Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 3
Þriöjúdagúr 1í. októbér 1988 Tíminn 3 Alþingi var sett í gær Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands setti Alþingi í hundr- aðasta og ellefta sinn í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Að lokinni hefðbundinni guðsþjónustu var athöfninni framhaldið í þinghúsinu þar sem Stefán Valgeirsson aldurs forseti þingsins stýrði fundi. Boðað hefur verið til fundar í sameinuðu þingi klukkan tvö í dag og munu þá kosnir starfsmenn þingsins og í nefndir,en eins og kunnugt er hefur ekki enn náðst samkomulag á milli stjórnarflokkanna um þau mál. Þá barst þinginu bréf frá Sverri Hermannssyni ( D. Austurl.) þar sem að hann sagði af sér þingmennsku og mun Kristinn Pétursson 5. þingmaður Austurlands taka sæti hans. - ág fi Skuldabréf nú almennt komin niöur undir 20% nafnvexti, eða 8,75% raunvexti: Vaxtamunur minnkar og raunvextir nú 8,75% ckki látið vaxtalækkun ná fram að ganga í öllum tilfcllum fyrr en um 21. október nk. Að sögn Brynjólfs Hclgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbank- ans. verður af tæknilegum ástæð- um ekki hægt að hrinda í fram- kvæmd lækkun nafnvaxta af óverð- tryggðum útlánum, vegna þess að búið hafði verið að auglýsa vexti þeirra bréfa mcð ti'u daga fyrirvara. Svipaða sögu er að segja um Sam- vinnubankann. í Alþýðubankanum, svaraði Björn Björnsson, bankastjóri, því svo til að almennt lækkuðu nafn- og raunvextir svipað og hjá öðrum bönkum, en seöiar vegna skulda- bréfa sem eru á gjalddaga til 20. október brcytast ekki fyrr en 21. þessa mánaðar. „Það eru ekki gerðar breytingar vegna þcirra bréfa þar sem seðlar hefa verið sendir út,“ sagði Björn. KB Allt að 5% nafnvaxtalækkun á óverðtryggðum skuldabréfum kemur víðast til framkvæmda í dag í bönkum og sparisjóðum. Slíkir vextir verða því í dag um 20-22%. Raunvextir lækka hins vegar ekki nema um 0,25-0,75%, eða þannig að yfir línuna lækki þeir í 8,75% raunvexti á verðtryggðum útlán- um. Þá hefur það gerst að innláns- vextir lækka yfirleitt minna en útlánsvextir og hefur því orðið lækkun vaxtamunar. Petta kom fram í viðtali við Eirík Guðnason, aðstoðarseðlabankastj óra. „Það hefur lengi verið taiið að vaxta- munur hérna væri tiltölulega mikill og þyrfti að minnka og þvf hefur Seðlabanki veitt tilmæli þess efnis,“ sagði Eirikur. Landsbankinn, Samvinnubank- inn og Alþýðubankinn geta þó Þingmannsferli Sverris Hermannssonarlaukformlega í gær: Menn mega ekki missa sjálfsaga Fimmti þingmaður Austurlands, Kristinn Pétursson frá Bakkafirði, tók í gær sæti Sverris Hermannssonar, núverandi bankastjóra Landsbankans, sem verið hefur samfleytt alþing- ismaður fyrir Austurlandskjördæmi síðan 1971 en var áður varaþingmaður kjördæmisins í apríl 1964, mars-apríl 1967 og október-nóvember 1968. Sverrir var spurður af þessu tilefni hvort hann hefði ekki saknað þess að vera ekki við þingsetningu Al- þingis í gær. Svar hans var stutt og laggott „nei“. „Það rann upp fyrir mér fyrir síðustu kosningar að minn tími væri liðinn og mér sárleiddist í síðasta framboði. Pólitíski botninn var einhvernveginn alveg dottinn úr mér. Svo var það að upp í hendurnar á mér kom þetta færi á nýrri stöðu sem ég hafði áhuga á og sé ekki eftir að hafa tekið að mér. Nei, ég sakna þingsins ekki, en hinsvegar er Al- þingi skemmtilegur vinnustaður og þar eru góðir félagar og skemmtileg- ir. En ég fæ ungan og glaðbeittan mann inn á þing fyrir mig og ég er sannarlega ánægður með það,“ segir Sverrir. Útskipting Sverris af Alþingi vek- ur upp þá spurningu hver taki við af honum sem oddviti sjálfstæðis- manna á Austurlandi. Flestir hafa talið víst að Egill Jónsson, 2. maður á lista sjálfstæðismanna á Austur- landi, myndi sjálfkrafa erfa þessa foringjastöðu. Hvað segir Sverrir um þetta? „Ég geri ráð fyrir því að Egill verði oddamaður fyrir austan Hann er vaskur til vopna sinna. En ég á ekki að segja fyrir um það, það veit hamingjan. En ég er hræddur um að Framsókn megi gá hjá sér að manni sem stendur Agli Jónssyni jafnfætis í landbúnaðarmálum,“ seg- ir Sverrir. Á haustfagnaði Sjálfstæðisflokks- ins á Austurlandi á dögunum var Sverrir ómyrkur í máli um sam- flokksmenn sína og einkum forystu Sjálfstæðisflokksins. í máli hans kom m.a. fram óánægja með örlög ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. „Ég áminnti menn um að halda vöku sinni og ekki væri einhlítt að kenna öðrum um, a.m.k. skyldu menn líka líta í eigin barm. Ég sagði líka að sökin væri ekki hjá einum þegar tveir deildu og að menn gætu sofnað á verðinum ef þeir gleymdu sjálfs- gagnrýninni og á því þyrfti okkar flokkur að halda," segir Sverrir. Hann segist ekki hafa farið dult með óánægju sína um örlög ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. „Ég er kominn út úr pólitík þannig að ég get ekki gert mér nægilega góða grein fyrir því hvað þessum óförum olli. En það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki orðið fyrir slíkum hrentm- ingum fyrr og hann hlýtur að bera sína ábyrgð á því að þessi sterka stjórn lýðræðisflokkanna skyldi leggja upp laupana með þessum sviplega hætti. Það rná koma fram að ég hefði ekki séð ástæðu til að rísa úr sætum og klappa fyrir sjálfum mér eins og sjálfstæðismenn gerðu á fundinunt á Hótel Sögu. Menn mega ekki missa sjónar af sjálfsaga og gagnrýni. Það dugar ekki ef menn ætla að halda nægilega vöku sinni og að vera trúverðugir," segir Sverrir Hermannsson. óþh MR fær þingstóla Hinn 7. október sl. var Mennta- skólanum í Reykjavík afhentir gömlu alþingisstólarnir til varð- veislu. Tildrög málsins voru með þeim hætti að á síðasta ári var skipt um húsgögn, borð og stóla í þingsölum Alþingis og voru gömlu húsgögnin sett í geymslu. í framhaldi af þessu snéri Guðni Guðmundsson rektor sér til forseta sameinaðs Alþingis með þá hugmynd að gömlu stólarnir myndu sóma sér vel í hátíðasal MR, en Alþingi var haldið þar á tímabil- inu frá 1845-1881. Nú hefur MR semsagt fengið stól- ana til varðveislu og afnota og þótti forsetum Alþingis að með því væri haldið í heiðri sögulegri helgi hins gamla þingsalar. ssh Hér sést Guðni rektor fagna ásamt Karli Steinari Guðnasyni forseta efri deildar og Jóni Kristjánssyni forseta neðri deildar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.