Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 19
Laugardagur 8. október 1988 Tíminn 19 II! MINNING Björg Árnadóttir Fædd 3. apríl 1906 Dáin 29. septcmber 1988 Enn er sumarið liðið. Það haustar að, svo er og um mannsævina. Morgunn lífsins er sem vorbjartur dagur. Það var á slíku vori sem Björg Árnadóttir, Hrjóti Hjalta- staðaþinghá, leit fyrst dagsins ljós. Hún var 11. af 15 börnum foreldra sinna, en lifði þau öll. Móðir hennar var Guðný María Jóhannesdóttir f. á Bústöðum við Reykjavík, en ættuð frá Reykjum í Lundarreykjadal. Faðir hennar var Árni ísaksson frá Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþing- há en ættaður frá Stuðlum við Reyð- arfjörð, Þegar Björg var á öðru ári fluttust foreldrar hennar búferlum og settust að í Hólalandshjáleigu í Borgarfirði eystra. Hún var vart komin af barns- aldri þegar henni var komið fyrir til snúninga, eins og þá var títt. Björg fermdist á Bakkafirði í Borgarfirði eystra hjá Þorsteini M. Jónssyni skólastjóra. Eftir það var hún ráðin til hjónanna Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar og var þar fram að 18 ára aldri eða þar til hún fór til Reykjavíkur. Björg var vel gefin og ljóðelsk mjög og orti en skólalærdómur lá ekki á lausu fyrir ungar stúlkur sem áttu engan fjárhagslegan bakhjarl. Eina leiðin til þess að komast eitt- hvað áfram var að ráða sig í vist. Hún komst samt f nám við karl- mannafatasaum sem þótti þá mjög góð iðngrein, bæði fyrir útivinnandi og heimavinnandi konur. Björgu féll iðnin mjög vel því hún var lagin og einstaklega velvirk. Á meðan hún vann að þessu í Reykjavík kynntist hún prófessor Guðmundi Finnbogasyni og hafði hún miklar mætur á honum. Sumar eitt réðist hún sem kaupakona að Grafarholti í Mosfellssveit til Björns Birnis og konu hans Kristrúnar Eyjólfsdóttur. Hún taldi að það hafi verið mikið gæfuspor og gott veganesti út í lífið. Þetta var mikið menningarheimili og allt að 20 manns um heyannirnar. Þarna ríkti glaðværð og vinnugleði. í óþurrkum unnu stúlkumar innan- húss. Björg var svo lánsöm að kom- ast í eldhúsið og var þar í matargerð og bakstri en sú þekking og reynsla nýttist henni alla tíð í hennar búskap. Þarna kynntist hún ungum manni, er síðar varð lífsförunautur hennar, Guðjóni Ólafssyni f. 1. ágúst 1903 - d. 24. desember 1985, sonur Ólafs Þorleifssonar f. 22. mars 1877-d. 3. ágúst 1947, steinsmiður og st'ðar verkstjóri í pípugerðinni í Reykja- vík. Móðir hans var Hreiðarsína Hreiðarsdóttir f. 23. október 1879- d. 13. janúar 1973, frá Stóru-Hildis- ey í Austur-Landeyjum. Bújarðir lágu ekki á lausu þá og hvert reytingskot setið. Loks fréttu þau þó um eina sem var föl austur í Hreppum, Stóra-Hof í Gnúpverja- hreppi. Þau voru ekki að velta vöngum eða hugsa sig um tvisvar , heldur tryggðu sér ábúð strax. Dag- inn eftir, sem var 12. maí 1928, voru þau gefin saman í hjónaband og fluttu svo strax austur að Stóra-Hofi án þess að hafa skoðað jörð eða hús. Þar voru fyrir gömul hjón ættuð af Eyrarbakka, Vilborg og Sigfús, sem þau áttu eftir að deila með baðstofu- kytrunni sem var aðeins 2 stafgólf og harla fornfáleg, gólfið fúið af raka og slitið af fótum kynslóðanna, svo neglt hafi verið yfir með óhefluðu spýtnabraki. Löng göng voru frá hlóðareldhúsi í frambæ og til bað- stofu. Á vetrum lagði hélu í súðina yfir rúmunum svo breiða varð hlífð- ardúk til varnar. Bústofn ungu hjónanna varheldur smár til að byrja með. En þau skorti ekki viljaþrek eða áræði og lögðu hart að sér. Hún sinnti búfénu en hann fór á vetrarvertíðar. Eitt vorið kom hann með hvíta emileraða kola- vél, reyndar varð nú að brenna mó eða þvf sem til féll hverju sinni. Mikil var gleðin í litla bænum er fyrsti eldurinn var tendraður fyrir framan baðstofudyrnar og ylinn lagði um vistarveruna. Nú gat Björg fyrst að ráði notið matargerðarhæfi- leika sinna og kökurnar hennar Bjargar voru sko mjög góðar og brögðuðust betur en allar aðrar sam- bærilegar kökur, segir forsetinn okkar, Vigdís Finnbogadóttir. Ég geri ráð fyrir að ekki hafi verið margar eldavélar í nágrenninu því konur frá nærliggjandi bæjum komu og skoðuðu og dásömuðu eldavélina og fengu svo að koma með köku í ofninn. Árið 1938 dvaldi ég sumarlangt á heimili þeirra hjóna á Stóra-Hofi. Ég var borgarbarn og aðeins ung- lingur, mér fannst heimili þeirra vera eins og besti skóli. Þar var vinnuhagræðing ofarlega á lista eins og þetta orðatiltæki sem þau notuðu mikið bendir til: „Það sem