Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 11. október 1988 Hverageröi: Fannst látinn Tæplega fimmtugur Reykvíkingur fannst látinn á gangstétt við íbúðar- hús í Hveragerði um tíuleytið á föstudagsmorgun. Talið er að hann hafi fallið á gangstéttina og vankast, og orðið síðan úti um nóttina, en mjög kalt var í veðri aðfaranótt föstudags. Hann mun hafa komið til Hvera- gerðis á fimmtudagskvöld með rút- unni og ætlað að hitta kunningja sinn sem býr í Hveragerði. Pegar hann kom að húsi kunningja síns var hins vegar enginn heima og enginn átti leið að húsinu þá um kvöldið eða nóttina. Um tíuleytið á föstudagsmorgun varð maður, sem var að vinna í nágrenninu, var við hvar hann lá í garðinum og var hann látinn, þegar lögreglan kom að. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að maður- inn hafi dáið óeðlilegum dauða. Hinn látni var giftur og tveggja barna faðir. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. - ABÓ Skólastofum í 2. áfanga Foldaskóla hefur verið lokað og börnum er kennt ó göngum á meðan. Skólastofum lokað og lagfæringar hafnar á öðrum áfanga Foldaskóla: Kenna til bráðabirgða á göngum í 1. áfanga Lagfæringar standa nú yfir á tveimur almennum kennslu- stofum og einni smíðastofu, auk ganga í öðrum áfanga Foldaskóla í Grafarvogi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ósk- aði eftir því við Gunnar Inga Gunnarsson skólalækni Foldaskóla að húsnæðið yrði metið. Gunnar skoðaði skólann sl. fimmtudag, en daginn áður höfðu lagfæringar þegar hafíst. Gunnar sendi skýrsiu sína til heilbrigðisráðs á föstudag. Ryk- og hávaðamengun, mikil þrengsli og sóðaskapur innanhúss, eru meðal niðurstaðna Gunnars Inga. Þrírmennfluttiráslysa- deild meö reykeitrun: Eldur í Snorra Allt tiltækt slökkvilið var kall- að að togaranum Snorra Sturlu- syni, þar sem hann lá við Granda- garð klukkan 9.02 í gærmorgun, en tilkynnt var unt mikinn eld í vélarrúmi. Þrír menn voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans með reyk- eitrun og auk þess sem einn þeirra var nokkuð brunninn á höndum, en hann hafði verið að vinna við rafmagnstöfluna, þegar skammhlaupið varð. Slökkviliðið var í miðju útkalli í Kópavogin- um þegar tilkynningin kom um eldinn í Snorra, en lítilsháttar bilun hafði orðið í brunakerfi Kópavogshælis. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var mikill reykur í vélar- rúmi. Þrír reykkafarar voru send- ir niður með vatn og handslökkvi- tæki. Pegar niður kom var engan eld að sjá, en mikinn reyk lagði frá rafmagnstöflunni. Tveim reykblásurum var komið fyrir í vélarrúminu og það reyktæmt. Talið er að orsakanna megi rekja til skammhlaups í raf- magnstöflunni. - ABÓ „Ég tók saman nokkur atriði sem ntér fannst aðalatriði eftir að hafa skoðað skólann ásamt yfirkennara," sagði Gunnar. „Ég kom ekki með neinar beinar afmarkaðar tillögur til úrlausnar, en benti hins vegar á að ýmislegt mætti gera. Ef við tökum fyrst þessar stofur sem voru teknar í notkun til bráðabirgða í öðrum áfanga, þá hafði þegar verið stöðvuð kennsla þar og búið að setja dúk á gólfið. Vinna var sem sagt í gangi í báðum þeim stofum, sem hlýtur að hafa verið afleiðing af þeirri umfjöll- un og ábendingum sem þegar höfðu komið fram. Hins vegar er vinna framundan í húsinu, fyrir utan þess- ar stofur og það er engin ástæða til að ætla