Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 5 Fyrrverandí framleiðsluumboð Pólstækni, Micro Weigh Inc. í Massachusetts, hefur.stolist til ótímabærrar samkeppni: Q UGGUR UNDIR GRUN UM IDNADARNJÓSNIR Mál sem fallið gæti undir iðnaðarnjósnir og þjófnað á tækniþekkingu virðist nú í hámælum meðal framleiðenda tölvuskipavoga. Svo virðist sem Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Micro Weigh Inc. í Fitchburg í Massa- chusetts haf! brotið samning við Pólstækni á ísafirði um framleiðslu á tölvuvogum til nota í skipum. Þorsteinn var með framleiðsluumboð fyrir Pólstækni í þrjú ár, 1983-86 og var skuldbundinn til að fara ekki út í eigin framleiðslu á þessu sviði fyrr en að tveimur árum liðnum eftir að samningurinn rann út Auglýsing Micro Weigh Inc. í októberhefti tímaritsins National Fisher- man. Óneitanlega líkist skipavogin þeim sem Pólstækni og Marel framleiða, en þaðan er hugmyndunum að öllum líkindum stolið. Nú er Þorsteinn þegar farinn að auglýsa skipavog í tímaritinu Na- tional Fisherman, undir heitinu SS-500 Seagoing Scales og líkist hún einhvers konar blöndu af skipavog Pólstækni hf. og Marels hf., sem eru stærstu framleiðendur skipavoga í heiminum. Er líklegt að til tíðinda dragi strax í vikunni þegar alþjóðleg sjávarútvegssýning opnar í Boston, en þar verða skipavogir trúlega meðal sýningar- gripa. Lögsókn ekki hafin Ekki eru íslensku fyrirtækin far- in af stað með neina formlega rannsókn ennþá, en þegar liggur einn af starfsmönnum Micro Weigh að auki undir grun um iðnaðarnjósnir. Hann var við kynningu hjá Marel hf. vegna flexi- vogar, sem er m.a. forritanleg í Basic, fyrir skömmu og hafði þá nær ótakmarkaðan aðgang að ýms- um skjölum. Er ekki talið ósenni- legt að hann hafi náð að afla sér nauðsynlegra viðbótarupplýsinga varðandi skipavogimar auk þess að nýta sér námið um flexivogir. Þegar Tíminn náði tali af Ágústi Ágústssyni, hjá Pólstækni á fsa- firði, sagði hann að þeir væru rétt í þessu að fá í hendurnar ljósrit af umræddri auglýsingu. Þess vegna lægi það í augum uppi að ekki væri farið að huga að lögsókn eða neinu í þá átt enn sem komið er. Að sögn Ásgeirs Erlingssonar, fram- kvæmdastjóra Pólstækni, var Þor- steinn með framleiðsluumboð á svokallaðri samvalsvél og einni teg- und vogar, en hann framleiddi fyrir markaðinn í nágrenni Boston. Var samningur þessi bundinn við þrjú ár og var hann ekki framlengd- ur. Fágæt tækniþekking Hjá Marel fengust þau svör, hjá Jóni Þór Ólafssyni, að erfitt væri að útiloka að iðnaðarnjósnir hafi átt sér stað hjá þeim þann tíma sem rafeindatæknifræðingur Micro Weigh Inc. var við kynningu hjá fyrirtækinu. Þórólfur Árnason, hjá Marel, sagði hins vegar að fáir í heiminum hefðu yfir nægilegri tækniþekkingu að ráða til að geta staðið undir merki skipavoga. Marel er nú stærsti söluaðili skipavoga í heim- inum og telur Þórólfur að þeir selji hátt í jafn mikið og allir aðrir framleiðendur til samans. Næstur framleiðnda er talinn vera Póls- tækni á ísafirði, þá kemur Scan- vægt í Danmörku og Eilesen í Danmörku er talið fjórða stærsta fyrirtækið í framleiðslu og sölu á skipavogum. Það sem skilur fram- leiðendur að er fyrst og fremst nákvæmni forritsins sem fylgist með sjávargangi skipsins og leið- réttir þyngd vörunnar sem vigtuð er um