Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 8. október 1988 ERUM FLUTTIR í ÁRMÚLA 7 NÝTT SÍMANÚMER 168 04 00 ÞROUNARSJÓÐUR LAGMETISIÐNAÐARINS ÁRMÚLA 7, 3.HÆÐ, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00 MINNING + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Albert Gunnlaugsson Þingholtsbraut 23, Kópavogi verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 11. október kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Katrín Ketilsdóttir Guðni Albertsson Þórkatla Albertsdóttir Sigurjón Hallgrímsson Guðlaug Albertsdóttir Sveinn Oddgeirsson Heiðar Albertsson Guðbjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn + Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur hluttekningu, vinarhug og samúð við andlát og útför föður, fósturföður, afa og bróður okkar Jóns Óskars Eggertssonar Nestúni 4, Hvsmmstanga f.h. systkina-.Öð;annarra aðstandenda Kristín WwHfegdóttlr og fjölskylda Sólveig Sigúrtt{örnsdóttir og fjölskylda Anna Egc “*' f -‘t Þökkum öllurrf innilega fyrir veitta samúð og hlýhug við antílát og útför föður okkar Kjartansfcptkelssonar sem var jarðsetfúr þann 16. september síðastliðinn. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúst Akraness. Kristín Kjartansdóttir Björn Kjartansson Guðrún Kjartansdóttir Þorkell Kjartansson Ásmundur Kjartansson Anna Kjartansdóttir Ragnheiður Kjartansdóttir Halldór Kjartansson Svanborg Kjartansdóttir t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhann Pétur Runólfsson bifreiðastjóri Álftamýri 46, Reykjavík lést á Landsspítalanum 26. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórunn S. Jóhannsdóttir Ólafur Þór Jóhannsson Hrafnhildur Jóhannsdóttir Magnús Eyjólfsson Sverrir Jóhannsson Ásta Dóra Ingadóttir Styrmir Jóhannsson Páll Óskar Jóhannsson Valgerður Hlín Ólafsdóttir Ingvar Þór Jóhannsson og barnabörn. Halldór Sigvaldason Fæddur 27. nóvember 1902 Dáinn 27. september 1988 Það er alltaf hægt að ræða um það hvaða staður á landinu sé fallegast- ur. Skoðanir fólks á þessu eru eðli- lega mjög fjölbreytilegar, smekkur manna misjafn og hverjum sýnist sinn fugl fagur. Við bræðurnir minnumst þess ekki að hafa sérstaklega skoðað landslag- ið eða fegurð þess, þegar við börn að aldri komum í Öxarfjörðinn, til að dvelja þar hjá frændfólki okkar í fyrsta sinn. Við munum ekki til þess að kjarr- gróðurinn sem mikið ber á í sveit- inni, hinar fallegu bergvatnsár sem liðast meðfram skógivöxnum fjalls- hlíðum, skilin þar sem gróðurinn mætir framburði Jökulsár, tignar- legu fjöllin sem marka sveitinni ákveðinn sess eða hrikaleg sand- ströndin þar sem úthafsaldan er aldrei kyrr hafi snert taugar okkar. ; Þó hefur þessi sveit ætíð verið í huga okkar um áratuga skeið og hafa þeir okkar sem þess hafa átt kost komið þangað ár hvert, en það þarf meira til en fagurt landslag til að seiða mann stöðugt til sín. í þessari fögru sveit bjó Halldór Sigvaldason bóndi á Gilhaga, móð- urbróðir okkar, en hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudags- morguninn 27. september og fer útförin fram frá Skinnastaðakirkju laugardaginn 8. október. Það var hjartahlýja og gleðilegt viðmót hans og fólksins er þar býr, sem sjálfsagt er ein aðalástæða þess að til Öxarfjarðar höfum við sótt aftur og aftur um áratugi. Halldór var