Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.10.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. október 1988 Tíminn 3 Dr. Jakob Jakobsson kosinn forseti Alþjóða hafrannsóknaráðsins í gær: Fagleg upphefð og mikil áhrif Dr. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, var í gær valinn til að gegna embætti forseta Alþjóða hafrannsóknaráðsins til næstu þriggja ára. Tekur hann við þessari virtu stöðu af Norðmanninum Ole Johan Östvedt, sem hann hefur reyndar verið næstur að tign síðasta kjörtímabil í stöðu varaforseta. Ekki náðist í dr. Jakob í Bergen þar sem valið fór fram á árlegum fundi ráðsins, en heima fyrir varð rannsóknarstjóri hafrannsókna, Hj álmar Vilhj álmsson, fyrir svörum. Sagði hann að þeir á Hafrannsókna- stofnun væru mjög ánægðir með þessa faglegu upphefð sem forstjór- inn hefur orðið aðnjótandi og þau áhrif sem færst hafa á hendi hans. „Þetta er gríðarmikil viðurkenning á því rannsóknastarfi sem Jakob hefur unnið að og því starfi sem hann veitir forstöðu,“ sagði Hjálmar. „En þetta er fyrst og fremst fagleg upp- hefð fyrir hann sjálfan." Dr. Jakob var kosinn af yfirstjórn Alþjóða hafrannsóknaráðsins, en í henni eiga allar hinar fjölmörgu aðildaþjóðir ráðsins fulltrúa. Forseti er kosinn til þriggja ára í senn en ráðið kemur þó saman árlega. Nú fer ráðstefnan fram í Bergen í Nor- egi og geta allir aðilar lagt þar fram skýrslur um rannsóknir sem unnar hafa verið í heimalandinu. Lætur ráðið sér allt varða sem lýtur að sjávarrannsóknum og er þá hvort tveggja átt við rannsóknir á hafinu og því lífi sem f því þrífst. Er fyrst og fremst litið á forseta- sætið sem upphefð og virðingarsæti meðal fagmanna flestra þjóða heims sem á annað borð eiga einhverja fræðimenn á sviði sjávarrannsókna. Forsetinn hefur mikil áhrif á hvernig ráðið stendur að málum og mótar hann stefnu þess á milli ársþinga. Daglegur rekstur Alþjóða hafrann- sóknaráðsins er hins vegar í höndum framkvæmdastjórnar, sem ráðið vel- ur hverju sinni. KB Verð komið á síldina Á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær varð samkomu- lag um eftirfarandi lágmarksverð á síld til frystingar og söltunar á síldar- vertíð haustið 1988. 1. Síld,33cmogstærri hvertkgkr.8.90 2. Síld,30cmað33cm - - - 7.50 3. Síld,25cmað30cm - - - 4.20 Gert er ráð fyrir því að kaupendur og seljendur komi sér saman um álag á ofangreint verð á síld, sem háfuð er úr nót og kæld í körum og hæf er til frystingar fyrir Japansmarkað. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Benedikt Valsson, sem var oddamaður nefndar- innar, Bjarni Lúðvíksson og Hermann Hansson af hálfu kaupenda og Kristján Ragnarsson og Óskar Vigfússon af hálfu seljenda. Stjórn Atvinnutryggingarsjóðs: Fyrsti fundur stjórnar í dag Nýskipuð stjórn Atvinnutrygg- ingarsjóðs kemur saman til fyrsta fundar í húsakynnum Byggðastofn- unar í dag. Stjórnin mun m.a. yfir- fara drög að reglugerð fyrir sjóðinn sem unnið hefur verið að undanfama daga, en stefnt er að útgáfu hennar í lok vikunnar. Gengið var frá skipun fimm manna stjórnar Atvinnutryggingar- sjóðs í gær. Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn er for- maður sjóðsstjómar. Aðrir stjórnar- menn em: Jóhann Antonsson, við- skiptafræðingur á Dalvík, tilnefndur af Ólafi Ragnari Grímssyni, fjár- málaráðherra, Kristján Skarphéð- insson, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, tilnefndur af Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða, tilnefndur af Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra og Bjöm Björnsson, bankastjóri Al- þýðubankanum, tilnefndur af sama Jóni Sigurðssyni, en í þetta skipti sem iðnaðarráðherra. óþh Kasparov ekki tapað í tvö ár Heimsmeistarinn í skák, Garry Sokolov-Kasparov........... 