Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 7. október 1988 Jóhannes bjó lengi á loftinu í skólahúsinu á Litla-Árskógssandi, reri á sjó en var stundum í kaupa- vinnu heima á Hámundarstöðum á sumrin. Bað þess að skál með góðri slátursýru væri látin til sín á kvöldin, en hann svaf einn uppi á kvisti. Hann rauk jafnan á fætur eldsnemma á morgnana, þambaði sýruna og stökk út að slá á undan öllum öðrum. Hætti þó ekki fyrr en aðrir, tók stundum meira að segja sláttusprett rétt fyrir hættutíma og kvað: „Síðsta var ei höggið hans hinu fyrsta minna“. En þetta er úr rímum um Gísla Súrsson. Já, mikil var vinnugleðin og ákafinn. Eitt sinn kom hann heim eftir aflahrotu og vökur. Heima- menn fóru að gera að aflanum, sögðu Jóhannesi að koma inn, fá hressingu og fara síðan að sofa. Karl hélt nú ekki! Fer að slægja, en allt í einu steypist hann niður í fiskhrúguna og bærði ekki á sér. Piltar báru hann inn í rúm og þar steinsvaf hann til morguns. Jóhannes var tóbaksmaður mik- ill og varð jafnan að hafa tóbaks- tölu við höndina. Var oftast hress í bragði og ræðinn vel. En væri hann tóbakslaus fékkst varla orð úr honum, hann dökknaði í andliti og missti matarlyst. Eitt sumar- kvöld kom hann ekki inn til kvöld- verðar, en kallaði í dyrunum „Ég ætla að finna djöfulinn hann ná- granna minn og fá hjá honum tóbak". Bóndinn er á sjó var svarað. „Þá fer ég að finna and- skotans kerlinguna, hún á kannski rjól!“ Með það þaut karl á stað, en ekki fékk hann tóbak fyrr en á þriðja bænum, sem hann hljóp til. Um morguninn lék hann við hvern sinn fingur. „Matur er mannsins megin“ Sú var tíðin að oft var matar- skorturá íslandi. Þegarmenn réðu sig í vist fyrrum, var jafnan fyrst spurst fyrir um hvernig viðurgern- ingur væri á bænum. Um 1910 man ég eftir gamalli ekkju, Finnu gömlu, sem stundum kom heim til að borða. Hún signdi sig fyrst og blessaði matinn. Mál- tíðin var henni hátíðleg athöfn. Finna hafði alist upp í sárri fátækt. Hún át hverja kjöttætlu og fituögn, braut bein til mergjar og borðaði allt brjósk. Skildi skafin beinin ein eftir. Sagði síðan guðlaun, sæl á svip. Guðjón á Nöf var matmaður mikill, stór og hraustur en latur úr hófi fram. Þótti hringja kirkju- Stóru-Hámundarstaöir 7. ágúst 1933. Ingólfur Davíðsson: Akafamaður Jóhannes gamli skjálfhenti var dugnaðarforkur mikill, ættaður framan úr Eyjafirði. Kvaðst muna þjóðhátíð, þar sem m.a. hefði verið leikin orusta og hefði annar foringinn haft á höfði hjálm fornan frá Munkaþverá. „Og svo lágu skrokkarnir,“ sagði karl. Organisti hafði hann verið um skeið. klukkum sérlega vel. Sníkti oft fisk hjá sjómönnum er þeir komu úr róðri. Þeir gáfu karli fisk, en létu hann stundum vaða út í sjó eftir honum. Vel man ég hve ósleitilega hann tók til matar. Honum og flakkara einum voru eitt sinn born- ar baunir í misstórum skálum og var hin stærri spengd. Báðir þrifu til hennar og skiptu henni á milli sín; spengingin bilaði! „Svoerguði fyrir þakkandi, að ég hef góða innvortis byggingu," sagði Guðjón eftir mikið át. Gunnlaugur gamli var líka mathákur og kviðmikill mjög. Dugnaðarmaður. Vildi hafa nesti ef hann skrapp bæjarleið. Vann oft á Ytri-Reistará hjá föður mínum og þótti gott hjú. Eftir mikið bauna- og saltkjötsát rumdi karl ánægjulega, hallaði sér afturá- bak og sagði: „Ég ætla að yppta ögn upp í maganum, þá get ég bráðum etið meira“. Eitthvað heyrðist í karli á eftir. Líklega ber minna á miklum matmönnum núorðið þegar nógu er úr að moða. Og illa ganga margir að mat sínum og fúlsa við ýmsu, sem áð.ur þótti herramanns- matur. Kjósa heldur „sjoppufæði" þó merglítið sé. „Fyrrum þótti blessuð mjólkin hjálp og líknar- lind, oss lærðist það í hörðum reynsluskóla. Núgikkirteljasmjör og rjóma svívirðing og synd, en sæmst að pillum vínarbrauði og njóla!