Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 7 Samanburður á afkomu togara á norður- og suðursvæði: Minni munur á afkomu norður- og suðursvæða Samkvæmt úttekt Friðriks Friðrikssonar, hagfræðings hjá Fiskifélagi íslands, hefur munur á afkomu fiskiskipa á norðursvæði og suðursvæði minnkað á sl. ári miðað við árið 1986. Fram kemur í úttektinni að vergur hagnaður (þ.e. fyrir afskriftir og fjármagnskostnað) minni togara með sóknar- marki norðursvæðis var að meðaltali 18,1% á sl. ári samanborið við 22,4% árið 1986. Minni sóknarmarkstogarar á suðursvæði höfðu hinsvegar 15,4% hagnað árið 1987 en 11,1% hagnað árið 1986. Ef litið er til aflamarkstogara kemur í ljós að á norðursvæði höfðu minni togarar 22,6% vergan hagnað á sl. ári en 32,2% 1986. Á suður- svæði nam hagnaður minni afla- markstogara. 18,4% samanborið við 14% árið 1986. Stóru aflamarkstogarar á suður- svæði skiluðu hinsvegar meiri verg- um hagnaði á sl. ári en „félagar“ þeirra á norðursvæði. Á suðursvæði var talan 18,4% á móti 16% á norðursvæði. Til samanburðar má geta þess að árið 1986 var vergur hagnaður stærri togara á norður- svæði 19,7% að meðaltali. Meðaltekjur minni sóknarmarks- togara á norðursvæði voru 25% hærri 1987 en suðursvæðistogara. Þessi tala hefur lækkað nokkuð frá fyrra ári vegna lægri meðalútgerðar- kostnaðar suðursvæðistogara. At- hyglisvert er að útgerðarkostnaður af tekjum norðursvæðistogara jókst úr 75,9% árið 1986 í 79,9% 1987. Útgerðarkostnaður suðursvæðistog- ara lækkaði hinsvegar um 3,5% milli ára, úr86,5% árið 1986 í 83% 1987. Hærri útgerðarkostnaður suður- svæðistogara helgast af hærri veið- arfæra- og olíukostnaði svo og hærri fjármagnskostnaði. Þrátt fyrir 5% hærri tekjur afla- markstogara á suðursvæði en norðursvæði eru sumir kostnaðarlið- ir mun hærri á suðursvæði. Til dæmis er fjármagnskostnaður 23,8% af tekjum 5 suðursvæðistogara á móti 8,6% á norðursvæði. Þá er veiðar- færakostnaður hjá aflamarkstogur- um á suðursvæði 8% af tekjum á móti 4,5% hjá norðursvæðistogur- um. Olíukostnaður nam 10,4% á suðursvæði en 8,3% á norðursvæði. Viðhald var hinsvegar 12% af tekj- um aflamarkstogara á norðursvæði á sl. ári en 7,7% á suðursvæði. óþh Prásent Útvarpshlustun 49 ára og yngri Skáískönnun á Akureyri: Rás 2 hefur vinningmii Samkvæmt könnun, sem Skáís gerði fyrir Hljóðbylgjuna, þann 15. september s.l., er mun meira hlustað á Rás 2, en hinar útvarps- stöðvarnar. Mest er hlustunin frá kl. 09.00- 12.00, eða um 17,5%. Á tímabilinu frá kl. 13.00-15.00, er hlustað nokkuð jafnt á Rás 2, Hljóðbylgj- una, Stjörnuna og Bylgjuna, eða um 8-10%. Rás 1 fær minnsta hlustun á þeim tíma, eða u.þ.b.4- 5%. Frá klukkan þrjú á daginn til klukkan sex, nær Rás 2 aftur mestri athygli, eða um fimmtán prósent. Á þeim tíma er álíka mikið hlustað á Stjörnuna og Hljóðbylgjuna,-um 10%. Bylgjan hefur þá næstminnstu athyglina á Akureyri, um 7,5%. Gamla gufan nær fimm prósentum frá kl. 15.00- 18.00. Heildarfjöldi þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, var 350. Hringt var í úrtak símanúmera á Akur- eyri, sem unnið var eftir skrá Landssímans yfir heimasíma. Skráin var unnin af Skýrsluvélum rfkisins og Reykjavíkurborgar og með heimild tölvunefndar. Spurt var milli klukkan 19.00 og 21.00 sama dag. Þátttakendur voru á aldrinum 49 ára og yngri. Stærri frystitogararnir komu ekki eins vel út og þeir minni í rekstri árið 1987 samkvæmt úrtakskönnun Fiskifélagsins. Afkoma frystitogara árið 1987: Minni skipin skila meiru en þau stærri Samkvæmt tölum frá Fiskifélagi Íslands voru hreinar áætlaðar tekjur úrtaks átta frystitogara 201-500 brl, (minni frystitogaranna) eftir afskrift- ir og fjármagnskostnað um 200 millj- ónir króna í fyrra. Hreinar tekjur átta togara úrtaks af stærri gerðinni (yfir 500 brl) eftir