leið og hún er vigtuð. Útsala á þeirri stolnu Algengt verð á skipavogum er um 9-10.000 bandarískir dollarar og fer verðið einkum eftir því hversu nákvæmar vogirnar eru. Eftir því sem Tíminn kemst næst er lægsta verð á slíkum gripum á bilinu 8-9.000 dollarar en þá er um að ræða frekar ónákvæma vog. í auglýsingu Þorsteins og Micro Weigh Inc. í tímaritinu National Fisherman, er boðið upp á sérstakt tilboð og væntanlegum viðskipta- vinum boðið að spara allt að 4.900 dali. Miðað við algengt verð á skipavogum er því útlit fyrir að um mjög ódýra vog sé að ræða og langt undir markaðsverði voganna. Margir kallaðir Þrátt fyrir allt eru íslensku fram- leiðendurnir ekki mjög smeykir við framleiðslu Micro Weigh Inc. að svo stöddu, þar sem ljóst er að þeir eiga eftir að sýna fram á að vogin geti unnið rétt um borð í skipum. Það hafa komið fram menn með svipaða framleiðslu undanfarin ár, án þess að geta staðið við auglýsingar sínar að sögn Þórólfs Árnasonar og fleiri viðmælenda. Nefndi hann nýlegt dæmi um ástralskt fyrirtæki sem þóttist hafa yfir nægilegri tækni að ráða til smíði skipavoga, en það hefur verið að taka við þeim aftur síðustu mánuði, vegna þess að þær vigta ekki rétt. KB Atvinnuhorfur ótryggari en veriö hefur lengi: Atvinnuleysi yfirvofandi Atvinnuleysi er mun meira nú en var á sama tíma í fyrra. í fyrra voru í septembermánuði skráðir 4.400 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, en nú í september s.l. voru þeir 11.200. Þessir 11.200 atvinnuleysisdagar Suöurlandsvegur: Hálkuslys Fyrstu háikuslysin hafa nú orð- ið á Suðurlandsvegi og mjög hált var einnig á Reykjancsbraut í gærkvöldi og nótt. Jónas Hallsson, lögregluvarðstjóri í Reykjavík, sagði að rétt væri að vara ökumenn við þar sem svo virtist sem að þessi hálka kæmi mönnum í opna skjöidu. í gær- kvöldi höfðu nokkrir bílstjórar þegar lent í óhöppum þar sem þeir höfðu misst bifreiðar sínar út fyrir veg við Urriðavatn og í Lögbergsbrekkunni svokölluðu, sem þó heitir Fossvallabrekka. Ekki urðu slys á fólki. Frá Keflavík bárust svo þær fréttir að hálkublettir hafi rnynd- ast og skapað hættu. KB jafngilda því að 514 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum og svarar það til 0,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnun- ar. í ágústmánuði s.l. 470 manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá. Fljótt á litið virðist fjölgunin frá 470 mans í ágústmánuði í 514 í september s.l. ekki vera mikil breyting. Hún er þó meiri en virðist við fyrstu sýn, því skráðum atvinnuleys- isdögum fækkaði á höfuðborgar- svæðinu um fjögur hundruð, en fjölgaði um fjórtán hundruð utan höfuðborgarsvæðisins. Atvinnuástand utan höfuðborgar- svæðisins er því ákaflega ótryggt um þessar mundir. Stórlega hefurdregið úr eftirspurn eftir vinnuafli og margir aðilar í fiskvinnslu hafa sagt upp fastráðningarsamningum verka- fólks. Þá hefur verið talsvert um upp- sagnir í öðrum atvinnugreinum og gjaldþrot fyrirtækja tíð - mun fleiri en á sama tíma og í fyrra. Þegar á heildina er litið er atvinnu- ástand nú mun ótryggara en verið hefur um skeið, enda hefur atvinnu- leysisdögum í ágúst og september síðast liðnum fjölgað um tæplega tíu þúsund frá því var á sama tíma í fyrra. - sá PCB mengun í aust- firskum kræklingi Kannsúkn seni