“ Lítilþæg bón Kristinn Pálsson bóndi og fjöl- hæfur verkamaður á Árskógs- strönd raulaði oft fyrir munni sér: „Ef mig rekur upp á sker og eg missi mína. Góði Jón minn, gefðu mér Gunnu dóttur þína“. Kvað Grím í Grýtubakkahrepp hafa ort. Kristinn var orðhákur mikill. „Þetta er engu líkt,“ sagði hann, „iljastoðirnar undir henni Boggu. Ef hún þarf að standa við vinnu, setur hún prik undir bumb- una.“ Kristinn var kaffimaður mikill, vildi láta rétta sér kaffi- könnuna með sjóðheitu kaffi, saup á stútnum, dæsti ánægjulega og sagði: Þetta er það heitast. Ekki brenndi hann sig. Júdasarkoss Gústi gamli á Brattavöllum var alinn upp á Ystabæ í Hrísey, en þar var og er æðarvarp. Hann var á skútu eitt vorið og fara þeir nokkrir félagar í land fagra vornótt á heimaslóðum hans. Gústi segist vita hvar æðarhreiður séu í hvarfi frá bænum, nú skuli þeir gæða sér á eggjum. En þá fer hvorki betur né verr en það að fóstra Gústa ber að, hann var að líta eftir varpinu. Gústi tekur það ráð að ganga beint til fóstra síns og heilsa honum með kossi. Sagði þá félaga bara vera að ganga sér til hressingar í góða veðrinu. Bóndi lét það gott heita og bauð þeim tii bæjar. „En ég fann að þetta var Júdasarkoss," sagði Gústi síðar. Þjóðráð Karl í Kræklingahlíð, fyrir alda- mót, átti úrhjall mikinn, sem dreg- inn var upp með lykli. Loks hætti úrið að ganga og gat enginn komið því á stað, þó ýmsir reyndu. En nokkru síðar kemur bóndi til kirkju með úrið, sem þá var farið að ganga. Bóndi var spurður hver gert hefði við það. „O, ég pissaði bara í hlutinn!“ svaraði bóndi. Þröngt mega sáttir sofa! Rauða rúmið var frægt í sveit- inni. Það var bæði djúpt, og mjög breitt þegar það var dregið sundur. Einn vetur svaf í því heil fjöl- skylda, hjón með þrjú börn og ungbarn í vöggu við rúmstokkinn. Gömul vinnukona svaf einnig í herberginu og gengið var þar um í frambæinn. Hver var vísnasmiðurinn? Eyfirskur bóndi, bráðgreindur og hagyrtur, þótti lítill ráðdeildar- maður og lélegur búhöldur. Einu sinni var orðið allslaust í kotinu fyrir jólin. Bóndi ranglar á stað með tóman poka og kemur á efnaheimili, en hafði áður átt í illdeilum við húsföðurinn. Verið var að sjóða hangiket og skreyta fyrir jólin. Gesturinn gengur til baðstofu, leggur poka sinn á rúm húsfreyju og mælir af munni fram: „Óláns spretti eg ólunum, illa náir dreyma. Eg er að leita að jólunum, eg ei sá þau heima. “ Húsfreyja lét drjúgan skammt í pokann hans. Bónda var eitt sinn boðið í sviðamessu í sláturtíðinni. Þá kvað liann: „Pað er gott að grípa í feitt guði vottast þakkir blítt. Á hausi glottir hárið sveitt, hálsinn tottar kjötið nýtt. “ Eftir sögn móður minnar Maríu Jónsdóttur, en hún var fædd á Hólum í Eyjafirði 1872. Ólafur bróðir hennar kvaðst ekki þykja það tiltökumál þótt fátækt fólk væri orðið magnlítið undir vorið. lllllllllllilll FRÍMERKI llllllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllUI c'11 i!':l t!:' ■' "i'- llílllllllllllllllllllllll lllllllllll 1111 IIIIIIIIIIIIIIIIHHIIi Nýjar f rímerkjaútgáf ur Þann 21. september 1988 komu út ný fuglafrímerki, teiknuð af Þresti Magnússyni og prentuð í 50 stykkja