Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.10.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 7. október 1988 lllllllllllllllllllllil BÆKUR lllllllllll! Ný dýrabók hjá Veröld Hjá bókaklúbbnum Veröld er að koma út um þeSsar mundir sjötta bindið úr bókaflokknum Undraver- öld dýranna, einu stærsta fjölfræði- safni sem gefið hefur verið út. Brautryðjendastarf Undraveröld dýranna er fyrsta stóra fjölfræðisafnið um dýr sem kemur út hér á landi og það er allt prentað í litum. I safninu eru átján stór bindi með heillandi efni um öll dýr heimsins. Yfir eitt hundrað sér- fræðingar víða um heim hafa samið efnið og er hver um sig sérfróður á því sviði sem hann skrifar um. íslenskir höfundar verksins eru Þor- steinn Thorarensen og Óskar Ingi- marsson. Með góðri samvinnu sinni og aðstoð fræðimanna eru þeir að vinna merkilegt brautryðjendastarf og fylla upp í þekkingareyðu al- mennings í dýrafræði. 10.000 litmyndir í Undraveröld dýranna eru meira en tíu þúsund litmyndir, en hver og ein er eins og sjálfstætt listaverk. Þeir þrjátíu listamenn, sem mynd- imar gerðu, eru allir sérfræðingar á sínu sviði og hafa kynnt sér náið dýrin sjálf, atferli þeirra og um- hverfi. Nýja bókin Nýja bókin, sem nú bætist í safnið, nefnist Spendýr, þríðji hluti. Hún á eflaust eftir að verða vinsæl, því að í henni er fjallað um mörg kunnugleg dýr, eins og til dæmis hunda, refi, minka, skógarbimi, ísbimi og panda-bimi, svo örfá dæmi séu nefnd. Skipulag efnisins er jafnan hið sama í öllum bókunum. Hverju bindi er skipt í aðalkafla, sem hefjast á almennu yfirliti, en siðan er fjallað um hvert dýr sérstaklega. Gerð er grein fyrir ættflokki, útbreiðslu, lík- amsbyggingu, fjölda afkvæma, mat- aræði, vistfræði og samneyti viðkom- andi dýrs við önnur. Nýjar norskar bækur Öystein Lönn: Tom Rebers Siste retrett. Gyldendal Norsk Forlag. Oslo 1988.127 bls. 158,00 NOK. Þessi níunda bók Lönn, fjallar um sögu manns sem er útgerðarmaður af fjórða lið og á stórt fyrirtæki sem er um það bil að fara á hausinn. Sagan er snilldarlega sögð, frá skömmum tíma af sumarleyfí, þar sem búast má við hruninu á hverri stundu, blaðamannafundir eru haldnir, en farið varlega að gamla manninum. Gamlir nýríkir æskufé- lagar koma fram á sjónarsviðið, en ekkert haggar lífsmunstri mannsins sem er búinn að sigla fyrirtæki feðranna í strand. Lönn hefur tekist að vefja söguþráðinn svo spennandi að mest líkist glæpasögu, eða skeði kannske enginn glæpur, þrátt fyrir allt. Lesandinn verður að ráða mikið í eyðurnar og gerir það bókina enn meira spennandi. Það er helst um bókina að segja að hún heldur lesandanum við efnið frá upphafi til enda, meðal annars sökum tvíræðni í frásögninni, sem orsakar að lesandinn er alltaf að leita að niðurstöðu. S.Þ.H. Erland Kjösterud: Det brendte spráket. Gyldendal Norsk Forlag. Oslo 1988. 64 bls. 138.00 NOK. Leikur að orðum, stílsnilld eða hvað við viljum kalla það, er fyrst og fremst sérkenni þessarar bókar Kjösterud. En styrjöld og þjáningar móta manninn og varpa skuggum á líf hans. Efni bókarinnar er frá tímabil- inu eftir seinni heimsstyrjöldina, séð í gegnum ástarsögu, þar sem skuggar hennar hafa eyðilagt hæfileikann til ástar og tjáningar, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgja. Þá hefir höfundinum tekist á ljóð- rænan hátt að koma fram efninu svo að teljast verður hrein ritsnilld. Einnig hefur Gyldendal endurút- gefið fyrstu bók Kjösterud, frá 1977, Jord. Söguna um unga manninn sem er á flótta frá borgaralegum bak- grunni sínum. Bók þessi hefur verið kvikmynduð og heitir myndin Hótel St. Pauli. S.H.