Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Skólamál Almennt mun skólastarf í landinu hafið af fuilum krafti á öllum skólastigum. Sætir það fremur undan- tekningum, ef grunnskólar eru ekki byrjaðir vetrar- starf í septembermánuði, þótt sveigjanleiki í því efni sé viðurkenndur sem skólastjórnendur hafa rétt til að notfæra sér eftir aðstæðum. Þó getur ekki verið eftirsóknarvert að steypa alla skóla í sama mót. Það er ekkert sem segir að grunnskóli í Svarfaðardal eigi að starfa nákvæmlega eins og grunnskóli í Selásnum í Reykjavík. Þrátt fyrir viðurkenningu á mismunandi aðstæðum í skólahverfum sem Ieiðir af sér nauðsyn sveigjan- leika í skólastarfi, þá á þetta miklu fremur við ytra borð skólastarfs en raunverulegt innihald kennslu og uppeldisstarfa. Hvað það varðar gilda svipuð lögmál, hvort heldur skólinn er í Svarfaðardal eða Selásnum. Ekkert vafamál er t.d., að öllum skólum er nauðsyn að við þá starfi fullmenntaðir kennarar. Það eru því orð að sönnu, sem standa í stefnuskrá Framsóknarflokksins að góð menntun kennara sé grundvallarforsenda fyrir árangri í skólastarfi. Þess vegna ber að leggja mikla áherslu á kennaramenntun og leitast við að tryggja með tiltækum ráðum, að kennaralært fólk starfi við alla grunnskóla. Þótt slíkt stefnumark sé sett, þá þurfa því ekki að fylgja neinir hleypidómar gagnvart þeim, sem stunda kennslu án þess að hafa til þess full réttindi. Starfsreynsla er líka kennari, auk þess sem fordómar og fagheimska sæma ekki upplýstu fólki. Gleðilegt er til þess að vita að Kennaraháskóli íslands er vakandi í þessum efnum. Þar er ekki slakað á kröfunni um fagmenntun og hefðbundið nám í skólanum, en jafnframt leggur skólinn sig fram um að koma til móts við réttindalausa kennara, s.k. leiðbeinendur, með því að gefa þeim kost á að stunda e.k. utanskólanám til þess að öðlast kennara- réttindi. Auk þess sem allir grunnskólar þurfa að njóta lærðra kennara í starfi sínu, þá leiðir það af gildandi lögum að nauðsynlegt er að allir grunnskólar hafi viðurkennda aðalnámsskrá við að styðjast. Ljóst er að slík námsskrá verður að byggjast á grunnskóla- lögunum og vera í samræmi við nútíma skólastefnu og uppeldisviðhorf. Fréttir hafa borist af því að slík aðalnámsskrá hafi verið til endurskoðunar í mennta málaráðuneytinu. Við því er í sjálfu sér ekkert nema gott að segja, og enn er þessi námsskrá á vinnslu- og umræðustigi. Þessi námsskrárdrög hafa ekki verið birt opinberlega. Um þessa nýju námsskrá gildir það, eins og allt sem varðar löggjöf um skólamál og framkvæmd hennar, að hún hljóti góðan undirbúning og menn taki sér góðan tíma til að ræða efni hennar á faglegan hátt. Gerð aðalnámsskrár ætti að verða tilefni til hófsamlegrar og fordómalausrar umræðu um skólamál og má síst verða til hins gagnstæða, þar sem öfgarnar eru leiddar saman og látnar takast á. Ef hin nýju námsskrárdrög gefa tilefni til slíks, þá er verr farið en heima setið. GARRI llllllillllii Eignarhluti í Marel Þær fréttir voru að berast að Samband ísl. samvinnufélaga hefði selt hlutabréf sin í tveimur fyrir- tækjum, Hval hf. og Marel hf. Eignarhlutinn í Hval var lítill og skipti engum sköpum fyrir Sam- handið svo að sala hans er út af fyrir sig lítil frétt. Eignarhlutinn í Marel var hins vegar umtalsverður, enda var það Sambandið sem á sínum tíma ýtti þessu fyrirtæki af stokkunum og þar með þeirri tölvuvæðingu sem á liðnuin árum hefur haldið innreið sína í frystihús landsmanna. Ekki hefursamvinnu- hreyfingin þó sleppt hendinni af þessu fyrirtæki, því að Samvinnu- sjóður íslands á þar enn umtals- verðan hlut, svo og ýmis af Sam- handsfrystihúsunum. Það er hins vegar vel kunnugt aö við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja í rekstri Sambandsins nú undanfarið. Tap