Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 11.10.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 11. október 1988 Tíminn 19 SPEGILL lilllllililll Nýja lífið hans Stacy Keach Leikarinn Stacy Keach hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Hann var kókaínneytandi og hefur afplánað fangelsisdóm, fyrir ólög- lega höndlun með kókaín. Eftir fangelsisvistina var hann niður- brotinn maður, og vissi ekki hvort hann fengi mat í næsta mál. „Mér var sleppt út í óvinveitta og miskunnarlausa veröld,“ segir hann. „Þessa sex mánuði, sem ég sat inni hlóðst upp vandi minn. Það er erfitt að ímynda sér hvað veður skipast skjótt í lofti“. Skilnaður fylgdi í kjölfarið, og hræsnisfull hneykslan Hollywoodliðsins á lyfjanotkun hans. Engin atvinnutil- boð og síðast en ekki síst, allir að bjóða honum kókaín. Lukkuhjól Stacys fór aftur að snúast einu ári eftir fangelsisvist- ina. Hann kvæntist fallegri pólskri stúlku, sem stóð við hlið hans eins og klettur í hafi. Malgosia heitir hún og er 34 ára gömul. Með hennar hjálp hóf hann nýtt líf. Og sjá... Tilboðin tóku að streyma inn. Stacy sló í gegn í Hammers þáttunum, og nú á hann að leika Ernest Hemmingway í samnefndri kvikmynd. Heima er best. Stacy segist hafa breytt um áherslur. Nú segir hann: „Fjölskyldan kemur fyrst, síðan vinnan." SÍfiSlll ÍÍ ; %' <£■' fzm lllllllllllllllllll KVIKMYNPIR Illllllll ' .,I|IHH"" Stiörnuqlöf: * * * * III Hvað sótti hann til Ameríkunnar? Akeem prins er léttur, fyndinn og beittur, eða einfaldlega góður, í meðförum Eddie Murphys og var ekki við öðru að búast og er hirðmaður hans einnig góð uppfyll- ing við hlið hans, en hann er í höndum Arsenio Hall. Ein af gestaþrautum þessarar myndar er að sjá hvaða hlutverk Murphy leikur, en þau eru um þrjú talsins fyrir utan prinsahlutverkið. Eitt þeirra er hvítur gamall brandara- karl á rakarastofuholu í Queens- hverfi N.Y. Umgjörð myndarinnar er dæmi- gerð fyrir árekstur tveggja menn- ingarheima en í meðförum þessara manna verður myndin öll önnur en ádeila á þennan árekstur. Margoft gengu hlátursöldurnar yfir bíósalinn sem þétt var setinn þótt um 11 sýningu væri að ræða. Hinn tilkomumikli konungur var góður framan af en svolítið var hann orðinn góðlega opinn fyrir amerískum áhrifum í lok myndar- innar. Kemur dulbúinn áróðurinn þá vel fram, en hann felst auðvitað í því að öllum sé til blessunar að kynnast frelsi Bandaríkjanna. Þetta er náttúrlega ekki rétt eins og við ættum öll að vita, en þeir sem hafa það á hreinu eru ekki í neinni hættu þótt þeir rekist inn í Há- skólabíó á næstunni. Hvað sem heimsvaldapólitík kananna líður í kvikmyndagerð, verður það að játast að kvenfólkið er flott og fallegt og samskipti ríkra og fátækra er með skemmtilegasta og skarpasta móti. Raunar er það einn skýrasti boðskapur myndar- innar að peningar og peningaáhrif séu ekki trygging fyrir hamingju og gleði. Hvar var t.d. meiri stemmn- ing en hjá rökurununt í kjallara hreysishótelsins þar sem þeir Ak- eem og Sammi fengu inni? Sjaldan hef ég og séð jafn mikið stolt skína úr fasi skúringamanns yfir verki sínu og þegar prinsinn gekk um í auðvirðilegasta starfi McDowell- hamborgarastaðarins. Semsagt skemmtileg, létt og hnyttin mynd eins og við var að búast. Ástir og leit að konuefni á fölskum forsendum er í góðum höndum hjá Eddie og félögum. Fjögurra stjörnu ánægja. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.