Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 7. október 1988 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Samningar við Japan Frá því var greint í fréttum Tímans í gær að Sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnu- félaga hafi aukið að mun sölu fiskafurða í Japan að undanförnu. M.a. var gerður samningur um sölu á 2600 lestum áf frystri síld, sem er u.þ.b. þreföldun á því magni sem fyrirtækið seldi samkvæmt síðustu samningum við Japana og meira en tíföldun á síldarsölu þess fyrir tveimur árum. Þessi nýi samningur Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins er glöggt vitni um mikilvægi Japansvið- skipta fyrir íslendinga. Á tiltölulega fáum árum hefur Japan orðið eitt af helstu viðskiptalöndum íslendinga. Japanar eru fimmti stærsti kaupandi að íslenskum útflutningsvörum, auk þess sem Japan er sjötta í röð sem innkaupaland fyrir íslendinga. Þessi miklu Japansviðskipti eru íslendingum afar hagstæð og varðar miklu að þau séu rækt af fullri alúð. Hér fara reyndar saman gagnkvæmir hagsmunir þjóðanna. Japanar eru umfram allt fiskneytendur. Þar er gífurleg eftirspurn eftir fiskmeti og hvers kyns sjófangi. íslendingar fram- leiða öðru fremur fiskafurðir til útflutnings og er nauðsynlegt að eignast trygga markaði fyrir sjávar- afurðir. Þróun Japansviðskipta íslendinga hefur orðið mjög ör. Fram um miðjan síðasta áratug voru þessi viðskipti að vísu vaxandi, en ekki umfangsmikil. Vöxtur Japansviðskipta tilheyrir því allra síðustu árum. Mikilvægi fiskmarkaðarins í Japan verður til á stuttum tíma. Þó er ekki ástæða til að halda, að Japansmarkaðurinn sé á neinn hátt skyndifyrir- bæri, sem geti horfið jafnskjótt og hann varð til. Þvert á móti hljóta íslendingar að gera ráð fyrir að Japan verði um langa framtíð eitt af mestu viðskiptalöndum þjóðarinnar. Japanar eru að vísu mikil fiskveiðiþjóð og kosta miklu til útgerðar á heimamiðum og hinum fjarlægustu fiskislóðum. Efnahagsstefna Japana er auk þess sú að leitast við að vera sjálfum sér nógir á sem flestum sviðum. Fyrir þeim er innflutningur á fiskmeti í rauninni afgangsstærð. En þessi afgangsstærð er ekkert smáræði. Það á að vera keppikefli íslendinga að fullnægja sem best þessari afgangsstærð. Þá er vart að efa að markaðsmögu- leikar okkar í Japan verða miklir í framtíðinni eins og viðskiptin milli landanna hafa þróast og síðustu viðskiptasamningar eru vísbending um. Miðað við þessi gagnkvæmu verslunarviðskipti íslendinga og Japana er tímabært að efla menning- arleg og mannleg kynni milli þjóðanna. Þótt slík kynni hafi að vísu vaxið nokkuð í kjölfar aukinna verslunarviðskipta, þá má gera miklu betur í þeim efnum. Það má ékki gleymast að mikilvægt atriði í því að viðhalda traustum og varanlegum við- skiptasamböndum er samstarf á sviði menningar og samgangna. GARRI Fleiri kaupmenn Það var forvitnilcg frétt í Al- þýðuhlaðinu í gær um fjölgun kaupmanna og heildsala í Reykja- vík. Þar hefur hlaðið eftir borgar- fógeta Reykjavíkur að enn sé jafnt kaupmönnum scm heildsölum þar að fjölga. Segir blaðið að þrátt fyrir harðærið í flestum greinum verslunar séu enn til bjartsýnis- menn sem vilji gerast kaupmenn. Frá áramótum hafa verið gefin út 82 smásöluleyfi við embættið, en voru 140 á síðasta ári. Þarna segir líka að yfirleitt sé mest ásókn eftir leyfum síðustu mánuði ársins, þannig að margt bendi til þess að ný leyfi í ár verði ekki færri en « fyrra. Það sem af er þessu ári hafa einnig verið gefin út 20 ný heild- söluleyfi, en allt árið í fyrra voru þau 56. Má því búast við að heildsölum fjölgi minna í ár en i fyrra, en nokkuð samt. Að vísu eru þessi leyfi ódýr, tæpar 17 þúsund krónur fyrir smá- söluna og um 70 þúsund fyrir leyfi til heildsölu. En samt er ótrúlegt að fólk sé hópum saman að ná sér í þessi réttindi nema það ætli að nota þau. Þrátt fyrir barlóm kaupmanna er því ekki annað að sjá en að það þyki enn bara töluvert eftirsóknarvert að reka verslun í höfuðborginni. 