var á rekstrinum tvö undanfarin ár, og öllum er enn i fersku minni útkoma kaupfélag- anna árið sem leið. Þess vegna er ekki nema eðlilegt að Sambandið leitist við að losa nokkuð af því fjármagni sem það á bundið í öðrum fyrirtækjum og ekki til- heyra bcint aðalrekstri þess. Merkt framfaraspor Það fer hins vegar ekki á milli mála að í Marel hf. hefur verið unnið mikið og merkilegt braut- ryðjendastarf þann tíma sem fyrir- tækið hefur starfað. Aðalvcrkefni þess hefur verið að þróa og mark- aðssetja hvcrs konar tölvuvogir og annan tölvubúnað til nota ■ frysti- húsum landsins, og reyndar einnig um borð í fiskiskipum. Þó að fleiri fyrirtæki hafi raunar einnig starfað á þessu sviði er samt óhætt að telja að það brautryðjendastarf, sem unnið hefur verið í Marel hf., sé ekki hvað síst ástæðan fyrir því hvað öll tölvuvæðing hefur aukist stórlega i frystihúsunum síðustu árin. Þar hefur hvers konar sjálfvirkni verið stóraukin, og á sama tíma einnig allt það sem lýtur að upplýs- ingasöfnun um magn móttekins hráefnis og nýtingu þess. Með tilkomu hins nýja tölvubúnaöar fá stjörnendur frystihúsa í dag mun nákvæmarí upplýsingar en áður um allt sem heitir samsetning þess hráefnis sem kemur inn í hús þeirra, um skiptingu á milli teg- unda og nýtingu þeirra hverrar um sig. Allir vita hvað tölvuvæðing nú- tímans er farin að hafa gífurleg áhrif á alla atvinnustarfsemi í land- inu. Tölvurnar hafa yfirtekið allt sem viðkemur bókhaldi af hverju tagi sem er í fyrirtækjum. í frysti- húsunum hefur tölvubúnaðurínn frá Marel haft gífurlega þýðingu til hugræöingar og gjörbreytt þar allri stöðu mála. Líka hefur Marel hf. sótt inn á erlenda markaði með vörur sínar og selt þær þar í talsverðu magni. Þar hefur sömuleiðis veríð á ferð- inni merkt brautryðjandastarf í því að flytja út íslenskt hugvit og íslenska sérþekkingu. Brautin er rudd Núna má hins vegar segja að þessu brautryðjandastarfi sé lokið. Erystihúsin eru orðin tölvuvædd að stærstum hluta, þótt vitaskuld mcgi þar lengi endurbæta og auka við. Þess vegna er ekki jafn brýn þörf núna og áður á að Sambandið sé þarna með. En núna þykir Garra hins vegar líklegt að eiga megi von á því að cinhverjir frjálshyggjumenn láti hlakka í sér yfir því að Sambandið skuli hafa selt hlut sinn í þessu fyrirtæki. Þess háttar Þórðargleði stendur þó á brauðfótum þegar betur er að gáð. Munurinn á samvinnufyrirtækj- um og einkafyrirtækjum er nefni- lega sá að þeim fyrr nefndu er ætlað að veita þjónustu á meðan þeim síðar nefndu er ætlað að græða. Með þátttöku sinni í Marel hefur Sambandið haft forgöngu um að nauðsynleg tölvutækni héldi innreið sína í frystihúsin. Því verki er nú lokið í þeim mæli að telja má að nauðsynleg þjónusta hafi þar verið veitt. Þess vegna getur Sam- bandið með góðu móti dregiö sig þarna í hlé og snúið sér að öðrum verkefnum. Þar ber hæst að koma öllum almcnnum rekstri samvinnufélag- anna í landinu á þann grundvöll að hann geti staðið undir sér. Með engu öðru móti geta samvinnufé- lögin veitt almenningi i landinu þá þjónustu sem þau eru stofnuð og rekin til að veita. Þeim er ætlað að tryggja íslendingum um land allt sem jafnasta aðstöðu til verslunar og vöruaðdrátta, og einnig að lialda uppi atvinnu á hverjum stað eftir því sein þörfin kallar. Það þarf víst ekki að lýsa því fyrir einum né neinum íivernig aðstaðan til þcssa hefur verið síð- asta árið eða svo. Núna ríður því á að hér takist að koma á því jafn- vægi i efnahagslífinu að aftur verði hér eðlilegur og heilbrigður rekstr- argrundvöllur fyrir þau þjónustu- fyrirtæki sem almenningur úti á landsbyggðinni á og rekur. Garri. Menntunarsnauð umferð Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík fór á stúfana um síðustu helgi til að kanna það sem liggur öllum öðrum í augum uppi, að umferðarlög eru brotin og þver- brotin og brotin aftur og enn á ný. Það er í rauninni stórmerkilegt að lögreglunni skyldi láta sér detta í hug að fara að hyggja að hörmuleg- um akstursvenjum alltof margra bílstjóra og að skipta sér af þeim. Það sem lögreglan gerði var einfaldlega að láta löggæslumenn vera á verði í óeinkenndum bílum og fylgjast með vitleysingunum í umferðinni. Árangurinn lét ekki á sér standa. 