Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 9 FÓLK Leikbrúðumeistarar reyna að koma strengjunum á Quayle: Varaforsetaefni Bush á margt ólært! Kosningabaráttan í Bandaríkjunum færist sífellt í aukana enda fara forsetakosningarnar fram 8. nóvember nk. Sjálfir forsetaframbjóðendurnir George Bush og Michael Dukakis hafa þegar átt kappræður í sjónvarpi og eiga aðrar eftir og er mjótt á mununum milli þeirra. Kannski skiptir sköpum frammistaða varaforsetaframbjóðendanna en þeir eiga eftir að sýna frammistöðu sína í kappræðum í sjónvarpi. Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Dukakis, er gamalreyndur pólitískur refur frá Texas, en meiri efasemd- ir ríkja um varaforsetaefni Bush, Dan Quayle. Reyndar er það svo að kosninga- barátta í Bandaríkjunum snýst ekki lengur um málefni, hvað fram- bjóðendur hafa fram að færa, held- ur einfaldlega um það hvernig þeim tekst að hrífa kjósendur með sér. Fas frambjóðenda og orðaval skiptir þess vegna miklu enda taka kjósendur lítið eftir öðru. Þess vegna er nú komin fram í dagsljós- ið ný stétt sérfræðinga sem hafa það verkefni að skóla frambjóð- endur í að vinna hug og hjörtu almennings og standa repúblikanar þar feti framar en demókratar, sem seint ætla að átta sig á þeim sannleika að umbúðirnar skipti meira máli en innihaldið þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Þessum sérfræðingum hefur orð- ið vel ágengt í að þjálfa Bush. En þeirra bíður erfiðara verkefni þar sem varaforsetaefnið J. Danforth Quayle á í hlut. Þó sýnist sumum að þess megi sjá merki að þeim sé í þann veginn að takast að ná stjórn á strengjunum sem þeir hafa verið að tengja við sköpunarverk sitt, nú sé Quayle aðeins farinn að láta að stjórn. Sjáum hvað blaða- manni The Sunday Times þykir um sköpunarverkið nýlega. „Hvað hafa þeir beðið þig að gera til að breyta þér?“ Ekki alls fyrir löngu tók Dan Quayle þá ákvörðun - eða fékk leyfi til þess - að takast á við hættur lífsins skamma stund og bjóðast til að svara nokkrum spurningum frá viðstöddum áheyrendum. Strax fyrsta spurningin kom beint að aðalefninu í kosningabaráttunni hans sem ekki hefur gengið of vel. Spurningin snerist um aðstoðar- menn hans og leiðbeinendur: „Hvað hafa þeir beðið þig að gera til að breyta þér?“ spurði kona meðal áheyrenda. Að baki þessari spurningu lá sú viðtekna skoðun að jafnvel þó að J. Danforth Quayle sé öldunga- deildarmaður og frambjóðandi til varaforsetaembættis, hafi hann einhverra hluta vegna ekki fulla stjórn á sínum eigin örlögum. Það var tekið eftir því að Quayle gerði ekki tilraun til að vefengja (Dessa skoðun. „Ja,“ sagði hann glaðlega, „stundum segja þeir mér að fara í skammarkrókinn og taka með mér sumt það sem ég hef látið út úr mér. Þeir hafa reyndar oft rekið mig í skammarkrókinn.“ Þessi orð vöktu kátínu í áheyr- endahópnum. Þá bætti Quayle við: „Það er ekkert gaman að sitja í skammarkróknum". Þá færðist alvaran yfir varafor- setaefnið og hann gaf í skyn að hann skildi hvers vegna hann .væri skammaður. „Ég er farinn að skilja gildi þess að tala eftir fyrirfram- skrifuðu handriti," sagði hann. Síðar, þegar hann var spurður augljósari spuminga um vafasama verðleika hans til valdastöðu, sýndi Quayle að hann hefur lært lexíurn- ar sínar. Þá studdist hann við „handrit" þar sem borið var saman þingstarf hans og Johns F. Kenne- dy og tókst að hljóma traustvekj- andi. Frá þessari orrahríð slapp Quayle nokkurn veginn heill á húfi, en fyrsta spurningin - sú um þátt aðstoðarmanna hans í breyttri framkomu - lá áfram í loftinu. Bush hefur lært Sú spuming vaknaði hjá sumum hvernig George Bush hefði brugð- ist við slíkri spurningu. Auðvitað hefði hann einfaldlega getað svar- að að hann hefði líka lært að skilja mikilvægi handrits þetta árið. Síð- an hann flutti hin áhrifamiklu og vel meitluðu orð úr penna Peggy Noonan á