1-0 Kasparov, tapaði skák f fyrsta Jóhann-Tal ...................1/2-1/2 skipti í tvö ár, ef frá em talin töpin Nikolic-Sax ......1/2-1/2 gegn Karpov, í tafli sfnu við Andrei Jusupov-Timman .............bið Sokolov. Um helming skákanna á Anderson-Beljavskí .... 1/2-1/2 heimsmeistaramótinu í Borgar- Speelmann-Spassky .... 1/2-1/2 leikhúsinu lauk hins vegar með Ribli-Nunn ...................1/2-1/2 jafntefli. Portisch-Kortsnoj Úrslit sjöundu umferðar urðu Ehlvest-Margeir þessi: Þorsteini Þorsteinssyni, hjá Micro Weigh í Massachusetts, er ekki kunnugt um aö hann hafi stolið íslensku hugviti: VIRDUM ÞAD SEM MÁOGMÁEKKI Þorsteinn Þorsteinsson, hjá Micro Weigh í Fitchburg í Massa- chusetts, segir að árekstrar hafi ekki orðið við Marel og Pólstækni vegna framleiðslu á skipavogum, enda sé honum ekki kunnugt um að hann hafi verið að stela fram- leiðsluhugmyndum. Starfsmenn Micro Weigh hafi alltaf verið hreinir og beinir, en blandi hins vegar ekki neinum tilfinningum inn í viðskiptin. „Ég veit ekki hvort þetta er mikið mál hjá okkur. Við höfum alltaf verið nokkuð hreinir og beinir og reyn- um að virða bæði það sem má og má ekki gera. Tilfinningamál hjá öðrum er svo allt annað mál,“ sagði Þorteinn. „Eftir að okkar samstarfi lauk við Pólstækni, þá var hver og einn frjáls til að fara þangað sem hann helst vildi. Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því,“ sagði Þor- steinn. Sagði hann að allt tal um skyldur hans til að framleiða ekki skipavog- ir eða aðrar vogir innan tveggja ára, frá því framleiðslusamningur hans við Pólstækni féll niður, væri úr lausu lofti gripið. „Það var mjög gaumgæfilega rannsakað hvaða skyldur við höfðum og hvaða skyldur ekki. Við gerðum okkur alveg grein fyrir þvf. Að svo stöddu vil ég segja það að þetta er meira þeirra skoðun og túlkun á samn- ingnum.“ Tölvuvogir Micro Weigh eru nú boðnar í verksmiðjuútsölu í tak- markaðan tíma og er gefinn veru- legur afsláttur frá verðlistaverði að sögn Þorsteins. Ekki gat hann þó gefið upp verðlistaverð eða hversu mikill afslátturinn væri í hundr- aðshlutum. KB Alþýðubandalagsmenn ráða konur sem aðstoðarráðherra en karl sem efnahagsráðunaut: Nýir ráðherrar f á nýtt aðstoðarfólk Nokkrir nýju ráðherranna hafa nú ráðið sér aðstoðarfólk. Ólafur Ragn- ar Grímsson, fjármálaráðherra, hef- ur ráðið Svanfríði Jónasdóttur vara- formann Alþýðubandalagsins og forseta bæjarstjórnar Dalvíkur sem aðstoðarráðherra. Jafnframt hefur fjármálaráðherra ráðið Má Guð- mundsson hagfræðing sem efnahags- ráðunaut í fjármálaráðuneytið. Már hefur um árabil starfað sem hag- fræðingur iijá Seðlabankanum samhliða því að hann er að ljúka doktorsritgerð í Cambridge í Bret- landi. Þá hefur Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra ráðið til sín Álfhildi Ólafsdóttur sem aðstoðar- ráðherra. Hún er bóndi á Akri í Vopnafirði og hefur undanfarin tvö ár starfað sem ráðunautur hjá Sam- bandi íslenskra loðdýraræktenda. Ráðherrar Framsóknar og Al- þýðuflokks munu halda áfram sínum aðstoðarmönnum, líka þeir sem flytja sig um set eða bæta við sig ráðuneytum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.