Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 11. október 1988 Titniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Alþingi og ríkisstjórn Alþingi var sett í gær að hefðbundnum hætti með því látleysi, sem einkennir þessa athöfn miðað við stórfenglega hátíðarsiði, sem tíðkast við þingsetningu í flestum löndum. Nýtt þing kemur saman við óvenjulegar aðstæður. Stjórnarskipti hafa orðið í landinu frá því þingi lauk sl. vor og stjórnmálaviðhorfin eru önnur en þá voru. Það er m.a. ljóst að samband Alþingis og ríkisstjórnar er annað en var á síðasta þingi. Fráfarandi ríkisstjórn hafði mjög sterkan þingmeirihluta á bak við sig, svo að sjaldan hefur verið meiri, en hin nýja ríkisstjórn styðst við nauman meirihluta í sameinuðu þingi og er í minnihluta í neðri deild þingsins. Það er að vísu athyglisvert að fráfarandi ríkisstjórn, sem naut stuðnings þriggja fjórðuhluta þingsins, reyndist harla skammlíf. Hún lifði aðeins eitt þingár og fjórtán mánuði af fjörutíu og átta mánaða kjörtíma- bili. Styrkur ríkisstjórna er því ekki allur fólginn í formlegum meirihlutastyrk á Alþingi, heldur kemur þar fleira til. Ef málefnasamstaða næst ekki í ríkis- stjórn, skiptir engu hversu stór hluti þingflokkanna telst styðja ríkisstjórn að formi til. Ekkert sannar þetta betur en ferill og endalok fráfarandi ríkisstjórnar undir forsæti formanns Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Þorsteins Pálssonar féll ekki fyrir vantrausti, heldur vegna málefnaágreinings innan sjálfrar ríkisstjórnar- innar. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki stöðu til þess að skáka í skjóli öruggs meirihluta á Alþingi. Hún á um styrk sinn og málefnastöðu undir fleiri að sækja en formlega stuðningsmenn. Þessi staða er forystumönn- um ríkisstjórnarinnar að sjálfsögðu ljós. Þess vegna verður ríkisstjórnin að treysta áhrif sín með málefnum og málatilbúnaði á Alþingi í samræmi við aðstæður. En í þessu tilfelli reynir einnig á ábyrgðarkennd stjórnarandstöðunnar og ekki síður sjálfstæða afstöðu einstakra þingmanna. Því verður að treysta að þing- mál, sem fram eru borin af hálfu ríkisstjórnarinnar, hljóti málefnalega umfjöllun, en sæti ekki fyrirfram- andstöðu á ómálefnalegum flokkspólitískum grund- velli, enda ólíklegt að svo verði í reynd. Hvað sem líður flokkaskipun á Alþingi og hversu tamt sem mönnum er að iíta svo á, að þingmenn séu bundnir flokksviðjum í öllum málum, þá fer af slíku ofsögum. Þvert á móti er hægt að sýna fram á, að innan þings fer að jafnaði fram málefnaleg umræða, sem leiðir til raunsærrar niðurstöðu þingmála. Því verður að treysta, að við þessar aðstæður finni þingflokkar og einstakir alþingismenn því fremur til ábyrgðarinnar um málefnalega afstöðu til þingmála sem meira hvílir á þeim um að sýna sjálfstæði sitt og láta að sér kveða með atkvæði sínu í samræmi við skoðanir sínar án tillits til formlegrar afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Þótt einstakir þingflokkar eða alþingismenn eigi ekki beina aðild að stjórnarsam- starfi, er ekki þar með sagt, að þeir séu andvígir hverju máli, sem ríkisstjórnin ber fram. Raunar hefur það skýrt komið fram hjá ýmsum stjórnarandstöðuþing- mönnum, að þeir muni láta málefni ráða afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar og þess, sem hún hefur fram að færa. Á þetta mun reyna, þegar nýtt þing tekur til starfa. Illlllllll GARRI „TIPPALOGIA“ Þjóðviljinn grípur til ýmissa ráða til að selja blaðið sem hann gefur út á föstudögum og ætlar að ná markaðnum sem Helgarpósturínn sálugi skildi eftir. Eitt af því er að birta greinar um það sem hér á árum áður hefði verið kallað klám. En sem núna er farið að nefna fínni nöfnum eins og kynlífsfræðslu. í því skyni hefur blaðið tilkallað sérfræðing sem mun vera há- menntaður í faginu, ef marka má það hvernig hann vitnar fumlaust í hæfustu útlcnda sérfræðinga. „Allan skrattann vígja þeir“ var víst haft eftir kcllingunni hér um árið. Með sama hætti mætti segja núna „Allan skrattann rannsaka þeir“, nema menn vilji setja „þær“ í staðinn fyrir „þeir“. Þessi sér- fræðingur er nefnilcga kona. Á föstudaginn kom eftir hana ýtarleg grein uin það sem þar er nefnt „tippi“, en hefur gengið undir ýmsum virðulegrí nöfnum hér á landi. Samkvæmt því sem þar stendur virðist ný fræðigrein vera að heijast hér til vegs, þ.e. tippa- lógían. Skynsamir svertingjar Ekki þarf að efast um að hér sé hin merkilegasta fræði koinin til sögunnar. Vafalaust eiga hérlendir sérfræðingar eftir að gera margvís- legar markverðar rannsóknar á fræðasviði hennar og leiða í Ijós ýmsar áhugaverðar niðurstöður. Rcyndar er þarna í grcininni gefin ábending um áhugavert rann- sóknarefni sem visindamcnn á þessu sviði þurfi endilega að fara að láta til sín taka. Þar segir nefnilcga: „Sumir halda einnig að vissir kynþættir séu betur vaxnir niður, s.s. svertingjar, en það skortir enn sönnunargögn í því sambandi. Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á tippisstærð ís- lenskra karlmanna. Reyndar þyrfti slík rannsókn að vera tvíþætt; hvað er tippið langt þcgar það er slappt og síðan meðan á stinningu stendur.“ Það var nú það. Svertingjar virðast með öðrum orðum vera skynsamir í þessu og tregir til að láta tippalógum í té aðgang að nauðsynlegum sönnunargögnum til rannsókna sinna. Aftur er svo að sjá að bandarískir mcðaljónar hafi verið samstarfsfúsari við tippa- lógana; þarna er nefnilega gefið upp að standardinn fyrir Banda- ríkjamenn, væntanlega hvíta, sé 8,3-10,8 og 12,7-17,8 sentimetrar. Islenskir karlmenn hafa orðið að bcrjast við sitt af hverju í aldanna rás, svo sem Hundtyrkjann, danska einokun, ísbirni, óvæð vatnsföll, vetrarstórviðri, snjóflóð og Breta sem vildu veiða þorskana okkar. En nú tckur þó steininn úr. Hafa menn gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Mælingar Eiginlega fara ekki sögur af því að íslenskir karlmenn hafi hingað til haft af því nokkrar minnstu áhyggjur hvort þeir væru kannski með eitthvað í átt við undirmáls- penis. Þeir hafa verið upptcknir við hluti eins og að leggja vegi um landið, smíða hafnir og að halda útgerðinni og frystingunni gang- andi. Blessuð börnin hafa svo fæðst svona með eðlilegum hætti og svipað og í öðrum löndum, sem ekki hcfur bent til að þar væri við sérstakan vanda að stríða. En nú eiga að fara að upphefjast mælingar. Allt ■ einu er það orðið stórmál, sem brýnt er að fá upplýs- ingar um, hvort íslenskir karlmenn nái svona upp til hópa einhvcrjum bandarískum standardi. Og næsta skrefið verður svo sjálfsagt að hálærðir tippalógar fari að gera sitt besta til að æsa allar konur landsins upp á háa sé út af því hvort þeirra hjásvæfill nái nú akkúrat þessum bandaríska standardi. Svona svipað og um sé að ræða kassa af þorskblokk sem eigi að fara inn í veitingahús hjá Long John Silver. Og spyr þá enginn hvort ameríski standardinn sé yfirhöfuð upploginn eða ekki, nú eða hvort hann skipti okkur hér uppi undir heiinskautsbaug nokkru einasta máli. í framhaldi af því má svo búast við að hver einasta stelpa nálægt giftingaraldri fari að heimta vott- orð af hverjum strák sem hún verður vör við að sé farinn að renna til hcnnar hýru auga. Og skiptir þá engu máli þó strákurínn sé kannski hörkuduglegur að draga fisk og manna líkiegastur til að skaffa vel fyrir fjölskyldu. Nei, tippalógískt vottorð skal það vera, útgefið af löggiltum sér- fræðingi í faginu. Slíkt myndi skapa hér góða og trygga atvinnu fyrir slíka sérfræðinga. En um hitt er engu hirt að dugnaðarstrákar ná sér þá kannski ekki í konur vegna þess að þeir uppfylla ekki þann ameríska og nenna þá skiljanlega ckki að vera að standa í því að draga fleirí þorska að landi en þeir þurfa til að framfleyta sjálfuin sér. Hér er nefnilega verið að vega að sjálfum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Ábyrgð Þjóðviljans er mikil. Garri. VÍTTOG BREITT EKKIERU ALLAR SYND- IR GUÐIAÐ KENNA „íslensk pólitík er frekar leiðin- leg. Hún fjallar lítið um framtíðar- sýn og hverjir möguleikar okkar eru, hvað er gott hj á okkur og hvað er slæmt og gengið í að lagfæra það. Allt drukknar í verðbólgu- og hagfræðingakjaftæði, línuritum og vísitölu. Allt þarf þetta helst að vera á óskiljanlegu máli.