Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 15 llilillílllllllllllillllilii BÆKUR lllllllllllM NORSKAR BÆKUR Tore Hamsun: Knut Hamsun min tar & Rhapsody in Blue Gyldendal, Norsk Forlag. Oslo 1987 366 bls. og 153 bls. Tore Hamsun varð strax stórt nafn er hann sendi frá sér bókina um manninn sem kom frá hafinu. Nú sendir hann frá sér bók um föður sinn, en eins og hann segir sjálfur: „Ég hefi ekki aðeins getað byggt upp bókina á skáldskap hans, heldur einnig á því sem hann sagði mér gegnum árin og á þeim skjölum og bréfaskriftum er hann eftirlét.... Ég hefi einnig reynt að nema ætlunar- verk skáldskapar hans, fegurðarþrá hans, kjarkinn sem hann hafði og kærleika hans til alls hins stóra og smáa í tilverunni." Með þessu gefur Tore Hamsun lesandanum lifandi nærmynd af skáldinu, föðurnum, manninum Knut Hamsun og lífsbaráttu hans, ekki síst við viðfangsefnið, skáld- verkið og efnið sem hann lét frá sér fara. Vafalaust fellur bókin einnig vel inn í þá öldu sem nú er að rísa í norskum bókmenntum. Núna fyrst má segja að farið sé að meta Knut Hamsun að fullu á bókmenntasvið- inu í Noregi. Allskonar bækur um hann og líf hans og skoðanir líta nú dagsins ljós og seljast vel og valda mikilli umræðu. Þá er þessi vel heppnaða bók frá hendi sonarins mikils virði. Rhapsody in Blue er vel heppnuð skáldsaga, eins og við var að búast. Hún fjallar um hefndarhug sem altekur hugsun söguhetjunnar. Rit- höfundur, sem þjáist af taugaveiklun og verður að fara á hæli þessvegna, kemur óvænt heim og að konu sinni og vini í slíkurn aðstæðum, að ekki er um neitt að villast. Hann gætir þess að þau verði hans hvergi vör og skömmu síðar verður slys, vinurinn ekur útaf og deyr. Framhaldið er svo ekki aðeins sálfræðilegt og jafnframt svo vel rituð glæpasaga, að lesandinn er bundinn við efnið, heldur sér oft ekki á milli þess hvort vegur þyngra, hugsanir og óskir og gerðir. Johs. Andenæs: Et liv blandt para- grafer. Gyldendal Norsk Forlag. Oslo 1987. 272 síður. Lögmaður og prófessor í lögum, sem ekki aðeins túlkar lögin almennt, heldur leitar þess sem að baki liggur og hvernig laganna bók- staf verði best beitt til góðs fyrir land og lýð, eru þau ummæli sem flestir Norðmenn mundu gefa Andenæs. Óvenjulegur og mannlegur í öllu sínu starfi, bæði sem lögmaður og kennari. Hann er líka persónulegur í bók þessari og segir frá æskunni á prestsetrinu í Norðurfirði, æskunni og námsárunum, hvernig hann upp- lifði Hitlers-Þýskaland og mikilvæga reynslu á stríðsárunum. En hann er ennþá virkur í skrifum sínum og meiningum um það sem daglega gerist í þjóðfélaginu og það hlusta allir þegar hann talar og lesa það sem hann skrifar. Sjálfstæður í framkomu og skoðunum hefur hann alltaf verið. Hann leitaði gegn straumnum er allir vildu refsa eftir stríðið og aðvar- aði menn að hefndin væri ef til vill sæt, en gæti komið niður á þeim er síst skyldi. Refsingu mætti aldrei mæla með hefndarhug. Það er varla til sá þáttur í samfélaginu sem hann hefur ekki fjallað um og alltaf af sömu víðsýninni og sínum djúpa mannlega skilningi. í bókinni ræðir hann grundvallaratriði eins og sam- bandið milli laga og stjórnmála og þýðingu refsingar í samfélaginu. Hann minnist einnig tímans sem háskólarektor í stúdentaóeirðunum og er það áhugavert efni. Lars Roar Langslet: Keiseren og Eple- kvistene. Gyld dal Norsk Forlag. Oslo 1987.150 blað ur. Menning;- laráðherra á um-r brotatímum orsku menningarlífi varþaðstarf Lars Roar Langslet verður mögr þekktastur fyrir er tímar líða fr. Þá fyrst og fremst fyrir að hann var starfinu vaxinn og leysti það af hendi með ágætum. Það er því mikils virði að fá frá hans eigin hendi frásagnir og skoðanir er lágu að baki gerðum hans og sjónarmið sem réðu því hvernig hann með- höndlaði málefnin svo vel sem stað- reyndir hafa leitt í ljós. Hann gerir grein fyrir á persónulegan hátt hvað list hefur að segja fyrir manninn Lars Roar Langslet og sameinar á sérstæðan, fínlegan hátt sín persónu- legu sjónarmið, hið almenna sjón- armið, það sem hæst ber í nútíman- um og hin djúpstæðu verðmæti list- arinnar. Það að hann var ráðherra í hægri ríkisstjórn og að hann er starfandi, virkur kaþólikki kemur svo í öðru sæti en hefur samt sín áhrif á skoðan- ir hans. Kaflafyrirsagnir eins og „Tákn fuglanna er hefja sig til flugs“, „Nýtt vín á gömlum belgjum", „Vöndun", „Frelsi", „Tilbreytni", „Loks að kjarna málsins" og „Framtíðarsýn" segja okkur mikið um efni bókarinn- ar. Rune Amundsen: Livets Speil, opplev- elser pá dödens terskel. Aventura. Oslo 1987. 