Þ. Illlllllllllllllllllll. minning IIIIBIlllll!ii!ll|||IÍlll!lllllllllll!lilílllllll Úlfur Gunnarsson heiðursborgari ísafjarðarkaupstaðar og fyrrverandi yfirlæknir Hinn 29. september s.l. lést Úlfur Gunnarsson, fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirðj og heiðursborgari ísafjarðarkaupstað- ar. Úlfur fluttist til ísafjarðar árið 1954 og gerðist yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins. Því starfi gegndi hann í rúman aldarfjórðung, en starfaði enn sem sérfræðingur við sjúkrahús- ið er hann lést. Hálfa ævi sína helgaði Úlfur því fsfírðingum og öðrum Vestfirðingum og naut al- mennrar virðingar sem læknir og mannvinur. Þann 12. nóvember árið 1984, á 65. afmælisdegi Úlfs Gunnarssonar, samþykkti bæjarstjóm ísafjarðar að kjósa hann heiðursborgara ísafjarð- arkaupstaðar Með kjörinu vildi bæjarstjórnin >otta honum virðingu og þökk fyrii metanleg og fómfús störf að heilb' Msmálum kaupstað- arins um 30 á skeið. Með Úlfi Gunnarssyni er genginn mætur maður sem vann störf sfn af einstakri alúð og virðingu fyrir við- fangsefninu. Hógværð hans og lítil- læti vakti hvarvetna athygli og hann var ávallt reiðubúinn til hjálpar. Hann var kjölfestan í læknaliðinu, einstaklingur sem bæjarbúar bám meira traust til en annarra manna. f virðingar- og þakklætisskyni við Úlf Gunnarsson hefur bæjarstjóm ísafjarðar óskað eftir að fá að sjá um útför hans, sem fer fram í dag í kapellu ísafjarðarsafnaðar ( Menntaskólanum á fsafirði og hefst kl. 14.00. Bæjarstjóm ísafjarðar og íbúar ísafjarðarkaupstaðar votta frú Benediktu, eiginkonu hins látna, bömum þeirra og öllum öðmm ást- vinum innilegustu samúð. Bxjarstjóm ísafjarðar. Almennir stjórnmálafundir á Húsavík og Akureyri Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Jóhannes Geir varaþingmaður boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Hótel KEA, Akureyri, föstudaginn 7. okt. kl. 20.30. Félagsheimilinu Húsavík sunnudaginn 9. okt. kl. 15.00. Framsóknarflokkurinn Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 7. október kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum öll vel og stundvíslega. Framsóknarfélagið í Borgarnesi Virðisaukaskattur á matvöru? Almennur fundur verður haldinn um áhrif virðisaukaskatts á verð- myndun matvöru að Brautarholti á Skeiðum föstudaginn 7. okt. n.k. kl. 21.00. Frummælandi verður Gunnlaugur Júlíusson, landbúnaðarhagfræðingur frá Stéttarsam- bandi bænda. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu og Landssamband framsóknarkvenna Hornfirðingar - Félagsfundur Framsóknarfélag A-Skaftfellssýslu heldur almennan fé- lagsfund í mötuneyti Skinneyjar hf. sunnudaginn 9. október kl. 17. Fundarefni: 1. Þjóðmálastaðan. Frummælandi Halldór Ásgrlmsson, sjávarút- vegsráðherra. 2. Sveitarstjómarmál. Frummælandi Guðbjartur össurarson. 3. Kosning fuiltrúa á kjördæmisþing KSFA. 4. önnur mál. Stjómin. Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 10. október kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk kosning fulltrúa á flokksþing. Stjómin. Austurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. I félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.