“ Hér talar sá sem glöggt má vita, því tilvitnuð orð eru tekin úr viðtali við Guðmund J. Guð- mundsson, sem Tíminn birti s.l. laugardag. Guðmundur hefur ekki aðeins staðið í eldlínu stjórnmál- anna um langt skeið heldur leikið eitt aðalhlutverkið í íslenskri verkalýðspólitík frá því snemma á sjötta áratugnum er hann gat sér mikið frægðarorð fyrir að stýra fræknu liði í íöngu og ströngu verkfaili. Hetjutilburðir verkfallsjálka heyra til liðinni tíð en kjarabarátt- an er háð með línuritum og hag- fræðingakjaftæði og helst á óskiljanlegu máli. Að því er Guðmundur telur er orðið ærið erfitt fyrir greinda al- þýðumenn að fylgjast með uniræð- um unt eigin kjör vegna þeirra hugtaka sem notuð eru af framandi mönnum. Hagfræðilegir orðaleppar Dæmi þar um er bólgið tal um raunvexti og nafnvexti og svo fjár- magnskostnað, sem í eina tíð hét einfaldlega vextir. „Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?“, spurði skáldið, og svipað má kannski spyrja um verkalýðsbaráttu og félagshyggju. Hvenær tóku hagfræðingar við um- ræðunni um framtíðarsýn þeirra sem eitt sinn trúðu á frelsi, jafnrétti og bræðralag, og færðu hana í búning óskiljanlegra orðaleppa og línurita og kenndu stjórnmála- mönnum að viðhafa sömu hunda- kúnstir í sinni útlistun? Umræðan um langtímamarkmið og framtíðarsýn er látin liggja í láginni og er látin víkja fyrir „allri andskotans efnahagsteóríunni, sem er fjandi erfitt að átta sig á,“ að mati Jakans. í viðtalinu segir hann að félagshyggja eigi mjög undir högg að sækja en einstakl- ingshyggjan á mjög upp á pallborð- ið. „Fyrir 30 árum voru félagsfundir á hálfs mánaðar fresti og reglulegir fundir í verkalýðs- og samvinnufé- lögum og alls kyns félagsmála- hreyfingum. Nú er erfitt að kalla saman fund um mikilvæg mál, hvað þá önnur. í þessu efni hafa orðið gífurlegar breytingar.“ Eróbikk og kynfræðsla Það er varla von að fólk hafi tíma til að sinna félagsmálum nú á dögum, flestir hafa lítinn tíma aflögu frá eróbikk og ljósaböðum í ótal heilsuræktarstöðvum, fræáti alls konar og nú síðast kynfræðslu- námskeiðum og hefur nú hið gamla málgagn verkalýðshreyfingar og sósíalisma tekið upp þá nýbreytni að leiða villuráfandi fólk um völ- undarhús kynlífsins í stað þess að þrugla um verkalýðsbaráttu og fé- lagsmál. Enn má minna á að komnir eru fram á sjónarsviðið aðilar sem farnir eru að sjá um alla þjóðfélags- umræðu fyrir fólk og er óþarfi að fara á fundi í verkalýðsfélagi eða samvinnufélagi til að hita sér í hamsi. Ljósvakamiðlarnir hafa tekið að sér að skammta stjórnmálamönn- um og félagsmálafrömuðum tíma og umræðuefni og þar mega þeir svara spurningum, en aldrei eiga frumkvæði að því um hvað þeir vilja tala. Þarna er mikill vettvang- ur hagfræðilegra orðaleppa og hafa þeir sem fyrir svörum sitja einatt mun meiri áhyggjur af verðbólg- unni margbölvaðri en kjörum fólksins í landinu. Óbreyttir félags- menn leggja aldrei orð í þennan fjölmiðlabelg og hafa kannski tak- markaðan skilning á því nafnvaxta og raunvaxtatali sem þar fer fram og hafa takmarkaða framtíðarsýn, enda sýnast þjóðmálin einkum snúast um það, að berjast við skuldasúpu gærdagsins, sem fjár- mögnunarraunvaxtasúpan hefur hækkað í skuldanaglasúpu dagsins í dag. En ekki eru allar syndir guði að kenna og hagfræðingaveldinu verður tæpast kennEum minnkandi félagsmálaáhuga og tómlæti gagn- vart náunganum, eða að stjórnmál- in hafa glatað allri framtíðarsýn. Guðmundur J. sat mörg kjör- tímabil á þingi fyrir Alþýðubanda- lagið, serp telur sig öðrum fremur verkalýðsflokk og lýsing hans á því kærleiksheimili sýnir að þar á bræðralagshugsjónin erfitt upp- dráttar: „Flokkurinn hefur verið ákaflega sundurþykkur og menn heiftræknir þar. Ágreiningsefni og persónuhatur hefur þar verið rosa- legt og úlfúð gríðarleg.“ Ekki er nema von að Guðmundi J. þyki íslensk pólitík leiðinleg og hafi glatað lit sínum. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.