flokksþingi repúblikana, hefur hann farið nákvæmlega og samviskusamlega eftir leiðbeining- um aðstoðarmanna sinna. Árang- urinn hefur orðið svo glæsilegur að þau augnablik sem hann hefur farið sínu eigin fram stinga alger- lega í stúf við þau utanaðlærðu. Þar ber hæst val hans á varaforseta- efninu. Reyndar hafa klókindi þeirra sem skipuleggja kosningabarátt- una verið eldheitt umræðuefni undanfarið og ekki hefur dregið úr ágreiningnum nýútkomin bók sem blés að glæðum þeirra gömlu gmn- semda að Ronald Reagan væri í rauninni sköpunarverk þeirra sem ræðurnar rita fyrir hann. f þessum umræðum hafa verið dregin fram sönnunargögn, eins og í réttarhöld- um, og það sem merkt var „A“ var myndbandsupptaka af aðstoðar- mönnum Ronalds Reagan að störf- um þar sem þeir lögðu línurnar 1984 um hvernig best væri að stýra sínum manni. Þar var byggt upp flókið kerfi um bestu ljósmynda- tækifærin og hvaða fréttabútar hentuðu best í sjónvarpinu. Öll smáatriði voru tekin til grand- skoðunar, allt niður í handahreyf- ingar forsetans, og allt í því skyni að fela ringulreiðina í sjálfu Hvíta húsinu. Skaparar for- setans Reagans vinna nú að sköpun varaforset- ans Quayle Kannski var það engin tilviljun að tveir þriggja manna á mynd- bandinu, Stuart Spencer og Ken Khachigian, hafa að undanförnu verið önnum kafnir við að gera sömu hlutina fyrir Dan Quayle. Þriðji maðurinn á bandinu, Bob Teeter er einn nánasti ráðgjafi Georges Bush. Og allir mennirnir þrír eru í litlum útvöldum hóp repúblikana sem hafa í rauninni endurskapað kosningabaráttu á sjónvarpstímum, þar sem baráttan er rekin með skyndiáhlaupum. Þessi tegund baráttu er listgrein og þar gildir aðeins ein ófrávtkjanleg meginregla, frambjóðandinn verð- ur að bjóða upp á eitthvað sem bandarískur almenningur er reiðu- búinn að fella sig við. Einhverra hluta vegna virðast demókratar ekki hafa skilið þessa einföldu meginreglu enn, eftir að hún hefur verið í gildi í 20-30 ár. Getur hver sem er orðið forseti með réttri stýringu? Eru nokkur önnur skilyrði sem frambjóðandi þarf að uppfylla? Getur hver sem er orðið forseti ef aðstoðarmenn hans leggja í hend- urnar á honum réttu skilaboðin í réttum umbúðum? Reagan sann- aði að fyrrum leikari með Iítinn áhuga á stjórnsýslu gæti ekki að- eins hlotið kosningu, heldur haldið lifandi þeirri blekkingu að hann sýndi dugmikla forystu í heil átta ár. George Bush er sönnun þess að hægt er að yfirvinna þann ágalla að vera elskulega óskiljanlegur með því að læra rulluna sína vel. En bæði Reagan og Bush gátu berjast í Víetnam á sínum tíma reyndist verða aðstoðarmönnum hans hrein himnasending. Það leiddi athyglina frá raunverulegu vandamálunum í sambandi við Quayle, hvað hann er daufur og sú undarlega staðreynd að Bush skyldi velja einmitt hann sem með- frambjóðanda sinn. Fjölmiðlarnir hentust af stað í leit að einhverju leynimakki sem ekki var til, þ.e. sönnunargögnum um að fjölskylda Quayles hefði beitt áhrifum sínum til að forða honum frá Víetnam. Þegar engin pottþétt sönnunar- gögn fundust virtist framjóðandinn því sem næst hvítþveginn. Þar af leiðandi var lítið veður gert út af ýmsu sem í ljós kom síðar og sýndi Quayle í enn verra ljósi. andinn í ljós og flytur lýtalausar flokksræður fyrir vinsamlega áheyrendur, með einstöku óvin- samlegum fyrirspyrjendum þó, á vandlega völdum varnarþingum repúblikana. Hann leggur sig fram um að lesa ræðurnar vandlega og varlega. Er Frankenstein að verða skapaður? Þetta ber allt merki nákvæmrar stjórnunar, þess að verkefnið líkist frekar Frankenstein en blóma- stúlkunni Elizu, þar sem leiðbein- endurnir tengja sífellt nýjar leiðsl- ur við pólitísk taugamót en fram- bjóðandinn gengur eins og í leiðslu þá leið sem honum er fyrirhuguð. texjrxíu sksmnnt Qf þessusthjXur. þs ná þet> ðltft-ei Ukiá þen br-tXstnn þinn\\ vtf... sýnt fram á að þeir hefðu