fæddur á Gilsbakka í Öxarfjarðarhreppi 27. nóvember 1902 og var fimmti í röð tólf systkina. Hann festi kaup á hálfri Gils- bakkajörðinni árið 1930 af móður sinni, sem þá var orðin ekkja og hóf hann þegar að undirbúa nýbýlis- stofnun í Krökunum skammt frá gamla Gilsbakkabænum og nefndi hann nýbýlið Gilhaga. Árið 1931 gekk Halldór að eiga Laufeyju Guðbjörnsdóttur frá Syðra-Álandi í Þistilfirði og byggðu þau íbúðarhús árið 1935 og síðar peningshús á jörðinni. Hann braut og þurrkaði með rek- unni einni saman í byrjun töluvert land til ræktunar, virkjaði bæjarlæk- frá Gilhaga inn til rafmagnsframleiðslu en ávallt skipuðu þó sauðféð og hestamir fyrsta sætið í búskapnum. Halldór kom sér upp afbragðs fjárstofni, enda var hann lengi í fremstu röð fjárræktarmanna og ný- býlið varð að góðu og myndarlegu búi. Heimili þeirra Halldórs og Laufeyjar var ætíð hlýlegt og vistiegt og var þar mjög gestkvæmt. Mikið var um heimsóknir ættingja þeirra beggja og því oft þrengt að heimilis- fólkinu. Gestimir urðu þó sjaldnast varir við þau þrengsli því gestrisni þeirra hjóna var einstök og gleði og ánægja sat þar ætíð í fyrirrúmi. Alla þeirra búskapartíð voru þar eitt eða fleiri böm til sumardvalar og áttu húsbændur mikinn og góðan þátt í uppeldi þeirra. Halldór og Laufey eignuðust tvö börn, sem bæði hafa staðfest í heimahögum. Sonurinn, Brynjar, kvæntist norskri stúlku, Hildi Hurlen, og eiga þau fjögur börn, Harald Pétur, Atla Viðar, Sigrúnu Elínu og Laufeyju Höllu. Þau Brynjar og Hildur stofn- uðu nýbýli í Gilhagalandi, Gilhaga II. Dóttirin, Arnþrúður, giftist Einari Þorbergssyni frá Hraunbæ í Álfta- veri í Vestur-Skaftafellssýslu. Þau eiga fjögur börn, Einar Halldór, Þorberg Arnar, Óla Björn og Lauf- eyju Mörtu. Þau Arnþrúður og Ein- ar stofnuðu einnig nýbýli á gömlu Gilsbakkajörðinni og ber það Gils- bakkanafnið. Þegar komið er upp á melinn þar sem bæirnir Gilhagi, Gilhagi II og Gilsbakki blasa við, fer ekki hjá því að sú tilfinning vakni í brjósti sér- hvers manns að hér sé vel búið og hér búi gott fólk. Vegna skyldleika og vináttu höf- um við bræðurnir og fjölskyldur okkar fyrr og síðar átt þess kost að dvelja þarna á bæjunum hjá Halldóri og Laufeyju eða fjölskyldum barna þeirra um lengri eða skemmri tíma. Við höfum fengið að vera áhorfend- ur og stundum þátttakendur í hinu daglega lífi þeirra, í starfi og leik. Tveir okkar bræðranna áttu þess þar að auki kost að dvelja á Gilhaga samtals tólf sumur, hjá þeim hjónum Halldóri og Laufeyju. Vera í sveit eins og það var kallað. í sveitina fómm við að vorinu með eftirvæntingu og gleði. Eftir sumardvölina entust minningar og frásagnir af öllu þvf sem gerðist og við fengum að taka þátt í til næsta vors, þegar haldið var í sveitina að nýju. í sveitinni hlutum við kennslu í lífsháttum, sem nema varð á staðnum, þroska og lífsreynslu sem var unglingum dýrmætari en nokkuð annað. öll samskipti við Halldór og hans fólk hafa því alltaf verið á einn veg hvað okkur viðkemur. Við höfum ætíð yfirgefið staðinn með söknuði, en betur undir það búnir að takast á við hin daglegu vandamál sem við blasa í lífi hvers og eins. Þetta eru þær endurminningar sem við eigum og viljum geyma um Halldór Sigvaldason, um leið og við þökkum allar þær dýrmætu samveru- stundir sem við höfum átt hjá