Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 4
 4 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 Kaupmenn og innflytjendur tvístígandi vegna áframhaldandi verðstöðvunar: Tæknileg atriði stanaa í mönnum „Menn eru tvístígandi, enda þarf að taka á málunum með allt öðrum hætti núna, frá því sem var í verðstöðvuninni í september. Núna eru ákvæði um að hækka megi vöru, ef hækkunin er af erlendum toga, auk þess sem gengisfelling hefði orðið á sama tíma,“ sagði Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun í samtali við Tímann aðspurður hvort ný vandamál hefðu komið upp samfara framlengingu verðstöðv- unar. Guðmundur sagði að það væru stæðu í mönnum. „Talað er um að einkum tæknileg vandamál sem ekki megi vera með hærri krónutölu- álagningu en við upphaf verðstöðv- unar 27. ágúst. Menn eru hins vegar flestir með prósentuútreikninga, þannig að vandamálið hjá flestum er hvernig eigi að bregðast við þessu. Mest af þeim fyrirspurnum sem við fáuni nú er af þessum toga,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist gera ráð fyrir að þessi vika færi að miklu leyti í fundahöld með aðilum viðskiptalífs- ins, þar sem reynt verður að útskýra hverjar leikreglurnar eru. „Það ger- ist ekki fyrr en á reynir að við getum útfært hvernig reglurnar verða í smáatriðum, þó svo að við höfum í meginatriðum verið búin að setja niður fyrir okkur hvernig að hlutun- um eigi að standa. Pað verður að meta svolítið eftir aðstæðum." -ABÓ Blönduós: Nýtt pósthús Nýtt póst- og símahús að Hnjúkabyggð 32 á Blönduósi var tekið í notkun 3. október sl. Húsið er 355 fermetrar, teikn- að af Jósef S. Reynis, arkitekt. Verkfræðiteikningar unnu Al- menna verkfræðistofan og Raf- teikning hf. Aðalverktaki við smíði hússins var Fjarðarsmiðjan hf. í Garðabæ, en afgreiðsluinn- réttingar voru smíðaðar á tré- smíðaverkstæði Póst- og síma- málastofnunar. Eldra húsnæðið fyrir póst- og símaafgreiðslu á Blönduósi var fyrir löngu orðið ófullnægjandi sökum þrengsla, en það var tekið í notkun 1946. Nýja húsið býður upp á góða aðstöðu jafnt fyrir starfsfólk sem viðskiptavini. Stöðvarstjóri er Sigurður Her- mannsson. Norræn ráðstefna í Danmörku um þátttöku kvenna í atvinnurekstri: i Konureru utangátta -M Unnið er að undirbúningi nor- rænnar ráðstefnu um konur og rekst- ' ur fyrirtækja, sem fyrirhugað er að halda í Danmörku 22.-24. janúar % Í1989. Pátttaka kvenna í uppbyggingu atvinnulífs hefur töluvert aukist á Norðurlöndum, einkum í dreifbýli. Konurnar reka gjarnan öðruvtsi fyrirtæki en karlar. Lítil fyrirtæki í þjónustugreinum eru algeng og for- sendur fyrirtækjanna aðrar en hjá körlum. Konur stofna oftar til fyrirtækja- rekstrar vegna þess að atvinnumögu- leikar þeirra eru minni en karla, bæði vegna atvinnuleysis og byggð- aröskunar og eru dæmi um slíkt bæði hérlendis, í Danmörku og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hlutdeild kvenna á sviði fyrirtækjarekstrar hafi aukist eru konur enn að miklu leyti utan- gátta í viðskiptaheiminum og utan við samskiptanct karlanna og hafa þær því stofnað samskiptanet kvenna í atvinnurekstri og eru slík þegar til hér á landi. Tilgangurinn með ráðstefnunni í Danmörku er að safna þeirri þekk- ingu sem fyrirfinnst um stöðu kvenna í atvinnurekstri, líta til fram- tíðar og á hvern hátt verði byggt upp betra samfélag fyrir alla. Þrjátíu fulltrúar frá hverju