skilað einhverjum verkum og það gaf framboðum þeirra einhverja merk- ingu. Reagan hafði verið ríkisstjóri í Kaliforníu og var talsmaður stjórnmálahugmyndafræði sem á þeim tíma átti upp á pallborðið. Bush á langan feril í þjónustu ríkisins. Quayle er erffitt verkefni En Dan Quayle kemur úr allt annarri átt og auglýsingamenn rep- úblikana verða að fást við nýtt og áður óþekkt gæðastig í pólitískri baráttu. Quayle kemur ekki í póli- tíkina sem frelsandi engill. Það er ekki nóg með að hann skorti reynslu, hann ræður ekki yfir sér- þekkingu af nokkru tagi og líf hans hefur runnið áfram án þess að nokkurn tíma hafi vaknað grunur um að í honum blundaði yfirburða- maður. Hann kann að vera erfið- asta verkefni kosningabaráttusér- fræðinga, og þar með mesta ögrun sem þeir hafa fengið tækifæri til að fást við. Hann er nefnilega stjórn- málamaður sem passar nákvæm- lega inn í þá stílfærðu ímynd sem pólitískir andstæðingar geta óskað sér, sígildur, sjálfsánægður rep- úblikani sem tilheyrir úrvalssveita- klúbbnum. Þras um ómerkilegt atriði yfirskyggði þau merkilegri Það skrítna er að fyrstu viðbrögð yfír ákvörðun Quayles um að ganga í þjóðvarðliðið frekar en að Það var ekki gerð gangskör að því að neyða hann til að upplýsa aug- ljóslega lítilfjörlegan og kannski fallkenndan feril hans í háskóla. Fjölmiðlar héldu líka aftur af sér þegar Quayle, sem er víðs fjarri því að vera einhver sérfræðingur í varnarmálum, henti frá sér fyrir- framundirbúinni ræðu á fundi og flutti í staðinn algerlega óskiljan- lega tölu um nauðsyn geimvarna- áætlunarinnar, sem sumir kalla stjörnustríðsáætlun. „Hvers vegna ætti ekki aukin fæling, öruggari friður, betri líkur á því að synja þeim sem í fyrsta lagi grípa til vopna að draga úr árásarvopna- búnaði og í staðinn að innleiða varnarvopn," skýrði hann út. „Ég tel að þetta sé sú leið sem Banda- ríkin muni halda inn á fyrr eða síðar.“ Skammarkrókurinn viðvarandi dvalarstaður varaforsetaefnisins Vafalaust hefur öldungadeild- armaðurinn verið sendur í skamm- arkrókinn eftir þessa þvælu - og það sem meira er, þar hefur hann þurft að halda sig æ síðan með örfáum undantekningum. Aðstoð- armenn hans segja að hann hafi lært að sætta sig við einræðisstjórn leiðbeinendanna með jafnaðar- geði. Blaðamenn og aðstoðarmenn, sem fylgja Quayle á kosningaferða- lögum, segja að það sé óraunveru- legt og niðurdrepandi. Kosninga- baráttan er algerlega dauðhreins- uð. Tvisvar á dag kemur frambjóð- Það koma þó fyrir augnablik þegar þessi meðferð virðist hrífa. Töfrarnir sem felast í því hvað litlar kröfur eru gerðar til Quayle gera hann þolanlegan. En spurn- ingin sem allt veltur á - þ.e. hvort bandarískur almenningur væri reiðubúinn að taka í mál að þessi litli karl geti þurft að axla forseta- embættíð í skyndingu - hverfur í skuggann fyrir pólitíska stofuleikn- um. Er framleiðsluvél leiðbeinend- anna fær um að breyta galtómum geymi í alvöru stjórnmálamann á landsvísu, sem jafnvel gæti með tímanum orðið sannfærandi þrosk- aður stjórnmálamaður? Það þykir langsótt, en einkenni- legt atvik átti sér stað fyrir skemmstu. Eftir að Quayle hafði skemmt sér við hinar daglegu og fátæklegu tilraunir við að útmála Dukakis sem misheppnaðan ríkis- stjóra, var frambjóðandanum beint inn á háfleygari brautir. Orð- in urðu mýkri, hann fór að tala um að finna til með öðrum, um betri Ameríku, um heim þar sem „draga megi upp þá fátæku og gleymdu með hjálp grannanna“. Einhvern veginn tókst Quayle að stauta sig fram úr skáldskapnum sem Khachigian hafði samið, hon- um tókst að ná hrynjandinni og áheyrendur virtust hrífast með. En þetta stóð ekki nema augnablik, eftir eina eða tvær setningar var Quayle orðinn sjálfum sér líkur. En eitt skelfilegt andartak hafði skapnaður framleiðendanna geng- ið nokkur skref! t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.