Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 24
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR 4Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Átjan mán. binding JfTRUMPARNIR J 0 7,5% jÉ SAMVINNUBANKINN KÆTA Tímmii Steingrímur Hermannsson og Jón Sigurðsson koma vaxtalækkun á skrið Fyrsta skrefið núna á mánudag Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nauðsynlegt sé að nafnvext- ir lækki um 5-10% á næstu vikum og að fyrsta skrefið þurfi að koma fram þegar á mánudaginn. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, leggur enn fastari áherslu á að ef ekki verði leyfð vísitölubinding vinnuafls þá \ verði ekki hægt að leyfa vísitölutengingu fjármagns. Nú liggur fyrir að líkast til verður boðið upp á tvo möguleika ■ lánskjörum. Annar verður sá að miðað verði við nýju lánskjaravísitöluna í nýjum fjárskuldbindingum og hinn að leyft verði að taka upp gengisviðmiðun í innlendum lánskjörum. í síðari tilfellinu er gert ráð fyrir að menn geti í framtíðinni valið þann gjaldmiðil sem þeir vilja láta miða lán sín við. „Það hlýtur að vera okkar mark- mið að losna við alla vísitöluteng- ingu, þar sem hún veldur verð- bólgu og fleiri óáran,“ sagði Stein- grímur. "Fram að þeim tíma vil ég losna sem allra mest við misgengi fjármagns og launa. Við þetta misgengi losnum við með því að tengja þetta laununum. Aðalatrið- ið í mínum huga er að við verðum að losa okkur við þetta helvíti.“ Um útreikninga á nýjum grund- velli lánskjaravísitölunnar með mun meiri launaþætti en verið hefur, vildu þeir Steingrímur og Jón Sigurðsson lítið segja þar sem enn væri ekki neitt komið út úr reikningsdæmi Seðlabanka íslands. En ákvarðanir um lækkun nafn- vaxta og meðalraunvaxta liggja nokkuð ljósar fyrir og virðast vera komnar lengra í framkvæmd stjórnarinnar þrátt fyrir mótmæli forsvarsmanna verðbréfasjóða. „Það verður auðvitað að segjast eins og er að þessir peningafurstar virðast ekki þola það að hár sé skert á þeirra höfði. Launamenn og atvinnuvegirnir eiga að bera allan baggann samkvæmt því. Ég get ekki tekið undir þetta og það er hreint út sagt. Ég tel að í þeim gífurlega vanda sem er framundan verði allir að bera þær byrðar sem á þjóðina munu leggjast," sagði Steingrímur. „Það þýðir að vext- irnir verða að lækka. Það er líka margt sem bendir til að þenslan fari minnkandi; því er ekki annað Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. hvert fyrirtæki farið á hausinn? Væntanlega minnkar þá eftirspurn- in eftir fjármagni og væntanlega leiðir það svo til lækkunar á vöxtum. Auk þess sé ég ekkert því til fyrirstöðu í svona ástandi að vöxtum verði handstýrt að ein- hverju leyti,“ sagði forsætisráð- herra. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra. Baðir ráðherrarnir gera ráð fyrir því að raunvextir útlána verði lækkaðir um 0,5-0,75% alveg á næstunni og að frekari raunvaxta- lækkanir muni fylgja. Er bent á með minnkandi þenslu geti Seðla- bankinn slakað á bindingu og laus- afjárkröfum og hafi einnig aðrar leiðir til að stuðla enn betur að vaxtalækkun. Þá bendir Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, á að heimild til að miða lánskjör við erlent gengi sé ein skýrasta leiðin til að gera mun erlendra og innlendra lánskjara sem minnstan. „Mitt kappsmál er ennþá að það verði örugg ávöxtun á sparifé almennings og sjóða eins og lífeyrissjóðanna," sagði Jón. „En ég á von á því að á mánudag verði fyrsta skrefið til vaxtalækk- unar stigið á grundvelli þeirra við- ræðna sem