkjanna og gert andstæðinga sína óvirka á skyndi- fundi miðnefndar sovéska kommún- istaflokksins í gær. Andrei Gromyko sem lifað hefur af allar pólitískar hreinsanir í Sovét- ríkjunum frá því á tímum Stalíns og gegndi embætti utanríkisráðherra Sovétríkjanna um áratuga skeið sagði af sér sem forseti Sovétríkj- anna, en því embætti hefur hann gegnt undanfarið. Gromyko sem nú er 79 ára að aldri hættir einnig í stjórnarnefnd kommúnistaflokksins sem er valdamesta stofnun flokksins. Hann sagðist hætta afskiptum af stjórnmálum að eigin ósk og notaði tækifærið í gær og lýsti stuðningi við umbótastefnu Gorbatsjovs. Þá dró Gorbatsjov mjög úr völd- um Yegors Ligachevs sem verið hefur næstráðandi Gorbatsjov sem hugmyndafræðingur flokksins með því að gera hann að formanni nefnd- ar er fjallar um landbúnaðarmál í Sovétríkjunum. Ligachev sem er einn þekktasti íhaldsmaður stjórn- arnefndarinnar hafði notað tækifær- ið þegar Gorbatsjov hélt í sumarfrí að gagnrýna mjög umbótastefnu leiðtogans. Fyrir það geldur hann nú í hreinsunum Gorbatsjovs. Náinn samstarfsmaður Gorbat- sjovs, Vadim Medvedev, mun taka við stöðu Ligachevs sem hugmynda- fræðingur kommúnistaflokksins og næstráðandi aðalritaranum. Medve- dev sem reyndar tilkynnti opinber- lega þær breytingar sem urðu á fundinum í gær, hefur ekki verið meðlimur stjórnarnefndarinnar fyrr en nú. Annar valdamikill íhaldsmaður missir starf sitt og fær nýja veiga- minni stöðu. Það er Viktor Chebri- kov, yfirmaður KGB, en hann hefur nýlega látið frá sér fara að umbóta- stefnan hafi gengið of langt. Che- brikov er nú formaður nefndar sem endurskoða á lög í Sovétríkjunum. Það eru fjórir aðrir meðlimir stjórnarnefndarinnar sem fengu endanlega að taka pokann sinn og fylgja Gromyko á eftirlaun. Það voru þeir Mikhail Solomentsev, Pyotr Demichev, Vladimir Dolgikh og Anatoly Dobrynin, allir úr íhalds- samari væng kommúnistaflokksins og fyrrum samstarfsmenn Leoníd Brésnevs. Þekktastur þeirra er lík- lega Anatoly Dobrynin, en hann var um tuttugu ára skeið sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Það eru dyggir stuðningsmenn Gorbatsjovs sem taka við þeim sæt- um stjórnarnefndarinnar sem nú hafa losnað. Alexandra Byrukova tók sæti í stjórnarnefndinni sem áheyrnarfulltrúi og er það í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi sem kona gegnir svo veigamiklu starfi. Þá tóku Alexander Vlaslov innanríkisráð- herra og Anatoly Lukyankov sæti í stjórnarnefndinni. Greinilegt er að Gorbatsjo ætlar að koma breytingum sínum á fram- færi í einum grænum hvelli því í dag mun Æðsta ráð Sovétríkjanna funda. Er gert ráð fyrir að það muni kjósa nýjan forseta í stað Gromykos og velja nýjan yfirmann KGB, sovésku leynilögreglunnar. Þá má gera ráð fyrir að Gorbatsjov leggi fyrir Æðsta ráðið tillögur um róttæk- ar stjórnkerfisbreytingar. Eftir at- burði gærdagsins bendir ekkert ann- að til en að þær verði samþykktar. Dráp SAS á IRA mönnum á Gíbralt- ar lögleg Réttur í máli liðsmanna sér- sveita breska flughersins, SAS, sem skutu þrjá óvopnaða liðs- menn írska lýðveldishersins til bana á Gíbraltar fyrr á þess ári komst að þeirri niðurstöðu í gær að drápin væru fullkomlega lögleg. Vitnaleiðslur hafa verið í réttarhöldum þessum undanfarn- ar vikur og hefur lögfræðingur skyldmenna hinna látnu leitast við að sanna að lögbrot hafi átt sér stað. Ef svo hefði verið væri það mjög pínlegt fyrir Margaret Tatcher forsætisráðherra Bret- lands sem varið hefur drápin og heitið því að leggja allt í sölurnar til að klekkja á hryðjuverka- mönnum. Kviðdómurinn var ekki ein- huga um þessi málalok, níu töldu aðgerð sérsveitarmannanna inn- an ramma laganna en tveir töldu aðgerðina ólögmæta og að um morð hafi verið að ræða. Bretar og Iranar endur- nýja stj órnmá I atengsl in Bretar og franar hyggjast taka upp full stjórnmálatengsl að nýju. Utanríkisráðherra Bretlands Sir Geoffrey Howe tilkynnti þetta eftir að hafa átt fund með Ali Akbar Velayati utanríkisráðherra frans, en þeir hittust að máli hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Talið er að þessi ákvörðun gæti liðkað fyrir því að Bretinn Terry White verði leystur úr haldi í Beirút, en talið er að hann sé gísl öfgahóps sem er hlynntur írön- um. Sir Howe sagði að nánari útfærsla á endurreisn stjórnmálasamskipta verði unnin af embættismönnum ríkjanna. „Hvorir tveggja aðilar hafa ákveð- ið að endurreisa full stjómmála- tengsl landanna á grunni gagn- kvæmrar virðingar," sagði Sir Howe' við blaðamenn eftir 45 mínútna fund með Velayati. „Endanlegt fyrir- komulag verður útfært af embættis- mönnum, en fullkomið stjórnmála- samband verður að sjálfsögðu tekið í nokkrum skrefum". Stjómmálatengslum ríkjanna hef- ur ekki að fullu verið slitið, en hins vegar kölluðu ríkin alla sendiráðs- menn sína nema einn heim á síðasta ári eftir að írönsk sendinefnd var handtekin fyrir búðahnupl í Manch- ester og aðsúgur var gerður að breskum sendiráðsmanni íTeheran. íranar hafa haft einn sendifulltrúa í sendiráði sínu í London, en Bretar hafa haft einn sendiráðsmann til að eiga við málefni Breta í sendiráði Svía í Teheran. Sir Howe neitaði spurningum um að ákvörðun Breta um að taka upp stjómmálasamband við frana að nýju tengdist tilraunum til að fá Terry White lausan, en viðurkenndi að mál hans hefðu borið á góma. „Ég held það þurfi að vera á tæru að ekkert samband er á milli sameig- inlegrar ákvörðunar ríkisstjórnanna tveggja um að taka skref í átt að fullu stjórnmálasambandi og nokk- urs annars málefnis. En að sjálf- sögðu notaði ég tækifærið líkt og ég hef gert á sambærilegum fundum með öðrum ráðherrum og hvatti írönsku ríkisstjórnina til að beita áhrifum sínum eftir mætti til að hjálpa við að frelsa fólk sem haldið er í gíslingu. Þeir lýstu yfir vilja sínum að gera slíkt, en ég tek skýrt fram að þau málefni snerta á engan hátt önnur óskyld mál sem við ræddum um,“ sagði Sir Howe. Ali Akbar Velayati utanríkisráð- herra írana mun í dag eiga viðræður við utanríkisráðherra íraka að frum- kvæði Perez de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóðanna og munu þeir reyna að koma friðarviðræðum ríkj- anna á skrið á ný. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.