honum og hans fólki. Við bræðumir og fjölskyldur okk- ar sendum Laufeyju, Brynjari og Amþrúði og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Þeirra huggun sé minningin um góðan og duglegan maka og föður, sem öllum vildi gott og færði gleði og bjartsýni inn í líf hvers þess sem honum kynntist. Synir Sigrúnar og Jóhannesar Óskar Sigurðsson Afaminning Laugardaginn 1. október sl. var afi minn Óskar í Hábæ jarðsettur frá Hábæjarkirkju, Þykkvabæ. Hann lést 25. september sl. tæplega 82 ára. Hann afi minn var góður maður. ■ Hann talaði aldrei illa um neinn og dæmdi engan. Gagnrýni hans á sam- tíðina og samferðamenn fólst ætíð í glettnum frásögnum sem þó vom oft fullar af speki. Hánn sagði að náttúr- an væri margbreytileg og óútreikn- anleg, menn yrðu að gera ráð fyrir því. Þess vegna famaðist honum vel. Hann lagði fyrir í góðæri til mögm áranna. Hann sagði mér að ungu mennirnir gerðu aldrei ráð fyrir hallæri. Það væri þeirra ólán. Hann afi minn var góður bóndi af því hann hafði gáfur til þess. Hann hefði gerst sjómaður, útgerðarmaður, til þess stóð hugur hans. En bann hlýddi kalli skyldunnar ogvarð bóndi eins og forfeður hans.j^Sk við jörðinni af föður sínum. Þffllfiig átti það að vera. Ég man fyrst eftir honum afa þegar ég er lítil stelpa. Hann tekur mig í fangið og er góður við mig án þess að sýna það. Hendurnar hans eru stórar og vinnulúnar en samt fallegar og hlýjar. Augun hans eru eins og á aungvum. Svo margbreyti- leg. Eftir því sem ég eldist skil ég þau betur. Sívökul við vinnu, dreym- in í fjósinu, blikandi þegar hann bóndi, Hábæ segir sögur og hann pfrir þau svo skemmtilega þegar hann spaugar. Hann afi segir samt ekki brandara eins og aðrir en er þó iðandi af húmor í frásögnum sínum. Þegar hann finnur á sér að loknum slætti em augun hans enn minni en venju- Iega. Hann kallar mig frænku. Ég skil hann ekki alveg... hann er ekki frændi í mínum huga... en hvað á afi að kalla litlu stelpuna sína? Bernskuminningar mínar eru flestar tengdar Hábæ. Þar þurfti engin leikföng. Þar var ekkert tóma- rúm. Eldhúsið svo hlýtt með suðandi olíueldavélinni, móðunni á rúðun- um og góða matnum hennar Gústu. Við hliðina á mér situr afi, sötrandi kaffið sitt af undirskálinni, húfan hans og tóbaksdósin. Hjá stóm . borðstofuborðinu er gormabeddi með stómm kodda. Þar leggur afi sig ” eftir matinn, húfan hans yfir andlit- inu og ómissandi hrotur yfir upp- vaskinu. Hér þarf engrar nútíma slökunartækni við. Samt em minnst 14 manns á heimilinu um hásláttinn. Þegar ég er orðin fullorðin er afi orðinn gamall maður. Ég fer stund- um að heimsækja afa og Gústu í sveitina. Ég finn að ég hef fjarlægst sveitina. En afi hefur ekki fjarlægst neitt. Hann fylgist enn vel með. Les blöð og bækur. Landsmálin og póli- tíkina hefur hann á hreinu en veðrið er þó það sem rriestu máli skiptir. Það eiga bóndinn og sjómaðurinn sameiginlegt. Þegar ég geng um hlöðin í Hábæ finn ég lyktina af gulmuru. Nú hefur þessi jurt tekið völdin og ég veit að afa fannst lyktin af henni góð. Á leiðinni niður í Þykkvabæ er tveggja mánaða dóttir mín með í för. Við erum á leiðinni að kveðja hann afa. Ég horfi á hana og hugsa með mér: „Já, svona er gangur lífsins." Guð blessi hann afa minn. Steinunn Ósk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.