Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 27
f,rii,TjiT OS' Tíminn 27 l'. a Hún Sandy Duncan er eins og hún sé að fara á grímuball sem „lampa- skermur“, var umsögnin um stutta, svarta kvöldkjólinn hennar Sandy „Jakki frá skosku Hálöndunum við stutt Tarzanpils, - ósköp er að sjá þetta!“ og síðan hélt tískuskrif- arinn áfram að tala um, að vana- lega værí Dallas-stjarnan Linda Gray smekklega klædd, en þarna væri ekki hægt annað en að segja að hún slægi öll met í smekkleysu Tracey Scoggins, sem er eitt- hvert smástirnið, vakti eftirtekt fyrir hvað hún sjálf var falleg, - og hvað samkvæmiskjóllinn hennar var óklæðilegur með ÖU þessi rykktu „bfladekk“ utan um kroppinn á hcnni. Óklæðilegir tískukjólar Susan Ruttan, vinsæla skrif- stofustúlkan hjá lagarefunum ■ sjónvarpsþáttunum „L.A. Law“ er vel í skinn komið, - en ekki sýnist hún grennri í þessu dressi sínu: Sterkfjólubláum silkijakka með stóra Ijósgula rós í barmi, svörtu síðu og víðu pilsi, fjólubláum og gulum sokkum við svarta karlmanna- skó! Pat Kennedy Lawford (ekkja leikarans Peter Lawford) mætti í mini-pilsi, þrátt fyrír að hún er orðin 63 ára. Hún Olivia Brown varð fræg þegar hún fór að leika í sjónvarpsþáttunum „Miami Vice“. Svarti leðurkjóllinn, sem hún er hér íklædd, er með gagnsæjum ermum og sömuleiðis sést í gegnum framstykki kjólsins niður á maga. En það er engu líkara en bjarndýrshrammar með ógnarstórum klóm haldi um brjóst Oliviu. „Það fer hrollur um mann að sjá stúlkuna í þessum kjól!“ sagði tískugagnrýnandi Þegar Oscars-verðlaunum er úthlutað eða við aðrar stórsam- komur í Hollywood eru ljósmynd- arar á hlaupum til að ná myndum af sem flestu frægu fólki. Oft má sjá eftir slíka atburði heilar síður í blöðunum, þar sem verið er að gefa samkvæmisfötum leikkvennanna einkunn. Þessar 10 eru best klæddar og aðrar eru svo til nefndar sem verst klæddar. Auðvitað eru þannig einkunna- gjafir hjákátlegar, en það verður að segjast, að oft sjást myndir af þessum þekktu konum í slíkri „múnderingu" að það er engu líkara en tískuhönnuðurinn hafi verið að gera grín að dömunni sem ber „listaverkið" hans, -eða þá að daman sjálf sé að gera grín að okkur sem skoðum myndirnar og lesum okkur til um þetta frægðar- fólk. Hér sjáum við samansafnaðar nokkrar myndir af tískufötum sem þykja sérstaklega óklæðileg og mis- heppnuð:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.