Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. október 1988 Tí,rainn 3 Það er greinilegt að tískustarfið í dag er fjölmiðlun. Mikil ásókn er í störf hjá fjölmiðlum, einkum þau er lúta að fréttamennsku, og umsækj- endur um hverja stöðu sem losnar skipta tugum. Kennsla í blaðamennsku hefur til skamms tíma engin verið hér á landi en þeir sem menntað hafa sig sér- staklega til blaðamennsku, hafa sótt menntun sína til annarra landa, einkum Norðurlandanna og BNA. Nú hafa á skömmum tíma orðið umskipti: Fjölmiðlun er kennd innan framhaldsskólanna, sérstakar fjöl- miðlabrautir hafa orðið til og þær eru fullsetnar. Fjölmiðlun er kennd á vegum einkaaðila, svo sem Tóm- stundaskólans en einnig hafa ein- stakir blaðamenn opnað einkaskóla. Stefna hins opinbera Engin opinber stefna um mennt- unarmál blaðamanna hefur hingað til fundist utan draga að námsskrá, eða markmiðslýsingar á kennslu í fjölmiðlun og tengdum greinum inn- an framhaldsskólakerfisins. Þá er kennd fjölmiðlun við Há- skóla íslands en kennslan þar er ætluð fólki sem lokið hefur a.m.k. BA eða BS prófi. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er nú kennt á fjölmiðlabraut og útskrifast nemendur þaðan með stúdentspróf. Á fjölmiðlabraut hefst fjölmiðla- kennslan á áfanga sem er eins konar inngangsfræði. Þar er farið í grófum dráttum yfir starfsvettvang fjöl- miðla, réttindi og skyldur þeirra. Miklar kröfur eru gerðar til nem- enda um tímasókn og úrlausn verk- efna sem eru bæði mörg og strembin að sögn eins kennarans, Halldórs Valdimarssonar. Hann sagði að byrjunaráfanginn væri hugsaður sem sía. Nemendur ættu að finna það fljótt hvort fjölmiðlun ætti við þá og gætu því hætt í tíma áður en löngum tíma hefði verið eytt til lítils. Halldór sagði að eftir að inngangs- áfanganum lyki, tæki við kennsla í ýmsum sérgreinum og greinum sem tengdust fjölmiðlun, svo sem mál og málnotkun, samfélagsfræði, ljós- myndun og útlitsteikning. Þá væru kennd atriði sem tengjast sjónvarpi og útvarpi sérstaklega og gerður nokkur samanburður á veik- leika og styrkleika mismunandi teg- unda fjölmiðla. Tilgangur með fjölmiðlunarkennslu í framhaldsskólum Halldór sagði að ekki væri ætlunin með fjölmiðlunarkennslunni að framleiða fullskapaða blaðamenn, það væri vart hægt. Hugsunin væri sú að kynna þessi störf, en einnig og ekki st'ður að kenna fólki að nota fjölmiðla á gagnrýninn og vitrænan hátt. Helgi Þór bauð hæst í eigið bú Þriðja og síðasta nauðungarupp- boð á Hótel örk fór fram í gærmorg- un og var hótelið slegið hlutafélagi því sem Helgi Þór Jónsson, kona hans og tvö börn þeirra, ásamt systur Helga standa að og kaila Hótel örk hf. Talið er að heildar- skuldir Hótels Arkar, þ.e. Helga Þórs Jónssonar séu um og yfir 400 milljónir króna. Af þessum 400 milljónum eru veð á bak við 300 milljónir, en engin veð eru til fyrir um 100 milljónum, sem Helgi Þór skuldar hinum og þessum, einkum smærri aðilum. Fjölmargir lögfræðingar, fulltrúar opinberra sjóða, banka ogfyrirtækja voru mættir í Hótel örk í gær til að vera viðstaddir uppboðið, en upp- boðsbeiðendur eru rúmlega 40 talsins. Þorgeir Ingi Njálsson fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu stýrði uppboðinu. Fyrsta tilboðið kom frá OOK hf., en á bak við það er Ómar Kristjánsson hjá Þýsk-íslenska. Til- boð OOK hf. hljóðaði upp á 199 milljónir króna. Þá bauð Hróbjartur Jónatansson lögfræðingur fyrir hönd Framkvæmdasjóðs 200 milljónir króna. Pétur Þór Sigurðsson héraðs- dómslögmaður bauð síðan 230 millj- ónir fyrir hönd Hótels Arkar hf. og var hlutafélaginu slegin eignin. Að Hótel Örk hf. standa Helgi Þór Jónsson, eiginkona hans, tvö böm þeirra og systir hans. Nýja hlutafélagið, Hótel Örk hf. verður að standa við skuldir að upphæð 230 milljónir. Þá eru eftir 70 milljónir sem ekki er vitað hvernig fer með, auk 100 milljónanna sem engin veð eru fyrir. Helgi Þór skuld- ar því um 170 milljónir persónulega og gæti það orðið til þess að hann verði lýstur gjaldþrota eða lýsi sig gjaldþrota. Líklegt þykir að hið nýja hlutafé- lag Helga Þórs og fjölskyldu reyni að semja um skuldbreytingu við stóra kröfuhafa, s.s. Framkvæmdasjóð, Landsbankann og Byggðastofnun, svo dæmi séu tekin. Hugsanleg ástæða þess að ekki komu fleiri boð í Hótel Örk er talin vera sú, að Helgi Þór sem sjálfstæður lögaðili var búinn að leigja hótelið til Hótels Arkar hf. sem einnig er sjálfstæður lögaðili og var sá samn- ingur gerður í lok september sl. Leigusamningurinn er bundinn til fimm ára eða til 1993. Fógeti á eftir að taka afstöðu til tilboðsins og hefur tekið sér umhugs- unarfrest. -ABÓ Tíminnspurðinemendursemsátu sögðust flestir hafa gert það til að möguleika á vinnu við fjölmiðla, en í tíma hjá Halldóri hvers vegna þeir kynnast fjölmiðlun almennt, bæði einnigmeðtillititilvæntanlegsfram- hefðu valið fjölmiðlaáfangann og með það fyrir augum að eiga betri haldsnáms. Réttar tölur á réttum tíma Réttar tölur í lottói eru milljóna virði. Nýr milljónamæringur bætist í hópinn nánast á hvetju laugardagskvöldi. Hafðu þínar tölur á hreinu næsta laugardags- kvöld. Þeir sem hafa fjórar tölur réttar og bónus- töluna líka, fá bónusmnning. ’ Leikandi og létt! Upplýsingasími:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.