Norðurlandanna munu sækja ráð- og verða fulltrúar kvenna í stjórnmálafólks og þátttakendur. -sá ^SSSssm.;. Reykvíkingar heppnir með veður Eftirlætísfjall fjölmargra Reykvfldnga er nú orðið nær alhvítt. Engu að síður hafa höfúðborgarbúar getað fagnað fallegu veðrí síðustu daga, ekki hvað síst þegar höfð eru í huga veðurfarsleg örlög annarra landshluta s.s. Vestfjarða þar sem hríðarbyljir gerðu Vestfirðingum lífið leitt um helgina. Eins og myndin sýnir var falleg sýn yfir höfhina í Reykjavík í fyrrakvöld. Tímamynd Ámi Bjama Ungir jafnaðarmenn: IGNA NYRRI HKISSTJÓRNI Stjórn Sambands ungra jafnað- armanna kom saman 1. október sl. og samþykkti eftirfarandi ályktun: Stjórn Sambands ungra jafnað- armanna fagnar myndun ríkisstjórn- ar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Samstjórn þessara flokka gefur félagshyggju- fólki í landinu tækifæri til þess að vinna að framgangi sameiginlegra baráttumála. Náið samstarf félags- hyggjufólks hvar í flokki sem það stendur getur lagt grundvöllinn að stórum flokki jafnaðarmanna á ís- landi í framtíðinni. Mikilvægt er að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar farist landsstjórnin vel úr hendi og friður ríki í stjórninni. Sérstaklega er brýnt að vel takist til um stjórn ríkisfjármála og peninga- mála. Þróun efnahagsmála má ekki fara úr böndunum í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það vekur ugg að með- al fyrstu aðgerða ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er mikil tilfærsla á fjárntunum frá almenningi til at- vinnufyrirtækja. Þessi tilfærsla er ekki í anda skynsamlegrar hag- stjórnar. Velfcrðarkerfi hins opin- bera á að vera fyrir fólkið í landinu en ekki fyrirtækin. Atvinnutrygg- ingasjóður útflutningsgreina er sér- stakt áhyggjuefni. Verulegar breyt- ingar eru að verða á atvinnuháttum hér á landi. Stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum á ekki að miða að því að fresta þessum breytingum heldur að beina þeim inn á heilla- vænlega braut fyrir þjóðina alla. Fyrstu fréttir af jólabókunum: Guðbergur með þrjár Fyrstu fréttir af komandi jóla- bókavertíð eru að byrja að berast. Það vekur athygli að Guðbergur Bergsson rithöfundur sendir frá sér þrjár bækur nú í ár. Ein þeirra er viðtalsbók, heitir Trúin, ástin og efinn, og er fyrra bindi endurminninga séra Rögn- valdar Finnbogasonar á Staðastað sem Guðbergur hefur skráð. í henni rifjar séra Rögnvaldur upp æskuminningar sínar úr Hafnar- firði, námsár sín í guðfræðideild Háskóla íslands og fyrstu prest- skaparár sín í Bjarnanesi. Önnur bókin er smásagnasafn sem bera mun heitið Maðurinn er myndavél. 1 því verða þrettán sögur. Þriðja bókin er svo þýðing Guð- bergs á sögu sem nefnist Andrúms- loft glæps. Hún er eftir spænskan höfund, Juan Benet, og gerist á auðnum Spánar á valdatíma Francos. Það er bókaútgáfan Forlagið sem gefur allar þessar þrjár bækur Guðbergs út. Margar aðrar bækur eru væntanlegar þar nú fyrir jólin. Þar á meðal eru nýjar ljóðabækur eftir Nínu Björk Árnadóttur og Sigurð Pálsson, viðtalsbók við ís- lenska utangarðsunglinga sem Sig- urður Á. Friðþjófsson tekur saman, og þýddar skáldsögur eftir Toni Morrison og Doris Lessing. Auk þess gefur Forlagið út nokkrar barnabækur í ár og meðal þeirra er handbók fyrir börn og unglinga um tónlist. -esig Guðbcrgur Bergsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.