afskriftir og fjármagnskostnað voru í fyrra um 173 milljónir króna. Samkvæmt þessu koma minni frysti- togararnir betur út úr rekstri á síðasta ári en þeir stærri og athygl- isvert er að heildartekjur minni skip- anna eru aðeins tæpum 100 milljón- um króna minni en þeirra stærri. Minni frystitogarar: Heildartekjur átta togara úrtaks af minni frysti- togurum námu á árinu 1987 1,2 milljarði króna. Rekstrarkostnaður- inn við útgerð skipanna nam um 860 milljónum króna. Vaxtagjöld og afskriftir námu um 380 milljónum kr. Á móti var reiknuð tekjufærsla um 214 milljónir þannig að hreinar tekjur minni frystitogara námu um 200 milljónum króna. Stærri frystitogarar: Heildartekjur í átta skipa úrtaki togara af stærri gerðinni námu tæplega 1,3 milljarði króna. Útgerðarkostnaður þessara skipa er áætlaður um 955 milljónir króna, og er áætlað að hreinar tekjurafþessum rekstri, þ.e. eftirað tillit hefur verið tekið til afskrifta og fjármagnskostnaðar, nemi um 173 milljónum króna. -BG Áskorun frá Hlíf Meðfylgjandi ályktun var sam- þykkt einróma á félagsfundi í Verka- mannafélaginu Hlíf, fímmtudaginn 6. október, s.l.: Fundur haldinn í V.M.F. Hlíf fimmtudaginn 6. október 1988, mótmælir harðlega ólýðræðislegum vinnubrögðum ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar, er hún við upphaf feríls síns, fótum treður frjálsan samningsrétt launafólks. Með því að viðhalda banni á samningsrétt verkalýðshreyfingar- innar, endurtekur hún sömu svikin við launþega og forveri hennar í stjórnarráðinu gerði. Allir landsmenn vita og viður- kenna að almenn réttindi verkafólks og laun samkvæmt töxtum verka- lýðsfélaganna eru langt frá því að vera svo mikil, að stjórnvöld þurfi þeirra vegna að grípa til sérstakra aðgerða til bjargar efnahagslífi þjóð- arinnar. Það eru því engar forsendur í þjóðfélaginu sem réttlæta slíka gerð. í stað laga, sem viðhalda ranglæti og misrétti, ætti ríkisstjórnin frekar að setja lög til þess að jafna kjörin í landinu. Fimmtánfaldur munur á hæstu og lægstu launum eins og nú er algeng- ur, hlýtur að vera í hrópandi mót- sögn við það réttlæti, sem setja á svip á íslenskt þjóðfélag. Ríkisstjórn sem kennir sig við lýðræði, félagshyggju, jafnrétti og bræðralag, hvorki getur né má líða slíkan launamun í þjóðfélaginu, því eðlilegur munur hæstu og lægstu launa ætti aldrei að vera meiri en tvöfaldur. Því skorar fundurinn á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, að fella úr gildi bráðabirgðalögin frá 26. ágúst s.l. og snúa sér síðan strax að því brýna verkefni að jafna launa- kjör í landinu. Matarlaus Lögreglan á Selfossi sótti hálffer- tugan Reykvíking upp á Kaldadal á laugardag, en maðurinn hafði þá verið tepptur í bíl sínum á hálend- inu síðan á miðvikudag, matarlaus í þrjá sólarhringa. Tilkynning um mann á gangi á Kaldadal barst til lögreglunnar um eitt leytið á iaugardag frá flug- mönnum sem áttu leið yfir svæðið. Fór lögreglan þegar af stað og fann hún manninn um klukkutíma síðar þar sem hann átti nokkra kílómetra ófarna að sæluhúsi, sem er á Kalda- dal. Maðurinn hafði verið í bíltúr á Kaldadal þegar skyndilega brast á mikill snjóbylur á miðvikudags- í þrjá daga morgun og festi hann bílinn sinn, Lödu fólksbíl, fljótlega í fönninni og var ekkert til úrræða en að láta fyrir berast í bílnum, þar til veðrinu slotaði. Maðurinn var ágætlega búinn og hafði haft teppi með sér í bílnum sem hélt á honum hita. Þegar veðrið skánaði á laugardag ákvað maðurinn að ganga til sælu- hússins, og komu þá flugmennirnir sem flugu þarna yfir auga á mann- inn og tilkynntu lögreglu. Hann var vel á sig kominn eftir þennan tíma, en var að vonum feginn þegar lögreglan kom. Að sögn lögreglu var rétt hjá manninum að láta fyrir berast í bílnum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.