háskólinn í Köln framkvæmdi hefur leitt í Ijós að eiturefnið PCB Askarel er að finna í krældingi við Norðljörð og Fá- skrúðsfjörð. í kjölfar þcssara niðurstaðna hefur fólk verið varað við að leggja krækling frá þessum slóðum sér til munns. Magn efnis- ins mun þó vera undir hættumörk- um. Tildrðg þessarar rannsóknar voru þau að Hollustuvernd ríkisins bárust upplýsingar um að þéttar og spennar sent innihalda PCB hefðu verið urðaðir á sorphaugunum við Neskaupstað og Búðir. Rannsókn- in fór frani með þeim hætti að tekin voru sýni á þeim stöðum þar sem talið var að ntengun hefði orðið, einnig voru tekin samanburðarsýni af svæðum sem talin voru ómeng- uð, m.a. úr Reyðarfirði. Niður- stöður staðfestu að um mengun væri að ræða og var magn PCB 13 sinnum meira í kræklingi á meng- uðu svxðunum. í viðtali við Úlaf Pétursson hjá Hollustuvernd rlkisins kom fram að þessar niðurstöðutölur væru tiltölulega lágar, t.d. mældist helm- ingi meira ntagn af PCB á mcnguð- um svæðum við strendur Dan- merkur. „En miðað við okkar hreina umhverfi hérna er þetta mikið. Líffræðilega séð er PCB mjög virkt efni og mengun verður með þeim hætti að efnið berst í fæðukeðjuna og styrkur þess eykst eftir því sem ofar dregur í keðj- unni.“ Aðspurðursagði Ólafurþað fullvíst að eiturcfnið bærist í fisk- tegundir, en lagði áherslu á að fóíki væri ekki hætta búin að svo komnu máli. “Það sem þarf að gera er að fylgjast með þróuninni á þessum tilteknu svæðum og at- huga hyort aukning verði á magni PCB, því þéttarnir leka og eiga eftir að gera það um ókomin ár.“ Ólafur sagðist ennfremur vera hræddur um að þéttar af þcssu tagi, sem eru mikið notaðir í fisk- vinnslu, hefðu verið urðaðir vtðar. „Enn sem komið er höfum við hér á landi enga aðra möguleika til að losna við eiturefni en að koma þeim fyrir á almennum sorphaug- um. Það er nokkuð sem þarf að kippa í lag sem fyrst.“ Hvað PCB varðar þá vinnur Hollustuvernd ríkisins að því að safna efninu saman og koma því utan til förgunar. ssh Grandafé í atvinnusjóð Stjórnarandstaðan í borgarstjórn vill að helmingur greiðslna fyrir hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. renni í sérstakan atvinnueflingarsjóð sem hafl það markmið að efla og þróa atvinnulíf Reykvíkinga og auka fjölbreytni þess. Stjórnarandstaðan vill að sjóður- inn leggi áherslu á nýsköpun og að úr sjóðnum verði smáfyrirtækjum í iðnaði og framleiðslu veittur stuðn- ingur ýmist í formi stofnframlags, lánafyrirgreiðslu eða styrkja. Sjóðnum var ætlað að hvetja kon- ur sérstaklega til aukins sjálfstæðis í atvinnurekstri og auka þannig at- vinnumöguleika þeirra í borginni. Röksemdir stjórnarandstöðunnar fyrir því að nýta peninga þá sem Reykjavíkurborg fær fyrir söluna á Granda hf. í atvinnueflingarsjóð eru þær að það fjármagn sem áður lá í því framleiðslufyrirtæki í eigu Reyk- víkinga og skapaði Reykvíkingum vinnu verði nýtt til að þróa og efla atvinnulíf í borginni. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn snarfelldu þessa tillögu stjórnar- andstöðunnar samkvæmt venju, en algjör undantekning er að tillaga stjórnarandstöðuflokkanna í borg- arstjórn hljóti náð fyrir augum oddvita Sjálfstæðisflokksins sem ákveður hvort tillögur eru sam- þykktar eður ei. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.