Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 23
l 'A 1 'A 'A V Laugardagur 8. október 1988 Tíminn 2 SPEGILL llllllllllllllllllllllílli llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllll Krókódíla- maðurinn veikurfyrir Ein mesta peningamynd allra tíma er sú um krókódílamanninn Mick Dundee. Hún þótti dýr í framleiðslu en tekjurnar af henni eru nú orðnar 65 sinnum sá kostn- aður. Nú er komin önnur slík um Dundee og fallega blaðamanninn, sem Linda Kozlowski leikur. Gró- urnar fullyrða nú að þau tvö geti ekki án hvors annars verið lengur - ekki heldur utan vinnu. Það var Paul Hogan sjálfur sem settist niður og skrifaði handrit af seinni myndinni þegar hann sá hversu vel hin gekk. Brett, 26 ára sonur hans hjálpaði til. Linda og Paul hafa dvalið lang- dvölum í New York vegna starfsins, en heima í Ástralíu er Noelene, eiginkona Pauls, sem hann er tvfkvæntur og á fimm börn með. Kunnugir segja að ekki sé nauðsynlegt að vera skyggn til að sjá að mun meira er milli Lindu og Pauls en góð samvinna. Pau eyða inegninu af frítímanum saman og sjást einnig saman í veislum, þar sem Paul getur ekki stillt sig um að kjassa Lindu svolítið. Ýmsir velta fyrir sér hvort frægðin hafi stigið honum til höfuðs, því ekki eru nema fjögur ár síðan hann kvæntist Noelene í annað sinn. Hann hefur oft sagt að hann væri dæmigerður, heimakær fjölskyldu- faðir og liði best hjá konu og börnum. Þó hefur hann ekki dregið fjöður yfir, að stundum hefur gefið vel á bátinn heima fyrir og að hann sé erfiður í sambúð, því honum hætti til að koma fram við fjöl- skylduna sem húsgögn en ekki fólk. Það er best að aðdáendur hans viti, að hann er ekki einn þeirra karlmanna sem grípa í uppvask, eldamennsku eða barnagæslu. Hann og raunar flestir landar hans telja að slíkir menn séu með laf- lausa skrúfu. Flestir gera þó ráð fyrir að hann snúi heim til Noelene þegar vinnu hans vestra er lokið í þetta sinn. Raunar hélt hann um daginn að verkinu væri lokið en þá féll dómur framleiðendanna: Endirinn er ekki nógu góður. Paul voru afhentar einar 35 milljónir króna, svo hann gæti útbúið nýjar 3 mínútur af filmu í endann. Það þætti rausn á sumum bæjum, jafnvel fyrir heila kvikmynd. Örlitlar upplýsingar að lokum. Paul Hogan er 47 ára og 178 sm hár í kúrekastígvélum. Noelene Hogan er þétt á velli og þétt í lund og haft hefur verið eftir henni að það hljóti að vera víti á jörð að vera gift gamanleikara. Þeir sem umgangast Paul og Lindu eru ekki í nokkrum vafa um að þau eru meira en vinnufélagar. Þessi mynd er tekin í samkvæmi í New York. Mannabúr í Hong Kong t þessu herbergi búa 18 konur í j búrum. Þær á neðri hæðinni geta ekki staðið uppréttar inni hjá sér. í Hong Kong búa mörg þúsund manns í búrum. Þetta er einkum fátækt, gamalt fólk sem ekki hefur efni á mannsæmandi húsnæði. Það tekur á leigu rúm í stórum sal og girðir síðan rúmið með vírneti til að vernda fátæklega aleiguna. Þó svona aðstæður teljist ekki mannsæmdandi er fólkið samt hreykið af að hafa blett sem það getur kallað sinn eigin. - Ég er ein þeirra heppnu. Það er málmhilla í búrinu mínu, segir hin 74 ára Lee Shun, sem borgar rúmar 800 krón- ur á mánuði fyrir að fá að búa í „búrherbergi" með 17 öðrum konum. Búrin eru á tveimur hæður meðfram veggjum herbergisins og mjór gangur á milli. Grannkona Lee segir henni að vera ekkert að monta sig. Sjálf hafi hún búr með hurð sem opnast út. Það sé mun betra en að hún opnist inn. Þær upplýsa að visst stöðutákn sé að búrgrindin sé úr járnrörum, ekki bara neti. Meðalstærð búrsins er um það bil 75 x 175 sm. Lofthæð í neðri búrunum er oftast um 85 sm, en á efri hæðinni þykir hreinasti íburður að hafa búrið opið til lofts í her- berginu. Y firvöld í Hong Kong sem viður- kenna að um 7000 manns búi í búrum, bönnuðu þriggja hæða búr fyrir nokkrum árum. Cheung Kay er 65 ára og hann býr í búri í karlaíbúð. Hann er atvinnulaus og segir: - Þegar verk- smiðjunni var lokað 1984 fékk ég hvergi vinnu, svo ég neyddist til að lifa á bótum sem eru tæpar 4000 krónur á mánuði. Búrið mitt er eina heimilið sem ég hef ráð á. Þetta er undarlegt líf. Stundum finnst manni nálægð alls þessa fólks vera að kæfa mann, en þegar ég ligg vakandi í búrinu mínu, tárfelli ég stundum af einmana- kennd, segir Kay. Svona líður dýrunum í dýragarðinum áreiðan- lega líka. Hann saknar þess að geta ekki boðið gestum heim, þvf það er ekki rúrn fyrir nema hann í búrinu. - Ég vona bara að lífið lagist. Mig dreymir um að vakna að morgni í litlu þorpi, þar sem ég get setið í sólskini og horft á húsdýr vappa um. Líklega halda draumarnir í mér lífinu. KVIKMYNDIR Stjörnugjöf = ★★★ 1/2 Áttu von á barni? She‘s having a Baby. Handrit, framleiðsla og leikstjórn: John Hughes Aðalleikarar: Kevin Bacon og Elisabeth McGovem Háskólabíó/Regnboginn Það verður ekki annað sagt en að hér sé farið á kostum við að lýsa ótrúlega fjölskrúðugum tilbrigðum lífsins, hjónabandsins, smáborg- aralífs og dauða. Jagandi tengda- foreldrarnir eru virkilega þreytandi og sama er að segja um margar aðrar persónur, sem á óvenjulegan hátt tekst að túlka réttilega ýkta mynd af raunverulegum uppákom- um. Mjög oft í þessari mynd tala persónurnar hreint út eins og mað- ur getur ímyndað sér að þær langi til. Kevin Bacon (aumingja leikar- inn!) er alveg sérstakur í þessu umhverfi og leikur sína rullu skín- andi vel, vankaður á mörkum raun- veruleikans og hugarflugsins sem ber hann yfir í ímyndun sína. Garðsláttuvélaatriðið er einna skýrasta dæmið um slíka upp- ákomu. Stúlkan hans sem leikin er af Elisabeth McGovern er dæma- laust venjuleg sæt lítil eiginkona sem lítur út fyrir að vera saklaus en er með hræðilegt plott í gangi gegn eiginmanni sínum. Hann á ekki undankomu auðið þótt hann glað- ur vildi og stefnir allt í það að hann sitji fastur í eiginmannshlutverkinu allt til loka. Myndatakan er góð og hljóð og gerð myndarinnar ekki síður með þannig handbragði að mér bregður ekki að sjá nafn Johns Hughes þar undir og yfir og allt í kring. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.