230 ökumenn voru staðnir að verki og kærðir fyrir umferðarlagabrot, misjafnlega alvarleg. 60 stykki voru staðnir að því að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi. En það er svo algeng sjón í umferðinni að flestir eru hættir að taka eftir þótt fjöldi bílstjóra sé annað hvort litblindur eða ekki með það á hreinu hvað Ijósin á götuvitunum þýða. Þessir 60 eru auðvitað aðeins þeir sem löggan stóð að verki. Hinir sluppu allir eins og venju- lega. Það sem allir sjá og vita 102 bílstjórar voru staðnir að of hröðum akstri og þegar lögreglunni þykir vera fullgreitt ekið er hraðinn örugglega kominn allvel yfir lögleg mörk. Aðeins 14 voru fullir að geysast um á bílum sínum af þeim sem lögreglan þurfti að hafa af- skipti af. Annars var þetta heldur róleg og venjuleg helgi með skúrum og breytilegri átt og umferðin hvorki meiri né minni eða lakari en að öllu jöfnu. Það sem skeði var ekki annað en að nokkrir lögregluþjón- ar földu sig í óeinkenndum bílum á gatnamótum og fóru að fylgjast með umferðinni og taka brotiega ökumenn og láta þá svara til saka. Finnist einhverjum tala söku- dólganna há kemur hún þeim sem fylgjast með umferðarhörmung- inni ekki á óvart, nema kannski lögreglunni. Einhverjir fjölmiðlar hafa verið að býsnast með að fjölgun umferð- arslysa sé mikil og að nú stefni í metár hvað varðar fjölda slysa, tölu látinna og eignatjón af völdum umferðarinnar. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem bílum fjölgar óhóflega og umferðarþunginn eykst að sama skapi. En skipulag umferðarmála er steinrunnið á flestum sviðum. Einkaframtak og níska Umferðarmannvirki svara ekki þeim kröfum sem fjölgun ökutækja og aukinn umferðarþungi hlýtur að gera. Okukennslan er með þeim hætti að annað hvort er verðandi bíl- stjórum lítið sem ekkert kennt í umferðarlögum eða að þeir taka ekkert mark á rausi kennaranna eftir að svokölluðu ökuprófi er náð. Að minnsta kosti er það stað- reynd að nýbakaðir bílstjórar eru sjálfum sér og öðrum lífshættulegri í umferðinni, en aðrir bílstjórar eru að öllu jöfnu. Opinberir aðilar og tryggingafé- lög leggja ekki eyri í ökukennslu og eftirlit með henni og prófum er í fullkomnu lágmarki og það er fyrir neðan allar hellur að á sama tíma og milljörðum á milljarða ofan er varið til menntamála skuli illa hæft einkaframtak sjá um þá menntun sem einstaklingar í nú- tímaþjóðfélagi mega hvað síst án vera. En það er ekki von að þursarnir sem skipuleggja umferð og vita ekki einu sinni sjálfir hvers vegna akbrautum er skipt í akreinar, hafi nokkra hugmynd um hvernig hægt er að endurskipuleggja ökukennslu og reyna að skila ökumönnum þannig út í umferðina að þeir viti að hægri umferð er í gildi og að rauða ljósið á umferðarvitunum merkir að það eigi að bíða á meðan það skín. Hér er kannski tekið stórt upp í sig, en framtak lögreglunnar um helgina sýnir hve umferðin er í rauninni fáránleg. Hugsið ykkur, 60 bílstjórar eru staðnir að því að aka yfir á rauðu ljósi, og þetta er aðeins það litla brot þeirra sem lögreglan sá til. Ef ökukennsla og stjórn umferð- armála, þar með talin hönnun umferðarmannvirkja, verður ekki tekin fastari og gáfulegri tökum en hingað til mun hvert slysametárið taka við af öðru, en mörgum þykir þegar vera nóg komið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.