farið hafa fram milli Seðlabanka og viðskiptabankanna. Ég býst við að nafnvextir lækki yfirleitt um 5% og að raunvextir lækki yfirleitt um 0,5%,“ sagði Jón Sigurðsson. „Ég á von á því að annar áfangi í lækkun nafnvaxta verði í lok nóvember eða þá um mánaðamót- in og þá verði líka hægt að halda áfram raunvaxtalækkun, en auðvit- að þarf að skapa þar almennar efnahagslegar forsendur fyrir því,“ sagði Jón og benti hann á að þar vegi mest samdráttur í lánsfjárþörf ríkisins og framundan sé lækkun verðbólgu sem ekki gangi til baka. KB Þröstur Ólafsson opnar „Miklagarð vestur í bæ“: Skref í áttina að nýrri ímynd KRON „Mikligarður vestur í bæ“ var opnaður í gær í sama húsi og áður var JL-matvörumarkaður í JL-hús- inu. Verður þarna matvöruverslun og einnig er gerð tilraun með lítið horn sem kallað er sérvöruhorn þar sem fást á klæðnaður eða önnur sértæk vara á góðu verði. Þröstur Ólafsson, stjómarformaður KRON, sagði við opnunina að skoða mætti þetta framtak sem eitt fyrsta skrefið í átt að því að skapa kaupfélagsversl- un á höfuðborgarsvæðinu nýja ímynd og koma á auknu samræmi í verðlagningu. í hinni nýju verslun verða starf- andi milli 20 og 25 manns og hefur verslunarstjóri verið ráðinn Matthí- as Sigurðsson. Verð á öllum vörum verður það sama og í Miklagarði við Sund og verður jafnan reynt að bjóða upp á sömu kauptilboð og þar eru í gangi. Þá verður sami opnunar- tími á báðum stöðum. KRON er 100% eignaraðili að þessari Miklagarðsverslun, en Mikli- garður við Sund er að 52 hundraðs- hlutum í eigu KRON eins og kunn- ugt er. Er þessi opnun liður í víð- tækri endurskipulagningu á verslun- arrekstri KRON og má líklega búast við áframhaldandi breytingum um áramótin. Þær gætu orðið í þá veru að núverandi KRON-verslanir taki á sig þessa nýju ímynd með sam- ræmdri verðlagningu. Annað sem vænta má, eftir því sem Tíminn kemst næst, er að minnstu verslanir KRON verði lagðar niður, eða sam- einaðar stærri búðum. Er sú áætlun byggð á þeirri staðreynd að margar smáar búðir eru mjög erfiðar í heildárstjórnun og erfiðara er að ná góðri yfirsýn þegar búðir eru mjög misjafnar að stærð og umfangi. KB Matthías Sigurðsson, verslunarstjóri í Miklagarði vestur í bæ. Timinn:Árai Bjama Enn ekki samkomulag um nefndaformenn og þingforseta: Sighvatur vill vera áfram í formannsstól Ekki hefur enn náðst samkomu- komust hinsvegar að samkomulagi lag milli stjórnarflokkanna um Um skiptingu nefndasæta. Sam- skiptingu embætta forseta Alþingis kvæmt þessu samkomulagi fær og formannaeinstakra þingnefnda. Sjálfstæðisflokkurinn 41 fulitrúa í í gær var fundað stíft um þessi mál sinn hlut, Borgaraflokkur 16 og án þess að niðurstaða fengist. Kvennalisti 13. Ljóst er að niðurstaða verður að Á fundi forsætisráðherra með liggja fyrir áður en til atkvæða- formönnum þingflokka í gærmorg- greiðslu kemur í þinginu nk. un var ákveðið að fresta ekki þriðjudag. þingstörfum þrátt fyrir að fjárlaga- Eftir því sem næst verður komist frumvarpið verði ekki lagt fram er embætti formanns fjárveitinga- fyrr en í síðustu viku októbermán- nefndar það sem mest er bitist um.' aðar. Núverandi formaður nefndarinn- Regluieg þingstörf hefjast því ar, Sighvatur Björgvinsson, mun frá og með nk. mánudegi, en þann sjá mikið eftir stólnum til Margrét- dag setur forseti {slands, Vigdís ar Frímannsdóttur, kandidats Al- Finnbogadóttir, Alþingi sant- þýðubandalagsins. kvæmt ákvæði stjórnarskrár. Stjórnarandstöðuflokkarnir óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.