gert er í fyrra verkinu kemur fram í því seinna“. Vinnutími var hóflegur og matur góður. Það sem mest er þó um vert er að vinátta okkar hefur haldist óslitið öll þessi ár. Á tíu fyrstu búskaparárunum tókst þeim að vinna sig upp í meðal bú hvað skepnur og afurðir snertir. Það höfðu heldur ekki verið notaðir neinir silkihanskar. Björg hafði sjálf staðið í öllum útiverkum, hún mok- aði moldinni upp úr hlöðugrunnin- um, hlóð grjóti og torfi í veggina, girti og gróðursetti. Á bæjarhlaðinu var fagur trjágarður þar sem nær- færnar hendur höfðu hlúð að ungum sprotum. Þau höfðu sett markið hátt og séð mikinn árangur af lífsstarfi sínu. Þau höfðu eignast jörðina Stóra-Hof sem var vel hýst, vel setin og jörð með góðu búi. Fimmtíu ára starf var að baki. Farin að heilsu dvaldi Björg oft á spítölum. Síðustu æviárin bjuggu þau hjónin að Seljalandi 7 í landi Bústaða. Þeim fannst báðum vera friður og helgi yfir þessari byggð þar sem móðir Bjargar hafði í æsku átt sínar bernskustundir. Sfðustu 2 árin hefur hún verið á sjúkradeild á Selfossi en þar áður eitt samfellt ár á Landakoti. Börn þeirra eru: Sigurbjörg Ólöf f. 28. maí 1930, húsmóðir, Hreiðar Ólafur f. 8. maí 1933, húsasmiður, Guðmar f. 6. júní 1937, bóndi Stóra- Hofi, Árni Björn f. 6. apríl 1939, húsgagnasmiður, Sólrún f. 5. mars 1945, skrifstofumaður, fósturbarn Hreiðar Berg f. 31. október 1946, bifreiðastjóri. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin 9. Blessuð sé minning hennar. Börnum hennar og fjöískyldum þeirra vottum við hjónin innilega samúð. Hulda Pétursdóttir. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Tillaga að deiliskipulagi reits 4.645 sem markast af Norðurhólum, Vesturhólum, Orrahólum og Krummahólum, er hér með auglýst samkv. gr. 4.4 skipulagsreglugerðar nr. 318/1985. Uppdráttur, skýringarmyndir og greinargerð verður til sýnis frá 10. október til 10. nóvember 1988 í verslunarmiðstöðinni Hólagarði, Lóuhólum 2-6 (við hliðina á Útvegsbankanum) og hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, frá kl. 8.30- 16.00 alla virka daga. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00,10. nóv. 1988. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir tillögunni. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3 105 Reykjavík. W Bílakaup ríkisins 1989 Innkaupastofnun ríkisins áætlar að kaupa um 140 bíla fyrir ríkisstofnanir árið 1988. Lýsing á stærðum og útbúnaði bílanna er að fá á skrifstofu vorri og þurfa þeir bifreiðainnflytjendur, sem vilja bjóða bíla sína að senda verðtilboð og aðrar upplýsingar til skrifstofunnar fyrir 11. nóvember n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Keflavík - Suðurnes Fundur verður í Framsóknarhúsinu Keflavík laugard. 8. október. Hefst kl. 14.00. Jóhann Elnvarðsson ræðir stjórnmálaviðhorfið. Almennnar umræður. Svæðisráð framsóknarmanna Akranes - Bæjarmál Fundur um bæjarmálin verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugar- daginn 8. okt. n.k. kl. 16.00. Bæjarfulltrúarnir ATH: Breyttan fundartíma Almennir stjórnmálafundir á Húsavík og Akureyri Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Jóhannes Geir varaþingmaður boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Félagsheimilinu Húsavík sunnudaginn 9. okt. kl. 15.00. Framsóknarflokkurinn Hornfirðingar - Félagsfundur Framsóknarfélag A-Skaftfellssýslu heldur almennan fé- lagsfund í mötuneyti Skinneyjar hf. sunnudaginn 9. október kl. 17. Fundarefni: 1. Þjóðmálastaðan. Frummælandi Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra. 2. Sveitarstjórnarmál. Frummælandi Guðbjartur Össurarson. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing KSFA. 4. önnur mál. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur í Nóatúni 21, mánudaginn 10.10. kl. 20.30. Dagskrá: Nordisk Forum í máli og myndum í umsjá Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa og Ingibjargar Magnúsdóttur frá Kvenfélagasambandi íslands. Mætið vel. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 10. október kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk kosning fulltrúa á flokksþing. Stjórnin. KVENFÉLAGIÐ FREYJA í KÓPAVOGI Aðalfundur Framsóknarkvennafélagsins Freyju í Kópavogi verður haldinn í Hamraborg 5, miðvikudaginn 12. október, kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður, kemur í heimsókn og spjallar við fundarkonur. Stjórnin Austurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.