Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. október 1988 Tíminn 5 Breyttar áherslur í mennta- og menningarmálum: Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, um rtkisfyrirgreiðslu til Stálvíkur hf: ARGERÐ 1989 Verð með aflstýri og ótal aukahlutum kr. 753.700,- 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Komdu og spjallaðu við okkur, því kjörin eru hreint ótrúleg Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91 -3 35 60 Jón Sigurðsson, bankaráð- herra, um samræðum RLR og bankaeftirlits um tékkamisferli: Hef áhuga á viðræðunum „Ég hef áhuga á því að bankaeftir- lit og rannsóknarlögregla skiptist á skoðunum og miðli reynslu um það hvað er heppilegast til að koma í veg fyrir misferli," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, þegar hann var spurður um hvað gæti orðið fram- haldið á óformlegum viðræðum starfsmanna þessara stofnana upp á síðkastið. Ástæður þessa eru stöðug og aukin misferli með ávísanir. Var frá þessu greint í Tímanum í gær og þar kom einnig fram að næstum allur mannskapur tveggja deilda RLR er nú upp fyrir haus í tékkamisferlum og á það bæði við um tékkasvik og tékkafalsanir. KB Nýaðalnámsskrá grunnskóla í vor Ákveðið hefur verið að ný aðal- námsskrá fyrir grunnskóla verði gef- in út í mars eða apríl á komandi vori, þannig að unnt verði að byggja allt skólastarf í grunnskólanum á skóla- árinu 1989 til 1990 á hinni nýju aðalnámsskrá. Þetta kom fram á fundi sem menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hélt sl. fimmtudag. Þá hefur einnig verið ákveðið að stuðla að eflingu Ríkisútvarpsins og stofnun Listaháskóla íslands. Fyrr á þessu ári ákvað þáverandi menntamálaráðherra að gefa út drög að aðalnámsskrá grunnskólans til kynningar. Bandalag kennarafélaga átaldi hve skammur frestur var gef- inn til að skila inn athugasemdum við jafn viðamikið verk og aðalnáms- skráin er, auk þess sem bandalagið átaldi kynningu ráðuneytisins á drögunum. Stjórn BK lagði því til að sett yrði á laggirnar nefnd til að endursemja aðalkafla námsskrárinn- ar þar sem í ættu sæti fulltrúar kennarasamtakanna og mennta- málaráðuneytisins. Núverandi menntamálaráðherra ákvað því að verða við þessari bón samtakanna, og hefur verið ákveðið að skipa nefnd með fulltrúum kenn- arasamtakanna undir verkstjórn fulltrúa menntamálaráðuneytisins. Nefndin verður skipuð að loknum haustfundum fræðsluumdæmanna og þegar úrvinnsla námsstjóra er lokið á athugasemdum sem koma frá umdæmunum. Svavar hefur boðað alla stjórnar- menn kennarasamtakanna þriggja til fundar innan skamms, þar sem farið verður yfir hluti sem snerta námsskrána, svo og önnur sam- skiptamál menntamálaráðuneytisins og kennara og kennarasamtakanna. Menntamálaráðherra hefur tekið ákvörðun um skipan vinnuhóps til þess að fjalla sérstaklega um eflingu Ríkisútvarpsins, en fyrirsjáanlegur halli Ríkisútvarpsins á þessu ári er á bilinu 50 til 100 milljónir króna. Lögð verður áhersla á að hópurinn skili áliti hið fyrsta, þannig að unnt verði að taka mið af störfum hans við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1989. Með þessu vill ráðherra að þeir sem þar starfa viti í upphafi að hverju þeir ganga á því ári. Þá vill ráðherra að stofnuninni verði komið á viðunandi rekstrargrundvöll og til þess þurfi að tryggja tekjustofna hennar. í ráðuneytinu hafa um langt skeið verið tilbúin frumvörp um háskóla í myndlist, tónlist og leiklist og eitt þeirra um Tónlistarháskóla íslands, var lagt fram á Alþingi sl. vor. Ráðherra sagði að nú hefði verið ákveðið að þessi frumvörp verði unnin saman með hliðsjón af því að stofnaður verði Listaháskóli íslands, þar sem þessar greinar verða megin- stoðir í upphafi. Vinnuhópur sem fjallar um þetta mál eru þrír fyrrver- andi menntamálaráðherrar, skipaðir af fyrrverandi menntamálaráðherra. Þeir eru Ingvar Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason og Ragnar Arnalds og er hann jafnframt formaður. -ABÓ Orkar tvímælis Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, segir að erindi skipasmíða- stöðvarinnar Stálvíkur hf. um ríkisfyrirgreiðslu til smíði Mar- okkótogaranna 10 sé enn í athugun í kerfínu, m.a. sé beðið eftir um- sögn viðskiptabanka. „Þcir Stál- víkurmenn eru að biðja um heil- miklar niðurgreiðslur á nýju sviði sem ég tel að orki mjög tvímælis,“ segir iðnaðarráðherra. Hann telur að niðurstöður í þessu máli muni liggja fyrir einhvern næstu daga. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, segir að beðið sé eftir umsögnum ýmissa aðila um Stálvíkurmálið en „af fyrstu við- brögðum virðist því miður sem fólgin sé nteiri fjárhagsleg áhætta í því og kostnaður fyrir hið opinbera en áður hafði verið talið'*. óþh FJORHJOLADRIFINN IVIS5AIM SUNNY WAGON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.