217 bls. „Ég var dregin af eins konar straumi út úr líkama mínum og inn í nokkurskonar spíral. Það var dimmt. Óttinn hvarf fljótlega fyrir ólýsanlegri gleðitilfinningu... Þetta er einskonar samnefnari fyr- ir það sem um 50 Norðmenn og nokkrir erlendir menn og konur hafa upplifað á þröskuldi lífs og dauða meðan þeir voru í raun dánir í augum þeirra er stóðu utan við þessa reynslu. Og hvaða áhrif hefur slík upplifun á einstaklinginn? Amundsen er sálfræðingur með klíníska sálfræði sem sérgrein. Aðal- ritgerð hans fjallaði um upplifun utan líkamans. Wenche Foss. Tröst. Aventura. Oslo 1987. 63 bls. Kjærlighet. Aventura. Oslo 1987. 71 bls. Safn af Ijóðum og spakmælum sem Wenche Foss hefur dregið sam- an er uppistaða þessara bóka. Ann- arsvegar um huggun og hinsvegar um kærleika. Smekkvísi og að hitta í mark eru þau atriði sem hún hefur að leiðarljósi og hefur tekist einstak- lega vel. Til þess að slíkt takist þarf að þekkja þjóðarsál landsins, sem bókin er gefin út í. Einkunn hennar sjálfrar er: „Ekki frekar en sólin eða máninn geta speglað sig í gruggugu vatni, getur hamingjan speglað sig í hjarta sem ergruggugt af hugsuninni um mig og mitt“. Lucy lrvine í þýðingu Nora Hoff. Römling (Runaway). Aventura. Oslo 1987. 269 síður. Barátta einstaklingsins við að verða fullorðinn er inntak þessarar bókar. Viðburðarrík, túlkar von- brigði og mannlega hlýju, von og fegurð náttúrunnar. Lucy Irvin lýsir leiðinni út í hinn stóra heim, burt frá fjölskyldunni og sjálfri sér, nýir staðir, nýtt fólk og mikill fjöldi þess í Frakklandi, Grikklandi, Tyrklandi og ísrael. Nýir draumar, ný störf og nýjar vonir. í fyrstu bók sinni Strandinu, 1984, segir frá því er hún réð sig á eyju með manni sem réði sér eykonu í eitt ár. Þessi bók segir frá því sem á undan var gengið, áður en hún flutti út í eyna. Sigurður H. Þorsteinsson. KVENFÉLAGIÐ FREYJA í KÓPAVOGI Aðalfundur Framsóknarkvennafélagsins Freyju í Kópavogi verður haldinn í Hamraborg 5, miðvikudaginn 12. október, kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðaifundarstörf. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður, kemur í heimsókn og spjallar við fundarkonur. Stjórnin Austurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin að Hótel Lind sunnudaginn 16. október kl. 14. Stutt ávarp flytur Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður. Framsóknarfélag Reykjavíkur 29. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi haldið í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum dagana 14.-15. október 1988 Dagskrá: Föstudagur 14. október. 1. kl. 20:00 2. kl. 20:05 3. kl. 20:10 4. kl. 20:15 Kosning nefndar. Kjörbréfanefndar og nefnda- a. skýrsla stjórnar KSFA b. gjaldkera KSFA c. Austra d. starfsemi LFK innan KSFA e. frá aðildarfélögum KSFA 5. kl. 20:50 Umræður um skýrslur og reikninga - afgreiðsla. 6. kl. 21.10 Ávörp gesta. 7. kl. 21:30 Stjórnmálaviðhorfið. a. Steingrímur Hermannsson b. Halldór Ásgrímsson c. Jón Kristjánsson d. Frjálsar umræður Laugardagur 8. kl. 09:00 9. kl. 11:30 10. kl. 11.35 11. kl. 12:00 12. kl. 13:00 13. kl. 14.30 14. kl. 16:30 15. kl. 17:00 16. kl. 17.30 17. kl. 20:00 15. október. Sérmál þingsins, „Atvinnumál í dreif- býli“. Álit nefndarinnar. Mál lögð fyrir þingið. MATARHLÉ. Nefndarstörf. Nefndir skila áliti, umræður- afgreiðsla. Kosningar. Önnur mál. Þingslit. ÁRSHÁTÍÐ KSFA. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19:30. Gestir þingsins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, ritari SUF. Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. Jón Helgason, fyrrv. landbúnaðarráðherra. Árshátíð Árshátíð framsóknarmanna á Austurlandi verður í Hótel Valaskjálf laugardaginn 15. október nk. og hefst með borðhaldi kl. 20:00. Fjölbreytt heimalöguð skemmtiatriði. - Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. - Söngur grín og gaman - dans. - Tríó Eyþórs sér um fjörið. Verð kr. 2.500,- Miðapantanir á Hótel Valaskjálf s. 11500, og á daginn í síma 11984 og á kvöldin í síma 11580 Vigdís og 11527 Guðbjörg fyrir föstudag 14. október. Fjölmennið. KSFA Árnesingar Hin árlega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstudaginn 21. okt. n.k. kl. 21.00 aö Flúðum, föstudaginn 28. okt. í Þjórsárveri og lýkur 11. nóv. í Aratungu. Aðalvinningur er ferð fyrir 2 með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig vegleg kvöldverðarlaun. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Ctanur mál. Stjórnin. Vesturland Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Vesturlandskjördæmi verður haldið á Akranesi laugardaginn 5. nóvember. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.