annað en það verði veruleg ryk- og hávaðamengun í húsinu meðan vinna á sér stað. Það er augljóst að verið er að taka í notkun skólarými, áður en það er tilbúið, þannig að þarna verður truflun. Ég benti á það að sjálfsögðu." sagði Gunnar Ingi. „Að auki benti ég á að mikil þrengsli væru f eldra húsinu og samkvæmt upplýsingum yfirkennara þá eru upp undir 250 nemendur hafðir á efri hæð hússins, sem er hönnuð fyrir hundrað nemendur. Gangur og tröppur niður á fyrstu hæð eru í samræmi við hönnun, þ.e. fyrir um 100 manns. Þetta gæti skapað hættu og bendi á brunavarnir í því sambandi. í þriðja lagi, þar sem ekki er búið að ganga frá í kring um skólann er mikið um sóðaskap innanhúss með- an svo er,“ sagði Gunnar. Oddur Hjartarson framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur sagði í samtali við Tímann að bréf Gunnars hefði ekki náð inn á fund heilbrigðisráðs á föstudag, vegna bilunar í tölvu, en það hefði verið í þeim anda sem búist var við. „Það er búið að skrifa forstöðu- manni Skólaskrifstofu Reykjavíkur og ákveðnar kröfur gerðar um lag- færingar, þannig að hluti skólans, neðri hæð annars áfanga, er lokaður og fer kennsla þar ekki í gang fyrr en búið er að ganga frá ákveðnum hlutum í þeim þremur skólastofum sem um er að ræða og ganginum þar fyrir framan. Lagfæra verður gólf og loft, auk þess sem tengja þarf hand- laugar," sagði Oddur. Oddur sagðist eiga von á því að lagfæringum yrði lokið innan hálfs mánaðar og málið þá úr sögunni. Eins og er, fer kennsla þessara barna fram í öðrum stofum, eftir ástæðum og á göngum á efri hæð fyrsta áfanga. - ABÓ Síldveiðar hófust á sunnudag: Fyrsta síldin Sfldveiðar hófust á sunnudag og var fjöldi báta mættur á miðin frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar. Báta- mir fengu ágætis afla og er sfldin væn, en nokkuð dreifð og stygg. í fyrrinótt veiddust um 500 tonn, sem telst ágætt í upphafi vertíðar. Samkvæmt upplýsingum hjá Norðursíld á Seyðisfirði lönduðu tveir bátar á tveimur plönum, hjá Norðursíld og Strandasíld, samtals um 120 tonnum. Annar bátanna, Heiðrún fékk 100 tonn í einu kasti, en hinn 20 tonn. Síldin er væn, og sagði Heiðar Valtýsson hjá Norður- síld að nú væri unnið á fullu við að salta. Hann sagði að bátarnir hefðu fengið aflann inni á firðinum. „Mjög erfitt er að ná síldinni, þar sem að hún er stygg, enda mikið af háhyrn- ingum í firðinum sem styggja hana. Svo er hún líka alltaf stygg í upphafi vertíðar," sagði Heiðar. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gerður sölusamningur við Finna og Svía, sem er 68.000 tunnur, þ.e. um 15% magnaukning frá því í fyrra. Búast má við að búið verði að salta upp í þennan samning að tveim til þrem vikum liðnum. Sama verð fæst nú fyrir saltsíld og í fyrra, í mynt hvors lands fyrir sig. Til samanburðar má geta þess að 68.000 tunnur, eða um 10.000 tonn til þessara landa samsvara 96.000 tunnum til Rússlands, þar sem búið er að skera haus og innyfli af síldinni sem fer til Finnlands og Svíþjóðar. í næstu viku kemur hingað til lands samninganefnd Rússa, en upp úr viðræðum slitnaði fyrir skömmu þar sem Sovétmenn höfðu ekki heimild til kaupa nema á um helming þess sem viðskiptasamningur þjóð- anna hljóðar upp á. - ABÓ Síldarstúlkur eru nú að komast í gang eystra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.