22 og 23 prósent Og áfram skal hér haldið að vitna í Alþýðublaðið, enda ekki rciknandi mcð að lesendur Timans sjái það almennt á hverjum degi. Þar var í gær frétt með súluriti um nýlega skoðanakönnun Hagvangs um fylgi flokkanna eftir kynjum. Athygli Garra vakti að samkvæmt henni virðist Framsóknarflokkur- inn hafa hvað jafnast fylgi stóru flokkanna meðal beggja kynja. En gefum Alþýðublaðinu orðið: „Ef íslenskir karlnr hefðu einir kosningarétt hér á landi myndu styrkleikahlutföll flokkanna breyt- ast allnokkuð. Sjálfstæðisflokkur- inn fengi rúmlega 33% atkvæða, Alþýðuflokkurinn tæp 14%, Al- þýðubandalagið tæplega 11% og Framsókn myndi bæta lítillega við sig og fá um 23% atkvæða. Kvennalistinn ætti einnig góða möguleika því þrátt fyrir allt yrði hann þriðji stærsti stjómmála- flokkurinn með rúmlega 16% karlaatkvæðanna. Þessa útkomu fáum rið úrskoð- anakönnun Hagvangs, þar sem fylgi flokkanna eftir kynjum var mælt.“ Og Alþýðublaðið heldur áfram: ,,/ könnun Hagvangs kemur fram að tæplega 34% islenskra kvenna styðja Kvennalistann en um 16% karla eins og fyrr segir. Aðeins 7% kvenna styðja Alþýðu- bandalagið og um 9% kvenna vilja kjósa Alþýðuflokkinn. Það er Framsóknarflokkurinn sem á sem jafnast fylgi meðal kynjanna skv. könnuninni. 23% karla ætla að kjósa Framsókn og 22% íslenskra kvenna styðja flokkinn. 2S% kvenna segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn og nokkru fleiri karlar en konurstyðja Borgaraflokkinn. “ Flokkur beggja kynja Þetta eru óneitanlega heldur ánægjulegar niðurstöður fyrir framsóknarmenn. Allir vita að það hefur verið hart sótt eftir fylgi islenskra kvenna undanfarið úr röðum Kvennalistans. Svo er hins vegar að sjá, eftir þessum niður- stöðum að dæma, að kvennafylgið sæki síður til þeirra úr Framsóknar- flokknum heldur en úr Alþýðu- flokki, AJþýðubandalagi og Sjálf- stæðisflokki. Með öðrum orðum að Framsóknarflokkur sé talsvert fremur flokkur beggja kynja held- ur en hinir þrír. Um ástæður þessa liggur hins vegar fátt á borðinu. Þó er hitt vitað að Framsókn hefur um árabil lagt áhcrslu á að reka hér heil- brigða og skynsamlega landsmála- pólitík. Eins og menn vita leggur flokkurinn áherslu á að bregðast á hverjum tima við vandamálum dagsins með þeim ráðum sem sýn- ast vænlegust til að efla jafnt efnahagslega velferð sem almennar framfarir þjóðarinnar. Aftur á móti forðast flokkurinn að rígbinda sig við útlendar fræði- kenningar, hvort sem er af ætt frjálshyggju eða sósíalisma. Þannig fellst hann til dæmis ekki á að láta vaxtafrelsi hér ganga út í þær öfgar að stórtækir fjármunaeigendur geti rakað saman auði á kostnað þeirra fyrirtækja sem halda uppi gjaldeyr- istekjum þjóðarbúsins. Og það sem meira máli skiptir, hann hefur margsýnt það að þegar á reynir skýtur hann sér ekki undan þeirri grundvallarskyldu sérhvers stjóm- málaflokks að axla ábvrgðina á þátttöku í ríkisstjórn. Það skyldi þó ekki vera að það sé í þessu sem skýringin á jöfnu fylgi flokksins á meðal beggja kynja liggi? Að hann höfði með öðram orðum fyrst og fremst til þess fólks af báðum kynjum sem vill láta stjórna hlutunum hér heima af skynsamlegu viti? Garri. VÍTTOG BREITT iniiiiiii lllllllllll Trekkur um ráðherrastóla Kvenmannslaus í kulda og trekki..., er eitt frægasta og ljúf- sárasta kvæði Steins Steinarrs og að mati skáldsins reis ljóðagerð hans hæst með túlkuninni á því hörmungarástandi er hann kúrði volandi vegna fjarveru kvenna úr bosi sínu. Þetta hefur margur góð- ur drengurinn mátt reyna gegnum tíðina