örkum hjá Courvoisier S.A. í Sviss. Merki þessi sem prentuð eru í rasta- djúpþrykki eru að verðgildi krónur 5,00 og 30,00. Þau bera myndir af jaðrakan og hávellu. Jaðrakan (Limosa limosa) er af vaðfuglakyni og dæmigerður mýrafugl. Saga hans hér á landi er allmerkileg. í byrjun þessarar aldar, voru varpstöðvar hans aðeins á Suðurlandsundirlendi. Upp úr 1920 fór að verða vart við verpandi jaðra- kana á Vesturlandi, um 1940 á Norðurlandi og um 1970 fyrir aust- an. Eru nýir varpstaðir enn að bætast við. Eins og með fækkun hávellunnar, hefur þessi útbreiðslu- aukning verið talin stafa af hlýnandi loftslagi fram eftir öldinni. Önnur skýring er þó einnig nærtæk, en það er hin mikla framræsla mýra á Suðurlandi, scm hafi neytt marga varpfugla til að leita smám saman annarra varpstöðva. Þessar tvær skýringar geta verið samtvinnaðar. Jaðrakan er annars alger farfugl hér á landi, sem flýgur til Evrópu og NV-Afríku á veturna. Að vori fara fyrstu jaðrakanarnir að sjást hér upp úr miðjunt apríl, en í september eru þeir flestir farnir suður á bóginn á ný. Hávella (Clangula hyemalis) er andarættar og hefur .norðlægari útbreiðslu í heiminum en flestar aðrar endur sem verpa hér á landi. Upp úr 1920 fór loftslag ört hlýnandi hér á landi og lengi frám eftir öldinni. Þær hitabreytingar hafa lík- lega stuðlað að því, að hávellu fækkaði stöðugt hér sem varpfugli frá fyrstu áratugum aldarinnar fram á 8. áratuginn. Hávella er þó enn algengur varpfugl, þótt hennar verði mest vart á sjó á vcturna, en vafalítið er stór hluti þessara fugla frá norð- lægari slóðum. Þá sjást stundum stórar breiður af hávellum, hundruð jafnvel þúsundir, fugla saman í hóp, oftast nokkuð frá landi. Flestir(aðrir en sæfarendur) verða því ekki rnikið varir við þær. Jafnvel þótt skimað sé 'út til hafs, sjást þær oft ekki, nema þegar hóparnir taka sig upp, fljúga upp í vindinn og skella sér svo fyrirvaralaust niður á sjóinn. Þetta háttarlag er mjög einkennandi fyrir hávelluna, en rödd hennar er líka mjög sérstök. Á kyrrum kvöldum heyrist kvak hennar oft langar leiðir utan af sjó. Þá verður gefin út srnáörk af tilefni Dags frtmerkisins, þann 9. október. Myndefni hennar er mynd Auguste Meyer af Núpsstað. Er örkin hönnuð af Þresti Magnússyni og grafin af Czeslav Slania. Eins og undanfarin ár gefur Póst- og símamálastofnunin út smáörk eða „blokk" með einu frímerki á Degi frímerksins, 9. október n.k. Myndefni smáarkarinnar er eftir Auguste Mayer úr ferðabók Paul Gaimards og sýnir bæinn Núpsstað í Fljótshverfi árið 1836 með hinum fiSLAND 4000 AUGU5TE MAYER: NÚESSTAÐUR ( FUÓTSHVERFl 1S36 DAGUR FRÍMERKISINS 9. OKTÓBER 1988 - VERÐ KR 60 hrikalegu klettum fyrir ofan. Litla húsið til hægri á myndinni á að vera bænhúsið, sem að stofni til mun véra frá miðri 17. öld og stendur enn, en var lagfært á vegum Þjóðminjasafnsins á árunum 1958- 62. Þetta er minnsta guðshús á íslandi, aðeins 5,2 m á lengd og 2,2-2,5 á breidd að innanmáli. Söluverð arkarinnar verður 60 krónur og frímerkið er að verðgildi 40 krónur. Andvirði yfirverðsins, 20 krónur, rennur í Frímerkja- og póst- sögusjóð. Sérstimplar Þá verða sérstakir póststimplar notaðir á: Heimsbikarmóti í skák á veguni Stöðvar 2. Á frímerkjasýn- ingunni „Stamp Festival" '88 í New York, 20.-23. október, skákstimpill- inn 3. október. Einnig verður sér- stimpill á frímerkjasýningunni „Fil- acept ’88“ í Haag frá 18.-23. október 1988. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.