þótt fæstum hafi tekist að lyfta tilfinningum sínum á flug með Pegasusi eins og góðskáldum ein- um er lagið. En kvenmannsleysið kemur fram í ýmsum myndum ög sumum er svo farið að kalla það yfir sig, ýmist viljandi eða af klaufaskap. Það ástand sem kennt er við skort á konum er síst skárra vegna sjálfskaparvítis og væri formaður Alþýðubandalagsins skáld gæti hann reist sér óbrotgjarnan minn- isvarða með Ijúfu Ijóði um hve örðugt er að híma kvenmannslaus í ráðherraliði flokks síns og láta alla skamma sig fyrir að bregðast sjálfum sér og flokki sínum með þeirri sjálfsafneitun sem þykir dyggð hjá munkum en er allaböll- um skaðræði. Jafnrétti í prósentum Alþýðubandalag og Kvennalisti eiga jrað sameiginlegt að setja kynferðiskvóta á þá sem veljast í trúnaðarstörf fyrir flokkana. Kvennaflokkurinn velur konur í 100% trúnaðarstarfa hjá sér og eru körlum bönnuð öll afskipti af mál- efnum flokksins nema að kjósa hann. Er þetta eitt hressilegasta jafnréttisdæmi sem spurnir fara af, enda koma fyrirspurnir úr öllum heimshornum um það lýðræði sem íslenski kvennaflokkurinn stendur fyrir. Allaballar eru langt frá því að vera eins róttækir í sínu jafnrétti en hafa þó samþykkt 40-60 prósent kynjareglu, sem felur í sér að karlmenn skuli vera mest 60% af þeim sem veljast til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Á flokksmáli heitir þetta að minnst 40% kvenna skuli drifin í embætti fyrir allaballa. Það er eins gott að þeir standi við þetta ákvæði, þótt ekki væri til annars en að halda nógu mörgum konum í flokknum til að taka að sér 40 prósentin, því von er að kvenfólkð sæki yfir í flokkinn sem heitir þeim 100% setu í nefndum, ráðum og allskyns pólitískum fín- heitum. En þegar síðast var raðað á ráðherralista Alþýðubandalagsins hrundi jafnréttið í flokknum til grunna og 100% karlaregla var tekin upp og er nú orðinn 200% munur á jafnrétti Alþýðubanda- lags og kvennaflokks. Hvergi nema hér Ólafur Ragnar, flokksformaður, hefur fengið marga ákúruna fyrir kvenmannsleysið í ráðherraliðinu og eru margir hlessa. f gær birti Þjóðviljinn mikla ritgerð um „sið- leysið“ eftir Einar Karl Haralds- son, sem nú ritstýrir í Svíþjóð, en var áður ritstjóri Þjóðvilja og síðar framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Einar Karl telur að þingflokkur- inn sé orðinn pólitískt vitlaus, fyrir nú utan siðleysið, og telur að Alþýðubandalagið sé að moka því sem eftir er af fylginu yfir til lýðræðissinnanna í kvennaflokki. Ritstjórinn í Svíþjóð er upp á kvenhöndina og harmar að kvennaflokkurinn geti ekki treyst allaböllum fyrir jafnrétti!!! Og frá Skógarási skrifar hann: „ Til þess svo að setja ráðherralista þing- flokksins í samhengi við það sem er að gerast í kringum okkur vil ég leyfa mér að halda því fram að enginn miðflokkur, enginn jafnað- armannaflokkur og enginn vinstri- sósíalískur flokkur í öðrum nor- rænum ríkjum myndi treysta sér að hafa eingöngu karla á sínum vegum í ráðherrastólum eins og Alþýðu- bandalagið og Framsókn gera á því Herrans ári 1988.“ Hér má bæta við að ef breskur íhaldsþingmaður íaði að því að ekki yrði hafður kvenmaður á ráðherralista íhaldsins, yrði hann umsvifalaust rekinn úr flokknum. Kvenmannsleysið á ráðherra- lista Alþýðubandalagsins er flokknum mikil kvöl en guði sér lof fyrir það að forystuliðið situr ekki í kulda og trekki, heldur í ráð- herrastólum og er síst volæði í hug. Vafalítið mun karlaliðið láta margt gott af sér leiða en vart mun þess að vænta að kvenmannsleysi ráðherraliðs Alþýðubandalagsins verði að ódauðlegu ljóði eins og kviknaði í huga skáldsins þegar trekkurinn læddist að og konur voru víðs fjarri nöturleika ein- semdarinnar. oó '1111 * *'u’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.